Mynd Hæstiréttur Íslands

Hæstiréttur Íslands

Hæstiréttur fer með æðsta dómsvaldið og er fordæmisgefandi dómstóll. Einungis er hægt að áfrýja málum til Hæstaréttar að uppfylltum ströngum skilyrðum. Í Hæstarétti eiga sæti sjö dómarar. Fimm dómarar taka þátt í meðferð máls hverju sinni, en þó sjö í sérlega mikilvægum málum. Þrír dómarar taka að jafnaði ákvörðun um áfrýjunarleyfi og um hvort kæra verði tekin til meðferðar.


Skoða vefsíðu
Mynd Landsréttur

Landsréttur

Landsréttur er svokallað millidómstig, það er áfrýjunardómstóll sem skipaður hefur verið á milli héraðsdómstólanna og Hæstaréttar. Landsréttur er staðsettur á höfuðborgarsvæðinu en tekur til landsins alls. Fimmtán dómarar eiga sæti við Landsrétt og taka þrír dómarar þátt í meðferð máls fyrir dómi, með þeim undanteknungum sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála. Þrír dómarar taka ákvörðun um áfrýjunarleyfi og hvort kæra verði tekin til meðferðar.


Skoða vefsíðu
Mynd Héraðsdómstólar

Héraðsdómstólar

Héraðsdómstólarnir eru átta talsins og saman mynda þeir lægsta dómstigið. Öll mál koma því fyrst til úrlausnar fyrir einhverjum af héraðsdómstólum. Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er hægt að skjóta úrlausnum héraðsdómstólanna til æðra dómstigs, þá til Landsréttar og í undantekningartilfellum beint til Hæstaréttar. Alls eiga 42 dómarar sæti við héraðsdómstólana og tekur einn héraðsdómari þátt í meðferð máls fyrir dómi, með þeim undantekningum sem mælt er fyrir um í lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála.


Skoða vefsíðu