Opin hús í tilefni þjóðhátíðardags

Héraðsdómur Reykjavíkur verður með opið hús þann 17. júní milli kl. kl. 14.00-18.00 undir yfirskriftinni: Spurt og svarað um dómstól

Lögð er sérstök áhersla á að höfða til ungs fólks og barna.  

Dómsalir á fyrstu hæð verða opnir og í sal 101 fara fram sýndarréttarhöld á vegum lagadeilda HÍ og HR kl. 14:30-16:30.

Í sal 102 verður settur fram fróðleikur fyrir krakka og aðra áhugasama um störf dómstólsins. Þar verða líka skikkjur, hamrar, lagabækur o.fl. til sýnis.

Starfsfólk verður á staðnum til að útskýra fyrir gestum hvað fer fram í dómsal og hvernig hlutirnir virka og svara spurningum. Fólki býðst að máta skikkjur og taka í hamar og þá er tilvalið fyrir það að taka „dómaramyndir“ af sér.

Hæstiréttur Íslands verður einnig með opið hús frá kl. 14.00-18.00. Leiðsögn um húsnæðið verður á hálftíma fresti þar sem gestir eru fræddir um sögu, húsnæði og starfsemi réttarins.