Námskeið fyrir sérfróða meðdómsmenn

Farið verður yfir hlutverk sérfróðra meðdómsmanna í dómsmálum og hvernig best er að undirbúa sig undir starfið. Hvenær kemur sérfróður meðdómsmaður að máli og til hvers er ætlast til af honum?

 

Námskeiðið er eingöngu fyrir þá sem hafa fengið tilnefningu sem sérfróðir meðdómsmenn. 

 

Kennarar            Ásgerður Ragnarsdóttir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Hersir Sigurgeirsson dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Stund                  Fimmtudagurinn 3. október kl. 15.00-17.00

Staður                 Dómstólasýslan, Suðurlandsbraut 14, 3. hæð (gengið inn að vestan), 108 Reykjavík.

 

Athugið að hámarksfjöldi á námskeiðið er 30 þátttakendur. Ef fleiri skrá sig mun námskeiðið verða haldið á nýjan leik. Möguleiki er að vera í fjarfundi. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Skráning á námskeið