Beint á leiðarkerfi vefsins
Vefur Dómstólaráðs og héraðsdómstólanna á Íslandi

Velkomin á vef héraðsdómstólanna

Á vefnum er að finna upplýsingar um alla héraðsdómstóla landsins auk dómstólaráðs og er gott að nota fellilistann hér til vinstri til að fara á milli þeirra.  Á heimasíðu hvers dómstóls fyrir sig er að finna dagskrá hans, nýjustu dóma, lista yfir starfsmenn og fleira. 

Á sameiginlegu svæði er að finna leitarvél fyrir dóma.  Þá er þar birtur ýmis fróðleikur um starfsemi dómstólanna og viðfangsefni þeirra.

Nýir dómar

26. nóvember 2015
E-1592/2014 Héraðsdómur Reykjaness
Gunnar Aðalsteinsson héraðsdómari

Undirverktaki krafði aðalverktaka um endurgreiðslu geymslufjár. Fallist var á skuldajafnaðarkröfu aðalverktakans vegna tafa á verkinu, galla á því, ofgreiðslu vegna magns, vegna óunninna verkþátta o.fl. og var stefndi sýknaður.

26. nóvember 2015
S-926/2013 Héraðsdómur Reykjaness
Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari

Sakfellt fyrir tilraun til fjársvika og fjársvik.

25. nóvember 2015
S-120/2015 Héraðsdómur Reykjaness
Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari

Sýkna.

25. nóvember 2015
E-823/2014 Héraðsdómur Reykjavíkur
Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari

A var með dómi Hæstaréttar árið 1998 dæmdur í tveggja ára og þriggja mánaða fangelsi fyrir aðild að alvarlegri líkamsárás sem varð manni að bana. Hann leitaði í kjölfarið til Mannréttindadómstóls Evrópu sem taldi að meðferð Hæstaréttar á máli hans hefði ekki samrýmst 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð, þar sem Hæstiréttur hefði lagt mat á skýrslur ákærða og annarra vitna án þess að hafa hlýtt á þær milliliðalaust. Hæstiréttur féllst í kjölfarið á endurupptöku máls A. Með dómi Hæstaréttar í desember 2012 var A sýknaður af sök í málinu. A stefndi íslenska ríkinu og krafðist bóta fyrir að hafa afplánað refsidóm í fangelsi að ósekju. Héraðsdómur taldi A eiga rétt á bótum og voru honum dæmdar bætur sem námu alls 18.710.000 kr.


Heimasíður dómstólanna


Greiðsluaðlögun einstaklinga
Umdæmaskipting héraðsdómstólanna

Slóðin þín:

Forsíða

Stjórnborð

Minnka leturLetur í sjálfgefna stærðStækka leturHamur fyrir sjónskerta og lesblindaHafa sambandPrenta þessa síðuVeftré

Mynd