Kvörtun vegna háttsemi dómara í starfi


Samkvæmt 4. mgr. 47. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla er hverjum þeim sem telur dómara hafa gert á sinn hlut í störfum sínum heimilt að beina skriflegri og rökstuddri kvörtun til nefndar um dómarastörf.

Kvörtun skal berast nefndinni innan þriggja mánaða frá því að sá atburður sem kvörtunin nær til átti sér stað. Sé liðið ár frá atburði verður kvörtun ekki tekin fyrir.

Nefndin fjallar ekki um dómsúrlausnir dómara. Með því er m.a. átt við allar úrlausnir dómara sem möguleiki er á að bera undir æðri dóm.

Hver sem vill senda kvörtun til nefndarinnar skal fylla út eyðublað þetta og senda rafrænt til nefndar um dómarastörf. 

Neðst á síðu er mögulegt að senda með fjögur fylgiskjöl. Einnig er hægt að senda þau sérstaklega á netfangið nefndumdomarastorf@domstolasyslan.is 


Upplýsingar um þann sem kvartar
Upplýsingar um kvörtun

Rusl-vörn