Fagráð gegn einelti og áreitni

Í stefnu og viðbragðsáætlun dómstólasýslunnar um einelti, kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustað, sem kynnt var á dögunum, er gert ráð fyrir óháðu fagráði þriggja aðila sem munu taka á þeim málum sem upp kunna að koma hjá dómstólunum.

Margrét María Sigurðardóttir lögfræðingur, forstjóri Þjónustu– og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskertra og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu hefur tekið að sér að vera formaður ráðsins en auk hennar verða Sjöfn Evertsdóttir sálfræðingur hjá Áfalla– og sálfræðimiðstöðinni og Dr. Hörður Þorgilsson hjá Betri líðan sálfræðiþjónustu í ráðinu. 

Námskeið fyrir stjórnendur dómstólanna var haldið fyrir stuttu þar sem farið var yfir stefnuna. Attentus – mannauður og ráðgjöf ehf. var dómstólasýslunni innan handar við gerð stefnunnar og sá Sigríður Þorgeirsdóttir ráðgjafi um kennsluna.