Um dómstólana

Á Íslandi eru þrjú dómstig; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur.

 

Héraðsdómstólar eru átta talsins og saman mynda þeir lægsta dómstigið. Öll mál koma fyrst til úrlausnar fyrir héraðsdómstólum. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er hægt að skjóta úrlausnum héraðsdómstólanna til æðra dómstigs, Landsréttar, og í undantekningartilvikum til Hæstaréttar.

»Héraðsdómstólar

 

Landsréttur er áfrýjunardómstóll og tekur til landsins alls.

»Landsréttur

 

Hæstiréttur Íslands fer með æðsta dómsvaldið og er fordæmisgefandi dómstóll. Einungis er hægt að áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum ströngum skilyrðum.

»Hæstiréttur Íslands

 

»Fyrirvari um birtingar efnis á heimasíðu dómstólasýslunnar