Samráðsfundur um meðferð kynferðisbrotamála í réttarkerfinu og stöðu brotaþola

Dómstólasýslan og stýrihópur stjórnvalda um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi stóðu fyrir lokuðum samráðsfundi meðal aðila í réttarkerfinu miðvikudaginn 30. janúar kl. 15.00-17.00. Meðal verkefna stýrihópsins er að gera tillögur um lagabreytingar með það að markmið að styrkja stöðu brotaþola.


Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði, kynnti drög að skýrslu um stöðu brotaþola á Íslandi í samanburði við önnur Norðurlönd, sem verið er að vinna að beiðni stýrihópsins, ásamt tillögum um mögulegar úrbætur á réttarstöðu brotaþola.
Miklar umræður urðu á fundinum en hann sóttu fulltrúar lögmanna, dómara, saksóknara og lögreglu.


Stýrihópurinn mun kynna niðurstöður skýrslunnar og tillögur að úrbótum síðar, meðal annars á Lagadaginn 29. mars næstkomandi.