Nýting rafrænna lausna og fjarfundarbúnaðar við málsmeðferð



Lög nr. 121/2020 um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafa verið samþykkt á Alþingi og birt í Stjórnartíðindum. Þau tóku gildi í gær, 18. nóvember 2020, og gilda til 31. desember 2021.
Sjá frumvarp á vef Alþingis

Um er að ræða framlengingu á lögum nr. 32/2020 um breytingu á ýmsum lögum til að heimila framlengingu fresta og rafræna meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl. sem heimila nýtingu á rafrænum lausnum við málsmeðferð fyrir dómi. 

Samkvæmt nýju lögunum er heimilt að þingfesta mál á fjarfundi ef dómari og allir málsaðilar er ásáttir um að fara þá leið. Rafrænar lausnir þurfa samkvæmt lögunum að vera færar og aðilum til hagræðis með tilliti til tækjabúnaðar og öryggis. Þá getur dómari ákveðið að aðalmeðferð og önnur þinghöld, þ.m.t. skýrslugjöf aðila, ákærða og vitna fari fram gegnum fjarfundarbúnað.

Reglugerð nr. 1105/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tók gildi 18. nóvember sl. og gildir til og með 1. desember næstkomandi.