Fundargerðir stjórnar dómstólasýslunnar

Frá janúar 2019 birtast fundargerðir stjórnar dómstólasýslunnar hér á heimasíðunni. Með því að smella á númerin fást fundargerðirnar eftir tímaröð.

2024

Dómstólasýslan.
1. fundur, 25. janúar 2024.

Árið 2024, fimmtudaginn 25. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.15.

Fundarefni:

1. Tillögur dómstólasýslunnar vegna fjármálaáætlunar 2025-2029 fyrir Hæstarétt, Landsrétt, héraðsdómstólana og dómstólasýslunnar. Mat á þörf á hækkun frá gildandi áætlun vegna nýrra útgjaldaþarfa.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir innsendum tillögum Hæstaréttar, Landsréttar, Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness um útgjaldaþörf 2025-2029 og kynnti drög að tillögum dómstólasýslunnar til dómsmálaráðuneytis fyrir öll dómstig og dómstólasýsluna.

Rætt var um ýmis efnisatriði fjármálaáætlunarinnar og fram komnar tillögur dómstólanna um útgjöld. Samþykkt var að framkvæmdastjóri sendi dómsmálaráðuneytinu drögin með örfáum lagfæringum í samræmi við umræðu fundar.


2. Málatölur 2023

Gerð var grein fyrir málatölum ársins 2023 fyrir Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdómstóla. Kom fram að heilt yfir hafi málsmeðferðatími hjá héraðsdómstólum styst í munnlega fluttum einkamálum og ákærumálum. Málafjöldi hafi aukist vegna fjölgunar mála í nokkrum málategundum s.s útivistarmálum og gjaldþrotamálum. Hjá Landsrétti hafi málsmeðferðatími aukist aðeins í áfrýjuðum einkamálum en styst í öðrum málaflokkum. Málafjöldi hafi aukist vegna fjölgunar í kærðum sakamálum. Hjá Hæstarétti hafi málsmeðferðatími lengst aðeins í áfrýjuðum og kærðum einkamálum en styst í kærðum og áfrýjuðum sakamálum. Málafjöldi þar hafi haldist nokkuð svipaður milli ára.
Umræður um málatölurnar fóru fram og upplýst að helstu málatölur verði birtar á vefsíðu dómstólanna.

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir og Edda Laufey Laxdal komu inn á fundinn kl. 16.37.

3. Staða á vinnu við eftirfarandi reglur:

a. Reglur um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólunum
Snædís Ósk gerði grein fyrir drögum að reglum um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum og þeim athugasemdum sem bárust eftir að þær voru sendar í samráð. Umræða fór fram. Ákveðið var að uppfæra drögin í samræmi við umræðu á fundi og rýna nánar framkomnar athugasemdir áður en drögin verða lögð fyrir stjórn að nýju.

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 17.18.

b. Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstólanna

Edda Laufey gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og mikilvægi þess að ná fram samræmi hjá héraðsdómstólunum við útgáfu dagskrár. Ákveðið var að leggja málið fyrir á næsta dómstjórafundi og kjölfar þess leggja uppfærð drög fyrir stjórn.

Edda Laufey Laxdal vék af fundi kl. 17.35.

4. Mannaflalíkan 2024

Kynnt var mannaflalíkan fyrir árið 2024 þar sem lagt er mat á vinnuálag hjá héraðsdómstólunum á komandi ári út frá ýmsum forsendum s.s vegnum málatölum síðastliðinna þriggja ára og áætluðum ársverkum dómara og aðstoðarmanna.
Umræður fóru fram um niðurstöður mannaflalíkansins og þær aðferðir sem koma til greina við jöfnun álags milli héraðsdómstóla. Formaður og framkvæmdastjóri munu skoða það nánar og kynna líkanið á næsta dómstjórafundi.

5. Önnur mál.

Fram kom að kjörtímabili fulltrúa héraðsdómara í stjórn dómstólasýslunnar lýkur í lok júlí 2024 og mun dómstólasýslan hlutast um að undirbúa kosningu aðalmanns og varamanns fyrir þann tíma.

Fleiri mál voru ekki rædd. Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 22. febrúar nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 18.05.


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson







Dómstólasýslan.

2. fundur, 21. mars 2024.

Árið 2024, fimmtudaginn 21. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

1. Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla


Edda Laufey Laxdal kom inn á fundinn kl. 15.02.

Edda Laufey gerði grein fyrir drögum að reglum um útgáfu dagskrár hjá héraðsdómstólum og þeim athugasemdum sem bárust frá dómstjórum og Blaðamannafélagi Íslands. Umræður fóru fram. Reglurnar voru samþykktar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

2. Meðferð persónuupplýsinga hjá dómstólum og dómstólasýslunni

Fræðsluskylda hvílir á dómstólum og dómstólasýslunni að veita upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga og gerði Edda Laufey grein fyrir samantekt sem unnin var um meðferð persónuupplýsinga hjá dómstólum og dómstólasýslunni. Upplýst var að skjalið yrði birt á vefsíðu dómstóla.

Edda Laufey vék af fundi kl. 15.36 og Snædís Ósk Sigurjónsdóttir kom inn á fundinn á sama tíma.

3. Reglur um aðgang almennings að gögnum og upplýsingum um einstök mál hjá Landsrétti og héraðsdómstólum eftir að þeim er endanlega lokið

Snædís Ósk gerði grein fyrir drögum að reglum um aðgang almennings að gögnum. Umræður fóru fram. Reglurnar voru samþykktar með þeim breytingum sem voru kynntar.

Snædís Ósk vék af fundi kl. 15.48.

4. Staða verkefnis um nýjan ytri vef dómstóla

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir aðdraganda verkefnisins og núverandi stöðu þess hjá Stafrænu Íslandi. Um væri að ræða umfangsmikið verkefni bæði tæknilega og efnislega með aðkomu tveggja starfshópa frá dómstólunum. Áfram verði unnið að verkefninu á árinu en vonast sé til þess að notendaprófanir geti hafist í sumar eða næsta haust.

5. Viðbrögð við mannaflalíkani – dreifing álags

Mannaflalíkan vegna ársins 2024 var kynnt á síðasta stjórnarfundi og á dómstjórafundi í kjölfarið. Líkanið sýndi að nokkuð gott jafnvægi væri á vinnuálagi milli stærri héraðsdómstóla en vinnuálag við Héraðsdóm Norðurlands eystra væri þó tölvuvert fyrir ofan meðaltal. Formaður upplýsti að unnið yrði að tvíþættri lausn, annars vegar með nýtingu fardómara og hins vegar með því að úthluta málum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra til dómstjóranna við Héraðsdóm Austurlands, Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Vestfjarða og að um þessa lausn hefði verið fjallað á fundi með dómstjórum í febrúar sl. Þessi lausn er háð því að fram komi rökstudd beiðni frá dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra um úthlutun mála til dómara utan þess dómstóls.

6. Drög að ársskýrslu 2023

Hrafnhildur Stefánsdóttir kom inn á fundinn kl. 16.10.

Hrafnhildur og framkvæmdastjóri kynntu drög að ársskýrslu 2023 og aðferðafræðina að baki uppsetningu hennar. Ákveðið var að lokadrög yrðu send stjórn milli funda.

Hrafnhildur vék af fundi kl. 16.20.

7. Fjármálaáætlun og fjárfestingaáætlun dómstólasýslunnar

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu fjármálaáætlunar og kynnti fimm ára áætlun um fjárfestingaheimildir.

8. Erindi LMFÍ- reglur nr. 2/2024 um ákvörðun málskostnaðar við áritun á stefnu í útivistarmálum

Formaður gerði grein fyrir erindi Lögmannafélags Íslands dags. 20. febrúar 2024. Umræður fóru fram. Ákveðið var að skoða nánar framkvæmd héraðsdómstóla á reglum nr. 2/2024. Sömuleiðis var ákveðið að skoða nánar viðmiðunarreglur sem settar hafa verið um innheimtuþóknun.

9. Önnur mál

  • Framkvæmdastjóri upplýsti að nýlega hafi farið fram starfsdagur hjá dómstólasýslunni þar sem farið var yfir áherslur og skipulag verkefna fram á sumar. Gagnlegt væri að hafa starfsdag stjórnar næsta haust þar sem farið væri yfir helstu áherslur og verkefni árið 2025.
  • Verkefnastjóri upplýsti að dómstóladagurinn muni fara fram 18. október nk. og að undirbúningshópur með einstaklingum frá öllum dómstigum hafi þegar tekið til starfa við undirbúning dagsins.
  • Upplýst var um skipulagsbreytingar í Héraðsdómi Reykjavíkur og kvörtun sem barst vegna þeirra. Upplýst var að því máli væri lokið.
  • Rætt var um leigusamning húsnæðis Héraðsdóms Vestfjarða.

Umræða fór fram um skipan dómara við Landsrétt og mikilvægi þess að skipunarferli gengi hratt fyrir sig svo dómstóllinn yrði ekki undirmannaður.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur var ákveðinn miðvikudaginn 24. apríl 2024.

Fundið slitið 17.01.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

Dómstólasýslan.

3. fundur, 24. apríl 2024.

Árið 2024, miðvikudaginn 24. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

1. Traustmæling Gallup

Matthías Þorvaldsson frá Gallup kom inn á fundinn kl. 15.05.

Matthías kynnti helstu niðurstöður traustmælingar Gallup 2024. Niðurstöður sýna að traust til dómstóla hefur haldist svipað milli ára en sé heilt yfir frekar á uppleið. Umræða fór fram.

Matthías vék af fundi kl. 15.38.

2. Fjármálaáætlun

Framkvæmdastjóri kynnti tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029. Hún upplýsti að gert sé ráð fyrir skerðingu fjárveitinga til dómstóla sem muni hefjast árið 2026. Formaður og framkvæmdastjóri hafa fundað með dómsmálaráðuneytinu og munu leiða málið áfram. Umræða fór fram um þingsályktunartillöguna og fjármögnun héraðsdómstóla.

3. Umsóknir um námsleyfi

Framkvæmdastjóri kynnti þær umsóknir sem hafa borist frá dómurum um námsleyfi og upplýsti að umsóknarfrestur muni renna út 1. maí nk. Ákveðið var að taka málið fyrir til ákvörðunar á næsta stjórnarfundi.

4. Bakvaktir héraðsdómara – möguleg dreifing álags

Formaður gerði grein fyrir málinu. Hann upplýsti að rannsóknarmálum hefði fjölgað gífurlega milli ára.Fram fór umræða um mögulegar leiðir til þess á létta á álagi vegna bakvakta dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Formaður og framkvæmdastjóri munu leiða málið áfram.

5. Erindi LMFÍ um ákvörðun málskostnaðar við áritun á stefnu í útivistarmálum – staða.

Málið var kynnt á síðasta stjórnarfundi 21. mars sl. Í kjölfarið óskaði framkvæmdastjóri eftir skýringum frá dómstjórum HDR og HDRN um hvernig þessum reglum dómstólasýslunnar um ákvörðun málskostnaðar væri beitt. Ákveðið var að málið verði rætt á næsta fundi dómstólasýslunnar með dómstjórum héraðsdómstólanna.

6. Önnur mál

  • Ráðgert að halda starfsdag stjórnar 11. október nk.
  • Kjör aðalmanns og varamanns úr röðum héraðsdómara í stjórn dómstólasýslunnar. Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu kosninga meðal héraðsdómara um sæti í stjórn. Gert sé ráð fyrir að kosningu ljúki 16. maí nk.
  • Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir erindi frá Lögmannafélagi Íslands sem barst 19. apríl sl. vegna reglna dómstólasýslunnar nr. 6/2024 og þeim athugasemdum sem þar komu fram. Dómstólasýslan mun svara erindinu.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 23. maí 2024 kl. 15.

Fundið slitið 16.39.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

Dómstólasýslan.

4. fundur, 23. maí 2024.

Árið 2024, fimmtudaginn 23. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

1. Staðfesting ákvörðunar milli funda

Óskað var eftir tilnefningu lagadeilda háskólanna í nefnd um dómarastörf þar sem skipunartími þeirra Sindra M. Stephensen, sem sagði sig úr nefndinni vegna setningar hans sem héraðsdómari, og Júlíar Óskar Antonsdóttur rann út 14. maí sl. Á grundvelli tilnefningar lagadeilda háskólanna og með vísan til 1. mgr. 9. gr. laga um dómstóla var samþykkt á milli funda að skipa Andra Fannar Bergþórsson dósent við Háskólann í Reykjavik aðalmann og Hauk Loga Karlsson dósent við Háskólann á Bifröst sem varamann. Þessi samþykkt var staðfest á fundinum.

2. Umsóknir um námsleyfi

Gert var grein fyrir umsóknum um námsleyfi og umræður fóru fram. Eftirfarandi námsleyfi fyrir 2025-2026 voru samþykkt:

Hæstiréttur:

Ólafur Börkur Þorvaldsson frá 1.1. 2025 til 31. maí 2025

Karl Axelsson frá 1.9.2025 til 31.12.2025

Landsréttur:

Símon Sigvaldason frá 1.1.2025 til 30.6.2025

Ragnheiður Harðardóttir frá 1.9.2025 til 28.2.2026

Héraðsdómstólar:

Halldór Halldórsson HDNV frá 1.9.2025 til 28.2.2026

Bergþóra Ingólfsdóttir HDR frá 9.9.2025 til 15.2.2026

Sigríður Hjaltested HDR sótti um frá 15.2.2025 til 31.5.2025. Umsóknin var samþykkt með þeim fyrirvara að námsleyfi hennar hefjist 1. mars 2025 og ljúki 15. júní, í samræmi við 1. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 4/2024

Halldór Björnsson HDVF frá 1.1.2025 til 30.6.2025

3. Innleiðing laga samþykkt 17. maí sl. um meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. (miðlun og form gagna, fjarþinghöld, birting ákæra o.fl.) og annar undirbúningur við stafræna þróun

Framkvæmdastjóri upplýsti að 17. maí sl. samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um ýmsar breytingar á lögum um meðferð sakamála, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. Lögin miða að því að gera samskipti í réttarvörslukerfinu tæknilega hlutlaus og skapa forsendur til að nýta tæknilausnir í ríkari mæli.

Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu og þeim aðgerðum sem dómstólasýslan hefur unnið að í samvinnu við starfsfólk dómstólanna, dómsmálaráðuneytið, Kolibri, Þjóðskjalasafnið og fleiri hagaðila en þær breytingar sem fram koma í frumvarpinu verða innleiddar í skrefum á næstu mánuðum. Framkvæmdastjóri upplýsti að til standi að uppfæra tæknibúnað dómstólanna eftir þörfum, setja reglur um fjarþinghöld, form og afhendingarmáta dómsskjala og rafræna staðfestingu dómskjala í samræmi við nýju lögin. Að auki sé unnið að áframhaldandi þróun réttarvörslugáttarinnar í samvinnu við dómsmálaráðuneytið sem með frekari þróun mun stuðla að stafrænni málsmeðferð.

4. Samskipti við fjárlaganefnd vegna fjármálaáætlunar 2025-2029

Formaður gerði grein fyrir samskiptum dómstólasýslunnar við fjárlaganefnd Alþingis vegna fjármálaáætlunar 2025-2029. Dómstólasýslan sendi bréf og síðar minnisblað til fjárlaganefndar vegna fjárheimilda dómstóla í fjármálaáætluninni. Óskað var eftir fundi með nefndinni til að gera nánari grein fyrir málinu og þeirri stöðu sem dómstólar verði í komi til þessara aðgerða sem lagt sé til í fjármálaáætlun. Framkvæmdastjóri og formaður upplýstu að fjárlaganefnd hafi ekki talið þörf á fundi með dómstólasýslunni og að engin svör hafi borist vegna ítrekunar á beiðni um fund. Umræður fóru fram.

5. Frásögn af fundum

  • Fundur dómstólasýslunnar með dómstjórum fór fram 16. maí sl.
  • Samráðsfundur dómstólasýslunnar með Lögmannafélagi Íslands fór fram 22. maí sl.

    Greint var frá efni fundanna og umræður fóru fram.

6. Önnur mál

Arnaldur vakti máls á hugleiðingum sínum um hámarkslengd stefnu og greinargerða. Stjórnarmenn megi vænta tillagna frá honum í þeim efnum á næstunni. Til samanburðar nefndi hann nýlegar leiðbeiningar norsku dómstólasýslunnar í þessum efnum.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 27. júní 2024.

Fundið slitið 16.40.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

Dómstólasýslan.

5. fundur, 27. júní 2024

Árið 2024, fimmtudaginn 27. júní, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.04.

Fundarefni:

Halldór Björnsson vék af fundi kl. 15.07.

1. Ákvarðanir á milli funda

Ákvörðun var tekin milli funda um að samþykkja flutning Hlyns Jónssonar héraðsdómara frá Héraðsdómi Norðurlands eystra til Héraðsdóms Reykjavíkur frá og með 1. september nk.

2. Beiðni um flutning til HDNE

Dómstólasýslan sendi hinn 20. júní sl. boð á alla héraðsdómara um flutning í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra frá og með 1. september nk. Halldór Björnsson dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða óskaði einn eftir flutningi.
Flutningur Halldórs frá Héraðsdómi Vestfjarða til Héraðsdóms Norðurlands eystra var samþykktur. Dómstólasýslan mun auglýsa boð um flutning til Héraðsdóms Vestfjarða.

Halldór kemur inn á fundinn kl. 15.12.

3. Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla nr. 7/2024 - Breytingar á 3. gr. reglnanna

Framkvæmdastjóri reifaði minnisblað um breytingu á reglum nr. 7/2024, sem sent var fyrir fundinn. Lagt var til að breyta gildistökuákvæði reglnanna þar sem ekki hefur verið mögulegt að framkvæma kjarnauppfærslu á málaskrárkerfi héraðsdómstóla eins og ráðgert var að gera í vor. Af þeim sökum verði ekki strax unnt að birta upplýsingar um undirtegund máls í dagskrá á vef eins og gert sé ráð fyrir í 3. gr. reglnanna.
Samþykkt var að breyta gildistökuákvæði reglnanna með þeim hætti að ákvæði 2. og 3. mgr. 3. gr. um birtingu upplýsinga um tegund máls öðlist gildi 1. janúar 2025 en reglur nr. 7/2024 taki annars gildi 1. júlí nk. Dómstólasýslan mun senda reglurnar til birtingar í Stjórnartíðindum.

4. Reglur um form og afhendingarmáta dómskjala nr. 8/2024

Formaður gerði grein fyrir aðdraganda reglnanna en nauðsynlegt sé að setja reglur um form og afhendingarmáta skjala fyrir 1. júlí nk. þegar lög nr. 53/2024 taki gildi. Farið var yfir og tekin afstaða til þeirra athugasemda sem bárust eftir að drög reglnanna voru send í samráð til stjórnar, stjórnenda allra dómstóla, Lögmannafélags Íslands, Ríkissaksóknara, rýnihóps dómstóla og rýnihóps lögmanna.
Reglur nr. 8/2024 um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum voru samþykktar og munu öðlast gildi 1. júlí nk. Dómstólasýslan mun senda reglurnar til birtingar í Stjórnartíðindum.

5. Drög að reglum um fjarþinghöld

Framkvæmdastjóri kynnti drög að reglum um fjarþinghöld. Umræða fór fram og ákveðið að dómstólasýslan muni senda drögin í samráð til allra dómara og stjórnenda dómstóla sem fyrst.

6. Erindi dómstjóra HDR um tímabundna setningu dómara

Dómstólasýslunni barst erindi frá dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 24. júní sl. með beiðni um sex mánaða setningu dómara við dómstólinn frá og með 1. september nk. Umræða fór fram.
Samþykkt var að hafa samband við dómsmálaráðuneytið og óska eftir sex mánaða samfelldri setningu dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september nk. vegna veikinda- og námsleyfa dómara. Dómstólasýslan mun senda dómsmálaráðuneytinu bréf þess efnis.

7. Upplýsingar um stöðu fjármála dómstóla og dómstólasýslu

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu fjármála og rekstrar hjá öllum dómstigum og dómstólasýslunni. Umræður fóru fram.

8. Húsnæðis- og öryggismál hjá dómstólum

Framkvæmdastjóri vísaði til yfirlitsskýrslu ríkislögreglustjóra dags. 13. júní sl. um öryggisúttektir í dómhúsum sem sent var fyrir fund. Þar sé lögð rík áhersla á mikilvægi þess að ráðast sem fyrst í úrbætur á þeim öryggisráðstöfunum sem ríkislögreglustjóri hefur bent á. Farið var yfir samantekt á þeim öryggiskröfum sem þurfi að bæta úr hjá hverjum dómstól fyrir sig og stöðu vinnu að úrbótum.

Umræða fór fram um húsnæðismál dómstóla, stöðu þeirra og samskipti við dómsmálaráðuneyti. Þá voru húsnæðismál HDNE sérstaklega rædd. Fram kom að framkvæmdastjóri fundaði fyrr í mánuðinum með Framkvæmdasýslunni ríkiseignum og fulltrúa frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fjallað var um markaðskönnun vegna húsnæðis fyrir HDNE og vinnu að gerð sértækrar húslýsingar fyrir dómstóla.

9. Önnur mál

  • Framkvæmdastjóri kynnti upplýsingatæknistefnu dómstólasýslunnar. Umræða fór fram um stefnuna og mikilvægi upplýsingatækniöryggis.
  • Samþykkt var breyting á námsleyfi Sigríðar Hjaltested héraðsdómara með þeim hætti að námsleyfi hennar verði nú frá 01.09.2025 til 29.12.2025.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 22. ágúst 2024.

Fundið slitið kl. 16.45.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

2023

Dómstólasýslan.
1. fundur, 19. janúar 2023

Árið 2023, fimmtudaginn 19. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 14.00.

Fundarefni:

1. Fundargerð 12. stjórnarfundar

Fundargerðin var samþykkt.

2. Málatölur 2022 hjá dómstólunum

Íris Guðmann kynnti málatölur ársins 2022 fyrir Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdómstólana. Kom þar fram að heilt yfir hafi málafjöldi nokkurn veginn staðið í stað milli ára hjá héraðsdómstólunum. Málsmeðferðartími í munnlega fluttum einkamálum hafi lengst aðeins en styst í sakamálum. Hjá Landsrétti sé málafjöldi svipaður í áfrýjuðum einka- og sakamálum en hafi aukist í kærðum einka- og sakamálum. Málsmeðferðatími hafi styst bæði í einka- og sakamálum. Í Hæstarétti hafi málafjöldi eilítið aukist. Málsmeðferðatími í einkamálum hafi styst en lengst aðeins í sakamálum. Umræður um málatölur fóru fram.

3. Stefnur í vinnslu

Stefna dómskerfisins 2023-2027
Drög að stefnu dómskerfisins 2023-2027 voru send stjórn stuttu fyrir fund. Framkvæmdastjóri kynnti að drögin væru byggð m.a á vinnustofum með stjórn, stjórnendum dómstólanna og rafrænni könnun sem send var öllum starfsmönnum dómstólanna. Ákveðið var að senda stjórn drögin aftur til efnislegrar rýni og stefnt að því að leggja lokadrög stefnunnar fram til samþykktar á næsta fundi.

Stafrænt dómskerfi
Framkvæmdastjóri upplýsti að dómstólasýslan sé að vinna að drögum að stefnu um stafrænt dómskerfi. Þau verða að óbreyttu send stjórninni til kynningar fyrir næsta fund.

Öryggi í dómhúsum
Framkvæmdastjóri reifaði málið en drög að stefnu dómstólasýslunnar um öryggi í dómhúsum sem unnin var í samvinnu við Ríkislögreglustjóra hefur verið send dómsmálaráðuneytinu og framkvæmdasýslu ríkiseigna til skoðunar. Svars sé að vænta frá þeim um miðjan febrúar. Umræða fór fram um málið og rætt um mikilvægi þess að hefja úrbótavinnu í samræmi við stefnuna eins fljótt og hægt er.


4. Stofnanasamningur

Framkvæmdastjóri reifaði málið en drög að stofnanasamningi fyrir alla háskólamenntaða starfsmenn í dómskerfinu sem eru í BHM liggja fyrir. Drögin voru unnin af samstarfsnefnd sem í sátu fulltrúar frá héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstarétti og fulltrúi frá viðkomandi stéttarfélögum. Fram kom að með stofnanasamningnum sé stefnt að því að tryggja betur að laun innan dómskerfisins grundvallist á málefnalegum og gagnsæjum forsendum.

Framkvæmdastjóri upplýsti að skýrt hafi verið innan samninganefndar að stofnanasamningnum fylgi ekki viðbótarfjármagn annar en hluti afgangs þessa árs.

Umræður fóru fram og óskaði stjórnin eftir að fá upplýsingar um meðaltöl launa starfsmanna.
Formaður lagði til að gögn yrðu send stjórn eftir fund og afgreiðsla á málinu færi fram á milli funda. Þetta var samþykkt.


5. Reglur um skiptatryggingar

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom á fundinn kl. 15.27. Snædís reifaði málið en fyrir liggur að dómstólasýslan hefur hafið undirbúning á gerð reglna um fjárhæð skiptatrygginga. Þá barst dómstólasýslunni bréf frá Lögmannafélagi Íslands fyrir síðustu áramót þar sem félagið kallaði eftir endurskoðun reglna skipun skiptastjóra og þar með auknu gagnsæi við val á skiptastjórum og aukinni eftirfylgd með störfum skiptastjóra. Auk þess hafi lög nr. 133/2022 um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. þegar tekið gildi þar sem kveðið sé á um að dómstólasýslan setji reglur um þóknun til skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann. Umræða fór fram um málið og m.a rætt um hvort ofangreint yrði sett í einar reglur eða ekki. Ákveðið var að Snædís sendi stjórn viðbótargögn milli funda og taki saman minnisblað með þeim valkostum sem eru í boði.

Snædís vék af fundi kl. 15.44.

6. Önnur mál

- Formaður og framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar funduðu með Blaðamannafélagi Íslands hinn 13. janúar sl. Á fundinum var m.a rætt um aðgengi fjölmiðla að upplýsingum frá dómskerfinu t.d að dagskrá dómstólanna og hvort hægt væri að auka upplýsingar sem þar koma fram. Umræða fór fram um málið og ljóst að greina þurfi betur þörfina og þá mögulegar útfærslur.

Framkvæmdastjóri vék af fundi kl. 16:00

- Formaður upplýsti þóknun dómara við Endurupptökudóm hafi ekki verið hækkuð síðustu áramót í samræmi við launavísitölu eins og gert var um síðustu áramót. Ákveðið að setja þetta mál á dagskrá næsta stjórnarfundar.
- Upplýst var að bréf og minnisblað um lagabreytingar vegna rafrænna gagnasendinga í dómsmálum verði sent dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum

Fleiri mál voru ekki rædd.

Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 16. febrúar nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 16.10.


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Lúðvík Örn Steinarsson
Hervör Þorvaldsdóttir



Dómstólasýslan.
10. fundur, 21. desember 2023.

Árið 2023, fimmtudaginn 21. desember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 14.00.  

 
Fundarefni:

1. Endurskoðun reglna um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum nr. 9/2018
 
Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir drögum að uppfærðum reglum, helstu breytingum og þeim athugasemdum sem bárust milli funda. Umræður fóru fram. 
Ákveðið var að senda stjórn lokadrög reglnanna milli funda og leggja fram til samþykktar á næsta stjórnarfundi. 
 
2. Endurskoðun reglna um námsleyfi dómara nr. 4/2019
 
Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir drögum að uppfærðum reglum. Umræður fóru fram. 
Ákveðið var að senda Dómarafélagi Íslands drögin til umsagnar. Í kjölfarið verða þau send stjórn á ný til samþykktar milli funda.  
 
Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom á fundinn kl. 14.35. 
 
3. Endurskoðun reglna um skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum nr. 2/2019
 
Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir drögum að uppfærðum reglum, helstu breytingartillögum og þeim athugasemdum sem bárust milli funda. Umræður fóru fram. 
Reglurnar voru samþykktar og munu taka gildi frá og með 1. janúar nk. Dómstólasýslan mun birta reglurnar á heimasíðu dómstólanna.
 
Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur vék af fundi kl. 14.44. Edda Laufey Laxdal lögfræðingur kom inn á fundinn á sama tíma. 
 
4. Nýjar reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla
 
Formaður gerði grein fyrir drögum að nýjum reglum um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla. Umræður fóru fram og ýmis sjónarmið reifuð. 
Ákveðið var að uppfæra drögin í samræmi við niðurstöðu fundar og senda dómstjórum héraðsdómstólanna til umsagnar. Málið verður lagt fyrir stjórn á ný á næsta fundi.  
 
5. Breyting á fjárhæðum í ýmsum reglum dómstólasýslunnar 
Breytingar á fjárhæðum í reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2023, 1/2021, 3/2020 og 2/2022. voru ræddar og ýmis sjónarmið reifuð. 
 
a. Reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 1/2023
 
Ákveðið var að hækka málsvarnarlaun og þóknun til verjenda og réttargæslumanna um  um það bil 7% eða í 26 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund og að aðrar tölur í reglunum hækki hlutfallslega með sama hætti 
Lúðvík Örn Steinarsson sat hjá. 
 
b. Reglur um ákvörðun málskostnaðar við áritun stefnu í útivistarmáli skv. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála nr. 1/2021
 
Ekki hafa orðið breytingar á fjárhæðum í reglunum síðastliðin þrjú ár. Ákveðin var hækkun allra fjárhæða um 23%.  
 
c. Reglur um þóknun til umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum við fjárhagslega endurskipulagningu nr. 3/2020
 
Ákveðið var að líta til reglna nr. 1/2023 og hækka til samræmis þóknun umsjónarmanna með nauðasamningsumleitunum í 26 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund. 
 
d. Reglur um sérfróða meðdómsmenn nr. 2/2022
 
Ákveðið var að hækka þóknun sérfróðra meðdómsmanna í 17 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund. Fjárhæð þóknunar tekur mið af því að um launagreiðslu er að ræða
 
6. Starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2024
 
Starfsáætlun stjórnar 2024 var samþykkt. 
 
7. Önnur mál
  • Rætt var um að fimm ár séu nú liðin frá stofnun Landsréttar, breyttri starfsemi Hæstaréttar og stofnun dómstólasýslunnar og því tilefni til að taka saman í byrjun næsta árs ýmsa tölfræði og samantekt á þeim breytingum sem hafa orðið og árangri að þeim.
  • Rætt var um húsnæðismál dómstólanna. Dómstólasýslan sendi 7. desember sl. minnisblað um húsnæðismál til dómsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og framkvæmdasýslunnar og bíður viðbragða við því. Rætt var um mikilvægi þess að forgangsraða öryggismálum í húsnæði dómstóla.
  • Upplýst var um samráðsfund dómstólasýslunnar með Lögmannafélag Íslands 28. nóvember sl. þar sem ýmis mál voru rædd 
 
Edda Laufey Laxdal kom inn á fundinn kl. 16.12. Lilja Björk Sigurjónsdóttir vék af fundi á sama tíma.
 
  • Málsmeðferð vegna erindis er varðar skipulagsbreytingar á skrifstofu héraðsdómstóls var rædd.
  • Edda Laufey Laxdal vék af fundi kl. 16.23. Lilja Björk Sigurjónsdóttir kom aftur inn á fundinn á sama tíma.
  • Innleiðing réttarvörslugáttar í Landsrétti var rædd. 
Fleiri mál voru ekki rædd. Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 25. janúar nk. kl. 15.00.
 
Fundi var slitið kl. 16.25.
 
Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson     

Dómstólasýslan.
2. fundur, 16. febrúar 2023.

Árið 2023, fimmtudaginn 16. febrúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Þyrí Halla Steingrímsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

1. Kynning á stöðumati Intellecta á upplýsingatæknimálum

Guðni B. Guðnason upplýsingatækniráðgjafi frá Intellecta mætti á fundinn kl. 15.01 og kynnti stöðumat sem fyrirtækið framkvæmdi á upplýsingatæknimálum hjá dómstólasýslunni og dómstólunum. Kom þar m.a fram hvaða úrbótaverkefni lagt er til að fara í og hefur dómstólasýslan þegar hafist handa við að vinna úr matinu.
Guðni B. Guðnason vék af fundi kl. 15.30.

2. Staðfesting á ákvörðunum milli funda

Eftirfarandi ákvarðanir stjórnar milli funda voru staðfestar:

  • Ákvörðun um leyfi Oddnýjar Mjallar Arnardóttur Landsréttardómara frá og með 1. mars 2023 til 1. mars 2029 vegna kjörs hennar til setu sem dómara hjá Mannréttindadómstóli Evrópu.
  • Ákvörðun um leyfi Ástráðar Haraldssonar héraðsdómara frá og með 14. febrúar til 1. mars 2023 vegna setningu hans sem ríkissáttasemjara.
  • Stofnanasamningur fyrir alla háskólamenntaða starfsmenn í dómskerfinu sem eru í BHM var samþykkur.

3. Fjármálaáætlun 2024-2028

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir drögum að fjármálaáætlun ásamt greinargerð. Rætt var um ýmis efnisatriði fjármálaáætlunarinnar. Engar athugasemdir komu fram.

Hervör Þorvaldsdóttir vék af fundi kl. 16.00.

4. Þóknun dómara við Endurupptökudóm

Formaður gerði grein fyrir málinu. Þóknun dómara við Endurupptökudóm var ákveðin 17.200 kr. frá 1. janúar 2022. Ákveðið var að hækka þóknunina í 18.000 kr. Framkvæmdastjóra var falið að tilkynna Fjársýslunni um þetta.

5. Reglur um skipan skiptastjóra og fjárhæð skiptatrygginga og þóknana skiptastjóra

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 16.32. Hún fór yfir minnisblað sem stjórnarmeðlimum var sent fyrir fundinn og óskaði eftir afstöðu stjórnar um ýmis atriði er varða reglur um þóknun skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann, reglur um fjárhæð skiptatrygginga og endurskoðun reglna um skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum.

Umræða fór fram um málið.
Formaður lagði til að þeir stjórnarmeðlimir sem hafi sérstakar athugasemdir varðandi reglurnar taki saman þá punkta milli funda. Snædísi var falið að setja saman drög að viðmiðunarreglum um þóknun skiptastjóra og leggja fyrir stjórn til samþykktar á næsta fundi. Í kjölfar þess verði farið í gerð leiðbeinandi reglna um fjárhæð skiptatrygginga og skipun skiptastjóra

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 17.02.

6. Starfsáætlun stjórnar

Íris Guðmann kynnti starfsáætlun stjórnar fyrir 2023 og var hún samþykkt.

7. Önnur mál

  •  Upplýst var að Lárentsínus Kristjánsson dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands hafi dregið tilbaka námsleyfi sitt sem hann hafði fengið samþykkt á tímabilinu 01.09.2023-31.12.2023.
  • Rætt var um starfsmannamál.
  • Upplýst var að dómstólasýslan sé farin að huga að næsta dómstóladegi og hyggist setja saman hóp starfsmanna hjá dómstólunum til þess að vinna að undirbúningi hans.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 16. mars nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 17.35.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Þyrí Halla Steingrímsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir



Dómstólasýslan.
3. fundur, 23. mars 2023.


Árið 2023, fimmtudaginn 23. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

1. Traustmæling Gallup 2023

Matthías Þorvaldsson frá Gallup mætti og kynnti niðurstöður traustmælingar Gallup fyrir árið 2023. Helstu niðurstöður voru þær að traust til allra dómstiga hefur aukist milli ára og þekking á dómstólunum sömuleiðis. Þá sýndu niðurstöður að eftir því sem þekking er meiri á dómstólunum því meira traust er borið til þeirra. Könnunin mældi líka traust til dómskerfisins sem hefur örlitið minnkað milli ára. Þetta misræmi kann að gefa til kynna að ekki sé nægilega skýrt við hvað sé átt með orðinu dómskerfi. Umræða fór fram um hvort ástæða sé til þess að breyta því í næstu könnun.
Niðurstöður könnunarinnar verða sendar á alla starfsmenn dómstólanna. 

Matthías Þorvaldsson vék af fundi kl. 15.25.

2. Staðfesting á ákvörðunum milli funda

  • Framlenging á leyfi Ástráðar Haraldssonar héraðsdómara til 8. mars 2023 var samþykkt á milli funda. 
  • Frestun á upphafi námsleyfis Ástráðar Haraldssonar héraðsdómara til 20. mars 2023 var samþykkt milli funda. 

3. Stefna dómstólanna og dómstólasýslunnar 2023-2027

Umræða fór fram um lokadrög stefnu. Stefna dómstólanna og dómstólasýslunnar 2023-2027 var samþykkt. 

4. Stefna um öryggi í dómhúsum
Umræða fór fram um lokadrög stefnunnar og þær athugasemdir sem hafa komið fram. Stefna um öryggi í dómhúsum var samþykkt að því undanskildu að heiti stefnunnar var breytt í Stefna um öryggi í húsnæði dómstóla og texta stefnunnar breytt í samræmi við það. 


5. Önnur mál

  • Fjallað var um innsendar athugasemdir um 2. mgr. 12. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 3/2022 sem lutu að því hvort krafa um að afmá skuli heimilisföng úr öllum dómsúrlausnum sé of afdráttarlaus. Ákveðið var að skoða hvort ástæða sé til að  uppfæra verklagsleiðbeiningar sem fylgdu reglunum.   
  • Árið 2020 gaf ríkisendurskoðandi út skýrslu um stjórnsýslu dómstólanna. Í skýrslunni komu fram fjórar ábendingar og með bréfi dagsettu 21. febrúar sl. óskaði ríkisendurskoðandi eftir upplýsingum um hvort og þá með hvaða hætti 
    dómstólasýslan hafi brugðist við þessum ábendingum. Framkvæmdastjóri kynnti drög að svarbréfi dómstólasýslunnar til ríkisendurskoðanda
  • Formaður upplýsti að fulltrúar frá dómstólasýslunni muni í lok apríl fara í heimsókn til Danmerkur til þess að fræðast um stafræna þróun og stafrænar lausnir hjá dönsku dómstólunum og dómstólasýslunni. 
  • Formaður upplýsti að unnið sé að uppfærslu á mannaflalíkani sem taki mið af málatölum 2022 og vegnum ársverkum 2022. Líkanið verði svo nýtt þegar mannafli og skipting fjárveitinga fyrir árið er metið.  

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 16.25.
 
6. Reglur um ákvörðun þóknunar skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann nr. 2/2023

Umræða fór fram um lokadrög að reglunum og þær athugasemdir sem komið hafa fram frá stjórnarmeðlimum og Lögmannafélagi Íslands. Ákveðið var að þóknun samkvæmt reglunum skuli miðast við sama tímagjald og fram kemur á hverjum tíma í reglum dómstólasýslunnar um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna. Reglur nr. 2/2023 um ákvörðun þóknunar skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann voru samþykktar. Dómstólasýslunni var falið að birta reglurnar á vef dómstólanna og í stjórnartíðindum.

7. Drög að uppfærðum siðareglum fyrir starfsmenn dómstóla nr. 2/2018

Framkvæmdastjóri upplýsti að gert sé ráð fyrir að siðareglur fyrir starfsmenn dómstóla séu endurskoðaðar með reglubundnum hætti. Snædís Ósk gerði grein fyrir drögum að uppfærðum siðareglum. 

Umræða fór fram um málið. Lagt var til drögin taki nú til starfsmanna allra dómstiga og að allir starfsmenn dómstóla skuli upplýsa dómstjóra eða forseta um aukastörf sín og um eignarhlut sinn í félögum og atvinnufyrirtækjum sbr. b-lið 2. mgr. reglnanna.  

Samþykkt var að senda tillögu að uppfærðum siðareglum til allra starfsmanna dómstólanna til umsagnar.  

Snædís Ósk vék af fundi kl. 16.58.

Fleiri mál voru ekki rædd. 

Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 27. apríl nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl. 16.58.  


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson                                           

Dómstólasýslan.
4. fundur, 
27. apríl 2023.

Árið 2023, fimmtudaginn 27. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Þyrí Halla Steingrímsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

1. Endurskoðun siðareglna nr. 2/2018 fyrir starfsmenn dómstóla 

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn. Drög að endurskoðuðum siðareglum voru send til umsagnar í byrjun apríl til forstöðumanna dómstólanna og þess óskað að drögin yrðu kynnt öllu starfsfólki. 
Umræða fór fram um málið og þær athugasemdir sem komu fram. Ákveðið var að skoða málið frekar og taka það fyrir að nýju á næsta fundi.

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 15.25.

2. Fagráð dómstólasýslunnar og dómstóla vegna eineltis, áreitni eða ofbeldis. 

Umræða fór fram um skipun og skipunarbréf fagráðsins. Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að útbúa skipunarbréf með skipunartíma í tvö ár en þó þannig að skipun þeirra ljúki á mismunandi tíma.
 
Umræða fór fram um beiðni fagráðsins um hækkun þóknunar í samræmi við aðrar nefndir/ráð. Ákveðið var að hækka þóknunina í 20.000 kr. m.v. að um sé að ræða verktakagreiðslur. Framkvæmdastjóra var  falið að ganga frá málinu. 

3. Drög að ársreikningi dómstólasýslunnar

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir drögum að ársreikningi dómstólasýslunnar 2022. Engar athugasemdir komu fram og ársreikningurinn var samþykkur. 

4. Staða verkefnis um stafræna málsmeðferð

Framkvæmdastjóri og formaður gerðu grein fyrir málinu. Upplýst var um stöðu verkefnis um stafrænt dómskerfi og um gagnlega fræðsluferð dómstólasýslunnar til Danmerkur þar sem farið var í heimsókn í dönsku dómstólasýsluna, Eystri Landsrétt og héraðsdómstólinn í Fredriksberg. Umræða fór fram um næstu skref. 

5. Notkun mannaflalíkans vegna jöfnunar á vinnuálagi

Formaður gerði grein fyrir mannaflalíkani sem dómstólasýslan hefur þróað á síðustu tveimur árum.  Líkanið er nú hægt að nýta til þess að meta og jafna álag hjá héraðsdómstólunum miðað við tilteknar forsendur, málatölur og raunverulegan fjölda dómara og aðstoðarmanna hverju sinni. Hann upplýsti að dómstólasýslan sé núna með til skoðunar leiðir til jöfnunar vinnuálags m.a útfrá niðurstöðum líkansins fyrir 2023. 

6. Önnur mál

  •  Samþykkt var að veita Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara framlengingu á leyfi frá störfum frá 1. maí nk. til 1. júní nk. 
  • Frestur dómara til að sækja um námsleyfi rennur út 1. maí nk. Upplýsingar um umsóknir verða sendar stjórn milli funda og verða teknar til umfjöllunar á næsta fundi.  

Fleiri mál voru ekki rædd. 

Ákveðið var að næsti fundur fari fram þriðjudaginn 23. maí nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 17.00. 

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Þyrí Halla Steingrímsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir                                           


Dómstólasýslan.
5. fundur, 22. maí 2023.


Árið 2023, mánudaginn 22. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.


Fundarefni:

  1.  Staðfesting á ákvörðunum milli funda
    Ákvörðun um sex ára leyfi Ásgerðar Ragnarsdóttur frá störfum sem héraðsdómari vegna setningar við Landsrétt var staðfest.

  2. Umsóknir um námsleyfi 
    Teknar voru fyrir umsóknir dómara um námsleyfi fyrir árið 2024.

    Fjórar umsóknir bárust frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Umsóknir uppfylla öll skilyrði og samþykkt var að veita fjórum umsækjendum frá Héraðsdómi Reykjavíkur námsleyfi:

    - Ragnheiði Snorradóttur frá 15.2 2024 til 30.6 2024.
    - Pétri Dam Leifssyni frá 15.2 2024 til 30.6 2024.
    - Ingibjörgu Þorsteinsdóttur frá 1.9.2024 til 1.3 2025.
    - Sigríði Elsu Kjartansdóttur frá 1.9.2024 til 31.12.2024.

    Fjórar umsóknir um námsleyfi bárust frá Landsrétti. Umsóknir uppfylla öll skilyrði og samþykkt var að veita tveimur umsækjendum námsleyfi:

    - Jóhannesi Sigurðssyni frá 1.9 2024 til 5.1 2025.
    - Ásmundi Helgasyni frá 1.1 2024 til 30.6 2024.

    Aðalsteinn E. Jónasson og Eiríkur Jónsson landsréttardómarar voru þriðji og fjórði í starfsaldursröð umsækjenda og var því ekki unnt að samþykkja umsóknir þeirra.

    Umræða fór fram um ákvæði reglna um námsleyfi dómara nr. 4/2019 um rétt til greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar og þörf  á að skýra nánar skilyrði endurgreiðslu, m.a. með hliðsjón af nauðsyn útgjalda vegna náms. Lagt var til að hefja vinnu að endurskoðun þeirra næsta haust og miða við að nýjar reglur taki gildi um næstu áramót.

  3. Úthlutun mála á grundvelli 6. mgr. 30. gr. laga um dómstóla vegna álags við HDNE

    Framkvæmdastjóri og formaður greindu frá málinu. Mannaflalíkan sem dómstólasýslan setti saman var kynnt á síðasta stjórnarfundi. Það gefur til kynna að álag við Héraðsdóm Norðurlands eystra sé talsvert meira en hjá öðrum dómstólum.

    Fram kom að þrír faranddómarar hafi aðsetur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness en miðað við líkanið og aðrar forsendur sé ekki tækt að bæta við málum á þá að sinni. Framkvæmdastjóri upplýsti að gert sé ráð fyrir að dreifa 10-11 málum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra á aðra dómstóla þar sem álagið mældist minna.

  4. Leiðbeiningar/viðmið um samræmda framkvæmd við ákvörðun þóknunar/málskostnaðar/gjafsóknarkostnaðar á grundvelli 6. tl. 8. gr. laga um dómstóla

    Formaður upplýsti að dómstólasýslunni hafi borist ábendingar um tilvik þar sem ósamræmi hafi gætt við ákvörðun um þóknanir sbr. leiðbeinandi reglur dómstólasýslunnar nr. 1./2023. Mögulega væri verið að nota eldri útgáfur af reglunum.  Ákveðið var að fela framkvæmdastjóra að senda forstöðumönnum dómstólanna bréf með ábendingu um þetta.

  5. Endurskoðun siðareglna nr. 2/2018

    Drög að siðareglum fyrir starfsmenn nr. 3/2023 voru send stjórnarmeðlimum fyrir fundinn. Helsta efnisbreytingin frá gildandi reglum nr. 2/2018 var sú að þær ná nú líka til starfsmanna Landsréttar og Hæstaréttar.

    Siðareglur nr. 2/2023 voru samþykktar og framkvæmdastjóra falið að upplýsa starfsmenn dómstóla og birta þær á vef dómstólanna.

  6. Önnur mál
  •  Framkvæmdastjóri kynnti dóm héraðsdóms í máli E-3847/2022, Ástríður Grímsdóttir gegn íslenska ríkinu.
  • Upplýst var að dómstólasýslan hefði óskað eftir fundi með fjárlaganefnd vegna fjármálaáætlunar 2024-2028 til að fara yfir mat dómstólasýslunnar um fjárþörf á málefnasviði dómstóla sem ekki kom fram í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun.
 
Fleiri mál voru ekki rædd. 
 
Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 15. júní nk. kl. 15.00.
 
Fundi var slitið kl. 16.26. 
 
Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Hervör Þorvaldsdóttir   


Dómstólasýslan.
6. fundur, 15. júní 2023.
 


 Árið 2023, fimmtudaginn 15. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Edda Laufey Laxdal lögfræðingur sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

  1. Staðfesting á ákvörðunum milli funda 
    Ákvörðun um að veita Ástráði Haraldssyni tímabundið leyfi frá dómarastörfum frá og með 1. júní nk. vegna setningar í embætti ríkissáttasemjara og frestun námsleyfis á meðan á setningunni varir.

  2. Erindi nefndar um dómarastörf varðandi þóknun til nefndarmanna 
    Formaður kynnti erindið. Samþykkt að taka málið til skoðunar.

  3. Erindi forseta Endurupptökudóms
    Formaður kynnti erindið. Samþykkt að taka málið til skoðunar.

  4. Stefna dómstólasýslunnar hönnuð og uppsett á vef 
    Formaður lagði fram stefnu dómstólasýslunnar sem mun vera aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. Stjórnin þakkaði skrifstofu dómstólasýslunnar fyrir fagleg vinnubrögð við vinnslu stefnunnar.

  5. Drög að ársskýrslu (fyrir prófarkalestur og uppsetningu)
    Formaður lagði fram drög að árskýrslu dómstólasýslunnar fyrir árið 2022 til kynningar.

  6. Önnur mál
    • Formaður gerði kunnugt að Landsréttur hefur kosið stjórnarmann og varamann hans í stjórn dómstólasýslunnar. Kosningu hlutu Jón Höskuldsson landsréttardómari sem aðalmaður og Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari sem varamaður.
    • Formaður lagði fram bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 13. júní sl. þar sem fram kom að 8. júní 2023 hafi ráðuneytinu borist erindi frá Hæstarétti Íslands um að allir dómarar við dómstólinn hafi lýst sig vanhæfa til að fjalla um beiðni til að áfrýja beint til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar launakjör embættisdómara. Hinn 8. júní sl. óskaði ráðuneytið eftir því að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara gerði tillögu til ráðherra um setningu þriggja varadómara í Hæstarétt til meðferðar umrædds máls. Ráðuneytið hefur verið upplýst um að aðalmaður og varamaður hans í dómnefndinni, bæði skipuð samkvæmt tilnefningu dómstólasýslunnar, hafi bæði lýst sig vanhæf til meðferðar málsins. Er þess óskað af hálfu dómsmálaráðuneytisins að dómstólasýslan tilnefni aðila til að taka sæti sem nefndarmaður ad hoc í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við meðferðar umrædds máls. Ákveðið var að tilnefna Þóru Hallgrímsdóttur háskólakennara við Háskólann í Reykjavík til að taka sæti ad hoc í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Fundi var slitið kl. 16.00.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Hervör Þorvaldsdóttir

Dómstólasýslan.
7. fundur, 24. ágúst 2023.
 


Árið 2023, fimmtudaginn 24. ágúst, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Þyrí Halla Steingrímsdóttir, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

  1. Ákvörðun um hvar eigi að auglýsa tvö embætti héraðsdómara
    Samþykkt var að óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að auglýst verði embætti tveggja héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.

  2. Tímabundin setning dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur
    Dómstólasýslunni barst bréf frá Héraðsdómi Reykjavíkur dags. 14. júlí sl. þar sem óskað var eftir tímabundinni setningu við dómstólinn þar sem gerð er grein fyrir fjölda leyfa dómara á árinu og töpuðum ársverkum. Óskaði dómstóllinn eftir 6 mánaða setningu til þess að vega upp á móti töpuðum ársverkum og fyrirsjáanlegum frátöfum.
    Formaður lagði til að sett verði í embætti Hólmfríðar Grímsdóttur héraðsdómara í námsleyfi hennar. Ákveðið var að leita eftir því við dómsmálaráðuneytið að auglýst verði 6 mánaða tímabundin setning við Héraðsdóm Reykjavíkur.

    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.15.

  3. Forgangsröðun reglna
    Kynnt var tillaga dómstólasýslunnar að forgangsröðun þeirra reglna sem áætlað er að þurfi að vinna að á næstunni. Framkvæmdastjóri rakti málið og umræða fór fram. Ekki voru gerðar athugasemdir við forgangsröðina en áhersla lögð á að reglur um fjarþinghöld verði settar sem fyrst.

    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur vék af fundi kl. 15.31.

  4. Erindi nefndar um dómarastörf varðandi þóknun til nefndarmanna
    Dómstólasýslunni barst erindi frá nefnd um dómarastörf dags. 17. ágúst sl. þar sem ítrekuð var fyrri beiðni frá því í mars 2023 um hækkun á þóknun nefndarmanna og gerð ítarlegri grein fyrir verkefnum nefndarinnar og störfum nefndarmanna. Formaður stjórnar gerði grein fyrir málinu og umræða fór fram.
    Ákveðið var að hækka þóknunareiningar formanns nefndarinnar úr 75 í 80 einingar og halda fjölda eininga annarra nefndarmanna í 40. Framkvæmdastjóra var falið að upplýsa formann nefndarinnar.

  5. Ársreikningur 2022
    Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning héraðsdómstólanna 2022.

  6. Sex mánaða málatölur
    Kynntar voru sex mánaða málatölur Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna.

  7. Helstu verkefni fram að áramótum út frá stefnu 2023-2027
    Framkvæmdastjóri kynnti helstu verkefni dómstólasýslunnar fram að áramótum í tengslum við áherslur og markmið í stefnu dómstólanna 2023-2027.

  8. Önnur mál
  • Umræða fór fram um dómstóladaginn 2023 sem er á dagskrá föstudaginn 8. september nk.

 

 Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 21. september nk. kl. 15.00. Fleiri mál voru ekki rædd.


Fundi var slitið kl. 16.46.


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Þyrí Halla Steingrímsdóttir
Jón Höskuldsson

Dómstólasýslan.
8. fundur, 19. október 2023.
 


Árið 2023, fimmtudaginn 19. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Arnfríður Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Edda Laufey Laxdal lögfræðingur sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

  1.  Staðfesting á ákvörðunum milli funda
     
    Ákvörðun um að fallast á beiðni Kjartans Bjarna Björgvinssonar um frestun á námsleyfi, frá og með 9. október 2023, í ljósi setningar hans sem dómari við Landsrétt var staðfest. Hann mun halda eftirstandandi réttindum til námsleyfis en ekki er unnt að taka tillit til ótekinna orlofsréttinda þar sem orlofsréttindi hafa ekki áhrif á lengd námsleyfis.
     
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.15.

  2. Umfjöllun um breytingar á reglum
     
    Snædís Ósk kynnti stöðu verkefnis og umræða fór fram. 
    Fram kom að verið er að endurskoða reglur um skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum og reglur um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólunum. Stefnt er að því að klára reglurnar fyrir árslok.
     
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur vék af fundi kl. 15.35.
     
    Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kom inn á fundinn 15:40.

  3. Verkefni um málshraða í einkamálum 
     
    Arnaldur Hjartarson fór yfir málsmeðferðartímann í munnlega fluttum einkamálum í héraði og umræða fór fram um hvernig hægt er að stytta hann.
     
    Arnaldur Hjartarson héraðsdómari vék af fundi kl. 15.20.

  4. Húsnæðismál og öryggismál dómstóla
     
    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu húsnæðis- og öryggismála hjá dómstólunum.

  5. Útkomuspár 2023 og rekstraráætlanir 2024 dómstólasýslunnar, Landsréttar og Hæstaréttar
     
    Framkvæmdastjóri kynnti útkomuspár 2023 og rekstraráætlanir dómstólasýslunnar, Landsréttar og Hæstaréttar fyrir árið 2024.


Fleiri mál voru ekki rædd

Fundi var slitið kl. 17:00.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Arnfríður Einarsdóttir  

Dómstólasýslan.
9. fundur, 23. nóvember 2023.
 


Árið 2023, fimmtudaginn 23. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

  1. Tilnefning dómarafélagsins í nefnd um dómarastörf

    Dómarafélags Íslands samþykkti á fundi sínum 6. nóvember sl. að tilnefna Sigrúnu Guðmundsdóttur fyrrv. héraðsdómara í nefnd um dómarastörf.
    Ákveðið var að skipa Sigrúnu Guðmundsdóttur í nefnd um dómarastörf frá og með 1. desember nk.

    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.08.

  2. Endurskoðun og setning reglna - Kynning á stöðu verkefnis

    Formaður kynnti frumdrög að reglum um fjárhæð skiptatrygginga og skipun skiptastjóra. Umræður fóru fram. Ákveðið var að starfshópur myndi koma saman og rýna drögin nánar.
    Snædís Ósk kynnti drög að endurskoðuðum reglum um aðgang að gögnum og helstu breytingar á þeim. Umræður fóru fram. Ákveðið var að drögin yrðu send dómstjórum til umsagnar og Lögmannafélagi Íslands í kjölfarið.

    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 15.56.

    Framkvæmdastjóri kynnti drög að endurskoðuðum reglum um námsleyfi dómara. Umræður fóru fram. Framkvæmdastjóri mun uppfæra drögin í samræmi við umræður og senda stjórn á ný til skoðunar.

  3. Fjármál – Rekstraráætlanir dómstóla og dómstólasýslu afgreidd af dómsmálaráðuneyti.

    Framkvæmdastjóri upplýsti að rekstraráætlanir dómstóla og dómstólasýslu hefðu verið samþykktar af dómsmálaráðuneytinu. Umræður fóru fram.

  4. Húsnæðismál dómstóla

    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu en hún og formaður áttu fund með dómsmálaráðuneytinu vegna húsnæðismála dómstóla fyrr í nóvember. Mikilvægt sé að dómsmálaráðuneytið, dómstólasýslan og Framkvæmdasýsla ríkisins leiði verkefnið og að framkvæmd verði ítarleg kostnaðar og valkostagreining.
    Setja verði í forgang að að tryggja öryggismál í dómhúsum.
    Ákveðið var að formaður og framkvæmdastjóri muni setja saman minnisblað með sýn dómstólasýslunnar og leggja það fyrir stjórn áður en það verður sent til dómsmálaráðuneytisins.

  5. Skýrsla Ríkisendurskoðunar

    Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu um stjórnsýslu dómstólanna árið 2020. Fyrr í nóvember var dómstólasýslunni send skýrsla um eftirfylgni Ríkisendurskoðunar á henni. Framkvæmdastjóri reifaði helstu niðurstöður.

  6. Staða stafrænnar þróunar

    Framkvæmdastjóri upplýsti um stöðu nokkurra stafrænna verkefna sem dómstólasýslan hefur unnið að en fljótlega munu héraðsdómstólarnir taka í notkun nýja vefgátt sem tengd er við málaskrárkerfið þeirra. Sömuleiðis gerði hún grein fyrir því að réttarvörslugátt hafi verið innleidd í Landsrétt í rannsóknarmálum.
    Að lokum kynnti framkvæmdastjóri að í samráðsgátt liggi nú fyrir lagafrumvarp um breytingar á réttarfarslöggjöf sem snúi meðal annars að tæknilegu hlutleysi og reglum um stafræna birtingu. Formaður upplýsti að Hæstiréttur hafi innleitt nýja þjónustugátt fyrir áfrýjunarleyfisbeiðnir.

  7.  Önnur mál

    - Á næsta fundi verða lagðar fram árlegar breytingartillögur á þóknun í þeim reglum dómstólasýslunnar sem það á við.
    - Rætt var stuttlega um stöðu frumvarps um sameiningu héraðsdómstóla.



Fleiri mál voru ekki rædd. Næsti fundur var ákveðinn 21. desember nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 17:10.


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

2022


DÓMSTÓLASÝSLAN
1. fundur, 20. janúar 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 20. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson (í gegnum fjarfundabúnað), Bergþóra Kr. Benediktsdóttir (í gegnum fjarfundabúnað), Davíð Þór Björgvinsson, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00. 

                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 16. fundar, 9. desember 2021

Fundargerðin var samþykkt.

2. Undirbúningur stefnumótunar 2023-2027

Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að aðferðafræði og tímalínu við stefnumótun dómstólasýslunnar. Tillagan var samþykkt og gert er ráð fyrir vinnufundi stjórnar í febrúar þar sem farið verður yfir gildi, meginmarkmið, stefnukort og helstu áherslur í stefnu dómstólasýslunnar 2023-2027.

3. Stafrænt dómskerfi

Kl.  15.15 kom Margrét Helga Stefánsdóttir á fundinn og kynnti aðkomu sína að verkefninu um stafræna málsmeðferð.

Umræður um stafræna málsmeðferð fóru fram.  

4. Mannaflalíkan

Formaður gerði grein fyrir málinu og kynnti uppfært mannaflalíkan ásamt fylgiskjali með forsendum og skýringum. Mannaflalíkanið er hjálpartæki við greiningu á álagi og mannaflaþörf hjá héraðsdómstólunum.

5. Málatölur 2021

Kl. 15.50 kom Elín Sigurðardóttir á fundinn og kynnti málatölur árið 2021 fyrir héraðsdómstóla, Landsrétt og Hæstarétt.

Umræða um málatölur fóru fram en heilt yfir hefur málum í héraði fækkað nokkuð en örlítil fjölgun í Landsrétti og Hæstarétti. Málsmeðferðartími í munnlega fluttum einkamálum í héraði hefur styst en lengst aðeins í sakamálum. Málatölur verða kynntar fyrir dómstjórum héraðsdómstólanna á næsta dómstjórafundi.

6. Drög að reglum um útgáfu dóma

Kl. 16.15 kom Edda Laufey Laxdal á fundinn og kynnti drög að reglum dómstólasýslunnar um útgáfu dóma.

Umræður fóru fram um drögin rætt. Upplýst var að drögin verði kynnt fyrir dómstjórum á næsta dómstjórafundi 28. janúar nk. Ákveðið var að kynna reglurnar á vef dómstólasýslunnar og á fundum með helstu hagaðilum.

7. Leyfi dómara

Dómnefnd sem starfar samkvæmt III. kafla laga nr. 50/2016 um dómstóla hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Kristinn Halldórsson dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness verði settur í embætti dómara við Landsrétt frá 1. apríl til 30. júní 2022. Hinn 20. desember sl. barst dómstólasýslunni ósk Kristins um leyfi frá starfi dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness á ofangreindu tímabili til þess að gegna starfi landsréttardómara.

Samþykkt var að veita Kristni Halldórssyni leyfi frá starfi dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness frá 1. apríl til 30. júní 2022 á meðan hann gegnir starfi dómara við Landsrétt.

Þann 11. janúar sl. óskaði Hildur Briem héraðsdómari eftir því að námsleyfi hennar verði frestað um óákveðinn tíma þar sem hún slasaðist á skíðum 2. janúar sl. Hildur var búin að fá samþykkt sex mánaða námsleyfi á tímabilinu 1. september 2021 til 1. mars 2022.

Samþykkt var að fresta tveimur mánuðum af námsleyfi Hildar um óákveðinn tíma. Ef námsleyfið verður ekki tekið árið 2022 þarf formleg umsókn að berast dómstólasýslunni samkvæmt reglum dómstólasýslunnar nr. 4/2019  um námsleyfi dómara.

8. Rekstraráætlanir

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að tilfærslur fari í gegnum fjárauka í febrúar.

Framkvæmdastjóri hyggst skrifa dómsmálaráðuneytinu bréf með samantekt á stöðu mála gagnvart öllum dómstólunum og dómstólasýslunni.

9. Önnur mál

Framkvæmdastjóri upplýsti að formleg beiðni hafi borist dómstólasýslunni um að endurskoða stofnanasamning lögfræðinga við héraðsdómstóla. Það mál verður tekið áfram og skoðað hvort útvíkka megi til allra dómstiga.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Samkvæmt starfsáætlun verður næsti fundur fimmtudaginn 10. febrúar nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl.. 17.00.

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
10. fundur, 13. október 2022

 

Árið 2022, fimmtudaginn 13. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Davíð Þór Björgvinsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

 

  1. Fundargerð 9. stjórnarfundar
    Ákveðið var að fresta þessum dagskrárlið. 

  2. Reglur um afhendingu á og færslu hljóð- og myndskráa frá héraðsdómstólunum
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir kynnti ný drög að reglum um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar sem stjórnarmenn höfðu fengið send fyrir fundinn. Hún fór stuttlega yfir aðdragandann að endurskoðun reglnanna og þá vinnu sem hafði farið fram við endurskoðun reglnanna, þar á meðal fundum með forsvarsmönnum Lögmannafélags Íslands annars vegar og dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur hins vegar. Þá gerði hún grein fyrir þeim breytingum frá núgildandi reglum um málefnið sem lagðar eru til í hinum nýjum drögum. 
    Rætt var um þær sektarheimildir sem finna má í lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála og ákveðið að bæta í drögin tilvísun til þessara sektarákvæða. Var Snædísi falið að gera tillögu að slíku ákvæði og senda stjórnarmönnum á milli funda. Þá var ákveðið að fela dómstólasýslunni að senda reglurnar út til umsagna, bæði til dómstjóra héraðsdómstólanna og Lögmannafélags Íslands.

  3. Frumvarp til fjárlaga
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti í dómsmálaráðuneytinu vegna undirbúnings rekstraráætlunar fyrir árið 2023. Á þeim fundi var farið yfir grunninn í fjárlagafrumvarpinu sem er alveg í samræmi við fjármálaáætlunina. Framkvæmdastjóri kynnti excel-skjal þar sem meðal annars komu fram þær launa- gengis- og verðlagsbreytingar sem frumvarpið byggir á. 
    Rætt var um það hvort gera ætti athugasemdir við fjárlagafrumvarpið. Ákveðið var að ítreka þörf á fjölgun dómara við Landsréttar sem var komið á framfæri við dómsmálaráðuneytið og Alþingi við meðferð fjármálaáætlunar. Til viðbótar þeim rökum sem þar komu fram hefur komið í ljós að umfang sönnunarfærslu við réttinn er mun meira en reiknað hefði verið með þegar fjöldi dómara var ákveðinn með lögum nr. 50/2016. Framkvæmdastjóra var falið að skrifa bréf til ráðuneytisins og koma sjónarmiðum stjórnar á framfæri.

  4. Staða verkefnis um sameiningu héraðsdómstóla
    Formaður gerði grein fyrir vinnu starfshópsins og stöðu verkefnisins um sameiningu héraðsdómstólanna. Hann upplýsti um að til stæði að leggja tillögur starfshópsins fyrir samráðshóp verkefnisins síðar í október. Stefnt væri að því að ljúka við skýrslu starfshópsins í nóvember næstkomandi. Samhliða skýrsluskrifum væri einnig unnið að lagalegum útfærslum á tillögum starfshópsins en frumvarpsvinna væri enn á frumstigum.

  5. Vinna við nýjan stofnanasamning
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi vinnu að nýjum stofnanasamning fyrir aðstoðarmenn dómara og aðra háskólamenntaða starfsmenn dómstólanna, aðra en dómara. Verkefnið væri komið langt á leið og verið væri að máta samninginn við starfsmenn í kerfinu. Innleiðing samningsins gæti haft í för með sér aukinn kostnað á einhverjum dómstólum. Stjórnin var sammála um með samningnum ætti að stefna að samræmi innan kerfisins og hvata til þróunar í starfi.

  6. Fundur með dómsmálaráðuneyti vegna breytinga á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
    Formaður greindi frá því að hann, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar og Edda Laufey Laxdal, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi dómstólanna, hafi fundað með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins vegna vinnu að breytingum á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Formaður greindi frá mismunandi sjónarmiðum sem fram komu á fundinum varðandi það hvort lögin ættu að gilda um útgáfu dóma og hvort og þá hversu mikið eftirlitshlutverk dómstólasýslan ætti að hafa með útgáfunni. Umræða fór fram um málið þar sem m.a. kom fram að íhuga þyrfti vel áhrif mögulegra breytinga á hlutverk og eðli starfsemi dómstólasýslunnar.

  7. Heimildir dómstólasýslunnar til að úthluta málum í ljósi úrskurðar Landsréttar í máli nr. 563/2022
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir meðferð málsins hjá dómstólasýslunni sem laut að því að dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur var falið að taka sæti sem setudómari í máli sem rekið var fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í kjölfar beiðni dómstjóra þar um. Umræða fór fram um það hver áhrifin væru af framangreindum úrskurði Landsréttar. Gæta þyrfti vel að undirbúningi og formi ákvarðana af þessum toga.

  8. Önnur mál
    • Framkvæmdastjóri upplýsti um fram komna beiðni dómstjóra Héraðsdóms Austurlands um að tilteknum málum yrði úthlutað til fardómara vegna anna við dómstólinn og að búið væri að óska eftir frekari rökstuðningi frá honum.
    • Framkvæmdastjóri upplýsti um að hún hefði fundað með fulltrúum ríkislögreglustjóra um öryggi í dómhúsum. Dómstólasýslan væri, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, að móta samræmd viðmið um öryggiskröfur í dómhúsum. Fulltrúar ríkislögreglustjóra munu síðan taka út öll dómhús með tillit til þessara viðmiða.
    • Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir bréfi dómstólasýslunnar til dómsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna vegna húsnæðismála dómstóla. Í bréfinu var lögð áherslu á að dómstólunum verði fundið vandað húsnæði sem hæfir starfsemi þeirra og uppfyllir kröfur um öryggi í dómhúsum. Þá var óskað eftir því að dómstólarnir og dómstólasýslan fengi upplýsingar um stöðu mála og aðkomu að frekari vinnu að húsnæðismálum dómstólanna, þar með talið skoðun á valkostum. Framkvæmdastjóri lagði fram svarbréf frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 12. október 2022, þar sem upplýst var um ábendingar um húsnæði fyrir dómstólana sem fram hafi komið og tekið undir sjónarmið dómstólasýslunnar um húsnæði dómstólanna og orðið við beiðni um aðkomu að frekari vinnu.
    • Rætt var um fyrirkomulag varðandi ritun fundargerða á stjórnarfundum. Stjórnarmenn voru sammála um að fundargerðir skyldu áfram vera lýsandi fyrir umræður á fundum og ákvarðanir. Minnt var á rétt stjórnamanna til að láta bóka eftir sér afstöðu sína til einstakra mála, sbr. einnig grein 9.3 í reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2019. Stjórnarformaður minnti fundarmenn vinsamlegast á að beina óskum um bókanir til fundarstjóra með skýrum hætti.   
     
     
    Fleiri mál voru ekki rædd. 
     
    Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 15.00.  
     
    Fundi var slitið kl. 16:50. 
     
     
    Sigurður Tómas Magnússon
    Lilja Björk Sigurjónsdóttir
    Arnaldur Hjartarson
    Lúðvík Örn Steinarsson                                                   
    Davíð Þór Björgvinsson
     

DÓMSTÓLASÝSLAN
11. fundur, 10. nóvember 2022

 

Árið 2022, fimmtudaginn 10. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Davíð Þór Björgvinsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.04.  

Fundarefni:

 

  1.  Fundargerðir 9. og 10. stjórnarfunda
     Fundargerðirnar voru samþykktar.

  2. Staðfesting ákvarðana sem teknar voru á milli funda
    Þann 14. september sl. barst dómstólasýslunni beiðni dómstjóra Héraðsdóms Austurlands um aðstoð fardómara vegna þriggja dómsmála sem komin voru á tíma við réttinn. Milli funda sendi dómstólasýslan stjórninni minnisblað með greiningu á málastöðu, málafjölda og samanburði við aðra héraðsdómstóla og lagt til að tveimur af þremur málum yrði úthlutað til fardómara. Tillagan var samþykkt og var sú ákvörðun staðfest á fundinum. 
    Formaður lagði til að slíkar ákvarðanir þyrftu framvegis ekki að leggja fyrir stjórn heldur væru afgreiddar af skrifstofu dómstólasýslunnar með sambærilegu verklagi og gert var í þessu máli og niðurstaðan í kjölfarið kynnt á fundi stjórnar. Stjórnin samþykkti tillöguna. 

  3. Reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.11. Hún upplýsti að drög að reglunum voru send til samráðs til forstöðumanna dómstólanna, ákærendafélagsins og Lögmannafélags Íslands. Engar athugasemdir bárust frá þeim.  Snædís gerði grein fyrir nokkrum athugasemdum sem höfðu borist frá stjórnarmeðlimum og umræða fór fram um reglurnar. 
    Reglurnar voru samþykktar og ákveðið að gildistaka þeirra verði 1. janúar 2023.

  4. Drög að útkomuspá og rekstraráætlunum
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rekstraráætlunum héraðsdómsdómstólanna, Landsréttar og dómstólasýslunnar og kynnti drög að niðurstöðum.

  5. Bréf til DMR vegna fjölda dómara við Landsrétt
    Að beiðni dómstólasýslunnar sendi Landsréttur minnisblað með ítarlegum rökstuðningi fyrir fjölgun dómara og hugsanlega annarra starfsmanna við dómstólinn. Umræða fór fram um málið. 
    Formaður lagði til að dómstólasýslan sendi dómsmálaráðuneytinu bréf með tillögu um breytingu á dómstólalögunum þess efnis að dómurum við Landsrétt verði fjölgað og minnisblað Landsréttar verði sent sem fylgdargagn með bréfinu.  
    Stjórnin var sammála um að framkvæmdastjóri hefji, í samráði við Landsrétt, undirbúning að bréfi til dómsmálaráðuneytisins.

  6. Samráðsfundur með LMFÍ
    Árlegur samráðsfundur dómstólasýslunnar með Lögmannafélagi Íslands fór fram 20. október sl. Á fundinum voru ýmis málefni rædd, þar á meðal erindi félagsins um 
    hækkun á viðmiðunarreglum um lágmarks skiptatryggingu og beiðni um að dómstólasýslan setji samræmdar reglur þar um. Ákveðið var að fela skrifstofu dómstólasýslunnar að búa til drög að leiðbeinandi verklagsreglum um skiptatryggingu lögmanna. 
    Á samráðsfundinum var auk þess rætt um endurskoðun á leiðbeinandi reglum um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 1/2022. Ákveðið var að fyrir næsta stjórnarfund muni skrifstofa dómstólasýslunnar senda stjórn tillögu um breytingar á reglunum byggt á vísitöluþróun.

  7. Persónuuppbót dómara
    Stjórn dómstólasýslunnar ákvarðar persónuuppbót dómara sem greidd er í desember á hverju ári. Um persónuuppbót dómara er fjallað í 3. gr. reglna nr. 3/2021 um almenn starfskjör dómara. 
    Umræða fór fram um málið. Ákveðið var að í reglum nr. 3/2021 skuli koma fram að persónuuppbót dómara í desember 2022 sé 229.500 kr.

  8. Önnur mál
    • Dómstólasýslan tók á árinu þátt í vinnu dómsmálaráðuneytisins við gerð skýrslu um málshraða í sakamálum í réttarvörslukerfinu. Í skýrslunni var leitast við að greina hvar væru mögulegir flöskuhálsar í kerfinu. Í kjölfar skýrslunnar hefur ráðneytið óskað eftir tilnefningum í vinnu við frekari greiningu á niðurstöðunum og við gerð úrbótatillagna. Á árinu 2021 setti dómstólasýslan saman hóp til þess að greina málsmeðferðatíma hjá héraðsdómstólunum. Tilgangurinn var að rýna hvernig hægt væri að gera betur og hvaða úrræði væru tæk til að stytta málsmeðferðatíma. Formaður lagði til að fela Arnaldi Hjartarsyni héraðsdómara  að kalla þann starfshóp aftur saman og halda bæði þeirri vinnu áfram og taka þátt í ofangreindri vinnu dómsmálaráðuneytisins. Að tillögu framkvæmdastjóra myndu Írisi Elma Guðmann og Snædís Ósk Sigurjónsdóttir hjá dómstólasýslunni einnig starfa með hópnum og taka þátt í vinnu dómsmálaráðuneytisins.
     
    Fleiri mál voru ekki rædd. Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 8. desember nk. kl. 15.00. Fundi var slitið kl. 17.01. 
     
    Sigurður Tómas Magnússon
    Lilja Björk Sigurjónsdóttir
    Arnaldur Hjartarson
    Lúðvík Örn Steinarsson                                                   
    Davíð Þór Björgvinsson

DÓMSTÓLASÝSLAN

12. fundur, fimmtudaginn 8. desember 2022


Árið 2022, fimmtudaginn 8. desember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar.

Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 14.30.


Fundarefni:

  1. Fundargerð 11. stjórnarfundar
    Fundargerðin var samþykkt.

  2. Samræmd tölfræði á öllum dómstigum
    Formaður kynnti hugmyndir um samræmda tölfræði í dómskerfinu og vísaði í drög að minnisblaði sem sent var stjórn fyrir fund. Hann upplýsti að dómstólasýslan hafi unnið að samræmdum viðmiðum og greiningum á hvaða almenna tölfræði lýsi starfsemi dómstólanna best og birta eigi almenningi með reglubundnum hætti.

    Formaður upplýsti sömuleiðis að unnið væri að því að útbúa stafrænt vöruhús með lýsigögnum úr málaskrárkerfi þar sem m.a verði hægt að sækja slíka tölfræði.

    Ákveðið var að vinna þetta mál áfram og kynna nánari drög þannig að hægt verði í janúar nk. að taka saman samræmda tölfræði hjá öllum dómstigum.

  3. Reglur um málsvarnarlaun og þóknun til verjenda og réttargæslumanna – hækkun í samræmi við vísitölubreytingar
    Formaður reifaði málið og vísaði í tillögur að breytingum sem sendar voru fyrir fund. Lagt var til að málsvarnarlaun og þóknun til verjenda og réttargæslumanna hækki í samræmi við vísitölubreytingar um 8% upp í 24.300 kr. og aðrar tölur í reglunum hækki hlutfallslega með sama hætti. Umræður fóru fram um málið.

    Reglur nr. 1/2023 voru samþykktar og ákveðið að þær taki gildi 1. janúar 2023. Framkvæmdastjóri var falið að ganga frá reglunum og birta þær á vef.

  4. Rekstraráætlanir 2023
    Framkvæmdastjóri fór yfir drög að rekstraráætlunum 2023 fyrir héraðsdómstólana, Landsrétt, Hæstarétt og dómstólasýsluna. Umræður fóru fram og m.a rætt um áhrif mögulegs stofnanasamnings á rekstraráætlanir.
    Samþykkt var að senda rekstraráætlanirnar til dómsmálaráðuneytisins.

  5. Húsnæðismál dómstólanna

    Á dögunum fundaði dómstólasýslan með fulltrúum frá dómsmálaráðuneytinu vegna húsnæðismála dómstólanna. Þar upplýsti ráðuneytið að engar ákvarðanir og formlegar hugmyndir lægju fyrir og fór yfir hvaða möguleikar hefðu komið til tals. Ákveðið var að dómstólasýslan kannaði í samráði við dómstólana hvaða valkostir kæmu helst til greina.

    Formaður upplýsti að dómstólasýslan væri að undirbúa í samvinnu við Ríkislögreglustjóra úttekt á öryggismálum hjá hverjum dómstól fyrir sig. Í kjölfarið verði skoðað hvaða úrbætur þurfi að ráðast í.

  6. Úrskurður í máli nr. E-3847/2022
    Hinn 5. desember sl. kvað dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur upp úrskurð í máli nr. E-3847/2022 um að allir dómarar við dómstólinn voru vanæfir til þess að fara með málið. Ágreiningsefni málsins lýtur að launakjörum dómara og ljóst að úrlausn málsins muni hafa bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Með vísan til þessa var framkvæmdastjóra falið að senda dómsmálaráðherra bréf í samræmi við 34. gr. laga um dómstóla.

  7. Beiðni um tímabundið leyfi frá dómarastörfum
    Með erindi sem barst dómstólasýslunni 5. desember sl. óskaði Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari eftir leyfi frá störfum við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 15. janúar 2023 til 30. apríl 2023 og vísaði til 2. mgr. 2 gr. laga nr. 45/2022. Samþykkt var að veita Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara leyfi á fyrrgreindum tíma.

  8. Starfsmannamál - Trúnaðarmál

  9. Önnur mál
    Margrét Helga Stefánsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.57. Hún kynnti drög að minnisblaði um varanlega heimild í lögum til að móttaka gögn með rafrænum hætti. Í minnisblaðinu er lagt til að jafngildisákvæði verði lögfest sem feli í sér að þar sem kveðið sé á um að gögn skuli vera skrifleg verði jafngilt að taka við þeim á rafrænu formi. Jafnframt verði dómstólasýslunni falið í samráði við dómstóla á hverju dómstigi að setja reglur um í hvaða tilvikum sé fullnægjandi að afhenda gögn rafrænt. Tillögurnar ganga út frá því að breytingar verði teknar í skrefum. Umræður fóru fram um málið og ákveðið að senda minnisblaðið til stjórnarmanna. Margrét vék af fundi kl. 16.12.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 12. janúar nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 16.12.

Sigurður Tómas Magnússon

Lilja Björk Sigurjónsdóttir

Arnaldur Hjartarson

Lúðvík Örn Steinarsson

Hervör Þorvaldsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
2. fundur, 17. febrúar 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 17. febrúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson (í gegnum fjarfundabúnað), Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir (í gegnum fjarfundabúnað), Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri (í gegnum fjarfundabúnað) og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:


1. Fundargerð 1. fundar, 20. janúar 2022
Fundargerðin var samþykkt. 

2. Drög fjármálaáætlunar 2023-2027
Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu og kynnti drög að greinargerð með fjármálaáætlun og fylgigögnum. Fram kom að formaður og framkvæmdastjóri muni funda með Hæstarétti og Landsrétti og að drögin verði í kjölfarið send dómsmálaráðuneytinu.

3. Drög að reglum um útgáfu dóma – staða verkefnis
Edda Laufey Laxdal kynnti stöðu verkefnisins. Frá því að drögin voru kynnt á síðasta stjórnarfundi voru þau lögð fyrir fund dómstólasýslunnar með dómstjórum og í kjölfarið formlega send þeim til umsagnar. Einhverjar athugasemdir bárust og gerði Edda grein fyrir þeim. Ákveðið var að senda uppfærð drög til Hæstaréttar og Landsréttar til umsagnar og í kjölfarið birta þær á vef dómstólasýslunnar þar sem öðrum hagaðilum er gefinn kostur á að kynna sér þær og senda inn athugasemdir. 

4. Samantekt frá fundi dómstólasýslunnar með dómstjórum 28. janúar 2022
Formaður greindi stuttlega frá efni síðasta fundar dómstólasýslunnar með dómstjórum. 

5. 30 ára afmæli héraðsdómstólanna – mögulegir viðburðir
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir hugmynd um að halda málþing um stafræna þróun og fá dómara og mögulega starfsmenn dómstólasýslu á Norðurlöndunum til Íslands og vera með erindi. Hentugt gæti verið að halda málþingið í maí á þessu ári þar sem þá munu norrænar dómstólasýslur funda hér á landi. Framkvæmdastjóra var veitt umboð til þess að vinna þessa hugmynd áfram og hefja skipulagningu málþingsins. 
Sömuleiðis var rætt um möguleikann á að héraðsdómstólarnir verði með opið hús einn dag sem lögð verður áhersla á að kynna vel. 

6. Önnur mál
Ákveðið var að dómstóladagurinn verði að óbreyttu haldinn föstudaginn 30. september nk. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Lagt var til að næsti fundur stjórnar verður vinnufundur vegna stefnumótunar fimmtudaginn 24. febrúar nk. kl. 15.

Fundi var slitið kl. 16.24.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
3. fundur, 17. mars 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 14.00. 


Fundarefni:


1. Fundargerð 2. fundar, 17. febrúar 2022

Fundargerðin var samþykkt. 

2. Traustmæling Gallup 2022

Matthías Þorvaldsson frá Gallup mætti á fundinn og kynnti niðurstöður úr traustmælingu Gallup 2022. Mælingarnar í ár gáfu til kynna nokkuð minna traust til Hæstaréttar og héraðsdómstólanna en árið 2021 en svipað til Landsréttar. Traustmælingin sýndi sömuleiðis að almennt er traust til dómstólanna mest í hópi þeirra sem þekkja dómskerfið vel.

Dómstólasýslan lét framkvæma þjónustukönnun meðal lögmanna og ákærenda árið 2019. Framkvæmdastjóra var falið að kanna möguleikana á að framkvæma slíka könnun á ný nú á vormánuðum.  

Matthías vék af fundi kl. 14.42.

3. Tilnefning í starfshóp dómsmálaráðuneytisins um sameiningu héraðsdómstólanna

Tilnefning Sigurðar Tómasar Magnússonar var staðfest. 

4. Formaður og varaformaður nefndar um dómarastörf 

Tímabil Hjördísar Hákonardóttur formanns nefndar um dómarastörf og varamanns hennar Guðmundar Sigurðssonar rennur út 14. maí nk. Dómstólasýslan skipar alla nefndina og þar af einn án tilnefningar sem skal vera formaður. 
Ákveðið var að stjórnin kanni málið milli funda þannig að hægt verði að skipa í nefndina á næsta stjórnarfundi.  
Framkvæmdastjóri mun kanna hjá varamanni Hjördísar hvort hann óski eftir að halda setu í nefndinni áfram sem varamaður formanns. 


5. Önnur mál

 - Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu fjármálaáætlunar. 
Norrænt þing dómstólasýslunnar fer fram 21-24 maí nk. en á það koma fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og    Noregi. 
 - Gert er ráð fyrir að í tilefni af 30 ára afmæli héraðsdómstólanna verði í byrjun sumars haldin ráðstefna um stafræna      málsmeðferð. Undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna hefur tekið til starfa. Í tilefni af afmælinu hefur sömuleiðis komið      fram hugmynd um að héraðsdómstólarnir verði með opið hús á 30 ára afmælisdegi þeirra, 1. júlí nk. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Strax í kjölfar þessa fundar fór fram vinnufundur stjórnar vegna stefnumótunar 2023-2027. 

Fundi var slitið kl. 15.10.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
4. fundur, 17. mars 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson (í gegnum fjarfundabúnað), Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00. 

 

Fundarefni:


Vinnufundur vegna stefnumótunar 2023-2027

 - Árný Elíasdóttir frá Attentus kom á fundinn og fjallaði um aðferðarfræði og nálgun við gerð stefnu dómstólasýslunnar       2018-2022. 
 - Umræður fóru fram um endurskoðun stefnu, efni og form hennar. Rætt var um gildi, meginmarkmið og megináherslur næstu 5 árin. 
 - Í samræmi við áður kynnta aðgerðaráætlun mun dómstólasýslan senda út könnun í apríl til allra starfsmanna    dómskerfisins og fá mikilvægt innlegg þeirra í stefnumótunina. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur fer fram fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl. 16.31. 

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
5. fundur, 28. apríl 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 28. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  


Fundarefni:


1. Fundargerð 3. og 4. fundar frá 17. mars sl. 
Fundargerðirnar voru samþykktar. 

2. Þörf á endurskoðun reglna nr. 15/2018 um afhendingu og færslu hljóð- og myndskráa frá héraðsdómstólunum
Snædís Ósk Sigurjónsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Umræður fóru fram og ákveðið að dómstólasýslan skrifi drög að breyttum reglum, sem munu taka til bæði héraðsdómstólanna og Landsréttar. Snædís Ósk vék af fundi kl. 15.23.

3. Skipun formanns nefndar um dómarastörf  

Tillaga um að skipa Ragnheiði Thorlacius fyrrum héraðsdómara sem formann í nefnd um dómarastörf frá og með 15. maí nk. var samþykkt.
Samþykkt var að skipa Guðmund Sigurðsson prófessor sem varamann hennar frá og með sama tíma. 

4. Staða fjármálaáætlunar
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu en fjármálaáætlun er komin fyrir Alþingi og ljóst að útgjaldarammi málefnasviðins mun haldast óbreyttur. Dómsmálaráðuneytið hefur sent fjárlaganefnd bréf þar sem vakin var athygli á því að ekki hafi verið farið eftir tillögum dómstólasýslunnar sem hefur óskað eftir því að koma á fund fjárlaganefndar og gera grein fyrir rökstuðningi fyrir tillögum sínum um aukin útgjöld. 

5. Reglur um útgáfu dóma
Umræður fóru fram um ný drög að reglum um útgáfu dóma sem endurspegla að Persónuvernd fari ekki með eftirlit með dómstólunum í samræmi við dóm Evrópudómstólsins í máli nr. C-245/20. 
Lokadrög nýrra reglna verða send Hæstarétti, Landsrétti og héraðsdómstólunum auk þess sem þau verða kynnt öðrum hagaðilum áður en þau verða lögð fram til samþykktar.  

6. Erindi LMFÍ um endurskoðun fjárhæðar skiptatryggingar
Dómstólasýslunni barst erindi dags. 28. mars sl. frá Lögmannfélagi Íslands þar sem óskað var eftir endurskoðun á fjárhæð skiptatryggingar. Umræður fóru fram um málið og kom fram að í erindinu eru ekki nákvæmar upplýsingar um fjárhæðir skiptatrygginga. 

Ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri muni taka málið áfram og skrifa drög að bréfi þar sem óskað er frekari upplýsinga og nánari skýringa.

7. Önnur mál
 - Formaður gerði grein fyrir stöðu verkefnis starfshóps um sameiningu héraðsdómstólanna. 
 - Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnis um nýtingu talgreinis.
 - Framkvæmdastjóri upplýsti að fundur með félagi löggiltra dómtúlka og skjalaþýðanda hafi farið fram fyrr í apríl þar  sem félagið lýsti yfir óánægju sinni með aðstöðu túlka í dómhúsum. Ákveðið var að dómstólasýslan muni kanna        mögulegar tæknilausnir í samvinnu við félagið.
 - Verkefnastjóri gerði stuttlega grein fyrir fundi dómstólasýslunnar með Íslandsdeild Amnesty International sem      stendur fyrir rannsókn sem beinist að beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi. 
 - Framkvæmdastjóri gerði stuttlega grein fyrir fundi dómstólasýslunnar með fulltrúum GREVIO á Íslandi,        eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með Istanbúl-samningnum um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og        heimilisofbeldi.  
 - Framkvæmdastjóri upplýsti að ráðstefna um stafrænt dómskerfi, í tilefni af 30 ára afmæli héraðsdómstólanna, verði    haldin föstudaginn 10. júní nk. 
 - Minnt var á að dómstóladagurinn mun fara fram 30. september nk. 
 - Framkvæmdastjóri upplýsti að Evrópuráðið Cepej hafa í hyggju að halda ráðstefnu 8. desember nk. á Íslandi um        stafrænt dómskerfi útfrá Evrópuviðmiðum um réttaröryggi og hafa óskað eftir samstarfi við dómstólasýsluna.
 - Umræða fór fram um umgjörð á afgreiðslu lögræðismála og möguleika á að endurúthluta málum í þeim tilvikum þar  sem dómari út á landi þarf að taka mál fyrir á höfuðborgarsvæðinu. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur fer fram fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl. 17.03.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
6. fundur, 17. maí 2022

 

Árið 2022, þriðjudaginn 17. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í gegnum fjarfundabúnað. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson, Erna Björt Árnadóttir, Margrét Einarsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  


Fundarefni:


1. Erindi frá dómsmálaráðuneyti dags. 12. maí 2022.

Stjórn dómstólasýslunnar barst erindi frá dómsmálaráðherra dags. 12. maí 2022 þar sem óskað var eftir afstöðu stjórnar til þess að færa meðferð tiltekinna málaflokka til héraðsdómstóla á landsbyggðinni, fækka héraðsdómurum tímabundið og fjölga dómurum við Landsrétt tímabundið. Auk þess var óskað eftir því að dómstólasýslan sendi upplýsingar um málshraða og málafjölda hjá héraðsdómstólum og Landsrétti. 
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og minnisblaði sem lá fyrir fundinum. Umræður fóru fram. Niðurstaða fundar var að stjórn dómstólasýslunnar teldi þær hugmyndir sem fram komu í erindi dómsmálaráðuneytisins ekki fýsilegar. 

Framkvæmdastjóra var falið að rita bréf til ráðuneytisins þess efnis og bera undir stjórn.

Fleiri mál voru ekki rædd. 

Næsti fundur reglulegi fundur var ákveðinn fimmtudaginn 9. júní nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl.

Sigurður Tómas Magnússon
Halldór Björnsson
Erna Björt Árnadóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
7. fundur, 9. júní 2022

 

Árið 2022, fimmtudaginn 9. júní, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Erna Björt Árnadóttir, Margrét Einarsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  


Fundarefni:


1. Fundargerðir 5. og 6. stjórnarfundar
Fundargerðirnar voru samþykktar. 

2. Kynning á þjónustukönnun Gallup 2022

Matthías Þorvaldsson mætti á fundinn kl. 15.00 og gerði grein fyrir niðurstöðu þjónustu og ímyndarkönnunar sem dómstólasýslan fékk Gallup til að framkvæma meðal lögmanna og sækjenda um mánaðarmótin apríl/maí 2022.  
Helstu niðurstöður verða sendar stjórnendum og starfsmönnum. 

3. Reglur um útgáfu dóma
Drög að reglunum hafa verið sendar öllum dómstigum til rýnis og umsagnar. Sömuleiðis hefur verið haft samráð við aðra hagaðila svo sem Blaðamannafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands. Fram komu hugmyndir frá þeim um að veita hagaðilum aðgang að dómum í gegnum sérstaka gátt. 
Umræður um reglurnar og framkomnar athugasemdir fóru fram og þær samþykktar. Reglurnar taka gildi 1. október nk. Fram að þeim tíma verða reglurnar innleiddar, þær  kynntar og gengið frá verklagsreglum. 
Erna Björt vék af fundi kl. 15.57.  

4. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang, sbr. 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla

Samþykkt var að dómstólasýslan auglýsti meðal dómara boð um að skipta um starfsvettvang þegar dómsmálaráðherra hefur gengið frá skipun í embætti Landsréttardómara og fyrir liggur hvaða embætti héraðsdómara losna. 

Erna Björt kom aftur inn á fundinn kl. 16.18. 

5. Námsleyfi dómara
Teknar voru fyrir umsóknir dómara um námsleyfi fyrir árið 2023. Arnaldur Hjartarson vék af fundi kl. 16.24. 

Samþykkt var að veita fjórum umsækjendum frá Héraðsdómi Reykjavíkur námsleyfi:
Hólmfríður Grímsdóttir frá 01.09.2023 til 01.03.2024, Kjartan Bjarni Björgvinsson frá 01.07.2023 til 01.01.2024 og Arnaldur Hjartarson frá 20.03.2023 til 30.06.2023. Ástráður Haraldsson sem er fjórði í starfsaldursröðinni. Hann sótti um leyfi á sama tíma og tveir sem hafa verið lengur í starfi. Í umsókn hans kom fram að hann væri tilbúinn að taka leyfi á öðrum tíma og því var samþykkt að bjóða honum að taka námsleyfi fyrri hluta árs 2023. 

Ein umsókn barst frá Héraðsdómi Reykjaness. Samþykkt var að veita Boga Hjálmtýssyni námsleyfi frá 09.01.2023 til 05.06.2023.

Lárentsínus Kristjánsson dómari við Héraðsdómi Vesturlands sótti um námsleyfi frá 01.09.2023-31.12.2023. Umsóknin var samþykkt.

Arnaldur Hjartarson kom aftur inn á fundinn kl. 16.30 og Davíð Þór Björgvinsson vék af fundi á sama tíma. 

Þrjár umsóknir um námsleyfi bárust frá Landsrétti. Samþykkt var að veita Hervöru Þorvaldsdóttir leyfi frá 01.09.2023 til 28.02.2024 og Ásmundi Helgasyni frá 01.01.2023 til 30.06.2023. Davíð Þór Björgvinsson var þriðji í starfsaldursröð umsækjenda og var því ekki unnt að samþykkja umsókn hans

Davíð Þór Björgvinsson kom aftur inn á  fundinn kl. 16.33 og Sigurður Tómas Magnússon vék á sama tíma af fundi.

Ein umsókn um námsleyfi barst frá Hæstarétti. Samþykkt var að veita Sigurði Tómasi Magnússon námsleyfi 01.09.2023-31.12.2023.

Sigurður Tómas Magnússon kom aftur inn á fundinn kl. 16.34. 

6. Staða fjármálaáætlunar
Á stjórnarfundi 28. apríl sl. kom fram að fjármálaáætlun væri komin fyrir Alþingi og ljóst að útgjaldarammi málefnasviðins ætti að haldast óbreyttur. Kynnt var að dómstólasýslan hefði sent dómsmálaráðuneytinu bréf í kjölfarið og vakið athygli á að ekki var farið eftir tillögum hennar og því bæri að fylgja fyrirmælum 3. mgr. 21. gr. laga um opinber fjármál og  1. mgr. 7. gr. laga um dómstóla. Einnig var kynnt að framkvæmdastjóri hefði í framhaldinu farið á fund fjárlaganefndar Alþingis og gert grein fyrir rökstuðningi fyrir tillögum dómstólasýslunnar um aukin útgjöld. Beðið væri afgreiðslu þingsins. 

7. Drög að ársskýrslu
Framkvæmdastjóri kynnti vinnu að gerð ársskýrslu ársins 2021. Fram kom að skýrslan verði send stjórn yfirlestrar þegar hún væri lengra komin. Einnig kom fram að gert væri ráð fyrir að skýrslan yrði aðeins gefin út rafrænt á heimsíðu dómstólanna. 

8. Önnur mál

- Minnt var á að ráðstefna um stafræna framtíð dómstólanna sem halda ætti í tilefni af 30 ára afmæli héraðsdómstólanna færi fram föstudaginn 10. júní. 
- Kynnt var að dómstólasýslan hefði verið gestgjafi fundar norrænna dómstólasýslna í maí sl. Fulltrúar frá öllum systurstofnunum á Norðurlöndunum sóttu fundinn. Mikil ánægja var með fundinn og augljóst hversu mikilvægt samstarfið er. Meðal umfjöllunarefna á fundinum voru stafræn þróun hjá dómstólunum, árangursmælikvarðar, stefnumótun, fræðslumál og fleira. 
- Kynnt var hugmynd um að koma á fót upplýsingatækniráði dómstólanna. Hlutverk ráðsins væri að ræða mál er varða tækni og þróun hjá dómstólunum og koma á skilvirku upplýsingaflæði milli dómstólanna og dómstólasýslunnar. 
- Gerð var grein fyrir yfirstandandi undirbúningi fyrir dómstóladaginn sem haldinn verður 30. september nk. 
- Rætt var um erindi sem dómstólasýslunni barst frá varadómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur vegna álitamála um lengd kjörtímabils varadómstjóra. Stjórnarformaður lagði minnisblað fyrir fundinn. Umræða fór fram um málið og framkvæmdastjóra falið að taka saman álit stjórnarinnar á grundvelli minnisblaðsins og senda varadómstjóra.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur verður fimmtudaginn 11. ágúst nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl. 17.00

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Erna Björt Árnadóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
8. fundur, 11. ágúst 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 11. ágúst, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Erna Björt Árnadóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

1. Fundargerð 7. stjórnarfundar
Fundargerðin var samþykkt. 
 
2. Staðfesting á ákvörðunum stjórnar milli funda
- Ákvörðun um veitingu námsleyfis Davíð Þórs Björgvinssonar landsréttardómara var staðfest. 
- Ákvörðun stjórnar um að samþykkja beiðni Jónasar Jóhannessonar héraðsdómara um flutning úr stöðu faranddómara í embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness var staðfest. 
- Ákvörðun stjórnar um að auglýstar yrðu tvær stöður faranddómara, önnur með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en hin við Héraðsdóm Reykjaness með skipunartíma frá og með 1. október nk., var staðfest
 
3. Ársskýrsla 2021
Framkvæmdastjóri kynnti drög að ársskýrslu sem voru send fyrir fundinn til kynningar. Upplýst var að ársskýrslan yrði eingöngu gefin út rafrænt.
 
Umræða fór fram um að mikilvægt sé að huga að betri samræmingu á framsetningu tölfræði hjá öllum dómstigum. Ekki voru gerðar aðrar athugasemdir um efni skýrslunnar.
 
4. Ársreikningur dómstólasýslunnar 2021
Framkvæmdastjóri kynnti ársreikninginn.  
 
5. Ársreikningur héraðsdómstólanna 2021
Framkvæmastjóri kynnti ársreikninginn.  
 
6. Rekstur dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna 
Framkvæmdastjóri kynnti 6 mánaða rekstraryfirlit dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna. 
 
Þá gerði framkvæmdastjóri grein fyrir lista yfir helstu verkefni á málefnasviði dómstóla sem verður í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga.
 
Kristín Haraldsdóttir vék af fundi 16.35. 
 
7. Tilnefning í stjórn Starfsmenntunarsjóðs dómara
Upplýst var að samkvæmt 8. mgr. 44 gr. dómstólalaga greiðir ríkissjóður 0.92% af heildarlaunum dómara í Starfsmenntunarsjóð dómara. Í sjóðnum sé þriggja manna stjórn, þar af sé einn stjórnarmeðlimur tilnefndur af stjórn dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, sem tilnefnd var af hálfu stjórnar dómstólasýslunnar, hefur óskað lausnar. Formaður lagði til að Kristín Haraldsdóttir yrði tilnefnd í hennar stað. 
Tillagan var samþykkt og Kristín Haraldsdóttir var tilnefnd í stjórn Starfsmenntunarsjóðs dómara. 
 
8. Önnur mál
 
- Umræða fór fram um bréfasamskipti stjórnar dómstólasýslunnar við Fjársýslu ríkisins og Hagstofuna vegna ákvörðunar um breytingu á launum þeirra sem taka laun skv. sérákvæðum í lögum nr. 79/2019.  
 
- Kynnt var að dómstólasýslan muni hafa milligöngu um kosningu aðalmanns í stjórn dómstólasýslunnar í stað Bergþóru Kristínar Benediktsdóttur sem hefur látið af störfum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og sagt sig úr stjórn. Upplýst var að gert væri ráð fyrir að málið yrði afgreitt í september.
 
- Tekið var fyrir erindi Fjársýslu ríkisins dags. 20. júlí 2022, um launabreytingu þeirra sem taka laun skv. lögum nr. 79/2019, þar sem óskað var eftir afstöðu stjórnar um launabreytingar þeirra sem tekið hafa laun samkvæmt ákvörðunum stjórnar dómstólasýslunnar. Umræða fór fram og ákveðið var að fylgt yrði fyrri ákvörðunum stjórnar á þann hátt að laun þessara starfsmanna fylgi hér eftir sem hingað til þeim viðmiðum sem áður hafa verið ákveðin. Með þessari ákvörðun var ekki tekin afstaða til réttmætis þeirrar ákvörðunar stjórnvalda sem tók gildi 1. júlí 2022 um að breyta viðmiðum við breytingar á launum dómara á grundvelli 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla og endurkrafna á launum. Lögfræðingi dómstólasýslunnar var falið að útbúa drög að svarbréfi til Fjársýslu ríkisins. 
 
Fleiri mál voru ekki rædd. 
 
Ákveðið var að næsti fundur færi fram fimmtudaginn 8. september nk. kl. 15.00.  
 
Fundi var slitið kl. 17.00

Sigurður Tómas Magnússon
Erna Björt Árnadóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Davíð Þór Björgvinsson

DÓMSTÓLASÝSLAN
9. fundur, 15. september 2022

 

Árið 2022, fimmtudaginn 15. september, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Erna Björt Árnadóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.30.

Fundarefni:

 

  1. Fundargerð 8. stjórnarfundar
    Fundargerðin var samþykkt.

  2. Skipun dómstjóra við HDRN og HDNE
    Ákvörðun stjórnar milli funda um skipun Arnbjargar Sigurðardóttur héraðsdómara í embætti dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra var staðfest.

    Kosning um embætti dómstjóra fór nýverið fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem Jónas Jóhannsson héraðsdómari hlaut kosningu. Skipun hans í embætti dómstjóra frá og með 22. september var staðfest.

  3. Verkefni vegna stafrænnar þróunar
    Margrét Helga Stefánsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.40. Framkvæmdastjóri og Margrét Helga kynntu minnisblað sem sent var fyrir fundinn um stöðu á stafrænni réttarvörslugátt og vinnu dómstólasýslunnar við verkefnið. Þar kom meðal annars fram að á fundi stýrihóps í mars sl., var ákveðið að næsta stóra verkefni réttarvörslugáttar yrði rafræn meðferð ákærumála. Í ljósi þess sé dómstólasýslan byrjuð að greina hvernig ferli sakamáls í héraði gæti komið til með að vera eftir stafræna umbreytingu, hvernig auka megi skilvirkni og bæta meðferð sakamála fyrir dómi. Upplýst var að í þeirri vinnu hafi meðal annars verið horft til þess sem kom fram á fundum rýnihóps dómstólanna, vinnustofum um réttarvörslugátt og til framkvæmdar í nágrannalöndum, einkum í Danmörku og Noregi.

    Kynnt var áætlun um að boða til tveggja vinnustofa með fulltrúum frá öllum dómstigum til að ræða og þróa áfram sameiginlega afstöðu dómstóla til þess hvernig ferli sakamáls eigi að vera í stafrænu kerfi, hvernig skuli staðið að birtingu og önnur framkvæmdaratriði.

    Íris Guðmann kynnti stöðu verkefnis um notkun Gopro vefgáttar í héraði við móttöku og sendingu gagna. Um sé að ræða sömu gátt og Landsréttur hafi notað um skeið en við innleiðingu í héraði verði gerðar umbætur á virkni og viðmóti hennar.

    Margrét Helga vék af fundi 16.00.

  4. Málatölur 6 mánaða yfirlit
    Íris Guðmann kynnti 6 mánaða málatölur Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Fram kom að áfram sé einhver fækkun á málum en að fjöldi afgreiddra mála sé meiri en fjöldi innkominna mála á öllum dómstigum.

    Ákveðið var að hópur sem áður hafði verið settur saman til þess framkvæma greiningu á þróun málsmeðferðartíma fyrir héraðsdómstólum og skoða helstu áhrifavalda verði kallaður aftur saman.

  5. Drög að reglum um afhendingu á og færslu hljóð- og myndskráa frá héraðsdómstólunum
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 16.25.
    Síðastliðið vor kynnti Snædís á stjórnarfundi athugasemdir frá lögmönnum og dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur við reglur um afhendingu hljóð- og myndskráa Þá var ákveðið að dómstólasýslan myndi skoða reglurnar og leggja fyrir stjórn drög að breyttum reglum. Snædís upplýsti að hún hafi bæði fundað með forsvarsmönnum Lögmannafélags Íslands og dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Á fundi með Lögmannafélaginu kom fram að félagið legði mikla áherslu á jafnræði milli aðila og aðstöðumun milli verjanda og sækjanda. Þá kom fram að þeir telji sig eiga rétt á upptökur bæði í hljóði og mynd og lögðu til að tæknin yrði nýtt til að útbúa miðlægt svæði sem hægt væri að horfa og hlusta á upptökurnar.
    Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur lagði áherslu á að myndupptökur færi ekki úr húsi og fór yfir ferli afhendinga hjá dómstólnum og ýmsar praktískar upplýsingar. Snædís upplýsti jafnframt að hún væri að vinna að drögum að breyttum reglum og að þau yrðu send fljótlega til rýnis.

    Umræða fór fram um málið og hvort þörf væri á að lagabreytingum um afhendingu á upptökum.

  6. Húsnæðismál dómstólasýslunnar og dómstólanna
    Framkvæmdastjóri rakti efni minnisblaðs sem sent var stjórn fyrir fundinn um húsnæðismál dómstólanna þar sem fjallað var almennt um stöðu húsnæðismála út frá öryggi, aðbúnaði og ástandi húsnæðis, greint frá þeirri vinnu sem hefur átt sér stað og settar fram tillögur að næstu skrefum.

    Umræða fór fram um málið þar sem fram komu áhyggjur af óvissu um húsnæðismál hjá dómstólunum, öryggismálum og ástandi húsnæðis. Arnaldur Hjartarson óskaði eftir að bókað yrði:

    „Arnaldur Hjartarson tók til máls í tilefni af umfjöllun um húsnæðismál dómstólanna. Hann lagði einkum áherslu á tvennt, þ.e. að huga þyrfti annars vegar að úrbótum öryggismála í dómhúsum og hins vegar mikilvægi heilnæms starfsumhverfis, en slíkt kalli ávallt á gott viðhald húsnæðisins.“

    Um þetta voru allir sammála.

    Framkvæmdastjóra var falið að fylgja málinu eftir í samræmi við tillögur í minnisblaði.

  7. Bréf frá Lögmannafélagi Íslands um fjárhæð skiptatrygginga
    Formaður vísaði til erindis Lögmannafélags Íslands frá því í mars sl. þar sem óskað var eftir hækkun á viðmiðunarreglum um lágmarks skiptatryggingu og að dómstólasýslan myndi setja samræmdar reglur þar um. Fram kom að dómstólasýslan hefði óskað eftir frekari upplýsingum frá Lögmannafélaginu en í svari þeirra voru ekki þær upplýsingar sem óskað hafði verið eftir.
    Ákveðið var að taka málið upp á samráðsfundi með Lögmannafélaginu í seinnihluta október.

  8. Önnur mál
    - Kosning um sæti aðalmanns í stjórn dómstólasýslunnar fór fram fyrr í september þar sem Lilja Björk Sigurjónsdóttir starfsmaður í Héraðsdómi Reykjavíkur hlaut kosningu.
    - Starfsmannamál voru rædd.
    - Upplýst var að í kjölfar verðkönnunar væri verið að ganga frá samningi um rafrænar undirskriftir. Fyrst um sinn muni stjórn dómstólasýslunnar, nefnd um dómarastörf og Endurupptökudómur nýta sér það.

    Fleiri mál voru ekki rædd.

    Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 13. október nk. kl. 15.00.

    Fundi var slitið kl. 17.28.

    Sigurður Tómas Magnússon
    Erna Björt Árnadóttir
    Arnaldur Hjartarson
    Lúðvík Örn Steinarsson
    Hervör Þorvaldsdóttir

2021

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
1. fundur, 21. janúar 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 21. janúar var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:

1. Fundargerð 14. fundar.
Fundargerðin var samþykkt.

2. Fjárlög 2021 – rekstraráætlanir dómstólanna. Fjárfestingarliður og skipting á héraðsdómstóla. Fjárauki Landsréttur.
Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu. Framkvæmdastjóri sagði frá helstu áherslum í ríkisrekstri á árinu 2021 m.a. um betri og skilvirkari opinbera þjónustu með áherslum á stafræna þjónustu og mannauðsmál sem kynntar verða stjórnendum dómstólanna. Áætlanir dómstólanna og dómstólasýslunnar hafa verið samþykktar af dómsmálaráðuneytinu og fjáraukaheimild til Landsréttar hefur verið staðfest. Tillaga að skiptingu fjárfestingarheimildar héraðsdómstólanna var rædd og samþykkt.

3. Málatölur dómstólanna 2020.
Elín Sigurðardóttir skjalastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjölda innkominna mála og afgreiðslu þeirra hjá héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstaréttar á liðnu ári.
Elín vék af fundi.

4. Reglur um almenn starfskjör dómara.
Drög að reglum um almenn starfskjör dómara voru lagðar fram að nýju. Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.
Fyrirliggjandi drög að reglum um almenn starfskjör dómarar voru samþykkt og tóku gildi samdægurs sem reglur dómstólasýslunnar nr. 3/2021.

5. Endurupptökudómur – tímagjald.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en skv. 8. mgr. 54. gr. laga um dómstóla, sbr. l. nr. 47/2020 er stjórn dómstólasýslunnar falið að ákveða tímagjald dómenda í Endurupptökudómi.
Málið var rætt og samþykkt tímagjald dómenda 16.000 kr.

6. Skipun í nefnd um dómarastörf.
Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.
Samþykkt að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar stjórnar.

7. Setning héraðsdómara við Landsrétt. Leyfi frá störfum.
Fyrir liggur að Hildur Briem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur verið sett í embætti landsréttardómara frá 11. janúar sl. til og með 30. júní nk. Leyfi frá störfum á grundvelli 4. mgr. 7. gr. dómstólalaga var samþykkt milli funda stjórnar og er nú staðfest.
Skúli Magnússon héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur verið settur í embætti Landsréttardómara frá 1. janúar sl. til og með 31. mars nk. Leyfi frá störfum á grundvelli 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 var samþykkt milli funda stjórnar og er nú staðfest.

8. Önnur mál.
-Framkvæmdastjóri sagði frá samráðsfundi sem haldinn var með stjórnendum dómstólanna 14. janúar sl. um persónuvernd og viðkvæmar persónuupplýsingar þar sem Björg Thorarensen hæstaréttardómari og Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar höfðu framsögu um málið.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 11. febrúar 2021 kl.15:00.
Fundi slitið kl.17:15.


Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir



DÓMSTÓLASÝSLAN
10. fundur, 4. ágúst 2021

 

Árið 2021, miðvikudaginn 4. ágúst var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Guðni Bergsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:


1. Umsókn Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara um leyfi frá störfum


Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Fyrir liggur umsókn Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dags. 25. júlí sl., um tímabundið launalaust leyfi frá störfum frá og með 17. ágúst til og með 26. september nk. vegna framboðs hans til Alþingis. Einnig liggur fyrir bréf dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. í dag 4. ágúst, þar sem m.a. er gerð grein fyrir verkefnastöðu hjá leyfisbeiðanda og hjá dómstólnum. Þá liggur fyrir bréf nefndar um dómarastörf til Arnars Þórs Jónssonar, dags. 26. júlí sl. og svarbréf hans, dags. 2. ágúst sl.

Beiðnin var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 

Að beiðni AH var eftirfarandi fært til bókar:
AH rökstuddi atkvæði sitt með vísan til þess að þrátt fyrir ótvírætt kjörgengi héraðsdómara samkvæmt stjórnarskrá, sbr. 34. gr. stjórnarskrárinnar og ummæli í lögskýringargögnum að baki því ákvæði í núverandi mynd, þá væri hreinlegra að dómari sinnti ekki dómstörfum samhliða framboðsbaráttu, rétt eins og beiðni AÞJ virtist ganga út frá. Þetta mælti með því að beiðnin yrði samþykkt. Við þetta bættist að beiðnin um leyfið væri til skamms tíma auk þess sem um launalaust leyfi væri að ræða. Þrátt fyrir að veiting leyfis myndi tímabundið auka álag hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, sem væri miður í ljósi áskorana í starfsemi dómstólsins, þá þætti AH rétt að hér að gengju framar heildarhagsmunir dómskerfisins af því að varðveita trúverðugleika og trausta ásýnd þess.


2. Önnur mál

Rætt var um stöðu Covid-faraldursins og möguleg áhrif hennar á þing norrænna dómstólasýslna 25.-27. ágúst nk. og á dómstóladaginn 3. september nk. Ákveðið var að meta stöðuna að viku liðinni og að fresta dómstóladeginum hafi hún ekki breyst til batnaðar. Þá var talið rétt að leita álits norrænu sendinefndanna um hvort rétt sé að halda norrænna þingið.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar er ákveðinn 19. ágúst nk. kl. 15.   
Fundi slitið kl. 17:00.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
11. fundur, 19. ágúst 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 19. ágúst var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Guðni Bergsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:


1. Fundargerð 9. og 10. fundar.

Fundargerðirnar voru samþykktar.

2. Flutningur og skipan Lárentsínusar Kristjánssonar í embætti dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands frá og með 1. september nk.

Stjórnarformaður upplýsti um að búið væri að rita undir skipunarbréf fyrir Lárentsínus Kristjánsson.

3. Starfsmannamál

4. 6 mánaða yfirlit yfir fjölda mála hjá dómstólunum og afgreiðslu þeirra.

Elín Sigurðardóttir kom inn á fundinn og gerði grein fyrir samantekt um málatölur tímabilið 01.01.2021 til 30. júní 2021 og samanburði við sama tímabil árið 2020. Umræður fóru fram um þróunina.

5. Rekstur héraðsdómstólanna og dómstólasýslunnar, 6 mánaða yfirlit

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir helstu frávikum frá rekstraráætlun og líklegri þróun seinni hluta ársins. Umræður fóru fram.

6. Önnur mál

Formaður gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð mannaflalíkans sem verður kynnt á næsta fundi dómstólasýslunnar með dómstjórum 21. september.
Formaður gerði grein fyrir starfi vinnuhóps um málshraða 
Formaður og framkvæmdastjóri kynntu þá vinnu sem framundan er við mótun stefnu og verkáætlunar um stafvæðingu dómskerfisins.  
Framkvæmdastjóri kynnti skipan starfshóps um húsnæði HDR og HDRN og ráðgerðar framkvæmdir vegna HDNE. 
Ákveðið var að hafa starfsdag dómstólasýslunnar og stjórnar vegna undirbúnings á þriggja ára stefnumiðaðri áætlun dómstólasýslunnar í byrjun október


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Fundi slitið kl. 16:30

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

 
 

DÓMSTÓLASÝSLAN
12. fundur, 15. september 2021

 

Árið 2021, miðvikudaginn 15. september, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Guðni Bergsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:


1. Fundargerð 11. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Stefna um stafrænt dómskerfi 

Umræða fór fram um drög að heildrænni sýn til næstu fimm ára á stafrænt dómskerfi.
Ákveðið að vinna verkefnið áfram og ræða ítarlega á starfsdegi stjórnar þann 8. október nk.  

3. Greinargerð með frumvarpi til fjárlaga 2022. Afmörkun verkefna á árinu 

Framkvæmdastjóri kynnti skjal sem fylgir fjárlagafrumvarpi með helstu verkefnum dómstólasýslunnar árið 2022. Verkefnin eru samþykkt og framkvæmdastjóra falið að senda  dómsmálaráðuneytinu. 

4. Drög að ársreikningi dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna fyrir árið 2020 

Framkvæmdastjóri kynnti ársreikninga dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna. Umræða fór fram. 

5. Setning dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða

Setning Margrétar Helgu Kr. Stefánsdóttur í embætti dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða var samþykkt. 

6. Fyrirspurn frá formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar dags. 6. september sl. 

Umræða fór fram um erindið. Fram kom að unnið er að endurskoðun reglna nr. 3/2019 og á verklagsreglum um hreinsun dóma. Samhliða eru verklagsreglur um viðbrögð við öryggisbresti í skoðun. 

7. Starfsmannamál 

Umræða fór fram. 

8. Önnur mál

- Dómstóladeginum sem átti að vera 3. september sl. var frestað vegna Covid-19. Samþykkt var að halda hann föstudaginn 28. janúar nk. með sambærilegu sniði. 
- Beiðni dómstjóra við Héraðsdóm Vesturlands um aðstoð við þjóðlendumál liggur fyrir. Dómstjórinn vinnur að samantekt um umfang málanna og hversu mikla aðstoð hann telur þörf er á. Samþykkt að í kjölfar þess að ofangreindar upplýsingar berist verði málið borið aftur undir stjórn. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur verður starfsdagur stjórnar föstudaginn 8. október nk. frá 12-16. 
Næsti reglulegi fundur er ráðgerður 14. október nk. kl. 15.00.
Fundi slitið kl. 17.24. 

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

DÓMSTÓLASÝSLAN
13. fundur, 8. október 2021

 

Árið 2021, föstudaginn 8. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 12.00.  

Fundarefni:


1. Starfsdagur stjórnar

Umræður fóru fram um eftirfarandi atriði

- Stefna um stafrænt dómskerfi 

- Upplýsingastefna - Aðferðafræði og efni 

- Mannauðsgreining dómstólanna

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur er þriðjudaginn 19. október nk. kl. 15.00.
Fundi slitið kl. 16.00.  

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
14. fundur, 19. október 2021

Árið 2021, þriðjudaginn 19. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00. 

Fundarefni:

1. Fundargerðir 12. og 13. stjórnarfundar

Fundargerðirnar voru samþykktar.

2. Námsleyfi dómara

Umsókn dómara við Landsrétt um námsleyfi í 6 mánuði frá og með 1. janúar nk. liggur fyrir og er samþykkt.

3. Rekstrar- og fjárfestingaráætlun dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna 2022

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.Formanni og framkvæmdastjóra er falið að klára gerð rekstraráætlana í samræmi við umræður um málið og skila í drögum til dómsmálaráðuneytisins.

4. Græn skref – stefna

Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri í rekstri ríkisstofnana var kynnt og farið yfir áform um samþykkt loftslagsstefnu fyrir dómstólasýsluna. Umræður fóru fram. Fram kom að rétt væri að dómstólasýslan aðstoðaði dómstólana eftir þörfum.

5. Tilnefning dómstólasýslunnar í dómnefnd um hæfni umsækjenda í embætti dómara

Skipunartími Ragnheiðar Harðardóttur og varamanns hennar, Halldórs Halldórssonar í dómnefndina rann út um miðjan október. Fyrir liggur að dómstólasýslan á að tilnefna tvo aðalmenn og tvo varamenn og leggi tilnefningar sínar fyrir ráðherra. Umræða fór fram um mögulegar tilnefningar. Framkvæmdastjóra er falið að hafa samband við mögulega aðila og senda stjórn til samþykktar milli funda.  

Hervör Þorvaldsdóttir víkur af fundi 15.49.

6. Önnur mál

  • Beiðni HDV um úthlutun þjóðlendumála. Framkvæmdastjóri fór yfir beiðni dómstjóra HDV úthlutun þriggja þjóðlendumála.
  • Gerð var grein fyrir fyrirhuguðum samráðsfundi með LMFÍ miðvikudaginn 27. október nk. kl. 15 í húsnæði dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri og formaður munu sitja fundinn og þeir stjórnarmenn sem þess óska.
  • Gerð var grein fyrir fundi formanns stjórnar og framkvæmdastjóra með Umboðsmanni Alþingis sem fram fór þann 7. október sl. að hans ósk.
  • Laun sérfróðra meðdómsmanna voru rædd en fyrir liggur beiðni um hækkun þeirra. Samþykkt var að endurskoða launin frá og með áramótum 2022 og taka mið af launum dómara við Endurupptökudóm.
  • Samantekt frá starfsdegi stjórnar 8. október sl. var afhent til rýnis af hálfu stjórnar.
  • Gerð var grein fyrir fundi með fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins vegna réttarvörslugáttar sem fór fram 19. október sl. þar sem framgangur verkefnis um réttarvörslugátt var ræddur og hlutverkaskipting í verkefninu. Fram kom að ákveðið hefði verið að formbinda betur ákvarðanir einstök skref og innleiðingu þeirra og að dómstólasýslan myndi leiða stefnumörkun og aðgerðir vegna stafræns réttarfars á sviði einkamála.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur er fimmtudaginn 11. nóvember nk. kl. 15.00.

Fundi slitið kl. 16.48.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
15. fundur, 11. nóvember 2021

Árið 2021, fimmtudaginn 11. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00. 

                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 14. stjórnarfundar 19. október sl.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Bréf dómstólasýslunnar til DMR vegna fjármála dómstólanna

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.

Dómsmálaráðuneytinu var sent bréf dags. 7. nóvember sl. þar sem minnt var á sérákvæði í lögum um framkvæmd laga um opinber fjármál sem kveður á um að frumkvæði að tillögugerð að fjármálum dómstólanna liggi hjá dómstólasýslunni. Í bréfinu er ráðuneytinu þakkað fyrir gott og lipurt samstarf og ítrekað að þörf sé á meiri formfestu í samskiptum vegna þessa ákvæðis í lögunum. Fyrir liggur að biðja ráðuneytið um fund í framhaldi af sendingu þessa bréfs.

Samhliða var ráðuneytinu sent  bréf um stöðu fjárheimilda dómstóla og tillögur að tilfærslum.

3. Útgáfa og hreinsun dóma

Edda Laufey Laxdal lögfræðingur hjá dómstólasýslunni kom inn á fundinn kl. 15.19 Umræða fór fram um með hvaða hætti hægt sé að bæta reglur og verklag við birtingu dóma og óskað eftir umboði stjórnar fyrir áframhaldandi vinnu vegna þess. Framkvæmdastjóra er falið að taka málið áfram. Drög verða borin undir stjórn þegar lengra er komið.

4. Drög að loftslagsstefnu dómstólasýslunnar og staða aðgerðaáætlunar vegna grænna skrefa

Umræða fór fram. Ákveðið var að vinna stefnuna eingöngu fyrir dómstólasýsluna en aðstoð við aðra dómstóla boðin fram. Sömuleiðis var dómstólasýslan skráð í Græn skref til þess að reyna að ná fram markmiðum stefnunnar. Drög að stefnunni voru kynnt stjórn og verður samþykkt af framkvæmdastjóra.

5. Frásögn af samráðsfundi með LMFÍ

Samráðsfundur dómstólasýslunnar með LMFÍ var haldinn 27. október sl. Á fundinum fóru fram umræður um ýmis mál s.s mögulegar viðmiðunarreglur um lengd stefnu og greinargerðar og atriði er lúta að dagskrá Landsréttar. Á fundinum var einnig rætt um aðstöðu lögmanna hjá héraðsdómstólunum, húsnæði séu sumstaðar afar óhentug. Þetta verður haft í huga þar sem breytingar eru yfirvofandi á húsnæði. Þá fór fram umræða um þóknun lögmanna. Formaður leggur til að það mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.

6. Önnur mál

  • Dómstóladagur er á dagskrá 28. janúar nk. og ekki breytt um stefnu strax en fylgst verður vel með stöðu mála vegna Covid-19.
  • Skoða þarf hvort gefa þurfi út samræmdar reglur til dómstólanna vegna Covid-19 ef reglur í samfélaginu verða hertar enn meira. Haft verður líka í huga hvort sækja þurfi um undanþágu fyrir dómstólana
  • Upplýst var um vinnu að frumvörpum til lagabreytinga er varða dómstólana, þ.á m. tillögur um að frestir til greinargerða í Landsrétti og Hæstarétti renni ekki út yfir orlofstíma o.fl; framlengingu gildistíma bráðabirgðaákvæðis um rafræn þinghöld og gagnaframlagningu og framlengingu heimildar fyrir því að Landsréttur geti verið í Kópavogi.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur er fimmtudaginn 9. desember nk. kl. 15.00.

Fundi slitið kl. 16.52.

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
16. fundur, 9. desember 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 9. desember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson (í gegnum fjarfundabúnað), Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  


Fundarefni:


1. Fundargerð 15. fundar, 11. nóvember 2021

Fundargerðin var samþykkt. 

2. Breyting á reglum nr. 2/2021 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl.

Umræða fór fram um beiðni Lögmannafélags Íslands um hækkun málsvarnarlauna eða þóknana skv. reglum nr. 2/2021. Ákveðið var að hækka tímagjaldið í 22.500 kr. úr 19.000 kr. frá og með 1. janúar 2022. Aðrar fjárhæðir í reglunum hækka hlutfallslega jafn mikið. Við ákvörðun fjárhæðarinnar var litið til þróunar á bæði neysluverðsvísitölu og launaverðsvísitölu á liðnum árum. 
Framkvæmdastjóra var falið að uppfæra reglurnar í samræmi við þetta og formanni að skrifa undir fyrir hönd stjórnar. 

3. Breyting á reglum nr. 14/2018 um sérfróða meðdómsmenn

Umræða fór fram um breytingar á reglum nr. 14/2018 um sérfróða meðdómsmenn. Ákveðið var að hækka þóknun sérfróðra meðdómsmanna samkvæmt reglunum frá og með 1. janúar 2022 úr 14.000 kr. í 16.000 kr. en þóknunin hefur haldist óbreytt allt frá 2018. 
Framkvæmdastjóra var falið að uppfæra reglurnar í samræmi við þetta og formanni var falið að skrifa undir fyrir hönd stjórnar. 

4. Hækkun þóknunar dómara við Endurupptökudóm 

Umræða fór fram um hækkun á þóknun dómara við Endurupptökudóm. Ákveðið var að hækka þóknunina frá 1. janúar 2022 í 17.200 í samræmi við breytingar á launaverðsvísitölu frá október 2020 til október 2021. 
Framkvæmdastjóra var falið að tilkynna Fjársýslunni um þetta. 

5. Framlenging á flutningi héraðsdómara frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Norðurlands eystra

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir málinu. Lagt er til að flutningur dómarans verði framlengdur til og með 31. ágúst 2022 vegna áframhaldandi álags við Héraðsdóm Norðurlands eystra.  Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur verið upplýst um málið og leggst ekki gegn framlengingunni.
Ofangreind tilhögun var samþykkt. 

6. Starfsáætlun stjórnar

Starfsáætlun fyrir árið 2022 var kynnt og samþykkt af stjórn. 

7. Önnur mál

- Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir tillögum dómsmálaráðuneytisins um skerðingu á rekstrargrunni dómstólasýslunnar, Landsréttar og Hæstaréttar og skerðingu á varasjóði héraðsdómstólana. Athugasemdir hafa verið gerðar við þessar tillögur og framkvæmdastjóri mun fylgja málinu frekar eftir. 
- Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir heimsóknum dómstólasýslunnar til nokkurra héraðsdómstóla. Fram kom að heimsóknirnar hefðu verið afar gagnlegar og almenn ánægja með þær. Stefnt er að því að ljúka hringferð um landið fyrri hluta ársins 2022 eftir því sem aðstæður leyfa. 
- Formaður gerði grein fyrir stöðu verkefnis um mannaflalíkan og upplýsti að verið væri að leggja lokahönd á líkanið.
- Umræða fór fram um starfsmannamál Landsréttar. 
- Formaður kynnti ýmsar tillögur um breytingar á réttarfarslögum sem unnið er að hjá réttarfarsnefnd. 
- Fram kom að greiningarvinna á málshraða í munnlega fluttum einkamálum fari aftur af stað eftir áramót. Vinna starfshóps á vegum Dómsmálaráðuneytisins um málshraða í refsivörslukerfinu er yfirstandandi þar sem markmiðið er að teikna upp glögga stöðumynd í því skyni að geta í framhaldinu sett af stað vinnu við úrbætur.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Samkvæmt starfsáætlun verður næsti fundur fimmtudaginn 13. janúar nk. kl. 15.00.
Fundi var slitið kl. 16.37.  

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
2. fundur, 11. febrúar 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 11. febrúar var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:

1. Fundargerð 1. fundar.
Fundargerðin var samþykkt.

2. Nefnd um dómarastörf – skipun.
Málinu var frestað á síðasta fundi stjórnar og nú tekið fyrir að nýju. Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu en samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 skal dómstólasýslan skipa þrjá menn í nefnd um dómarastörf svo og jafnmarga til vara. Einn nefndarmaður skal skipaður samkvæmt tilnefningu Dómarafélags Íslands, einn samkvæmt tilnefningu lagadeilda við íslenska háskóla og einn skipar dómstólasýslan án tilnefningar. Ása Ólafsdóttir var skipuð sem aðalmaður í nefnd um dómarastörf á fundi stjórnar dómstólasýslunnar 22. maí 2018 og Júlí Ósk Antonsdóttir sem varamaður hennar samkvæmt tilnefningu lagadeilda háskólanna. Í kjölfar þess að Ása Ólafsdóttir var skipuð sem hæstaréttardómari óskaði hún lausnar frá störfum í nefndinni og kallaði dómstólasýslan í kjölfarið eftir tilnefningu lagadeilda háskólanna.
Skipunartími Friðgeirs Björnssonar fyrrverandi dómstjóra, sem var tilnefndur af Dómarafélagi Íslands og varamanns hans Sigríðar Ingvarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara, rann út 15. desember sl. Dómstólasýslan óskaði tilnefningar Dómarafélags Íslands í sæti aðalmanns og varamanns.
Fyrir liggur liggur lausnarbeiðni Eiríks Elís Þorláksson lektors við Háskóla Íslands, varmanns formanns nefndar um dómarastörf í kjölfar skipunar hans sem varadómara við Endurupptökudóm frá og með 28. janúar sl.

Samþykkt að skipa Guðmund Sigurðsson prófessor við Háskólann í Reykjavík sem varamann formanns nefndar um dómarastörf til og með 15. maí 2022. Samþykkt að skipa Sindra M. Stephensen lektor við Háskólann í Reykjavík frá og með deginum í dag til og með 14. maí 2024. Samþykkt að skipa Helga Ingólf Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómara í sæti aðalmanns og Sigríði Ingvarsdóttur sem varamann hans frá og með deginum í dag til og með 21. janúar 2027.

3. Bréf Lögmannafélags Íslands dags. 15. janúar 2021 vegna viðmiðunarfjárhæðar í reglum dómstólasýslu.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en í bréfi Lögmannafélags Íslands er lýst yfir verulegum vonbrigðum með ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar, bæði hvað varðar ákvörðun um fjárhæð tímagjalds fyrir störf verjenda- og réttargæslumanna og að ekki hafi verið tekið tillit til kröfu Lögmannafélags Íslands um að tekin yrðu á ný inn í reglurnar sérstök ákvæði um þóknun fyrir útköll, á grundvelli sjónarmiða sem rædd voru á fundi með fulltrúum dómstólasýslunnar 2. október sl. Þá fer stjórn Lögmannafélags Íslands fram á að stjórn dómstólasýslunnar taki nýútgefnar reglur til endurskoðunar og ítrekar enn á ný beiðni um að dómstólasýslan geri grein fyrir útreikningum er liggja að baki ákvörðun sinni.

Stjórn dómstólasýslunnar áréttaði að leiðbeinandi reglur dómstólasýslunnar um málsvarnarlaun eða þóknun verjenda og þóknun réttargæslumanna ofl. hafa reglubundið verið uppreiknaðar miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Þá hefur stjórnin samþykkt að reglurnar verða framvegis uppreiknaðar í ársbyrjun ár hvert og áður en að því verður liggi fyrir reifun Lögmannafélags Íslands á þeim sjónarmiðum og viðmiðum sem það telur að leggja eigi til grundvallar við útreiking á viðmiðunarfjárhæðunum. Þá taldi stjórnin ekki að forsendur eða rök stæðu til þess að taka upp að nýju sérstakt ákvæði um þóknun fyrir útköll.

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að svara bréfi stjórnar Lögmannafélags Íslands með vísan til framangreinds.


4. Bréf dómsmálaráðuneytis dags. 4. febrúar 2021 um hlutlausa skráningu kyns.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en málaskrárkerfi dómstólanna er tengt við Þjóðskrá Íslands þannig að um leið og Þjóðskrá hefur breytt skráningu yfirfærist sú breyting til málaskrárkerfa dómstólanna.

Samþykkt að vekja athygli dómstjóra og forseta Landsréttar og Hæstaréttar á bréfi dómsmálaráðuneytisins.



5. Önnur mál.
- Framkvæmdastjóri sagði frá sameiginlegum fundi formanns og framkvæmdastjóra með dómstjórum héraðsdómstólanna 28. janúar sl. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir fjárfestingarframlagi ársins á grundvelli fjárlaga og málatölur og málsmeðferðartími ársins 2020 rýndur. Þá var sagt frá vinnu við rafræn búsforræðisvottorð, samvinnu við Starfsmennt um þjálfun starfsmanna og verklag um feril við öryggisbrest kynnt og vakin athygli á eyðublaði fyrir nafnhreinsun dóma.

- Framkvæmdastjóri sagði frá erindi sýslumannaráðs um stuðning dómstólasýslunnar varðandi verkefni um sáttaumleitan sýslumanna á grundvelli 107. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Stjórn dómstólasýslunna tók jákvætt í erindið og mun styðja verkefnið og innleiðingu þess verði af því.



Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 11. mars 2021 kl.15.
Fundi slitið kl. 16:25.

Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
3. fundur, 4. mars 2021



Árið 2021, fimmtudaginn 4. mars var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Guðni Bergsson og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:15. 


Fundarefni:



1. Erindi starfsmanns dómstólanna.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 11. mars 2021 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:10.

 

Sigurður Tómas Magnússon
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson
Halldór Björnsson



D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
4. fundur, 11. mars 2021



Árið 2021, fimmtudaginn 11. mars var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 



Fundarefni:

 


1. Fundargerð 2. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traust til dómskerfisins -Þjóðarpúls Gallup 2021.

Matthías Þorvaldsson sérfræðingur frá Gallup mætti á fundinn kl.15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna sem fram fór á tímabilinu frá 14. janúar 2021 til 15. febrúar 2021. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 46 % (var 37% 2020). Traust til Hæstaréttar mældist 57% (50% 2020) og traust til Landsréttar mældist 44% (var 40% 2020) og traust til héraðsdómstólanna mældist 47% (var 40% 2020). Traust til dómskerfisins og dómstólanna hefur þau aukist um nokkuð milli ára. 

Matthías Þorvaldsson vék af fundi kl. 15:40.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016, Héraðsdómur Reykjavíkur
.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Í kjölfar þess að Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, var skipaður dómari við Landsrétt 1. mars sl. var héraðsdómurum boðið að skipta um starfsvettvang sbr. 30. gr. laga um dómstóla. Samkvæmt ákvæðinu á héraðsdómari rétt á að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða má eftir að hafa starfað í þrjú ár samfleytt við sama dómstól eða án fasts sætis við tiltekinn dómstóla. Með bréfi dags. 1. mars sl. óskaði Bergþóra Ingólfsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða og faranddómari eftir því að skipta um starfsvettvang. Í ljósi þess að Bergþóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti héraðsdómara 9. janúar 2018 og dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða frá þeim degi var umsóknin samþykkt milli funda og er nú staðfest. Í kjölfarið var dómurum að nýju boðið að skipta um starfsvettvang til Héraðsdóms Vestfjarða og frestur til umsóknar veittur til 15. mars 2021. 

Halldór Björnsson vék af fundi.

Formaður gerði grein fyrir umsókn Halldórs Björnssonar dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra um að skipta um starfsvettvang og flytja til Héraðsdóms Vestfjarða frá og með 1. apríl nk. Formaður lagði til í ljósi m.a. reynslunnar að embætti dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða yrði fast sæti að nýju.

Samþykkt að embætti dómstjóra við Héraðsdóms Vestfjarða verði fast sæti að nýju og að næsta embætti sem losnar við Héraðsdóm Reykjavíkur verði auglýst sem embætti dómara án fasts sætis sbr. 1. mgr. 30. gr. laga.

Halldór Björnsson tók sæti á fundinum að nýju.

4. Málefni dómarar við Landsrétt.
Formaður gerði grein fyrir því að í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu hafa þrír af fjórum dómurum Landsréttar er málið varðaði fengið endurnýjaða skipun en einn þeirra ekki. Sá dómari er ekki í formlegu leyfi og hefur verið talið að hann geti ekki horfið að nýju til fyrri starfa í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Formaður telur að dómstólasýslan beri að hafa frumkvæði að lausn málsins í ljósi þess að rétturinn er ekki fullskipaður eins og lög gera ráð fyrir. 

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að rita Landsrétti bréf og óska afstöðu réttarins til þess hvort rétturinn hafi einhverjar tillögur að lausn málsins.

Hervör Þorvaldsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. 

5. Önnur mál.
Formaður gerði nánari grein fyrir umræðu milli dómstólasýslunnar, Dómarafélags Íslands, Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands um rafrænt réttarfar og samþykkt er að halda fund 18. mars nk. með framangreindum aðilum um málið. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 15. apríl 2021 kl.15.
Fundi slitið kl. 17:00.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
5. fundur, 15. apríl 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 15. apríl var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson boðaði forföll. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:


1. Fundargerð 4. fundar.

Fundargerðin var samþykkt

2. Skipun í embætti dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur.

Með tölvubréfi dag. 23. mars sl. tilkynnti Barbara Björnsdóttir varadómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur um kjör Skúla Magnússonar nýs dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur með 13 atkvæðum gegn 7. Stjórn dómstólasýslunnar staðfesti fyrri ákvörðun milli funda um skipun Skúla Magnússonar í embætti dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. apríl 2021 til næstu fimm ára.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016. Héraðsdómur Vestfjarða. 

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Í kjölfar þess að stjórn dómstólasýslunnar samþykkti umsókn Bergþóru Ingólfsdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða, um að skipta um starfsvettvang til Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. apríl 2021, var héraðsdómurum að nýju boðið að skipta um starfsvettvang á grundvelli 30. gr. laga um dómstóla. Umsókn Halldórs Björnssonar, dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra, um flutning til Héraðsdóms Vestfjaraða frá og með 1. apríl 2021, var samþykkt á milli funda og er nú staðfest. 

4. Embætti héraðsdómara við Norðurland eystra auglýst laust til umsóknar.

Formaður gerðin nánari grein fyrir málinu. Í kjölfar þess að umsókn Halldórs Björnssonar um flutning til Héraðsdóm Vestfjarða var samþykkt var héraðsdómurum að nýju boðið að skipta um starfsvettvang og nú til Héraðsdóms Norðurlands eystra. Engin umsókn barst og var því þess farið á leit við dómsmálaráðuneytið að auglýst yrði hið fyrsta laust til umsóknar embætti héraðsdómara með fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Norðurlands eystra, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga um dómstóla. Umsóknarfrestur um embættið rann út 12. apríl sl. 
 
5. Tímabundinn flutningur á embætti dómara frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Formaður gerði nánari grein fyrir því að dómstólasýslan leitaði til Sigrúnar Guðmundsdóttur, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um tímabundinn flutning á embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til Héraðsdóms Norðurlands eystra. Við dómstólinn er nú starfandi einn héraðsdómari og einn aðstoðarmaður þar til skipað hefur verið í embætti héraðsdómara við dóminn að nýju. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur var upplýstur um málið og lagðist ekki gegn ákvörðuninni. Stjórn staðfesti fyrri ákvörðun milli funda um tímabundinn flutning á embætti héraðsdómara frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 15. apríl 2021 til og með 31. desember nk. 

Sigrún Guðmundsdóttir er skipuð dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra frá og með deginum dag 15. apríl 2021 til samræmis við ákvörðun dómara við dómstólinn, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga um dómstóla. 

6. Bréf Lögmannafélags Íslands, dags. 30. mars 2021, varðandi endurskoðun viðmiðunarreglna um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda o.fl. 

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Í bréfi Lögmannafélagi Íslands dags. 15. janúar sl. var lýst yfir verulegum vonbrigðum með ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar um endurskoðun á fjárhæð tímagjalds í leiðbeinandi reglum nr. 2/2021 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. sem tóku gildi 10. desember 2020. Í bréfi dómstólasýslunnar til LMFÍ dags. 16. febrúar sl. var gerð grein fyrir því að fyrir liggi ákvörðun stjórnar um að tímagjaldið verið uppfært í ársbyrjun ár hvert með hliðsjón af verðlagsþróun milli ára og því ekki tilefni til þess að reglunar verði teknar til endurskoðunar fyrr en við lok þessa árs. Þá fór dómstólasýslan jafnframt fram á það við Lögmannafélagið að áður en að þeirri endurskoðun kæmi lægi fyrir reifun félagsins á þeim sjónarmiðum og viðmiðum sem það telur að leggja eigi til grundvallar við útreikning á viðmiðunarfjárhæðum um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna. Þá óskaði dómstólasýslan eftir því að ef félagið teldi að leggja bæri annan mælikvarða en verðlagsþróun til grundvallar breytingum á viðmiðunarfjárhæðunum væri það rökstutt sérstaklega. Með bréfi Lögmannafélags Íslands, dags. 30. mars sl. eru sjónarmið félagsmanna og stjórnar Lögmannafélagsins reifuð og þess krafist að stjórn dómstólasýslunnar uppfæri viðmiðunarfjárhæðir í reglum 2/2021 og eftir atvikum í öðrum viðmiðunarreglum þar sem notast er við sömu mælikvarða við ákvörðun fjárhæða þóknunar fyrir störf lögmanna. Þá er þess jafnframt krafist að skýrlega verði kveðið á um að umræddar viðmiðunarreglur verði framvegis uppfærðar ár hvert í samræmi við þróun vísitölu málsvarnarlauna.

Stjórn dómstólasýslunnar þakkar Lögmannafélagi Íslands fyrir reifunina og samþykkir að við endurskoðun viðmiðunarfjárhæða í árslok verði skoðaður möguleiki á annarri samsetningu á vísitölu.

7. Þróun málsmeðferðartíma fyrir héraðsdómstólunum.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Íris Elma Guðmann sagði frá verkefni sem felur í sér athugun á þróun málsmeðferðartíma munnlega fluttra mála hjá héraðsdómstólunum á liðnum árum. 

Samþykkt að skipa starfshóp til þess að hefja greiningu á þróun málsmeðferðartíma hjá héraðsdómstólunum. 

8. Mannaflalíkan fyrir héraðsdómstólana.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.

Samþykkt að kynna líkanið og ræða á næsta sameiginlega fundi með dómstjórum héraðsdómstólanna 20. maí nk. 

9. Ársskýrsla 2020 – drög til kynningar.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.
Ársskýrslan verður lögð fram á næsta fundi stjórnar til endanlegar samþykktar. 

10. Önnur mál.

- Formaður stjórnar lagði fram minnisblað dags. 15. apríl 2021 um útgáfu dóma á netinu.
Samþykkt að óska eftir fundi með forstjóra Persónuverndar til þess að ræða málið.

- Formaður sagði frá skipun framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar í embætti skrifstofustjóra Hæstaréttar.
Samþykkt að auglýsa embætti framkvæmdastóra dómstólasýslunnar laust til umsóknar hið fyrsta og að leitað verði aðstoðar ráðningarskrifstofu.

- Formaður sagði frá erindi sérfróðs meðdómsmanns varðandi endurskoðun á viðmiðunarreglum um þóknun þeirra en reglurnar hafa ekki sætt endurskoðun frá samþykkt þeirra árið 2018. 
Samþykkt að ákvæði 5. gr. um þóknun í reglum dómstólasýslunnar nr. 14/2018 um sérfróða meðdómsmenn veðri endurskoðað á ársbyrjun ár hvert til samræmis við aðrar reglur dómstólasýslunnar þar sem kveðið er á um þóknun eða málsvarnarlaun.

- Rætt um starfsmannamál.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar er ákveðinn 20. maí nk. kl. 12.   
Fundi slitið kl. 17.25.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
6. fundur, 29. apríl 2021



Árið 2021, fimmtudaginn 29. apríl var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Guðni Bergsson og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:



1. Starfsmannamál

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. maí 2021 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:10.

 

Sigurður Tómas Magnússon
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson
Halldór Björnsson

DÓMSTÓLASÝSLAN
7. fundur, 20. maí 2021


Árið 2021, fimmtudaginn 20. maí var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Guðni Bergsson, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:00. 


Fundarefni:



1. Fundargerð 5. fundar.

Fundargerðin var samþykkt

2. Leyfi stjórnarmanna frá störfum.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Halldór Björnsson hefur óskað tímabundins leyfis frá stjórnarsetu til 1. september nk. og tekur varamaður hans Arnaldur Hjartarson sæti hans á tímabilinu. Kristín Haraldsdóttir hefur óskað tímabundins leyfis frá stjórnarsetu og tekur varamaður hennar Guðni Bergsson sæti hennar á meðan leyfi stendur.

3. Umsókn Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara um leyfi frá störfum.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggur umsókn Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur um tímabundið launalaust leyfi frá störfum vegna fyrirhugaðs prófkjörs til 14. júní nk. Þá liggur einnig fyrir bréf dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 17. maí sl. þar sem gerð er grein fyrir afstöðu dómstjóra til leyfisbeiðninnar m.a. með hliðsjón af verkefnastöðu.

Samþykkt.

4. Skipun dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Með bréfi dags. 12. maí sl. tilkynnti formaður kjörstjórnar Héraðsdóms Reykjavíkur um kjör Ingibjargar Þorsteinsdóttur sem dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur í stað Skúla Magnússonar í kjölfar skipunar hans í embætti Umboðsmanns Alþingis 1. maí sl. Stjórn dómstólasýslunnar staðfesti fyrri ákvörðun milli funda um skipun Ingibjargar Þorsteinsdóttur í embætti dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 14. maí 2021 til næstu fimm ára.

5. Ársskýrsla 2020.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu en ársskýrsla dómstólasýslunnar og dómstólanna fyrir árið 2020 er tilbúin og verður gefin út og birt á vef dómstólasýslunnar.

6. Rekstrarafkoma dómstóla og dómstólasýslu 2020

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu og vakti athygli á því að heimilt er að halda eftir rekstrarafgangi sem nemur allt að 4% af fjárheimildum ársins. 

Samþykkt að huga að nýtingu rekstrarafgangs héraðsdómstólanna í samráði við dómstjóra þeirra.

7. Umsóknir um námsleyfi dómara fyrir árið 2021 og skýrslur dómara að loknu námsleyfi.

Framkvæmdastjóri vék af fundi. Fræðslustjóri mætti á fundinn og gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi umsóknum um námsleyfi. Umsóknir eftirtalinna dómara voru samþykktar: Daði Kristjánsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í tólf vikur frá september til desember 2022. Helgi Sigurðsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í tólf vikur frá september til desember 2022.

Lagðar voru fram skýrslur dómara sem luku námsleyfi á liðnu ári, sbr. 7. gr. reglna dómstólasýslunnar um námsleyfi dómara nr. 4/2019. 
Framkvæmdastjóri tók sæti á fundinum að nýju. 

8. Bréf nefndar um dómarastörf dags. 16. apríl 2021 um ákvörðun þóknunar, sbr. 4. mgr. 9. gr. dómstólalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir beiðni formanns nefndar um dómarastörf um endurskoðun þóknunar til nefndarmanna. 

Samþykkt að taka málið til skoðunar.

9. Bréf Lögmannafélags Íslands dags. 28. apríl 2021 um endurskoðun viðmiðunarreglna dómstólasýslunnar um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun réttargæslumanna ofl. 

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en í bréfi stjórnar Lögmannafélagsins þakkar stjórn félagsins jákvæð viðbrögð við erindi félagsins en telur óheppilegt að endurskoðun viðmiðunarreglnanna muni fyrst eiga sér stað um næstu áramót og telur stjórnin rétt að fjárhæðir umræddra reglna verði leiðréttar við fyrsta tækifæri og við þá breytingu verði miðað breytingu á vísitölu málsvarnarlauna frá 1994 eins og henni er lýst í áðursendu erindi og fylgigögnum.

10. Boð um flutning héraðsdómara. Auglýst embætti faranddómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september 2021.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu. Í kjölfar þess að Skúli Magnússon dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur var skipaður í embætti Umboðsmanns Alþingis 1. maí sl. var dómurum boðið að skipta um starfsvettvang og flytja starfsstöð sína til Héraðsdóms Reykjavíkur sbr. 30. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla. Þar sem engin umsókn barst var samþykkt að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að embætti dómara sem ekki á fast sæti en með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur verði auglýst laust til umsóknar sbr. fyrri ákvörðun þar um. Framangreint var samþykkt milli funda en er nú staðfest.


11. Önnur mál.

- Rætt um hækkun húsaleigu ríkiseigna á embættisbústaðs við Urðarveg á Ísafirði sem varð í kjölfar þess að nýr dómstjóri tók embættisbústaðinn á leigu. 

- Formaður sagði frá því að umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar væri liðinn og unnið væri úr þeim umsóknum og stefnt að því að ljúka því máli á næsta fundi stjórnar 25. maí nk. kl. 16.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar er ákveðinn 25. maí nk. kl. 16.   
Fundi slitið kl. 13:45.

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
8. fundur, 25. maí 2021

 

Árið 2021, þriðjudaginn 25. maí var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Guðni Bergsson og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 16:00.

Fundarefni:



1. Skipun framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar


Formaður gerði grein fyrir málinu en frestur til umsóknar um embættið rann út 11. maí sl. Fimm gildar umsóknir bárust um embættið frá eftirtöldum :

Birgir Hrafn Búason yfirlögfræðingur hjá EFTA-dómstólnum
Bryndís Guðmundsdóttir lögmaður
Hilda Valdemarsdóttir aðstoðarmaður hæstaréttardómara
Kristín Haraldsdóttir lektor við lagadeild HR og stjórnarmaður í stjórn dómstólasýslunnar
Kristín Ólafsdóttir lögmaður

Kristínar Haraldsdóttir fékk tímabundið leyfi frá störfum í stjórn dómstólasýslunnar meðan á umsóknarferlinu stóð.

Umsækjendur komu til viðtals við fulltrúa stjórnar dómstólasýslunnar þriðjudaginn 18. maí sl. og var Sigríður Þorgeirsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Attentus og ráðgjafi stjórnarinnar viðstödd viðtölin. Sigríður tók saman og afhenti stjórninni ítarlegt minnisblað um hvernig umsækjendur uppfylltu lögbundnar hæfniskröfur og þær kröfur og viðmið  um hæfni sem fram komu í auglýsingu um starfið. 

Stjórn dómstólasýslunnar hefur skoðað og metið umsóknir um starfið og fylgigögn með þeim. Þá hefur stjórnin borið saman hvernig umsækjendur uppfylla þær kröfur og viðmið um hæfni sem fram komu í auglýsingu um starfið. Auk þess hafa þrír stjórnarmenn tekið þátt í viðtölum við umsækjendur og niðurstöður þeirra viðtala hafa verið kynntar fyrir öðrum stjórnarmönnum. 

Stjórn dómstólasýslunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kristín Haraldsdóttir uppfylli best þær hæfniskröfur og viðmið sem fram komu í auglýsingu um embættið og tekur stjórnin undir niðurstöðu mats Sigríðar Þorgeirsdóttur á hæfi umsækjenda og rökstuðning hennar. Stjórn dómstólasýslunnar hefur í samræmi við það ákveðið að skipa Kristínu Haraldsdóttur í embætti framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar. 

Formanni stjórnarinnar er falið að ganga frá ráðningarsamningi sem taki mið af þeim launakjörum sem fráfarandi framkvæmdastjóri hefur notið. 


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar er 10. júní nk. kl. 15.00.   
Fundi slitið kl. 16.29.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
9. fundur, 10. júní 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 10. júní var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Guðni Bergsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri, og Edda Laufey Laxdal sem ritaði fundargerð. Hervör Þorvaldsdóttir boðaði forföll. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:04.

Fundarefni:

1. Fundargerð 7. og 8. fundar.

Kristín Haraldsdóttir vék af fundi.

Fundargerðirnar voru samþykktar.

2. Starfsmannamál

Kristín Haraldsdóttir tók sæti á fundinum að nýju.

3. Setning dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða

Formaður gerðin nánari grein fyrir málinu en þann 3. júní 2021 barst dómstólasýslunni setningarbréf Hákons Þorsteinssonar í embætti dómara við Héraðsdóm Vestfjarða en hann er settur héraðsdómari frá og með 7. júní 2021 til og með 6. ágúst 2021.
Staðfest var í samræmi við 1. mgr. 31. gr. dómstólalaga að Hákon Þorsteinsson verði settur dómstóri við Héraðsdóm Vestfjarða frá og með 7. júní 2021 til og með 6. ágúst 2021.

4. Beiðni nefndar um dómarastörf um endurskoðun ákvörðunar um þóknun nefndarmanna

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en skv. 4. mgr. 9. gr. laga um dómstóla er stjórn dómstólasýslunnar falið að ákveða þóknun fyrir setu í nefndinni.
Málið var rætt og samþykkt að hækka þóknun formanns úr 57 einingum í 75 einingar og þóknun annarra nefndarmanna úr 25 einingum í 40 einingar en hver eining nemur 2.587 krónum. Framkvæmdastjóra var falið að upplýsa nefndarmenn og Fjársýslu ríkisins um niðurstöðuna.

5. Beiðni Héraðsdóms Reykjavíkur að dómstólasýslan hefji vinnu við endurskoðun stofnanasamnings við félagsmenn í BHM

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Málið var rætt og samþykkt að fresta afgreiðslu þess og taka málið fyrir á dómstjórafundi í haust.

6. Önnur mál

Formaður sagði frá starfshópi sem mun vinna að því að finna ástæðu á lengingu á málsmeðferðatíma í héraðsdómstólunum.
Formaður sagði frá mannaflalíkani sem var tekið fyrir á síðasta dómstjórafundi 20. maí 2021.
Formaður sagði frá fundi dómstólasýslunnar og Persónuverndar 25. maí 2021 þar sem rætt var um persónuverndarsjónarmið við birtingu dóma. 
Formaður sagði frá því að skipunartími stjórnarmanns almennra starfsmanna í stjórn dómstólasýslunnar rennur út 31. júlí nk. og mun starfsmaður dómstólasýslunnar sjá um kjör nýs stjórnarmanns. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar er ákveðinn 20. maí nk. kl. 12.   
Fundi slitið kl. 15.48.

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

2020

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

1. fundur, 14. janúar 2020

 

Árið 2020, þriðjudaginn 14. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

                                                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 16. fundar.
Fundargerðin var samþykkt. 


2. Málatölur héraðsdómstólanna og Landsréttar 2019.
Verkefnastjóri gerði grein fyrir málatölum héraðsdómstólanna árið 2019 skipt niður á dómstóla eftir málategundum. Gert var grein fyrir þróun munnlegra fluttra einkamála 2014-2019 og afköstum héraðsdómstólanna fyrir árið 2019. Þá var einnig sagt frá málatölum liðins árs við Landsrétt en málatölur liggja enn ekki fyrir hjá Hæstarétti. 
 
3. Rekstraráætlanir 2020 og ársreikningar 2018. Fjármálaáætlun 2021-2025. 
Hafinn er undirbúningur vinnu við gerð fjármálaáætlunar 2021-2025 sem samkvæmt lögum um opinber fjármál skjal leggja fram sem þingsályktunartillögu eigi síðar en 1. apríl nk. Áætlunin mun byggja á fyrirliggjandi ríkisfjármálastefnu sem gildandi fjármálaáætlun 2020-2024 tekur mið af. Í gildandi fjármálaáætlun er að stærstum hluta búið að ráðstafa fyrirliggjandi útgjaldasvigrúmi niður á málaflokka en hafi forsendur sem snúa að ytra umhverfi starfseminnar breyst eða fyrirséð að svo verði er mikilvægt að koma slíkum athugasemdum á framfæri með greinargóðum skýringum sem fyrst.

Ársreikningar fyrir 2018 eru lagðir fram til kynningar fyrir stjórn. 

4. Framlenging á leyfi landsréttardómara til 1. september 2020. Leyfi Hjartar O. Aðalsteinssonar.
Lagt fram til staðfestingar. Var áður samþykkt milli funda.

5. Reglur um sektir og ökuréttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna nr. 2/2020. (uppfærðar)
Málinu er frestað til nánari skoðunar. 

6. Reglur um vararefsingu fésektar nr. 1/2020.
Reglurnar voru samþykktar og verða gefnar út sem reglur nr. 1/2020. 

7. Önnur mál. 
Dómarar Félagsdóms mættu á fund stjórnar í nóvember sl. til þess fylgja eftir bréfi til stjórnar dómstólasýslunnar vegna breytingar á ákvæðum laga sem fela í sér að stjórn dómstólasýslunnar ákveður þóknun til dómara Félagsdóms. Málinu er frestaði til næsta fundar. 

-Að frumkvæði dómstólasýslunnar var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðið að kynna sér starfsemina og er heimsókn nefndarinnar fyrirhuguð fimmtudaginn16. janúar nk.  

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 21. janúar 2020 kl. 12.30.
Fundi slitið kl. 16.45

 

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
10. fundur, 20. ágúst 2020

 



Árið 2020, fimmtudaginn 20. ágúst var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Fráfarandi formaður stjórnar Benedikt Bogason sat einnig fundinn. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 

Fundarefni:



1. Nýr formaður stjórnar dómstólasýslunnar.

Nýr formaður stjórnar dómstólasýslunnar Sigurður Tómas Magnússon tók til starfa 1. ágúst sl. samhliða því að Benedikt Bogason lét af störfum. Fráfarandi formanni voru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og nýr formaður boðinn velkominn til starfa.

2. Fundargerð 9. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

3. Málatölur dómstólanna fyrstu sex mánuði ársins 2020.


Íris Elma Guðmann verkefnastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málatölum dómstólanna fyrstu sex mánuði ársins, bæði að því er varðar fjölda innkominna mála og afgreiddra mála. Málatölur Hæstaréttar eru með svipuðum hætti milli ára. Samanburður við liðin ár sýnir fækkun á þingfestingu skriflegra og munnlega fluttra einkamála við héraðsdómstólana. Heilt yfir fer málum fækkandi í héraði þrátt fyrir einhverja fjölgun á ákærumálum og gjaldþrotamálum hjá einstaka héraðsdómstól. Samanburður milli ára hjá Landsrétti sýnir fækkun á áfrýjuðum einkamálum og áfrýjuðum sakamálum en fjöldi kærðra einkamála og kærðra sakamála er svipaður.  Leiða má líkur að því að hertar sóttvarnarreglur vegna Covid-19 hafi haft áhrif á málafjölda og afgreiðslu þeirra við bæði dómstigin. 



4. Þjónustukönnun fjármálaráðuneytisins meðal notenda þjónustu opinberra stofnana 2020 .


Fjármálaráðuneytið vann þjónustukönnun meðal notenda opinberrar þjónustu þar sem m.a. var spurt um ánægju um þjónustu ýmissa stofna, þar á meðal dómstólanna á sl. 12 mánuðum. Úrtakið var 12014 manns af öllu landinu 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup og fór könnunin fram í júní sl. Fjöldi svarenda varðandi dómstólana voru 188 en stefnt var að lágmarki 100 svörum fyrir hverja stofnun. Meðaltal dómstólanna er lægra á öllum þáttum könnunarinnar en meðaltal mældra stofnana. Hæstu einkunn fær áreiðanleiki upplýsinga dómstólanna þar sem meðaltal dómstólanna er 4,0 en meðaltal mældra stofnana 4,1.

5. Önnur mál.

- Dómstóladeginum sem átti að halda 4. september nk. hefur verið frestað og hefur fyrirlesurum og starfsmönnum verið send tilkynning þar um. 
- Ákveðið að stefna að því að halda dómstóladaginn 20. nóvember nk.

- Fundinum með framkvæmdastjórum og starfsmönnum norrænu dómstólanna sem halda átti dagana 30. september til 2. október nk. hefur verið frestað. Ákveðið að halda fjarfund um aðkallandi málefni en halda fundinn í vor á Íslandi ef aðstæður leyfa.

- Framkvæmdastjóri sagði frá því að ársskýrsla dómstólasýslunnar og dómstólanna 2019 hefur verið gefin út og verður birt á vef dómstólasýslunnar eins og áður.

- Formaður sagði frá því að Halldóra Þorsteinsdóttir hefur verið skipuð í embætti dómara og hóf störf við Héraðsdóm Reykjaness 1. ágúst sl. Ingi Tryggvason hefur verið skipaður í embætti dómara og hefur störf við Héraðsdóm Reykjaness 1. september nk. 

- Framkvæmdastjóri sagði frá samráðsfundi heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið sem haldinn var 20. ágúst 2020 um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid -19 til lengri tíma litið. Formaður sagði frá fyrirhuguðum fundi með stjórnendum dómstólanna 31. ágúst nk. til þess að ræða starfsemi dómstólanna í því samhengi. 

- Formaður þakkaði Arnaldi Hjartarsyni fyrir vel unnin störf sem varamaður Halldórs Björnssonar í fjarveru hans en Halldór tekur sæti að nýju í stjórn að loknu leyfi 1. september nk.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 10. september 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl. 16:15.




Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

 Arnaldur Hjartarson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN

11. fundur, 10. september 2020

 

 

Árið 2020, fimmtudaginn 10. september var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóra, og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:



1. Fundargerð 10. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Drög að reglum um málsmeðferð við val á embættisdómurum sem tilnefndir eru til setu í Endurupptökudómi.

Formaður gerði grein fyrirliggjandi drögum að reglum dómstólasýslunnar nr. 4/2020.

Reglur nr. 4/2020 samþykktar. 

3. Lausn héraðsdómara frá embætti.

Arngrími Ísberg hefur verið veitt lausn frá embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að eigin ósk frá 1. janúar 2021. Erlingi Sigtryggsyni hefur verið veitt lausn frá embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra að eigin ósk frá 1. október 2020. 

Ákveðið að bjóða dómurum sem fullnægja skilyrðum um að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sætis við tiltekinn dómstól að skipta um starfsvettvang áður en embættin verða auglýst laus til umsóknar, sbr. 4. mgr. 30. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla. 

Ákveðið að leita leiða með aðstoð við Héraðsdóm Norðurlands eystra þar til skipað hefur verið í embætti dómara við dómstólinn m.a. með aðkomu faranddómara og tímabundinni ráðningu aðstoðarmanns dómara við dómstólinn.


4. Önnur mál.

- Fundur dómstólasýslunnar með stjórnendum dómstólanna vegna Covid-19 fór fram 31. ágúst sl. Fulltrúi landlæknis mætti á fjarfundinn og rætt var um ráðstafanir dómstólanna vegna veirunnar. Sótt var um undanþágu heilbrigðisráðuneytisins frá tveggja metra sóttvarnarreglu fyrir dómstólana sem var samþykkt.
- Lagt fram bréf Jónasar Jóhannssonar, dags. 9. september 2020, um fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness. Beiðninni var hafnað þar sem ekki voru forsendur fyrir samþykkt hennar með vísan til 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla sem kveður á um að dómari á rétt á að skipta um starfsvettvang eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sætis við tiltekinn dómstól 
- Tilkynning til Persónuverndar um öryggisbrest vegna dóma sem birtir eru á vef úr eldra málaskrárkerfi. Farið var yfir tilkynninguna og viðbrögð dómstólasýslunnar við málinu.
- Reglubundinn fundur formanns og framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar með dómstjórum héraðsdómstólanna verður haldinn 17. september nk. þar sem fulltrúar Þjóðskjalasafns mæta á fundinn, farið verður yfir rekstraráætlunargerð fyrir komandi ár, kjörfundundur vegna tilnefningar dómstjóra í Endurupptökudóm ákveðinn o.fl. 
- Stjórnendaþjálfun fyrir dómstjóra héraðsdómstólanna er ráðgerð 25. september nk.en sambærileg þjálfun stendur stjórnendum Hæstaréttar og Landsréttar til boða. 
- Ákveðið að halda gæðasamráðsfund með ríkissaksóknara og LMFÍ 2. október nk.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 8. október 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl. 16:45.




Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir


DÓMSTÓLASÝSLAN

12. fundur,  22. september 2020

Árið 2020, þriðjudaginn 22. september var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 16:00. 

 

Fundarefni:



1. Bréf dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða, dags 17. september 2020, um breytingar á starfsvettvangi og starfsstöð.
Lagt var fram bréf Bergþóru Ingólfsdóttur dómstóra við Héraðsdóm Vestfjarða, dags. 17. september 2020, um breytingar á starfsvettvangi og starfsstöð. Beiðninni var hafnað þar sem ekki voru forsendur fyrir samþykkt hennar með vísan til 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla sem kveður á um að dómari á rétt á að skipta um starfsvettvang eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sætis við tiltekinn dómstól.

2. Fjögur embætti héraðsdómara auglýst laus til umsóknar 25. september nk.
Samþykkt að óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að eftirfarandi embætti yrðu auglýst laus til umsóknar:
Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur til skipunar svo fljótt sem verða má. Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. janúar 2021. Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness frá 25. september nk. Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Norðurlands eystra frá 1. október nk. 


3. Kjör dómstjóra við Héraðsdóm Reykjaness.
Jón Höskuldsson dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness hefur tilkynnt um kjör nýs dómstjóra, Kristins Halldórssonar með sjö atkvæðum gegn tveimur. Framkvæmdastjóra var falið að senda nýkjörnum dómstjóra skipunarbréf. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 8. október 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl. 17:30.



Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir

 Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
13. fundur, 8. október 2020

Árið 2020, fimmtudaginn 8. október var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir sem tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar og síma og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri. Íris Elma Guðmann sat fundinn með aðstoð fjarfundarbúnaðar og ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:


1. Fundargerð 11. og 12. fundar.


Samþykktar.

2. Fjárlagfrumvarp 2021 – fjárútlát vegna setningar dómara við Landsrétt.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi fjárlagfrumvarpi fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun 2021-2025. Fjárheimildir dómstólanna og dómstólasýslunnar eru óskertar milli ára þó með innbyggðri hagræðingarkröfu í fjárlagafrumvarpi að því er lítur að verðbótum á rekstrarliði. Framlagningu fjármálaáætlunar var frestað á vorþingi og því lögð fram á fyrsta degi haustþings. Helstu áherslur fjármálaáætlunar lúta að aukinni rafvæðingu við málsmeðferð og aukinni nýtingu rafrænna lausna við vistun málsgagna sem til lengri tíma litið munu auka á skilvirkni og öryggi við vistun og skil dómsmálagagna.

Formaður sagði frá því að dómstólasýslan hefur áréttað við dómsmálaráðuneytið fyrri tillögur Landsréttar og dómstólasýslunnar um viðbótarfjárveitingu með fjáraukalögum til Landsréttar vegna fyrirsjáanlegs halla á rekstri réttarins sem nemur um 40 m.kr. á þessu ári vegna setningar dómara í stað þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum síðan í mars 2019 þegar dómur féll hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Dómsmálaráðuneytið mun gera tillögu um 20 m.kr. viðbótarfjárveitingu í fjáraukalagafrumvarpi 2020 til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Eftir standa um 20 m.kr. sem ætlunin er að sækja í varasjóð dómstólanna.

3. Umsókn um tímabundið leyfi héraðsdómara.

Fyrir liggur bréf Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dags. 6. október 2020, þar sem hann gerir m.a. grein fyrir því að forsætisnefnd Alþingis hafi óskað eftir því við hann að hann taki setningu í embætti Umboðsmanns Alþingis í sex mánuði frá og með 1. nóvember 2020. Með vísan til 4. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 35. gr. laga nr. 50/2016 er þess farið á leit við dómstólasýsluna að honum verði veitt tímabundið launalaust leyti frá störfum sem héraðsdómari til þess að taka tímabundna setningu í embætti umboðsmanns barna. Dómstólasýslan kallaði eftir umsögn dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur vegna málsins.

Samþykkt leyfi frá 1. nóvember 2020 til og með 1. maí 2021.

4. Bréf dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands, dags. 5. október 2020, með beiðni um setudómara vegna fjölda þjóðlendumála við réttinn.

Með bréfi dags. 7. september 2019 upplýsti dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands um að dómstóllinn hefði fengið til úrlausnar fjölmörg ágreiningsmál vegna úrskurða óbyggðanefndar er lúta að þjóðlendumálum í umdæmi dómstólsins. Með hliðsjón af því aukaálagi sem óhjákvæmilega hlýst af meðferð umræddra mála fer dómstjórinn fram á það að nýju að dómarar utan dómstólsins verði fengnir til að fara með einhver þessara mála.

Málinu frestað til næsta fundar og samþykkt að formaður afli frekari upplýsinga hjá dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands.

5. Covid 19 – starfsemi dómstóla. Reglugerð nr. 957/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.


Formaður sagði frá fundi með stjórnendum dómstólanna sem haldinn var 7. október sl. til þess að ræða stöðu mála hjá dómstólunum í ljósi Covid 19. Niðurstaða fundarins var að dómstólasýslan mun ekkert aðhafast varðandi málið og vísar til gildandi reglugerðar nr. 957/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar en leggur áherslu á mikilvægi sótthreinsiaðgerða og viðbragðsáætlana á hverjum dómstól fyrir sig ásamt því að hvatt var til þess dómstólarnir skipulegðu neyðaráætlun ef upp kæmu smit hjá dómstólunum.


6. Húsnæðismál Héraðsdóms Vestfjarða.


Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Vestfjarða eru viðgerðir hafnar á húsnæði dómstólsins til þess að vinna á skaðlegri myglu sem fannst í húsnæðinu. Dómsmálaráðuneytið hefur verið upplýst um framangreinda stöðu húsnæðismála dómstólsins.

Samþykkt að ræða við settan dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða um eftirfylgd með úrbótum á húsnæði dómstólsins.

7. Tilnefning dómstjóra héraðsdómstólanna í Endurupptökudóm.


Íris Elma Guðmann kynnti niðurstöður kjörs dómstjóra þar sem tilnefndir voru tveir héraðsdómarar til setu í Endurupptökudómi.

8. Önnur mál.

Gerð var grein fyrir því að Jónas Jóhannsson, héraðsdómari, hefur verið settur dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða í veikindaforföllum dómstjóra til 24. nóvember nk.
Sagt var frá fjarfundi dómstólasýslunnar með norrænum systurstofnunum sem fram fór 1. október sl. Á dagskrá fundarins var ,,Staða dómstólanna á tímum Covid 19 og birting og útgáfa dóma.“ Ákveðið var að halda fund á Íslandi í júní 2021 eða í lok ágúst 2021.
Samráðsfundur með LMFÍ og ríkissaksóknara fór fram 2. október sl. þar sem fjallað var m.a. um rafrænar lausnir við rekstur dómsmála og málskostnaðarákvarðanir dómstóla og gildandi reglur dómstólasýslunnar þar um.
Samþykkt var að fresta dómstóladeginum til föstudagsins 3. september 2021.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 12. nóvember 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl. 16:35




Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir 




D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
14. fundur, 12. nóvember 2020

 

Árið 2020, fimmtudaginn 12. nóvember var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson sem tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri. Íris Elma Guðmann sat fundinn með aðstoð fjarfundarbúnaðar og ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:

 


1. Fundargerð 13. fundar.


Samþykkt.

2. Fjárlagfrumvarp 2021 – rekstraráætlun dómstólanna og dómstólasýslunnar. Þriggja ára fjármálaáætlun.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu. Rekstraáætlun dómstólasýslunnar liggur fyrir ásamt greinargerð þar sem fram kemur að rekstrarafkoma ársins 2020 er jákvæð sem skýrist fyrst og fremst af því að launakostnaður sérfróðra meðdómsmanna er lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir en málatölur gefa til kynna að færri mál hafa verið rekin fyrir héraðsdómstólunum og Landsrétti á árinu m.a. sökum COVID 19.
Hæstiréttur og Landsréttur hafa lokið áætlunargerð og héraðsdómstólarnir sömuleiðis. Rekstrarafkoma Hæstaréttar og héraðsdómstólanna er jákvæð. Rekstrarafkoma Landsréttar er hins neikvæð vegna launakostnaðar settra dómara við réttinn eins og rætt var á síðasta fundi stjórnar og viðbrögð dómsmálaráðuneytisins við því. Eftir er að ákvarða með skiptingu fjárheimilda milli héraðadómstólanna.

Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að funda með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness til þess að ræða nánar um rekstrarstöðu héraðsdómstólanna og áætlun fyrir komandi ár.

Samkvæmt 31. gr. laga um opinber fjármál skulu ríkisaðilar á hverju ári móta stefnu fyrir starfsemi sína fyrir a.m.k.næstu þrjú ár. Í stefnunni skal m.a. greina frá markmiðum og almennum áherslum ásamt áætlun um hvernig unnið verði að þeim með tilliti til áætlaðra fjárveitinga. Framkvæmdastjóri kynnti fyrirliggjandi drög sem byggja í grunninn á samþykktri stefnu og aðgerðaráætlun dómstólasýslunnar. Frestað til næsta fundar stjórnar.

3. Málatölur fyrstu tíu mánuði ársins 2020.

Elín Sigurðardóttir skjalastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjölda innkominna og afgreiddra mála hjá héraðsdómstólunum Landsrétti fyrstu 10 mánuði ársins samanborið við fyrstu 10 mánuði liðins árs. Sá samanburður leiðir m.a. í ljós að fjöldi innkominna einkamála heldur áfram að fækka sem og fjölda lokinna einkamála. Einhver fækkun er á fjölda innkominna ákærumála en ekki eins mikil og fækkun einkamála Af fyrirliggjandi upplýsingum má ráða að málsmeðferðartími er að lengjast en þó hefur dómstólunum tekist að halda nokkuð vel í horfinu afgreiðslu mála þrátt fyrir gildandi sóttvarnarreglur.
Elín Sigurðardóttir vék af fundi.

4. Bréf dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands,dags. 5. október 2020, með beiðni um setudómara vegna fjölda þjóðlendumála við réttinn.

Málinu var frestað á síðasta fundi stjórnar. Formaður sagði frá því að hann hefði rætt við dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands til frekari upplýsingar og lagði fram minnisblað vegna erindisins. Formaður lagði til að á næsta ári verði athugað með að fá dómara frá af höfuðborgarsvæðinu sem hafa reynslu af þjóðlendumálum til þess að fara með þrjú slík mál til þess að létta á dómstólnum.

Samþykkt að skoða í upphafi næsta árs hvort mögulegt er að fá þrjá dómara til þess að dæma tvö til þrjú mál næsta vor.

5. Rafrænt réttarfar – fyrstu skref.

Formaður lagði fram til kynningar minnisblað um m.a. breytingar á réttarfari og starfsemi héraðsdómstóla vegna upptöku rafræns réttarfars en markmið verkefnisins er að laga dómskerfið að þörfum rafræns nútímasamfélags, bæta þjónustu við borgarana og minnka tilkostnað jafnt borgaranna og dómskerfisins.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra og formanni að vinna að framgöngu málsins og leita í því sambandi m.a. til Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands til samræmis við umræðu stjórnar og fyrirliggjandi tillögur.

6. Húsnæðismál dómstólanna.

Formaður vakti athygli á því að húsaleigusamningur Héraðsdóms Reykjaness rennur út 1. janúar 2026. Því er orðið mikilvægt að huga að framtíðarhúsnæðismálum dómstólsins ekki síst í ljósi þess að dómurum við dómstólinn hefur fjölgað og verulega farið að þrengja að starfsemi hans.

Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að ræða málið m.a. við dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness.

7. Erindi Áslaugar Björgvinsdóttur til dómstólasýslunnar m.a. varðandi birtingu dóma.

Framkvæmdastjóri sagði frá því að dómstólasýslunni hefðu borist tölvuskeyti frá Áslaugu Björgvinsdóttur sem vörðuðu m.a. meinta ólögmæta birtingu dóma á vef dómstólanna. Stjórnarmenn ræddu um hæfi sitt vegna málsins og töldu þeir sig alla hæfa til umfjöllunar um það. Edda Laufey Laxdal lögfræðingur dómstólasýslunnar mætti á fund stjórnar og gerði nánari grein fyrir málinu.

Eftir umræðu um málið samþykkti stjórn dómstólasýslunnar að taka til skoðunar hvort tilefni kunni að vera til endurskoðunar á gildandi reglum dómstólasýslunnar nr. 3/2019 um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna sem öðluðust gildi 14. október 2019. Sérstaklega var rætt um 4. gr. reglnanna og um þær upplýsingar sem nema skal brott úr dómum og úrskurðum og möguleikann á því árétta sérstaklega í reglunum og jafnvel skýra frekar í verklagsreglum mikilvægi þess að takmarka birtingu á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef dómstólanna. Þá var samþykkt að dómstólasýslan leitaði eftir því við Persónuvernd að fá fræðslu fyrir dómara um framangreint.

8. Umsögn um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (framlenging bráðabirgðaheimilda).

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu en frumvarpið fékk jákvæða umfjöllun á fundi allsherjarnefndar þannig að vonir standa til að frumvarpið verði samþykkt.

9. Önnur mál.

Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála vegna viðgerða á Héraðsdómi Vestfjarða vegna rakaskemmda.
Fyrir liggur beiðni Söndru Baldvinsdóttur, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness, um frestun á töku áður samþykkts námsleyfis sem hefjast átti 15. janúar nk. sökum Covid faraldursins. Sandra hyggst stunda nám erlendis og óskar eftir frestun fram til 1. ágúst 2021 en dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness gerir ekki athugasemd við það. Samþykkt.
Fyrir liggur beiðni Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um framlengingu námsleyfisins um einn mánuð eða til 1. apríl 2021 í stað 1. mars 2021 en hún hyggst fara erlendis og kynna sér starfsemi dómstóla í Kaupmannahöfn. Afgreiðslu erindisins er frestað til næsta fundar til þess að afla frekari upplýsinga.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 10. desember 2020 kl.15:00.

Fundi slitið kl. 17.15.

Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir






D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
15. fundur, 10. desember 2020



Árið 2020, fimmtudaginn 10. desember var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur. Halldór Björnsson tók þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Íris Elma Guðmann sat fundinn með aðstoð fjarfundarbúnaðar og ritaði fundargerð.

Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:


1. Fundargerð 14. fundar.

Samþykkt.

2. Dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember 2020. 
Formaður gerði nánar grein fyrir málinu og var fjallað um niðurstöðu yfirdeildarinnar.

3. Fjárlagfrumvarp 2021 – rekstraráætlanir og þriggja ára fjármálaáætlun. 
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir því að lagt hefur verið fram frumvarp til fjáraukalaga samtals 20 m.kr. vegna launakostnaðar Landsréttar á árinu vegna setningar í embætti dómara við réttinn. Enn er ekki mögulegt að skipta fjárheimildum milli héraðsdómstólanna þar sem villur eru í áætlunarkerfi Fjársýslu ríkisins varðandi kjarasamningsbundnar hækkanir á komandi ári en unnið er að lagfæringu á því. Rekstraráætlanir héraðsdómstólanna verða teknar fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.

Þriggja ára stefnumiðuð fjármálaáætlun er lögð fram að nýju en drögin hafa verið yfirfarin af formanni og framkvæmdastjóra frá síðasta fundi. 

Áætlunin er samþykkt með áorðnum breytingum. 

4. Almenn starfskjör dómara – drög að reglum.

Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi drögum sem lögð eru fram til kynningar en samkvæmt 6. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla með síðari breytingum er dómstólasýslunni gert að setja reglur um almenn starfskjör dómara og ákvarða laun fyrir gæsluvaktir sbr. 5. mgr. 44. gr. laga um dómstóla.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar. 

5. Reglur dómstólasýlunnar nr. 2/2021 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna. 
Formaður gerði nánari grein fyrir aðdraganda að setningu nýrra reglna en fundur var haldinn í október sl. þar sem forsvarsmenn Lögmannafélags Íslands lögðu m.a. áherslu á mikilvægi þess að reglurnar verði uppfærðar reglulega með hliðsjón af verðlagsþróun. 

Samþykkt og ákveðið að reglurnar verði uppfærðar í ársbyrjun ár hvert. 

Fyrirliggjandi drög að reglum um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna samþykkt og taka gildi 1. janúar nk. sem reglur nr. 2/2021. 

6. Reglur dómstólasýslunnar nr. 2/2021 um málskostnað við áritun stefnu í útivistarmáli skv. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en gildandi reglur hafa ekki verið endurskoðaðar frá árinu 2018. Fyrirliggjandi drög hafa verið uppfærð með hliðsjón af verðlagsþróun frá gildistöku þeirra 2018. 

Fyrirliggjandi drög að reglum um málskostnað við áritun stefnu í útivistarmáli skv. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála samþykkt og taka gildi 1. janúar nk. sem reglur nr. 1/2021.

7. Umsókn Sigríðar Hjaltested um framlengingu námsleyfis lögð fram að nýju.
Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi stjórnar til öflunar frekari upplýsinga. Umsóknin var samþykkt milli funda og lögð fram til staðfestingar.
Samþykkt.


8. Önnur mál. 
-Formaður sagði frá fundi sem haldinn var með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 4. desember sl. en tilefnið var m.a. fyrirspurn formanns nefndarinnar til dómsmálaráðherra um birtinga viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga í dómum og úrskurðum á vef dómstólanna. 

-Formaður sagði frá fundi með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness þar sem húsnæðismál dómstólanna voru m.a. til umræðu. Samþykkt að vekja athygli dómsmálaráðuneytisins á mikilvægi þess að kalla saman að nýju starfshóp ráðuneytisins sem ætlað var að vinna að húsnæðismálum dómstólanna. 

-Formaður sagði frá fundi sem haldinn var um samræmt útlit dóma á öllum dómstigum. Hæstiréttur Íslands hefur undanfarið unnið að endurskoðun á formi og leturgerð dóma réttarins og var sú vinna kynnt fyrir dómstólasýslunni, Landsrétti og dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. 




Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 21. janúar 2021

Fundi slitið kl. 17.15. 


Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

2. fundur, 21. janúar 2020

 

Árið 2020, þriðjudaginn 21. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:30.


Fundarefni:



1. Fundargerð 1. fundar.
Fundargerðin var samþykkt. 

2. Fjármálaáætlun 2021-2025 – tillaga um auknar fjárheimildir vegna kerfisstjóra.
Lagt fram til samþykktar.
Framkvæmdastjóri gerir nánari grein fyrir málinu og sagði frá því að ítrekað hefði verið vakin athygli á því m.a. í fjármálaáætlun að mikilvægt væri að auka tækniþekkingu innan dómstólanna. Samþykkt að leita eftir því að rekstrarframlög til dómstólasýslunnar verði hækkuð til þess að standa straum af launakostnaði kerfisstjóra.


3. Ákvörðun þóknunar til dómara Félagsdóms, skv. síðari málslið 1. mgr. 66. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeildur, sbr. lög nr. 79/2019. 
Lagt fram til samþykktar. 
Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi tillögu um ákvörðun þóknunar til dómara Félagsdóms.
Tillagan var samþykkt. 

4. Bréf dómsmálaráðuneytisins, dags. 9. janúar sl. um ad hoc skipun í endurupptökunefnd. 
Lagt fram til samþykktar.
Forseti Landsréttar, Hervör Þorvaldsdóttir, vék sæti við afgreiðslu málsins. 
Samþykkt með vísan til 3. mgr. 54. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 að tilnefna Valgerði Sólnes ad hoc í endurupptökunefnd. 
Hervör Þorvaldsdóttir tók sæti á fundinum að nýju.


5. Starfsáætlun stjórnar dómstólasýslunnar.
Stjórn dómstólasýslunnar vann starfsáætlun fyrir árið 2020.


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn  13. febrúar 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:00.

 

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

 


 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

3. fundur, 13. febrúar 2020

 

Árið 2020, fimmtudaginn 13. febrúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Hervör Þorvaldsdóttir boðaði forföll. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

 

Fundarefni:


1. Fundargerð 2. fundar.
Fundargerðin var samþykkt. 

2. Lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 30. janúar 2020 þar óskað er ad hoc tilnefningar í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara vegna vanhæfis. 
Lagt fram til staðfestingar bréf dómstólasýslunnar dags. 31. janúar 2020 um tilnefningu Eyvindar G. Gunnarssonar ad hoc í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.

Samþykkt.

3. Til umsagnar frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar til laga um dómstóla o.fl., 470. mál.
Lögð fram til kynningar umsögn dómstólasýslunnar dags. 4. febrúar 2020.

Samþykkt.


4. Reglur dómstólasýslunnar nr. 2/2020 um sektir og ökuréttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og lagði fram tillögu um að reglurnar verði felldar úr gildi.

Samþykkt.


5. Fjármálaáætlun 2021-2025 ofl.
Framkvæmdastjóri sagði frá því að fjármálaáætlun er enn í vinnslu en ætlun dómsmálaráðuneytisins er að ljúka þeirri vinnu fyrir lok febrúarmánaðar. Vegna setningar héraðsdómara við Landsrétt á árinu er að myndast rekstrarafgangur hjá héraðsdómstólunum. Í ljósi mikilvægis þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fái svigrúm til þess að ráða til starfa skjalastjóra sem meðal annars mun hafa yfirumsjón með skráningu mála og vörslu málsgagna er lagt til að samþykkt verði millifærsla fjárheimilda sem einskiptis greiðsla til Héraðsdóms Reykjavíkur til þess að standa straum af þeim kostnaði. 

Samþykkt að samþykkja millifærslu fjárheimilda sem einskiptisráðstöfun.

6. Önnur mál.
-
Formaður sagði frá fundi sem haldinn var með dómstjórum héraðsdómstólanna 11. febrúar sl. 

- Íris Elma Guðmann verkefnastjóri mætti á fundinn kl.15:40 og gerði grein fyrir þeim leiðum sem fyrirhugaðar eru við innleiðingu á 365 leyfum hjá Fjármálaráðuneytinu.

Samþykkt tillaga um að tölvudeild Alþingis verði tengiliður dómstólanna vegna innleiðingu verkefnisins.

- Verkefnastjóri sagði frá helstu niðurstöðum öryggisúttektar Syndis og fyrirhugaðri aðgerðaráætlun í kjölfarið. 



Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 12. mars 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:00.

 

Benedikt Bogason

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

Davíð Þór Björgvinsson



D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

4. fundur, 12. mars 2020

Árið 2020, fimmtudaginn 12. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:


1. Fundargerð 3. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traust til stofnana – Þjóðarpúls Gallup 2020.

Matthías Þorvaldsson, sérfræðingur hjá Gallup, mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðun könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 37%. Traust til Hæstaréttar mældist 50% og traust til Landsréttar og héraðsdómstólanna 40%. Traust til dómskerfisins og dómstólanna hefur því dregist saman milli ára.

Matthías Þorvaldsson vék af fundinum kl. 15:30.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30.gr. dómstólalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggur að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun láta af embætti sökum aldurs eigi síðar en 28. ágúst nk. Með samþykkt stjórnar á fundi 19. febrúar sl. var ákveðið að færa dómara tímabundið til í starfi frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Reykjaness en þó þannig að honum yrði gefinn kostur á að flytja starfsstöð sína að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur þegar færi gæfist. Arnaldur Hjartarson dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur óskað flutnings að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur samhliða því að embætti losnar við dómstólinn til samræmis við framangreint og hefur sú beiðni verið samþykkt. Í kjölfar þess var héraðsdómurum boðið að skipta um starfsvettvang og flytja starfsstöð til Héraðdsóms Reykjaness. Ein umsókn barst frá Bergþóru Ingólfsdóttur dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða. Í 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 er kveðið á um að héraðsdómari eigi rétt á að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða má eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sæis við tiltekinn dómstól. Í ljósi þess að Bergóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti héraðsdómara 9. janúar 2018 og dómstjóri við sama embætti frá þeim degi er umsókninni hafnað. Um leið og lausnarbeiðni dómara við Hérðasdóm Reykjavíkur liggur fyrir verður eftir því óskað við dómsmálaráðuneytið að embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness verði auglýst laust til umsóknar.


4. Fræðslustefna dómstólasýslunnar og drög að aðgerðaráætlun.

Sif Sigfúsdóttir fræðslustjóri dómstólasýslunnar mætti á fundinn kl. 15:40 og gerði grein fyrir fyrirliggjandi fræðslustefnu og drögum að aðgerðaráætlun og kostnaðarmati við að framfylgja henni. Fræðslustefnan verður birt á vef dómstólasýslunnar.

5. Leyfi héraðsdómara frá störfum vegna setningar í Landsrétt.

Fyrir liggur umsókn Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjaness um leyfi frá störfum frá og með 2. mars sl. til og með 30. júní nk. vegna setningar í embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis Ásmundar Helgasonar landsréttaradómara.
Samþykkt.

6. Uppfærðar og endurskoðaðar reglur dómstólasýslunnar nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.f.l.

Formaður sagði frá því að Lögmannafélag Íslands hefur leitað til dómstólasýslunnar um endurskoðun reglna nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna ofl. í ljósi þess að viðmiðunarfjárhæðir hafi síðast sætt endurskoðun á árinu 2017. Drög að endurskoðuðum reglum hafa verið sendar stjórn LMFÍ en ekki liggur fyrir afstaða stjórnarinnar til þeirra.
Málinu er frestað.

7. Önnur mál.

Erlingur Sigtryggsson dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra gegnir embætti dómstjóra á meðan leyfi dómstjóra stendur.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. mars 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:25.



Benedikt Bogason

Kristín Haraldsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir

Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

4. fundur, 12. mars 2020

Árið 2020, fimmtudaginn 12. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:


1. Fundargerð 3. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traust til stofnana – Þjóðarpúls Gallup 2020.

Matthías Þorvaldsson, sérfræðingur hjá Gallup, mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðun könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 37%. Traust til Hæstaréttar mældist 50% og traust til Landsréttar og héraðsdómstólanna 40%. Traust til dómskerfisins og dómstólanna hefur því dregist saman milli ára.

Matthías Þorvaldsson vék af fundinum kl. 15:30.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30.gr. dómstólalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggur að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun láta af embætti sökum aldurs eigi síðar en 28. ágúst nk. Með samþykkt stjórnar á fundi 19. febrúar sl. var ákveðið að færa dómara tímabundið til í starfi frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Reykjaness en þó þannig að honum yrði gefinn kostur á að flytja starfsstöð sína að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur þegar færi gæfist. Arnaldur Hjartarson dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur óskað flutnings að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur samhliða því að embætti losnar við dómstólinn til samræmis við framangreint og hefur sú beiðni verið samþykkt. Í kjölfar þess var héraðsdómurum boðið að skipta um starfsvettvang og flytja starfsstöð til Héraðdsóms Reykjaness. Ein umsókn barst frá Bergþóru Ingólfsdóttur dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða. Í 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 er kveðið á um að héraðsdómari eigi rétt á að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða má eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sæis við tiltekinn dómstól. Í ljósi þess að Bergóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti héraðsdómara 9. janúar 2018 og dómstjóri við sama embætti frá þeim degi er umsókninni hafnað. Um leið og lausnarbeiðni dómara við Hérðasdóm Reykjavíkur liggur fyrir verður eftir því óskað við dómsmálaráðuneytið að embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness verði auglýst laust til umsóknar.


4. Fræðslustefna dómstólasýslunnar og drög að aðgerðaráætlun.

Sif Sigfúsdóttir fræðslustjóri dómstólasýslunnar mætti á fundinn kl. 15:40 og gerði grein fyrir fyrirliggjandi fræðslustefnu og drögum að aðgerðaráætlun og kostnaðarmati við að framfylgja henni. Fræðslustefnan verður birt á vef dómstólasýslunnar.

5. Leyfi héraðsdómara frá störfum vegna setningar í Landsrétt.

Fyrir liggur umsókn Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjaness um leyfi frá störfum frá og með 2. mars sl. til og með 30. júní nk. vegna setningar í embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis Ásmundar Helgasonar landsréttaradómara.
Samþykkt.

6. Uppfærðar og endurskoðaðar reglur dómstólasýslunnar nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.f.l.

Formaður sagði frá því að Lögmannafélag Íslands hefur leitað til dómstólasýslunnar um endurskoðun reglna nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna ofl. í ljósi þess að viðmiðunarfjárhæðir hafi síðast sætt endurskoðun á árinu 2017. Drög að endurskoðuðum reglum hafa verið sendar stjórn LMFÍ en ekki liggur fyrir afstaða stjórnarinnar til þeirra.
Málinu er frestað.

7. Önnur mál.

Erlingur Sigtryggsson dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra gegnir embætti dómstjóra á meðan leyfi dómstjóra stendur.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. mars 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:25.



Benedikt Bogason

Kristín Haraldsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir

Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

4. fundur, 12. mars 2020

Árið 2020, fimmtudaginn 12. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:


1. Fundargerð 3. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traust til stofnana – Þjóðarpúls Gallup 2020.

Matthías Þorvaldsson, sérfræðingur hjá Gallup, mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðun könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 37%. Traust til Hæstaréttar mældist 50% og traust til Landsréttar og héraðsdómstólanna 40%. Traust til dómskerfisins og dómstólanna hefur því dregist saman milli ára.

Matthías Þorvaldsson vék af fundinum kl. 15:30.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30.gr. dómstólalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggur að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun láta af embætti sökum aldurs eigi síðar en 28. ágúst nk. Með samþykkt stjórnar á fundi 19. febrúar sl. var ákveðið að færa dómara tímabundið til í starfi frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Reykjaness en þó þannig að honum yrði gefinn kostur á að flytja starfsstöð sína að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur þegar færi gæfist. Arnaldur Hjartarson dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur óskað flutnings að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur samhliða því að embætti losnar við dómstólinn til samræmis við framangreint og hefur sú beiðni verið samþykkt. Í kjölfar þess var héraðsdómurum boðið að skipta um starfsvettvang og flytja starfsstöð til Héraðdsóms Reykjaness. Ein umsókn barst frá Bergþóru Ingólfsdóttur dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða. Í 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 er kveðið á um að héraðsdómari eigi rétt á að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða má eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sæis við tiltekinn dómstól. Í ljósi þess að Bergóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti héraðsdómara 9. janúar 2018 og dómstjóri við sama embætti frá þeim degi er umsókninni hafnað. Um leið og lausnarbeiðni dómara við Hérðasdóm Reykjavíkur liggur fyrir verður eftir því óskað við dómsmálaráðuneytið að embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness verði auglýst laust til umsóknar.


4. Fræðslustefna dómstólasýslunnar og drög að aðgerðaráætlun.

Sif Sigfúsdóttir fræðslustjóri dómstólasýslunnar mætti á fundinn kl. 15:40 og gerði grein fyrir fyrirliggjandi fræðslustefnu og drögum að aðgerðaráætlun og kostnaðarmati við að framfylgja henni. Fræðslustefnan verður birt á vef dómstólasýslunnar.

5. Leyfi héraðsdómara frá störfum vegna setningar í Landsrétt.

Fyrir liggur umsókn Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjaness um leyfi frá störfum frá og með 2. mars sl. til og með 30. júní nk. vegna setningar í embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis Ásmundar Helgasonar landsréttaradómara.
Samþykkt.

6. Uppfærðar og endurskoðaðar reglur dómstólasýslunnar nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.f.l.

Formaður sagði frá því að Lögmannafélag Íslands hefur leitað til dómstólasýslunnar um endurskoðun reglna nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna ofl. í ljósi þess að viðmiðunarfjárhæðir hafi síðast sætt endurskoðun á árinu 2017. Drög að endurskoðuðum reglum hafa verið sendar stjórn LMFÍ en ekki liggur fyrir afstaða stjórnarinnar til þeirra.
Málinu er frestað.

7. Önnur mál.

Erlingur Sigtryggsson dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra gegnir embætti dómstjóra á meðan leyfi dómstjóra stendur.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. mars 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:25.



Benedikt Bogason

Kristín Haraldsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir

Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

5. fundur, 20. mars 2020

 

Árið 2020, föstudaginn 20. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Bergþóra Kr. Benediktsdóttir tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

                                                                           

Fundarefni:

1. Fundargerð 4. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Starfsemi dómstóla – COVID 19.

Formaður stjórnar sagði frá því að í kjölfar tilkynningar stjórnvalda um takmarkanir á samkomuhaldi frá og með mánudeginum 16. mars sl. hafi verið boðað til fundar með stjórnendum dómstólanna hjá dómstólasýslunni 13. mars sl. Tilefnið var að samræma aðgerðir til þess að tryggja nauðsynlega starfsemi dómstólanna í ljósi takmarkana á samkomuhaldi. Fundinum stýrði formaður stjórnar en auk hans sátu fundinn framkvæmdastjóri dómstólsasýslunnar, forseti og skrifstofustjóri Hæstaréttar, forseti og skrifstofustjóri Landsréttar og dómstjórar Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness. Ákveðið var að gefa út sameiginlega tilkynningu um takmarkaða starfsemi dómstólanna í því skyni að tryggja nauðsynlega starfsemi eftir því sem fært þykir hjá hverjum dómstól. Athugasemdir bárust dómstólasýslunni um að tilkynningin væri ekki nægjanlega skýr einkum að því er varðaði takmarkanir á starfsemi héraðsdómstólanna. Þá bárust og ábendingar um að málum hefði verið frestað af hálfu dómara þar sem hætta var á réttarspjöllum. Því var ákveðið að funda að nýju með dómstjórum Héraðdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness þann 17. mars sl. og voru viðbætur við fyrri tilkynningar birtar á vef á vef dómstólasýslunnar. Þá var ákveðið að halda fund að nýju með stjórnendum dómstólanna með fulltrúa Landlæknis til þess að fá frekari leiðbeiningar varðandi starfsemina þannig að fyllstu varúðar væri gætt.

3. Stjórnsýsla dómstólanna- drög að skýrslu ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að óska eftir framlengingu á fresti til þess að skila umsögn um skýrsludrögin til 3. apríl nk.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 16. apríl 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:15.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir




D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

6. fundur, 16. apríl 2020


Árið 2020, fimmtudaginn 16. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.



Fundarefni:



1. Fundargerð 5. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

3. Vinnustaðagreining – sálfélagslegt áhættumat. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, sbr. reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum.   

Helga Lára Haarde sérfræðingur frá Attentus sagði frá helstu niðurstöðum ítarlegrar viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir alla starfsmenn dómstólanna á tímabilinu frá desember 2019 til janúar 2020. Kynningin fór fram með aðstoð fjarfundarbúnaðar sem hófst kl. 15:30. Hjá dómstólunum starfa 156 manns og var svörun um 70%.  Niðurstöðurnar gáfu til kynna að almennt eru þeir þættir sem spurt var um í ágætis horfi hjá dómstólunum og því ekki talin þörf á sérstökum viðbrögðum. Þó eru tækifæri til úrbóta á nokkrum sviðum sem er mikilvægt að vera meðvitaður um og rétt að hafa í huga að bregðast við þeim. 

Framkvæmdastjóri sagði frá því að mikilvægt væri að fylgja niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar eftir með aðgerðaráætlun sem tekur á þeim þáttum þar sem viðbragða er þörf í samráði við stjórnendur á hverjum dómstól fyrir sig. 
Samþykkt að framkvæmdastjóri kynni helstu niðurstöður vinnustaðagreiningarnar fyrir stjórnendum dómstólanna ásamt því að ræða tillögur til úrbóta á þeim þáttum í starfseminni sem kalla á úrbætur. 
Kynningu og yfirferð Helgu Láru lauk kl. 16:10.

4. Uppfærðar og endurskoðaðar reglur dómstólasýslunnar  nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun verjenda og þóknun réttargæslumanna.

Málinu var frestað á fundi 12. mars sl. þar sem ekki lágu fyrir athugasemdir Lögmannafélags Íslands. Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og fyrirliggjandi athugasemdum stjórnar Lögmannafélags Íslands sem bárust með bréfi dags. 2. apríl sl.

Reglurnar eru samþykktar með áorðnum breytingum sem reglur nr. 2/2020. Samhliða falla úr gildi reglur nr. 11/2018. 

5. Starfsemi dómstóla – COVID 19. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna kórónaveiru.

Formaður sagði frá því að boðað hafi verið til fundar með stjórnendum dómstólanna 22. apríl nk. til þess m.a. að fara yfir hvernig rekstur dómstólanna hafi gengið í kjölfar takmarkana á samkomuhaldi og það sem framundan er.  

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til tímabundinnar breytingar á ýmsum á ýmsum lögum sem heyra undir málefnasvið dómsmálaráðuneytisins vegna þeirrar óvissu sem ríkir í samfélaginu vegna kórónuveirunnar. Fyrirséð er að fyrirmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis um samkomubann og fjarlægðartakmarkanir muni hafa áhrif á framkvæmd og málsmeðferð stofnana sem heyra undir ráðuneytið og því talið nauðsynlegt að lágmarka áhrifin meðan á ástandinu stendur.  Í frumvarpinu er að finna tillögur sem miða að því að heimila í auknum mæli að beita rafrænum lausnum við meðferð mála og fjarfundarbúnaði í samskiptum við málsaðila. 

Dómstólasýslan gerir ekki athugasemdir við frumvarpið og tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar.

6. Önnur mál.

-Fyrir liggur ósk Margrétar Maríu Sigurðardóttur um að láta af störfum sem formaður fagráðs dómstólasýslunnar í kjölfar þess að hún hefur verið skipuð í embætti lögreglustjóra á Austurlandi.  Um leið og henni eru þökkuð vel unnin störf fyrir dómstólasýsluna og dómstóla er samþykkt að skipa Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, skrifstofustjóra Barnaverndar Reykjavíkur sem formann fagráðs dómstólasýlunnar.

-Fyrir liggur umsókn Kolbrúnar Sævarsdóttur um framlengingu námsleyfis hennar fram í miðjan júlí nk. sem gerir henni kleift að sækja námskeið erlendis sem frestað hefur verið vegna Covid 19 veirunnar.

Samþykkt að framlengja námsleyfi Kolbrúnar Sævarsdóttur til samræmis við fyrirliggjandi beiðni þar um. 

-Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum (réttarstaða þriðja aðila) lagt fram til upplýsingar.

Dómstólasýslan sér ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við frumvarpið.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 14. maí 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:55. 

Benedikt Bogason

Davíð Þór Björgvinsson

Arnaldur Hjartarson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
7. fundur, 14. maí 2020


Árið 2020, fimmtudaginn 14. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson,  Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Kristín Haraldsdóttir tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:

1. Fundargerð 6. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.


2. Drög að ársskýrslu dómstólasýslunnar og dómstólanna 2019

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum að ársskýrslu dómstólasýslunnar og dómstólanna fyrir árið 2019. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir starfsemi dómstólasýslunnar og dómstólanna á liðnu ári ásamt ítarlegri samantekt á tölfræðiupplýsingum um fjölda mála og afgreiðslu þeirra. Ársskýrslan verður gefin út og birt á vef dómstólasýslunnar. 

3. Ársfjórðungs staða dómstólanna og dómstólasýslunnar

Til samræmis við ákvæði laga um opinber fjármál nr. 123/2015 er tekin saman skýrsla um rekstrarstöðu dómstólanna og dómstólasýslunnar með hliðsjón af fyrirliggjandi rekstraáætlun. 
Fyrir liggur að rekstur málaflokkanna er innan heimilda.


4. Lausn dómara frá embætti við Héraðsdóm Suðurlands.


Ragnheiði Thorlacius dómara við Héraðsdóm Suðurlands hefur verið veitt lausn frá embætti að eigin ósk frá 1. ágúst 2020.  Fyrir liggja upplýsingar um fjölda mála við héraðsdómstólana á liðnu ári og fyrstu fjóra mánuði ársins 2020. 
Samþykkt með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum að starfsvettvangur embættis héraðsdómara verði við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. ágúst 2020 sbr. 2. mgr. 30. gr. laga um dómstóla og bjóða dómurum að skipta um starfsvettvang áður en embættið verður auglýst laust til umsóknar.  


5. Umsóknir dómara um námsleyfi fyrir árið 2021. Skýrslur dómara að námsleyfi loknu.

Fræðslustjóri mætti á fundinn og gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi umsóknum um námsleyfi.
Umsóknir eftirtalinna dómara voru samþykktar: Erlingur Sigtryggsson dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra námsleyfi frá 1. janúar 2021 til 1. júlí 2021. Hildur Briem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur námsleyfi frá 1. september 2021 til 1. mars 2022. Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari námsleyfi frá 1. janúar 2021 til 1. júlí 2021 þó með þeim fyrirvara að mögulegt verði að seinka upphafi leyfisins með hliðsjón af aðstæðum við Landsrétt þegar þar að kemur. Afgreiðslu umsóknar Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjaness var frestað til öflunar frekari gagna. Lagðar voru fram skýrslur dómara sem luku námsleyfi á liðnu ári, sbr. 7. gr. reglna dómstólasýslunnar um námsleyfi dómara nr. 4/2019.

Formaður vakti athygli á því að ákvæði 7. mgr. 44. gr. laga um dómstóla er ekki skýrt þegar að því kemur að ákvarða hvort dómari eigi rétt á námsleyfi skömmu fyrir starfslok. Hins vegar sé ljóst að námsleyfi á þeim tímapunkti þjóni ekki tilgangi laganna þ.e. að dómarar haldi við þekkingu sinni í lögum sbr. 3. mgr. 43. gr. laga um dómstóla. 

Samþykkt að leggja til við dómsmálaráðuneytið að ákvæði 7. mgr. 44. gr. laga um dómstóla um námsleyfi dómara verði við tækifæri bundið fyrirvara um dómari eigi rétt til námsleyfis enda sé fyrirsjáanlegt að hann ljúki ekki starfi innan tveggja ára frá lokum leyfisins.

6. Starfsemi dómstóla – COVID 19.

Formaður sagði frá því að haldinn hafi verið fundur með stjórnendum dómstólanna 22. apríl 2020 þar sem fjallað var um starfsemi dómstólanna frá 4. maí 2020 með hliðsjón af auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 360 dags. 21. apríl 2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar á tímabilinu frá 4. maí 2020 til 1. júní 2020. Fjöldasamkomur voru óheimilar á gildistímanum þannig að fleiri en 50 einstaklingum var óheimilt að koma saman. Þá skyldi tryggja að á öllum vinnustöðum og allri starfsemi að ekki væru á sama tíma fleiri en 50 einstaklingar inni í sama rými.  Þá skyldi tryggja að hægt væri að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga og áfram huga sérstaklega að hreinlæti og sótthreinsun.  Dómstólasýslan leitaði upplýsinga hjá verkefnastjóra hjá Landlækni varðandi tillögur um hvernig starfsemi dómstólanna gæti færst í eðlilegra horf frá og með 4. maí 2020. Í tilkynningu sem birt var á vef dómstólasýslunnar kemur m.a. fram að starfsemi dómstólanna færist í eðlilegt horft eins og mögulegt er að teknu tilliti til tilmæla sóttvarnarlæknis og framangreindrar auglýsingar og að lögð verði áhersla á að nýta tæknilausnir í starfseminni svo sem við fyrirtökur mála og sendingu gagna til þess að takmarka enn frekar samneyti fólks. 

7. Önnur mál.

-Framkvæmdastjóri sagði frá því að skýrsla ríkisendurskoðunar hefur verið send stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis og að því loknu verður hún birt opinberlega. 

-Fræðslustjóri kynnti drög að dagskrá dómstóladagsins 4. september nk.

-Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum 76/2003 (skipt búseta barns) lagt fram til upplýsingar en dómstólasýslan sér ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við frumvarpið.

-Formaður vakti athygli á því að leyfi dómara við Landsrétt frá störfum rennur út í júlí og ágúst nk. en leyfi verður ekki veitt til lengri tíma en tólf mánuði samfleytt sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um dómstóla. Samþykkt að árétta við dómsmálaráðuneytið mikilvægi þess að veitt verði með bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla heimild til framlengingar leyfanna.

Formaður sagði frá fyrirhugðum fundi með dómstjórum héraðsdómstólanna 25. maí nk.


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 11. júní 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:35. 

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


 D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

8. fundur, 11. júní 2020

 



Árið 2020, fimmtudaginn 11. júní var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

 



Fundarefni:



1. Fundargerð 7. fundar.


Fundargerðin var samþykkt.

2. Skipun formanns stjórnar dómstólasýslunnar og varamanns hans frá 1. ágúst 2020 til og með 31. júlí 2025.

Formaður hefur verið kjörinn varaforseti Hæstaréttar og hefur óskað lausnar frá stöðu sinni sem  formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hæstiréttur efndi til kosninga til samræmis við 6. gr. laga um dómstóla og var Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari kjörinn formaður stjórnar dómstólasýslunnar og skipaður frá og með 1. ágúst 2020 til og með 31. júlí 2025. Varamaður Sigurðar Tómasar Magnússonar til jafn langs tíma var kjörin og skipuð Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari.  

3. Bréf Persónuverndar dags. 15. maí 2020 varðandi m.a. birtingu dóma á netinu er innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar.

Edda Laufey Laxdal lögfræðingur mætti á fundinn. Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og framkvæmdastjóri sagði frá fundi með Persónuvernd 3. júní sl.
Samþykkt fyrirliggjandi drög að svarbréfi til Persónuverndar með áorðnum breytingum.

4. Umsókn dómara um námsleyfi fyrir árið 2021. 

Lögð fram að nýju umsókn Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara um námsleyfi en málinu var frestað á síðasta fundi stjórnar til öflunar frekari gagna sem nú hafa borist.

Umsókn Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness um námsleyfi á tímabilinu frá 15. janúar 2021 til 15. júlí 2021 var samþykkt. 

5. Fræðsluáætlun 2020-2021 

Sif Sigfúsdóttir fræðslustjóri mætti á fundinn og sagði frá fyrirliggjandi drögum að fræðsluáætlun fyrir haustið 2020 og vorönn 2021. Sif vék af fundinum að kynningu lokinni.

6. Önnur mál.
-Formaður sagði frá fundi með dómstjórum 25. maí sl. þar sem rætt var m.a. um birtingu dóma á vef dómstólanna, farið var yfir rekstrarstöðu dómstólanna og fyrirliggjandi málatölur. Sagt var frá fyrirhugaðri innleiðingu á nýjum stjórnsýsluhluta málaskrárkerfis héraðsdómstólanna og væntanlegu nýju úrræði vegna rekstrarörðugleika fyrirtækja. 

-Formaður sagði frá samráðsfundi sem haldinn var með fjölmiðlum 2. júní sl. Fundinn sátu auk formanns og framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar, Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélags Íslands, Jón Höskuldsson dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness og Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Á fundinum voru helstu niðurstöður úr skýrsla ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu dómstólanna kynntar auk þess sem rætt var um starfsemi dómstólanna á tímum COVID 19. Þá gafst fjölmiðlamönnum tækifæri til spurninga.

-Formaður sagði frá fyrirhuguðum fundi hans og framkvæmdastjóra með dómsmálaráðherra 23. júní nk. 

-Formaður sagði frá því að samþykkt hefur verið frumvarp til laga um breytingar á ákvæðum laga um dómstóla sem felur í sér stofnun endurupptökudóms frá og með 1. desember 2020. Dómstóllinn mun hafa aðsetur hjá dómstólasýlunni auk þess sem stjórn dómstólasýslunnar er m.a. ætlað að setja reglur um málsmeðferð við val á embættisdómurum sem tilnefndir verða. 
Framkvæmdastjóri vék af fundi kl. 16:35. 
- Skipun meðdómanda í máli Héraðsdóms Reykjavíkur E-3223/2019. Samþykkt að fela Halldóri Halldórssyni dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands vestra að taka sæti sem meðdómsmaður í málinu. 
Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 8. júlí 2020 kl.10:00.
Fundi slitið kl.16:40. 




Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir

Arnaldur Hjartarson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
9. fundur, 8. júlí 2020

 

 



Árið 2020, miðvikudaginn 8. júlí var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóra auk Írisar Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. Davíð Þór Björgvinsson varamaður Hervarar Þorvaldsdóttur boðaði forföll.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 10:00. 



Fundarefni:

 


1. Fundargerð 8. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Drög að ytra skipuriti dómstólasýslunnar.
Runólfur Smári Steinþórsson prófessor mætti á fundinn kl. 10:05 og gerði ítarlega grein fyrir vinnunni við ytra skipurit dómstólasýslunnar og þau gögn sem hann hefur stuðst við í þeim efnum. Drögin hafa verið kynnt lagaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins .

Samþykkt að kynna drögin fyrir Landsrétti og Hæstarétti og verðandi formanni stjórnar dómstólasýslunnar Sigurði Tómasi Magnússyni. Að því loknu verður ytra skipuritið gefið út og birt m.a. á vef dómstólasýslunnar og í öðru kynningarefni á vegum stofnunarinnar. 


3. Ársreikningar 2019.
Fyrir liggja drög að ársreikningi héraðsdómstólanna 06210 fyrir árið 2019 og drög að ársreikningi dómstólasýslunnar 06220.

Rekstur héraðsdómstólanna árið 2018 skilaði um 27 m.kr. rekstrarafgangi sem skýrðist fyrst og fremst af ónýttum fjárheimildum vegna skjalaátaks héraðsdómstólanna. Hluti rekstrarafgangs fékkst fluttur milli ára samkvæmt ákvörðun fjármálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins. Rekstur héraðsdómstólanna á árinu 2019 er umfram heimildir innan ársins sem nemur um 27 m.kr. sem skýrist að mestu leyti af húsnæðis- og launalið héraðsdómstólanna. Stjórn dómstólasýslunnar skiptir á milli héraðsdómstólanna fé sem skal þeim veitt í einu lagi með fjárlögum sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016. Dómstjóri hvers héraðsdómstóls fer á eigin ábyrgð með fé sem dómstólasýslan leggur dómstólnum í hendur sbr. 4. mgr. 31. gr. laga um dómstóla. Dómstjórar héraðsdómstólanna eru forstöðumenn sinnar stofnunar og bera ábyrgð á rekstri þeirra sbr. 3. mgr. 27.  gr. laga nr. 123/2015 um lög um opinber fjármál.  Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar er ekki forstöðumaður héraðsdómstólanna og getur því ekki áritað eða staðfest ársreikning héraðsdómstólanna og borið ábyrgð á að rekstur þeirra sé innan fjárheimilda  og að eignaskrá sé rétt haldin og hefur vakið athygli dómsmálaráðuneytis og Fjársýslu ríkisins þar á.

Við afgreiðslu fjárlaga 2019 var í samráði við fjármálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins ákveðið að færa rekstarafgang dómstólasýslunnar á árinu 2018 fjárhæð 20 m.kr. í varasjóð héraðsdómstólanna. Rekstur dómstólasýslunnar á árinu 2019 fór 8 m.kr. fram úr fjárheimildum ársins sem skýrist fyrst og fremst af því að kostnaður við innleiðingu tölvu- og málaskrárkerfis héraðsdómstólanna var meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Stjórn dómstólasýslunnar gerir alvarlegar athugasemdir við það að dómstjórar héraðsdómstólanna  fari fram úr þeim heimildum sem þeim eru veittar í fjárlögum. Ef  rekstur dómstóls stefnir í framúrkeyrslu þarf forstöðumaður að upplýsa stjórn dómstólasýslunnar  þar um og veita viðeigandi skýringar. 
Samþykkt að formaður og framkvæmdastjóri fundi með þeim dómstjórum sem hafa farið fram úr fjárheimildum og leiti frekari skýringa og leggi áherslu á framangreint. 

4. Bréf dómsmálaráðuneytisins vegna skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands um skjalvörslu og skjalastjórn ríkisins 2020. 

Fyrir liggur bréf dómsmálaráðuneytisins þar sem vakin er athygli dómstólasýslunnar á því að ekki hafi borist svör frá fjórum héraðsdómstólum af átta við eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands. Könnunin var send til allra forstöðumanna þeirra stofnana ríkisins sem er skylt að varðveita skjöl í starfsemi sinni og afhenda Þjóðskjalasafninu en forstöðumenn bera ábyrgð á skjalavörslu og skjalastjórn viðkomandi aðila skv. 2. mgr. 22. gr. laga um opinber skjalasöfn.

Stjórn dómstólasýslunnar vill árétta það sem áður hefur verið rætt m.a. á fundum með dómstjórum héraðsdómstólanna að þeir bera ábyrgð skjalasöfnum sinnar stofnunar og að farið sé að lögum við vistun og frágang þeirra gagna sem þar myndast. 

5. Reglur dómstólasýslunnar nr. 3/2020 um þóknun til umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum við fjárhagslega endurskipulagningu. 

Samkvæmt 19. gr. laga nr. 57/2020 um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar á umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum rétt á þóknun fyrir störf sín úr hendi skuldarans og skal hún ákveðin sem tímagjald eftir reglum sem dómstólasýslan setur.

Fyrirliggjandi drög að reglum nr. 3/2020 um þóknun til umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum samþykkt með áorðnum breytingum. 

6. Markmið kjarasamninga um bætta vinnustaðamenningu og betri nýtingu vinnutíma.

Dómsmálaráðuneytið leiðir vinnu við útfærslu kjarasamninga um bætta vinnustaðamenningu og betri nýtingu vinnutíma og hafa forstöðumenn stofnana ráðuneytisins, þar með talið forstöðumenn dómstólanna fengið sendar upplýsingar þar um. Áður en til styttingu vinnuviku kemur þarf að bera skipulagið undir atkvæði starfsmanna ásamt því að dómsmálaráðuneytið þarf að samþykkja útfærsluna til þess að tryggja að þjónusta og starfsemi raskist ekki og að breytingarnar séu í samræmi við vilja og stefnu ráðuneytisins. Samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins liggur fyrir að á þeim vinnustöðum þar sem matar-og kaffitími er tekinn styttist vinnudagurinn um 13 mín. 

Samþykkt að framkvæmdastjóri sendi forstöðumönnum dómstólanna fyrirliggjandi leiðbeiningar ráðuneytisins og kalli eftir útfærslu dómstólanna varðandi mögulegt fyrirkomulag þannig að markmið kjarasamninga um bætta vinnustaðamenningu og betri nýtingu vinnutíma verði náð.

7. Önnur mál.
Formaður sagði frá úrskurði kærunefnd jafnréttismála þar sem fram kemur að dómstólasýslan var ekki brotleg við jafnréttislög við ráðningu starfsmanns. 
Formaður og framkvæmdastjóri fundaði með dómsmálaráðherra 23. júní sl. þar sem m.a. var rætt um leyfi dómara við Landsrétt, mögulega sameiningu dómstóla, persónuvernd og birtingu dóma og myndatökur í og við dómhús. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. ágúst 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.12:15 


Benedikt Bogason
Arnaldur Hjartarson
Kristín Haraldsdóttir
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir



 

2019

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

1. fundur, 16. janúar 2019

 

Árið 2019, miðvikudaginn 16. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu, Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisar Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:10.

 

Fundarefni:

 

  1. Fundargerð 19. fundar 2018.

     

    Fundargerðin var samþykkt.

     

  2. Málatölur 2018 og ársskýrsla.

     

    Fram voru lagðar málatölur héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar á árinu 2018. Formaður gerði nánari grein fyrir málatölum dómstólanna en fækkun þingfestra munnlegra fluttra einkamála við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári vakti einkum athygli ásamt því að við Héraðsdóm Reykjaness voru kveðnir upp fleiri gæsluvarðhaldsúrskurðir á árinu en við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þingfest munnleg flutt einkamál við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári voru samtals 585 samanborið við 712 á árinu 2017. Þá var einnig fækkun ákærumála við dómstólinn eða úr 679 á árinu 2017 í 602 á árinu 2018. Á sama tíma varð fjölgun ákærumála við Héraðsdóm Reykjaness, ákærumál voru 433 á árinu 2017 en 514 á árinu 2018. Rannsóknarúrskurðir við Héraðsdóm Reykjaness voru 653 á árinu 2018, þar af 227 gæsluvarðhaldsúrskurðir, en rannsóknarúrskurðir voru 648 við Héraðsdóm Reykjavíkur, þar af 213 gæsluvarðhaldsúrskurðir. Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru 25 dómarar en 8 dómarar við Héraðsdóm Reykjaness.

     

    Samþykkt var að fela formanni og framkvæmdastjóra að eiga fund með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness til þess að ræða málatölur liðins árs og fjölda stöðugilda við dómstólana, sbr. 3.mgr. 7.gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla.

    Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.

     

    Formaður sagði frá því að vinna væri hafin við ársskýrslu dómstólasýslunnar, héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar fyrir árið 2018 og stefnt sé að útgáfu hennar í marsmánuði.

     

  3. Námskeið fyrir dómkvadda matsmenn 15. og 16. janúar 2019.

    Framkvæmdastjóri sagði frá námskeiði dómstólasýslunnar og Lögmannafélags Íslands fyrir dómkvadda matsmenn sem haldið var daga 15. og 16. janúar 2019. Á námskeiðinu, sem um 30 manns sóttu, var farið m.a. yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu til skila á matsgerð og/eða mætingu fyrir dóm. Við lok námskeiðsins var farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari og aðstoðarmaður dómara upplýstu nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.

     

  4. Málþing um réttaröryggi fatlaðs fólks 17. janúar 2019.

    Framkvæmdastjóri sagði frá málþingi dómstólasýslunnar, réttindavaktar félagsmálaráðuneytisins og mennta- og þróunarseturs lögreglunnar en um eitthundrað manns voru skráðir til þátttöku. Framsögu á málþinginu munu hafa Elís Kjartansson rannsóknarlögreglumaður, Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Kristin Booth Glenn fyrrverandi dómari í New York, Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, Phil Moris, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Manchester og Svavar Kjarval laganemi.

     

  5. Heimsókn Hæstaréttar Íslands til dómstólasýslunnar.

    Formaður sagði frá fyrirhugaðri heimsókn Hæstaréttar Íslands til dómstólasýslunnar í byrjun febrúarmánaðar. Samþykkt að bjóða sömuleiðis Landsrétti til heimsóknar til dómstólasýslunnar.

     

  6. Önnur mál.

    Íris Elma Guðmann, sem kjörin var af starfsmönnum dómstóla í stjórn dómstólasýslunnar, hefur verið ráðin til starfa hjá dómstólasýslunni og fékk samhliða því lausn frá setu í stjórn dómstólasýslunnar. Varamaður hennar, Erna Björt Árnadóttir, dómritari við Héraðsdóm Reykjaness, tekur sæti hennar þar til kjör nýs aðalsmanns er yfirstaðið. Samþykkt að boða til rafrænnar kosningar um nýjan aðalmann í stjórn dómstólasýslunnar sem fyrst.

 

Formaður vakti athygli á því að frumvarp um birtingu dóma er ekki lengur að finna á frumvarpslista dómsmálaráðuneytisins. Því er mikilvægt að dómstólasýslan hugi að samræmingu reglna um birtingu dóma á öllum dómstigum. Samþykkt að dómstólasýslan vinni drög að reglum um samræmda birtingu dóma á öllum dómstigum og fái í kjölfarið fulltrúa frá öllum dómstigum að málinu.

 

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur stjórnar ákveðinn 29. janúar 2019 kl. 15:00.

Fundi slitið kl. 13:30.

 

 Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir             

Halldór Björnsson                  

Kristín Haraldsdóttir                                                    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

1. fundur, 16. janúar 2019

 

Árið 2019, miðvikudaginn 16. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu, Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisar Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:10.

 

Fundarefni:

 

  1. Fundargerð 19. fundar 2018.

     

    Fundargerðin var samþykkt.

     

  2. Málatölur 2018 og ársskýrsla.

     

    Fram voru lagðar málatölur héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar á árinu 2018. Formaður gerði nánari grein fyrir málatölum dómstólanna en fækkun þingfestra munnlegra fluttra einkamála við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári vakti einkum athygli ásamt því að við Héraðsdóm Reykjaness voru kveðnir upp fleiri gæsluvarðhaldsúrskurðir á árinu en við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þingfest munnleg flutt einkamál við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári voru samtals 585 samanborið við 712 á árinu 2017. Þá var einnig fækkun ákærumála við dómstólinn eða úr 679 á árinu 2017 í 602 á árinu 2018. Á sama tíma varð fjölgun ákærumála við Héraðsdóm Reykjaness, ákærumál voru 433 á árinu 2017 en 514 á árinu 2018. Rannsóknarúrskurðir við Héraðsdóm Reykjaness voru 653 á árinu 2018, þar af 227 gæsluvarðhaldsúrskurðir, en rannsóknarúrskurðir voru 648 við Héraðsdóm Reykjavíkur, þar af 213 gæsluvarðhaldsúrskurðir. Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru 25 dómarar en 8 dómarar við Héraðsdóm Reykjaness.

     

    Samþykkt var að fela formanni og framkvæmdastjóra að eiga fund með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness til þess að ræða málatölur liðins árs og fjölda stöðugilda við dómstólana, sbr. 3.mgr. 7.gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla.

    Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.

     

    Formaður sagði frá því að vinna væri hafin við ársskýrslu dómstólasýslunnar, héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar fyrir árið 2018 og stefnt sé að útgáfu hennar í marsmánuði.

     

  3. Námskeið fyrir dómkvadda matsmenn 15. og 16. janúar 2019.

    Framkvæmdastjóri sagði frá námskeiði dómstólasýslunnar og Lögmannafélags Íslands fyrir dómkvadda matsmenn sem haldið var daga 15. og 16. janúar 2019. Á námskeiðinu, sem um 30 manns sóttu, var farið m.a. yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu til skila á matsgerð og/eða mætingu fyrir dóm. Við lok námskeiðsins var farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari og aðstoðarmaður dómara upplýstu nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.

     

  4. Málþing um réttaröryggi fatlaðs fólks 17. janúar 2019.

    Framkvæmdastjóri sagði frá málþingi dómstólasýslunnar, réttindavaktar félagsmálaráðuneytisins og mennta- og þróunarseturs lögreglunnar en um eitthundrað manns voru skráðir til þátttöku. Framsögu á málþinginu munu hafa Elís Kjartansson rannsóknarlögreglumaður, Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Kristin Booth Glenn fyrrverandi dómari í New York, Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, Phil Moris, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Manchester og Svavar Kjarval laganemi.

     

  5. Heimsókn Hæstaréttar Íslands til dómstólasýslunnar.

    Formaður sagði frá fyrirhugaðri heimsókn Hæstaréttar Íslands til dómstólasýslunnar í byrjun febrúarmánaðar. Samþykkt að bjóða sömuleiðis Landsrétti til heimsóknar til dómstólasýslunnar.

     

  6. Önnur mál.

    Íris Elma Guðmann, sem kjörin var af starfsmönnum dómstóla í stjórn dómstólasýslunnar, hefur verið ráðin til starfa hjá dómstólasýslunni og fékk samhliða því lausn frá setu í stjórn dómstólasýslunnar. Varamaður hennar, Erna Björt Árnadóttir, dómritari við Héraðsdóm Reykjaness, tekur sæti hennar þar til kjör nýs aðalsmanns er yfirstaðið. Samþykkt að boða til rafrænnar kosningar um nýjan aðalmann í stjórn dómstólasýslunnar sem fyrst.

 

Formaður vakti athygli á því að frumvarp um birtingu dóma er ekki lengur að finna á frumvarpslista dómsmálaráðuneytisins. Því er mikilvægt að dómstólasýslan hugi að samræmingu reglna um birtingu dóma á öllum dómstigum. Samþykkt að dómstólasýslan vinni drög að reglum um samræmda birtingu dóma á öllum dómstigum og fái í kjölfarið fulltrúa frá öllum dómstigum að málinu.

 

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur stjórnar ákveðinn 29. janúar 2019 kl. 15:00.

Fundi slitið kl. 13:30.

 

 Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir             

Halldór Björnsson                  

Kristín Haraldsdóttir                                                    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

10. fundur, 28. ágúst 2019

Árið 2019, miðvikudaginn 28. ágúst, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason,  Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Bergþóra Benediktsdóttir og Ólöf Finnsdóttir auk Halldórs Björnssonar sem tók þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Íris Elma Guðmann ritaði fundargerð.  
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

 

 Fundarefni:



1. Fundargerð 9. fundar 2019.
Fundargerðin var samþykkt.

2. Þjónustukönnun Gallup 2019.
Matthías Þorvaldsson sérfræðingur hjá Gallup mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar dómstólasýslunnar sem tók til dómstiganna þriggja. Markmið könnunarinnar var m.a. að kanna ánægju með ýmsa þjónustuþætti í starfi dómstólanna og traust til dómstólanna að mati lögmanna og ákærenda. Könnunin fór fram dagana 25. júní til 10. júlí 2019 og var þátttökuhlutall 32,9%.  Í opnum svörum komu fram margþættar ábendingar um ýmislegt sem betur má fara hjá dómstólunum en einkum voru áberandi athugasemdir er varða vefsíður héraðsdómstólanna og Landsréttar. 

Helstu niðurstöður verða kynntar starfsmönnum á dómstólagdeginum 6. september nk. ásamt því að úrdráttur könnunarinnar verður birtur á vef dómstólasýslunnar. Þá var samþykkt að ráðast í frekari greiningu á þeim athugasemdum sem fram komu og í kjölfarið að leitað verði leiða til þess að koma til móts við þær eins og frekast er unnt. 
Matthías Þorvarvaldsson vék af fundi kl. 15:50.

3. Leyfi Landsréttardómara frá störfum.
Í kjölfar samþykktar fundar stjórnar dómstólasýslunnar 24. júní 2019 var boðað til fundar með þeim fjórum dómurum Landsréttar sem ekki hafa verið við störf frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu var kveðinn upp. Með bréfi dags. 7. júlí sl. óskaði Jón Finnbjörnsson, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum við Landsrétt allt til 31. desember 2019 og samþykkti stjórn umsóknina með vísan til 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla. Sigríður Ingvarsdóttir var sett í embætti Landsréttardómara vegna leyfis Jóns Finnbjörnssonar frá og með 15. ágúst 2019 til og með 31. desember 2019. Með bréfi dags.  23. júlí 2019 óskaði Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum allt til 31. desember 2019. Umsókn hans um leyfi var samþykkt milli fundar stjórnar með vísan til 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla. Umsóknin er lögð fram á fundi stjórnar nú til staðfestingar. Arngrímur Ísberg var settur í embætti Landsréttardómara vegna leyfis Ásmundar Helgasonar frá og með 20. ágúst 2019 til og með 31. desember 2019. Þá hefur Eggert Óskarsson verið settur sem dómari við Landsrétt frá og með 1. september 2019 til og með 29. febrúar 2020 vegna námleyfis Ingveldar Einarsdóttur. Rétturinn verður því skipaður 13 dómurum nú í haustbyrjun og fram til áramóta a.m.k. 

 
4. Málatölur fyrstu sex mánuði ársins 2019.
Íris Elma Guðmann gerði nánari grein fyrir málatölum dómstólanna fyrstu sex mánuði ársins, bæði að því er varðar fjölda innkominna mála og afgreiddra mála. Samanburður við liðin ár sýnir fækkun á þingfestingu munnlega fluttra einkamála við héraðsdómstólana.

5. Drög að reglum um birtingu dóma lögð fram til kynningar.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.
Málinu var frestað og ákveðið að bera drögin undir skrifstofustjóra Hæstaréttar og Landsréttar og dómstjóra héraðsdómstólanna til frekari skoðunar.

6. Drög að reglum um skipun skiptastjóra.
Formaður gerði grein fyrir því að drög að reglum um skipun skiptastjóra hafa verið kynntar dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur ásamt því að hafa verið ræddar á fundi með formanni og framkvæmdastjóra LMFÍ 26. ágúst 2019. 

Reglurnar eru samþykktar með áorðnum breytingar og verða birtar á vef dómstólasýslunnar sem reglur dómstólasýslunnar nr. 2/2019. 

7. Skipun dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands eystra.
Halldór Björnsson gerði grein fyrir því að hann og Erlingur Sigtryggsson hefðu komist að samkomulagi um að Erlingur léti af embætti dómstjóra frá og með 31. ágúst nk. og að Halldór Björnsson tæki við. 

Með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga um dómstóla skipar dómstólasýslan Halldór Björnsson dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands eystra frá og með 1. september nk. til næstu fimm ára. 


8. Önnur mál.
-      Frestun á námsleyfi. Fyrir liggja upplýsingar frá dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um mikilvægi þess að töku námsleyfis Barböru Björnsdóttur verði frestað þannig að það hefjist 1. október nk. en ekki 1. september eins og til stóð. Ástæðuna má rekja til þess að Barbara mun fá úthlutað sakamáli frá Arngrími Ísberg sem er í leyfi frá störfum sem héraðsdómari og hefur verið settur til starfa við Landsrétt. Samþykkt.
- Ráðningar í störf hjá dómstólasýslunni. Framkvæmdastjóri sagði frá því að Sif Sigfúsdóttir hefur verið ráðin í starf fræðslu- og upplýsingastjóra og Edda Laufey Laxdal í starf lögfræðings hjá dómstólasýslunni.
- Dagskrá dómstóladagsins 6. september nk. Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir fyrirhuguðum starfsdegi dómstólasýslunnar en starfshópur skipaður þeim: Ástráði Haraldssyni,  Bergþóru Kr. Benediktsdóttur,  Höllu Jónsdóttur, Birni L. Bergssyni, Eyrúnu Ingadóttur, Íris Elmu Guðmann, Lilju Björk Sigurjónsdóttur og Snædísi Ósk Sigurjónsdóttur á veg og vanda að undirbúning dagsins. Stjórn dómstólasýslunnar  þakkaði undirbúningshópnum fyrir vel unnin störf. 
- Lagt fram bréf dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 26. ágúst 2019 þar sem gerð er grein fyrir veikindaleyfum dómara og fyrirhuguðum námsleyfum dómara.
Samþykkt að Pétur Dam Leifsson sinni eingöngu störfum við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september 2019 til 30. júní 2020, þó þannig að hann sinni áfram tilfallandi verkefnum að beiðni dómstólasýslunnar. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn mánudaginn 9. september 2019 kl. 15:30.
Fundi slitið kl. 17:30.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

11. fundur, 9. september 2019

 

Árið 2019, mánudaginn 9. september, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Arnaldur Hjartarson,  Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Íris Elmu Guðmann verkefnastjóra sem ritaði fundargerð. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:45.

                                                                                            Fundarefni:


1. Fundargerð 10. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Mannréttindadómstóll Evrópu, niðurstaða yfirdeildar

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Í kjölfarið var neðangreind bókun samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá.

Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars 2019 var komist að þeirri niðurstöðu að skipun tiltekins dómara við Landsrétt hafi falið í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Eftir að dómurinn féll hafa fjórir dómara ekki gegnt dómstörfum við réttinn. Af þeim sökum hefur óafgreiddum málum við réttinn fjölgað og málsmeðferðartími lengst, en um það vísast til upplýsinga frá Landsrétti. 

Á fundi dómstólasýslunnar 15. mars 2019 fór dómstólasýslan þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það hlutaðist til um lagabreytingu þannig að heimilt yrði að fjölga dómurum við Landsrétt. Frumvarp þess efnis var ekki flutt á Alþingi nú í vor. 
Vegna fyrirsjáanlegs dráttar á málsmeðferð fól dómstólasýslan formanni stjórnar og framkvæmdastjóra með bókun 24. júní sl. að kanna hvort þeir fjórir dómarar við Landsrétt sem um ræðir væru reiðubúnir til þess að fara í launað leyfi til áramóta. Tveir þeirra féllust á það og hafa verið settir dómarar við réttinn í þeirra stað. 

Nú liggur fyrir sú ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu að málinu verði vísað til yfirdeildar dómsins. Fyrirsjáanlega mun sú málsmeðferð taka allt að tveimur árum. Mjög brýnt er að brugðist verði við svo Landsréttur geti með viðunandi hætti sinnt hlutverki sínu. Með tilliti til þessa áréttar dómstólasýslan mikilvægi þess að verði fjölgað dómurum við réttinn með sólarlagsákvæði í samræmi við fyrri tillögu dómstólasýslunnar. Felur stjórn dómstólasýslunnar formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við ráðuneytið um þetta.

3. Bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 29. ágúst 2019 og 4. september 2019 tilnefning aðalmanns og varamanns í enduruppökunefnd.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Fyrir liggur að fallist hefur verið á Ingibjargar Benediktsdóttur, um lausn frá skipun sem aðalmaður í endurupptökunefnd og beiðni Eiríks Jónssonar, um lausn um skipun sem varamaður í endurupptökunefnd, frá og með 17. maí 2019 til og með 25. maí 2025. 

Samþykkt að tilnefna þau Hrefnu Friðriksdóttur og Eggert Óskarsson sem aðalmann í endurupptökunefnd og þau Valgerði Sólnes og Guðmundur Sigurðsson sem varamenn. 

4. Önnur mál
- Dómstóladagurinn 6. september 2019.  Stjórn dómstólasýslunnar lýsti ánægju sinni með vel heppnaðan dag og vildi þakka framkvæmdastjóra og undirbúningsnefnd fyrir vinnu þeirra. Arnaldur Hjartarson fagnar því að á Dómstóladeginum hafi öryggismál dómstólanna verið til umræðu og vill koma því framfæri að vilji hans og vonir standi til þess að dómstólasýslan beri gæfu til að nýta sóknarfæri til umbóta á því sviði dómskerfisins. 

Samþykkt að næsti dómstóladagur verður haldinn 4. september 2020.


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn mánudaginn 23. september 2019 kl. 13:00. 
Fundi slitið kl. 16.40.

 


Benedikt Bogason
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

12. fundur, 23. september 2019

Árið 2019, mánudaginn 23. september, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra, Eddu Laufeyju Laxdal lögfræðingi, Íris Elmu Guðmann verkefnastjóra, Sif Sigfúsdóttir fræðslu- og kynningarstjóra, og Elínu Sigurðardóttur upplýsingafræðings sem ritaði fundargerð. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 13:00.


                                                                                                    Fundarefni:

1. Fundur með dómstjórum héraðsdómstólanna:
Fundinn sátu: Bergþóra Ingólfsdóttir, Hjörtur O. Aðalsteinsson, Ingibjörg L. Stefánsdóttir, Jón Höskuldsson, Símon Sigvaldason, Halla Jónsdóttir, Halldór Björnsson auk Ásgeirs Magnússonar, Halldórs Halldórssonar og Ólafs Ólafssonar sem tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. 

Fundarefni:
a. Rekstrarstaða og rekstraráætlun héraðsdómstólanna 2020. Stefnumiðuð áætlun sbr. 31. gr. laga um opinber fjármál. 

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir útkomuspá ársins 2019 og fjárheimildum komandi árs. 

b. Greining á málatölum fyrir fyrri hluta árs 2019.

Íris Elma Guðmann fór yfir fjölda innkominna og afgreiddra mála hjá héraðsdómstólunum og kynnti vinnslu tölfræðiupplýsinga úr Gopro foris.
 
c. Kynning á niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup.

Framkvæmdastjóri sagði frá fyrirhugaðri vinnu við greiningu og í kjölfarið úrbótum vegna  athugasemda varðandi ýmsa þætti í þjónustu dómstólanna sem fram kom í þjónustukönnun Gallup meðal lögmanna og ákærenda. 

d. Ritun skýrslna í áfrýjuðum málum – verklag og forgangsröðun innan héraðsdómstólanna.
Símon Sigvaldason sagði frá breyttu verklagi við Héraðsdóm Reykjavíkur við ritun skýrslna. 

e. Kynning á verklagsreglum um rafrænt kæruferli milli héraðs og Landsréttar.
Íris Elma Guðmann sagði frá verklagi við rafræna sendingu kærumála frá héraði til Landsréttar.

f. Uppsetning á sjónvörpum/skjám í héraðsdómstólunum.
Íris Elma Guðmann gerði grein fyrir fyrirhugaðri uppsetningu á skjám og sjónvörpum hjá héraðsdómstólunum á næstunni. 

g. Auður – þjálfun framundan o.fl. 
Íris Elma Guðmann og Elín Sigurðardóttir munu á næstu vikum heimsækja héraðsdómstólana og aðstoða og leiðbeina með notkun málaskrárkerfisins. 

h. Þarfagreining fyrir símenntun dómara og annarra starfsmanna. Stjórnendastefna ríkisins. 
Sif Sigfúsdóttir, fræðslu- og kynningastjóri, sagði frá þarfagreiningu fyrir fyrir námskeið og þjálfun dómara og annarra starfsmanna og sagði frá vinnu við nýja stjórnendastefnu ríkisins. 

i. Drög að reglum um birtingu dóma.
Benedikt Bogason lagði fram til kynningar drög að reglum um birtingu dóma.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti sameiginlegi fundur með dómstjórum héraðsdómstólanna var ákveðinn 2. desember nk. kl. 13.00.
Fundi slitið kl. 15.00 og véku dómstjórar og starfsmenn dómstólanna af fundi.

2. Fundargerð 11. fundar 2019.
Fundargerðin var samþykkt.

3. Leyfi Landsréttardómara frá störfum.
Með bréfi dags. 12. september 2019 óskaði Ragnheiður Bragadóttir, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum til 31. desember 2019. Með bréfi dags. 18. september 2019 óskaði Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum til 31. desember 2019. 
Samþykkt að veita umbeðið leyfi frá störfum til 31.desember 2019, með vísan til 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016.

4. Skipun dómstjóra við Héraðsdóm Reykjaness.
Með bréfi Gunnars Aðalsteinssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, dags. 12. september 2019 var tilkynnt um kjör Jóns Höskuldssonar sem dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness frá 13. nóvember 2019 að telja.
Samþykkt að skipa Jón Höskuldsson sem dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness frá 13. nóvember 2019. 

5. Önnur mál. 
Framkvæmdastjóri sagði frá því að á liðnum mánuðum hefði verið unnið við að svara könnun CEPEJ (European Commission for the Efficiency of Justice)  um ýmis gæðamál dómstólanna og annarra stofnana réttarvörslukerfisins sem birt verður á komandi ári. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn mánudaginn 14. október 2019 kl. 14:00. 
Fundi slitið kl. 16.40.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

13. fundur, 14. október 2019

Árið 2019, mánudaginn 14. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþór Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson,  Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Eddu Laufeyjar Laxdal lögfræðings, sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 14:00.

                                                                                                    Fundarefni:


1. Fundargerð 12 fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Rekstraráætlun dómstólanna og dómstólasýslunnar 2020 og útkomuspá 2019.

 
Framkvæmdastjóri sagði frá því að fyrirliggjandi drög að rekstraráætlunum dómstólanna og dómstólasýslunnar eigi að rúmast innan heimilda fjárlagafrumvarps 2020. Ýmsir annmarkar hafa komið í ljós við yfirfærslu launaforsenda og fjárheimilda úr Orra yfir í AKRA áætlanakerfi Fjársýslu ríkisins sem hafi tafið vinnu við útkomuspár ársins og áætlun komandi árs. 
Málinu er frestað og verður það tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar. 

3. Drög að reglum um birtingu dóma.

Fyrirliggjandi drög að reglum um birtingu dóma voru samþykkt og öðlast þær þegar gildi sem reglur dómstólasýslunnar nr. 3/2019. Samhliða gildistöku þeirra falla úr gildi reglur um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum héraðsdómstólanna nr. 3/2018.

4. Skipun héraðsdómara – starfsvettvangur héraðsdómara 1. mgr. 30. gr. laga um dómstóla. 

Fyrir liggur skipunarbréf Jónasar Jóhannssonar í embætti héraðsdómara frá og með 13. nóvember 2019 að telja. Dómstólasýslan hefur ákveðið að Jónas Jóhannsson mun gegna stöðu faranddómara en með fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness sbr. 1. mgr. 30. gr. laga um dómstóla. 

5. Launaákvörðun.

Lagt fram til kynningar bréf og greinargerð forseta Félagsdóms um ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar á þóknun dómara við Félagsdóm sbr. 16. gr. laga nr. 79/2019 um breytingu á ákvæðum 1. mgr. 66. gr. laga nr. 80/1038 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málinu ver frestað og þess óskað að forseti félagsdóms verði boðaður til fundar stjórnar til þess að gera stjórn nánari grein fyrir málinu. 

 Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar vék af fundi kl. 14:45

[Rætt um laun framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar]


6. Önnur mál.

 
Skipun setudómara í máli Héraðsdóms Reykjavíkur E-3223/2019. Samþykkt að fela Kristni Halldórssyni dómara við Héraðsdóm Reykjaness að fara með málið skv. 6. mgr. 33. laga um dómstóla nr. 50/2016.


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 14:00 
Fundi slitið kl. 15:27.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

14. fundur, 1. nóvember 2019

 

Árið 2019, föstudaginn 1. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson,  Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 14:15.


                                                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 13. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Rekstraráætlun dómstólanna og dómstólasýslunnar 2020 og útkomuspá 2019.
Stefnumiðuð áætlun til þriggja ára sbr. 31. gr. laga um opinber fjármál.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu en þriggja ára stefnumiðuð áætlun er lögð fram til kynningar.

Samþykktar tillögur um ráðstöfun rekstrarafgangs á 06210 fjárlagalið héraðsdómstólanna og tillaga um að dómstólar verði einn málalfokkur. Þá tekur stjórn dómstólasýslunnar mikilvægi þess að rekstrarframlög verðir sérstaklega skoðuð í ljósi launahækkana dómara á árinu  2019 og 2020. Samþykkt að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.  
 

3. Jafnlaunastefna.
Framkvæmdastjóri sagði frá því að Landsréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur vinna að undirbúning jafnlaunavottunar til samræmis við ákvæði laga nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna g karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Það þýðir að þessir dómstólarnir munu koma sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir ákveðna málsmeðferð sem ætlað er að fyrirbyggja mismunun við ákvörðun launa vegna kyns. Stjórn dómstólasýslunnar leggur áherslu á að konum og körlum séu tryggð jöfn laun og kjör fyrir sömu og jafnverðmæt störf og að við launaákvarðanir sé starfsfólki ekki mismunaði í launum vegna ómálaefnalegra ástæðna og samþykkir því framlögð drög að jafnlaunastefnu.

4. Önnur mál.

-
Leyfi landsréttardómara frá störfum. 
Formaður gerði grein fyrir því að leyfi þeirra fjögurra dómara Landsréttar sem ekki hafa verið við störf frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu var kveðinn upp renna út um áramótin. Dómstólasýslan leggur áherslu á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við þeirri stöðu þannig að mögulegt verði að manna réttinn þannig að hann geti starfað á sem eðlilegustum afköstum.


-Lagt fram til kynningar bréf dómsmálaráðuneytisins 14. október 2019 þar sem óskað var tilnefningar í starfshóp sem ætlað er að vinna að þarfagreiningu og frummatsskýrslu fyrir húsnæði fyrir Landsrétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Héraðsdóm Reykjaness og Hæstarétt Íslands. Helgi I. Jónsson hæstaréttardómari hefur verið skipaður í hópinn. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 18. nóvember 2019 kl. 15.30. 
Fundi slitið kl. 15.30.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

15. fundur, 18. nóvember 2019

Árið 2019, mánudaginn 18. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Kristín Haraldsdóttir boðaði forföll.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:30.


                                                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 14.  fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Ákvörðun þóknunar til dómara Félagsdóms sbr. 2. málsl. 1. mgr. 66. laga nr. 80/1938 með síðari breytingum.

Arnfríður Einarsdóttir, forseti félagsdóms og Ásmundur Helgason og Guðni Haraldsson fastir dómarar við félagsdóm mættu á fundinn kl. 15:30. Þau gerðu nánari grein fyrir störfum dómsins og fjölda og umfangi mála á liðnum árum ásamt þeim sjónarmiðum sem þau telja að eigi að leggja til grundvallar við ákvörðun launa þeirra. 

Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum og gögnum varðandi fjölda mála og afgreiðslu þeirra.

Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason og Guðni Haraldsson véku af fundi kl. 16:05.

3. Rekstraráætlun dómstólanna og dómstólasýslunnar 2020 og útkomuspá 2019.
Stefnumiðuð áætlun til þriggja ára sbr. 31. gr. laga um opinber fjármál.


Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir útkomuspá ársins 2019 og m.a. rekstrarafgangi dómstólasýslunnar sem einkum má rekja til þess að launakostnaður vegna sérfróðra meðdómsmanna er lægri en áætlað hafði verið fyrir. Enn er ekki komin nægjanleg reynsla á breytt fyrirkomulag og kostnað því samhliða að einn sérfróður meðdómsmaður er kallaður til í héraði í stað tveggja áður. Á móti kemur hins vegar að heimilt er að kveða til sérfróða meðdómsmenn í Landsrétti. Þá eru færri munnlega flutt einkamál í héraði en verið hefur ásamt því að Landsréttur hefur ekki verið full mannaður. Fáist heimild til þess að færa rekstrarafgang ársins 2018 á fjárlagalið héraðsdómstólanna fyrir árið 2019 verður rekstrarniðurstaða ársins hjá héraðsdómstólunum í jafnvægi. Sama á við um rekstur Landsréttar og Hæstaréttar. 

4. Leyfi landsréttardómara.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggja umsóknir um áframhaldandi leyfi Arnfríðar Einarsdóttur, Ásmundar Helgasonar, Jóns Finnbjörnssonar og Ragnheiðar Bragadóttur. 

Samþykkt að veita dómurum áframhaldandi leyfi til samræmis við umsóknir þeirra þar að lútandi. 

5. Önnur mál.

Verkefnastjóri gerði grein fyrir yfirstandandi öryggisúttekt af hálfu Syndis en vænta má skýrslu frá fyrirtækinu fljótlega. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 2. desember 2019 kl. 12.30. 
Fundi slitið kl. 16:50

 

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

16. fundur, 2. desember 2019.

 

Árið 2019, mánudaginn 2. desember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra, Írisi Elmu Guðmann og Elínu Sigurðardóttur sem ritaði fundargerð. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:30.

Á fundinn mættu dómstjórar héraðsdómstólanna þau Ásgeir Magnússon, Hjörtur O. Aðalsteinsson og Ingibjörg L. Stefánsdóttir dómritari, Jón Höskuldsson, Símon Sigvaldason og Halla Jónsdóttir mannauðs- og rekstrarstjóri. Þau Bergþóra Ingólfsdóttir og Halldór Halldórsson tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Ólafur Ólafsson er í námsleyfi. 



Fundarefni:


1. Upplýsingatæknimál, staða innleiðingar, skráning mála ofl.

Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu innleiðingar á nýju upplýsingakerfi héraðsdómstólanna og sagði frá því að framundan er að setja upp skjái í dómsölum ásamt því að unnið er að gerð sjálfvirkra tölfræðiskráa úr kerfinu. Lögð var sérstök áhersla á mikilvægi réttar skráningar í kerfið sem er grundvöllur fyrir réttum málatölum. Skjalastjóri sagði frá stjórnsýsluhluta kerfisins sem verið er að ljúka við að setja upp og að sá hluti kerfisins verði fyrst tekinn í notkun við Héraðsdómi Reykjavíkur. 

2. Birting dóma, samræmdar reglur. Persónuvernd. 

Formaður sagði frá aðdraganda að samþykkt nýrra samræmdra reglna um birtingu dóma og úrskurðar á öllum dómstigum. Persónuverndarfulltrúi greindi frá tilviki þar sem misbrestur varð við birtingu dóms á netinu, en þrátt fyrir að umræddur dómur var nafnhreinsaður þá birtist hann þegar leitað var að nafni málsaðila í ítarleitinni á vef dómstólanna. Vakin var athygli á mikilvægi þess að farið sé eftir reglum dómstólasýslunnar um birtingu dóma á netinu og að ákveðnu verklagi sé fylgt verði misbrestur þar á. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að tilkynna persónuverndarfulltrúa um alla misbresti sem verða við birtingu dóma og í kjölfarið metur persónuverndarfulltrúinn hvort misbresturinn flokkist undir öryggisbrest sem tilkynna skuli til Persónuverndar. 

3. Fjármálaáætlun 2021-2025 undirbúningur fyrir áætlunargerð.

Framkvæmdastjóri sagði frá því að undirbúningur fyrir fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 væri hafinn sem samkvæmt lögum um opinber fjármál skal leggja fram sem þingsályktunartillögu eigi síðar en 1. apríl 2020. Áætlunin mun byggja á fyrirliggjandi ríkisfjármálastefnu sem gildandi fjármálaáætlun 2020-2024 tekur mið af. Dómstjórar unnu frumdrög að áætlun næstu ára sem verða tekin til frekari skoðunar og vinnslu. 
Dómstjórar og aðrir gestir viku af fundi kl. 15:20 og fundur stjórnar hófst í kjölfarið. 


4. Fundargerð 15. fundar.

Fundargerðin var samþykkt. 


5. Reglur um námsleyfi (uppfærðar)

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og benti á að til skýringar hefði verið skeytt við nýrri málsgrein við 6. gr. reglnanna sem kveður á um að umsókn um greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar skuli senda dómstólasýslunni að loknu námsleyfi á þar til gerðu eyðublaði til samþykktar og afgreiðslu. 

Samþykktar sem reglur nr. 4/2019 og öðlast reglurnar þegar gildi. Jafnramt falla úr gildi reglur nr. 16/2018 um námsleyfi dómara. 



6. Reglur um sektir og ökuréttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. (uppfærðar).

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og sagði frá því að reglurnar hafi verið uppfærðar til samræmis við viðurlagafjárhæðir í reglugerð nr. 288/2018 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðalögum og reglum samkvæmt þeim. 

Samþykktar sem reglur nr. 5/2019 og öðlast reglurnar þegar gildi. Jafnframt falla úr gildir reglur nr. 13/2018 um sektir og ökuréttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 

7. Önnur mál.

Formaður sagði frá heimsókn Hæstaréttar til dómstólasýslunnar 29. nóvember sl. þar sem hlutverk og starfsemi dómstólasýslunnar var kynnt. 


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn  14. janúar 2020 kl. 15:00.
Fundi slitið kl. 15:50.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
2. fundur, 29. janúar 2019

Árið 2019, þriðjudaginn 29. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Kristín Haraldsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Erna Björt Árnadóttir. auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:05.

Fundarefni:



1. Fundargerð 1. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

 

2. Umsögn dómstólasýslunnar um frumvarp til laga um breytingu á ákvæðum upplýsingalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.
Dómstólasýslan gerir í megindráttum ekki athugasemdir við þær breytingar sem leiða af frumvarpinu og fela meðal annars í sér að upplýsingalög taki til dómstóla og dómstólasýslunnar með þeim takmörkunum sem nánar er mælt fyrir um í frumvarpinu og leiðir af reglum laganna. Í þeim takmörkunum felst meðal annars að lögin gilda ekki um gögn í vörslum dómstóla um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók og þingbók. Til viðbótar við þetta vill dómstólasýslan leggja til að gerðarbækur dómstólanna verði undanþegnar upplýsingarétti, enda standa ekki frekari rök til að þau gögn verði undirorpin upplýsingarétti en annað það sem talið er í 6. gr. laganna. Umsögn dómstólasýslunnar í þessa veru verið komið á framfæri við forsætisráðuneytið.

 

 

3. Upplýsingaöryggisstefna dómstólasýslunnar.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir tilgangi og markmiðum upplýsingaöryggisstefnu sem er m.a. að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem verða til, berast eða eru varðveitt hjá dómstólunum. Lögð er áhersla á að stefnan er bindandi fyrir alla starfsmenn dómstólanna sem og alla þjónustuaðila sem meðhöndla gögn og kerfi dómstólanna.
Stefnan er samþykkt og verður kynnt starfsmönnum og birt á vef dómstólasýslunnar.

 

4. Málatölur héraðsdómstólanna 2018.

Á fundi stjórnar dómstólasýslunnar 16. janúar sl. voru málatölur héraðsdómstólanna til umræðu. Fækkun þingfestra munnlegra fluttra einkamála við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári vakti einkum athygli ásamt því að við Héraðsdóm Reykjaness voru kveðnir upp fleiri gæsluvarðhaldsúrskurðir á árinu en við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þingfest munnleg flutt einkamál við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári voru samtals 585 samanborið við 712 á árinu 2017. Þá var einnig fækkun ákærumála við dómstólinn eða úr 679 á árinu 2017 í 602 á árinu 2018. Á sama tíma varð fjölgun ákærumála við Héraðsdóm Reykjaness, ákærumál voru 433 á árinu 2017 en 514 á árinu 2018. Rannsóknarúrskurðir við Héraðsdóm Reykjaness voru 653 á árinu 2018, þar af 227 gæsluvarðhaldsúrskurðir, en rannsóknarúrskurðir voru 648 við Héraðsdóm Reykjavíkur, þar af 213 gæsluvarðhaldsúrskurðir. Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru 24 dómarar en 8 dómarar við Héraðsdóm Reykjaness. Stjórn dómstólasýslunnar samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóra að eiga fund með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness til þess að ræða málatölur liðins árs og fjölda stöðugilda við dómstólana, sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla og leggja málið fyrir að nýju á næsta fundi. Áður hafði verið ákveðið að fela faranddómurum að vinna að sakamálum við dómstólinn ásamt því að Hjörtur O. Aðalsteinsson hefur fallist á að vinna að sakamálum til þess að létta álagið á dómstólnum.
Samþykkt í ljósi fyrirliggjandi málatalna með hliðsjón af 5. mgr. 30. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla að fela framkvæmdastjóra að bjóða dómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur sem áhuga kunna hafa á því að skipta um starfsvettvang að flytja starfsstöð sína tímabundið til Héraðsdóms Reykjaness. Tímasetning á væntanlegum flutningi liggur enn ekki fyrir og verður ákveðin í samráði við aðila. Lögð er áhersla á að um tímabundna ráðstöfun er að ræða sem sætir endurskoðun svo fljótt sem verða má. Ákveðið að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi.

5. Afrit bréfs Gunnars Aðalsteinssonar dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, dags. 21. janúar sl. til dómsmálaráðuneytisins.

Gunnar Aðalsteinsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, hefur vakið athygli dómsmálaráðuneytisins á því að honum bera að veita lausn frá störfum til samræmis við ákvæði 5. mgr. 52. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 en hann verður sjötugur 13. nóvember nk.

6. Önnur mál.

Formaður sagði frá fundi hans og framkvæmdastjóra með ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra fjármála og lagaskrifstofu þar sem framtíðarsýn ráðuneytisins um dómhús á stjórnarráðsreit voru m.a. til umræðu. Þá var einnig rætt um frumvarp um breytingu á ákvæðum laga um dómstóla um birtingu dóma og myndatökur í dómhúsum sem ráðuneytið hefur tekið af lista yfir frumvörp ríkissjórnar sem gert er ráð fyrir að verði afgreidd á vorþingi. Formaður lagði áherslu á mikilvægi þess að dómstólasýslunni verði fengið umboð til þess að setja samræmdar reglur um birtingu dóma á öllum dómstigum.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn þriðjudaginn 19. febrúar 2019 kl. 15.
Fundi slitið kl. 16.00.



Benedikt Bogason

Davíð Þór Björgvinsson
Halldór Björnsson
Erna Björt Árnadóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
3. fundur, 19. febrúar 2019

Árið 2019, þriðjudaginn 19. febrúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Kristín Haraldsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir og Bergþóra Benediktsdóttir. auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:20. Bergþóra Benediktsdóttir, nýkjörinn fulltrúa í stjórn dómstólasýslunnar, var boðin velkomin til starfa.

Fundarefni:

1. Fundargerð 2. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Héraðsdómur Reykjaness og Héraðsdómur Reykjavíkur. Samkomulag um flutning dómara.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.
Í samræmi við ákvörðun á síðasta fundi dómstólasýslunnar var öllum dómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur gefinn kostur á að færa starfsvettvang sinn til Héraðsdóms Reykjaness. Þar sem enginn dómari óskaði eftir því kemur í hlut dómstólasýslunnar að ákveða hvaða dómari verði færður til í starfi. Arnaldur Hjartarson hlaut síðast skipun í embætti við dóminn og hefur honum af þeim sökum verið kynnt að til standi að hann verði fyrir valinu. Af því tilefni hefur honum verið gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við dómstólasýsluna. Arnaldur hefur fyrir sitt leyti fallist á þetta þótt hann hefði frekar kosið að starfa áfram við Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómstólasýslan áréttar að um tímabundna ráðstöfun er að ræða og því verður Arnaldi gefinn kostur á að koma aftur til starfa við Héraðsdóm Reykjavíkur um leið og embætti dómara verður laust við dóminn.

Samþykkt.

3. Beiðni um setningu dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra.

Stjórn dómstólasýslunnar hefur samþykkt ósk Erlings Sigtryggssonar dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra um veikindaleyfi frá 11.febrúar sl. til 1. september nk. Þá ákvað stjórn dómstólasýslunnar á grundvelli 2.mgr. 35.gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að dómari verði settur í embættið frá 1. mars 2019 til 1. september 2019. Með vísan til 2. mgr. 31. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla gegnir Halldór Björnsson héraðsdómari við Héraðsdóm Norðurland eystra embætti dómstjóra á meðan veikindaleyfi stendur.

4. Til umsagnar frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingu á eml. og sml. (táknmálstúlkar).

Stjórn dómstólasýslunnar telur að þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu vera til bóta og gerir engar athugasemdir við efni þess.

5. Námsleyfi dómstjóra Héraðsdóms Austurlands frá 1. desember 2019.

Formaður vakti máls á væntanlegu námsleyfi dómstjóra Héraðsdóms Austurlands sem hefst 1. desember nk. og mikilvægi þess að hugað verði tímanlega að mönnun embættisins á meðan námsleyfi hans stendur.

6. Vefgátt réttarvörslukerfisins – staða verkefnisins.

Brynhildur Þorgeirsdóttir, sérfræðingur á fjármálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins mætti á fundinn kl. 15:45. Brynhildur sagði frá stöðu verkefnis ráðuneytisins um réttarvörslugátt en eitt meginmarkmiða verkefnisins er að gögn réttarvörslukerfisins verði aðgengileg rafrænt, þvert á stofnanir, með öruggum hætti. Brynhildur lagði áherslu á að samstarf þvert á stofnanir réttarvörslukerfisins er lykilatriði fyrir framvindu verkefnisins og sömuleiðis að að stofnanir haldi að sér höndum við að fara eigin leiðir á meðan verkefninu stendur. Leiðarljósið er aukin skilvirkni, öryggi gagna, aðgengi og rekjanleiki þeirra. Fjármagn hefur verið veitt til verkefnisins til næstu þriggja ára og áætlun um að því verði lokið fyrir þann tíma.
Brynhildur Þorgeirsdóttir vék af fundi kl. 16:10.

7. Önnur mál.

Áður ákveðinn fundur stjórnar með dómstjórum héraðsdómstólanna sem átti að halda 8. mars nk. er frestað til 15.mars nk. kl. 15:00.



Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn föstudaginn 15. mars 2019 kl. 14:00.
Fundi slitið kl. 16:25.




Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
4. fundur, 15. mars 2019

 

Árið 2019, föstudaginn 15. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Kristín Haraldsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir og Bergþóra Benediktsdóttir. auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 14:00.

 

Fundarefni:

 

1. Fundargerð 3. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.


2. Landsréttur, dómur Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019. Viðbrögð dómstólasýslunnar.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og var það rætt ítarlega. Eftirfarandi bókun var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Hervarar Þorvaldsdóttur.

Eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu féll 12. þessa mánaðar í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi (mál nr. 26374/18) hefur dómstólasýslan haft til meðferðar viðbrögð við dóminum. Í þeim efnum hefur formaður stjórnar dómstólasýslunnar og framkvæmdastjóri átt ítarlegar viðræður við fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og nokkra af dómurum við Landsrétt, auk þess sem haft hefur verið samráð við réttarfarsnefnd. Að öllu þessu virtu fer dómstólasýslan þess á leit við ráðuneytið að það hlutist til um lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt. Þetta tekur mið af því að fjórir dómarar við réttinn geta að óbreyttu ekki tekið þátt í dómstörfum. Án þess að gripið verði til þessa úrræðis mun álagið við réttinn aukast verulega með tilheyrandi drætti á meðferð mála. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um af Íslands hálfu að óska eftir að málinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins leggur dómstólasýslan jafnframt ríka áherslu á að áhrif slíks málsskots verði könnuð. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga þá óvissu sem Landsréttur hefur mátt búa við allt frá því að hann tók til starfa 1. janúar 2018. Einnig telur dómstólasýslan mikilvægt að traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt, svo fljótt sem verða má, í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Dómstólasýslan er reiðubúin til samráðs og að veita alla aðstoð í þessu sambandi.


3. Fjármálaáætlun 2020-2024

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum að fjármálaáætlun sem byggir á ákvæðum laga nr. 123/2015 um opinber fjármál en ráðherra skal leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun til næstu fimm ára eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Í greinargerð með fjármálaáætlun skal kynna stefnumótun ráðherra fyrir einstök málefnasvið, þar á meðal dómstóla. Í áætlun skal gera grein fyrir helstu áherslum og markmiðum, þ.m.t. gæða- og þjónustumarkmiðum, greina frá nýtingu fjármuna og helstu áherslum um innkaup.

Fjármálaáætlun var samþykkt með áorðnum breytingum varðandi mælikvarða um málsmeðferðartíma í héraði og um traustmælingar. Framkvæmdastjóra var falið að gera ráðuneytinu grein fyrir þeim breytingum.


4. Fundur með dómstjórum héraðsdómstólanna.

Kl. 15 hófst fundur stjórnar dómstólasýslunnar með dómstjórum og öðrum stjórnendum héraðsdómstólanna en á fundinn mættu: Barbara Björnsdóttir, Gunnar Aðalasteinsson, Bergþóra Ingólfsdóttir, Halla Jónsdóttir og Jenný Jónsdóttir. Með aðstoð fjarfundarbúnaðar tóku þátt, Ásgeir Magnússon, Halldór Halldórsson og Ólafur Ólafsson. Elín Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

Á fundinum var m.a. kynnt og farið yfir:

a) Stöðu á innleiðingaráætlun fyrir nýtt upplýsingakerfi héraðsdómstólanna og skjalamál o.fl.
b) Verkefnastjóri sagði frá því að innleiðing hefst við Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 25. mars nk. Þar næst verði kerfið sett upp hjá Héraðsdómi Vesturlands og Héraðsdómi Vestfjarða 13. maí nk. Við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Norðurlands vestra 20. maí nk. Við Héraðsdóm Reykjaness 3. júní nk. og loks Héraðsdóm Reykjavíkur 11. júní nk. ef allt gengur að óskum. Mikilvægur þáttur í innleiðingu á hinu nýja kerfi er þjálfun starfsmanna á hverjum dómstól fyrir sig en tilnefndir hafa verið sérstakir ,,ofurnotendur“ sem gegna lykilhlutverki í ferlinu, hver á sínum dómstól. Skjalastjóri sagði frá mikilvægi þess að samhliða innleiðingu á nýju upplýsingakerfi verði lögð áhersla á samræmda skráningu mála á öllum héraðsdómstólum og samræmdan frágang og vistun gagna. Endurnýjun tölvubúnaðar héraðsdómstólanna er að mestu yfirstaðin og dómstólarnir því betur í stakk búnir til þess að nýta upplýsingakerfið til fullnustu.

c) Nýting talgreinis við vinnslu dómsmála. Dómstólasýslan hefur kynnt sér notkun talgreinis hjá Alþingi en þar eru þingræður ritaðar og birtar beint á vef þingsins án þess að mannshöndin komi þar nærri. Unnið er að kostnaðarmati á mögulegri innleiðingu fyrir dómstólana en vænta má að mikið hagræði fylgi af nýtingu slíks búnaðar hjá dómstólunum.

d) Dómstóladagurinn. Stefnt er að sameiginlegum fræðsludegi allra dómstólanna 6. september nk. þar sem umfjöllunarefnið verður m.a. upplýsingatækni og öryggismál.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 27. mars 2019 kl. 15:00.
Fundi slitið kl. 16:40.




Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
5. fundur, 27. mars 2019

 

Árið 2019, miðvikudaginn 27. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Halldór Björnsson, sem tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir boðuðu forföll. Guðni Bergsson varamaður Kristínar Haraldsdóttir gat ekki tekið sæti á fundinum vegna annarra starfa.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:

1. Fundargerð 4. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.


2. Bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 19. mars 2019. Tilnefning aðal- og varamanns í endurupptökunefnd.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og rætt um tilnefningu í endurupptökunefnd.
Málinu frestað til næsta fundar.

3. Ársskýrsla 2018 – drög til kynningar.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum að ársskýrslu dómstólasýslunnar og dómstólanna fyrir árið 2018 en það er eitt lögbundinna hlutverka dómstólasýslunnar að safna saman og birta upplýsingar um fjölda og afgreiðslu mála við dómstóla ásamt því að gefa út ársskýrslu. Tölfræðiupplýsingar sem birtar verða í skýrslunni eru unnar með aðstoð Hæstaréttar og Landsréttar. Tölfræðiupplýsingar héraðsdómstólanna eru birtar til samræmis við það sem áður hefur verið gert enda byggja þær á upplýsingum úr núverandi málaskrárkerfi þeirra. Ársskýrslan verður gefin út og birt á vef dómstólasýslunnar.

4. Landsréttur - staða mála.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en enn liggja ekki fyrir upplýsingar um viðbrögð stjórnarvalda við þeirri stöðu sem uppi er varðandi réttinn. Á fundinum var m.a. rætt um að fljótlega færu áhrif þess að fjóra dómara vantar við réttinn að segja til sín og hætta væri á að mál færu að safnast upp og möguleg viðbrögð við því.


5. Önnur mál.
- Rætt var um nýlega dóma sem kveðnir hafa verið upp annars vegar í Hæstarétti og Landsrétti varðandi sérfróða meðdómsmenn þar sem dómar voru ómerktir og vísað heim í hérað að nýju á grundvelli skipan dóms með tveimur sérfróðum meðdómsmönnum.
Samþykkt að fela dómstólasýslunni að vekja athygli á framangreindum dómum.

- Rætt var um opnun Barnahúss á Akureyri 1. apríl nk. sem hefur í för með sér mikla breytingu varðandi aðstöðu til skýrslutökur yfir börnum. Halldór Björnsson, starfandi dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra, og stjórnarmaður dómstólasýslunnar mun flytja ávarp við opnunina og flytja kveðjur stjórnar dómstólasýslunnar.
-

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 24. apríl 2019 kl. 15:00.
Fundi slitið kl. 16:25.


Benedikt Bogason

Davíð Þór Björgvinsson

Halldór Björnsson

Bergþóra Benediktsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
6. fundur, 24. apríl 2019 

Árið 2019, miðvikudaginn 24. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir og Barbara Björnsdóttir, sem tók þátt í fundinum í gegnum síma, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisar Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson hafði boðað forföll. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


                                                                                         Fundarefni:

1. Fundargerð 5. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traustmæling Gallup og drög að þjónustukönnun til umræðu.
Matthías Þorvaldsson, sérfræðingur hjá Gallup, mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Könnunin fór fram á tímabilinu frá 16. janúar til 1. mars 2019 og var þátttökulutfall 53,7%. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 47%. Traust til Hæstaréttar mældist 56%, traust til Landsréttar mældist 49% og traust til héraðsdómstólanna mældist 49%. Könnun Gallup var endurtekinn í kjölfar uppkvaðningar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipan dómara við Landsrétt. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins hélst óbreytt eða 47% en hlutfall þeirra sem bera mikið traust til Hæstaréttar fór úr 56% í 51%, hlutfall þeirra sem bera mikið traust til Landsréttar fór úr 49% í 40% en hlutfall þeirra sem bera mikið traust til héraðsdómstólanna hélst óbreytt.
Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi drögum að þjónustukönnun Gallup fyrir dómstólasýsluna. 
Samþykkt að fá dómstjóra héraðsdómstólanna og skrifstofustjóra Hæstaréttar og Landsréttar til þess að rýna drögin og að því loknu leita aðstoðar LMFÍ og ákærendafélagsins til þess að leggja hana fyrir. Niðurstöður þjónustukönnunar verða kynntar stjórn þegar þær liggja fyrir. 

3. Bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 19. mars 2019. Tilnefning aðal - og varamanns í endurupptökunefnd.

Málinu var frestað á síðasta fundi stjórnar til þess að leita eftir afstöðu aðila til tilnefningar í endurupptökunefnd og var málið afgreitt af stjórn milli funda. Með bréfi dómstólasýslunnar 8. apríl sl. til dómsmálaráðuneytisins var tilkynnt um svohljóðandi tilnefningu dómstólasýslunnar. Aðalmenn: Ingibjörg Benediktsdóttir og Eggert Óskarsson. Varamenn: Hrefna Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson. 

Þannig staðfest.

4. Bréf Lögmannafélags Íslands, dags. 8. apríl 2019. Skipun skiptastjóra – leiðbeinandi reglur. 

Formaður gerði grein fyrri fyrirliggjandi bréfi stjórnar LMFÍ þar sem óskað er upplýsinga frá dómstólasýslunni um það hvort til staðar séu leiðbeinandi reglur um úthlutun skiptamála hjá héraðsdómstólunum. Ef slíkar reglur eru ekki til staðar kallar stjórn LMFÍ eftir afstöðu dómstólasýslunnar til þess hvort ekki sé fullt tilefni til að setja slíkar reglur.

Samþykkt að taka til skoðunar hvort taka eigi saman slíkar leiðbeinandi reglur á grundvelli 6. tl. 8. gr. laga um dómstóla og legga málið fyrir á sameiginlegum fundi stjórnar og dómstjórum héraðsdómstólanna sem fyrirhugaður er 27. maí nk. 


5. Kæra til nefndar um dómarstörf. Beiðni lögmanns um að afgreiðsla málsins verði tekin til frekari skoðunar.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en það var m.a. til umræðu á fundi stjórnar 19. desember sl. Á þeim fundi var samþykkt svohljóðandi bókun: ,, Stjórn dómstólasýslunnar telur ekki ástæðu til að bregðast við í tilefni af þeim skýringum sem núverandi dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness hefur gefið á birtingu dóms í fyrrgreindu máli sem fór fram áður en hann tók við embætti sínu sem dómstjóri. Með þessari afstöðu er dómstólasýslan ekki að fallast á þau sjónarmið um birtingu dóma sem fram koma í bréfi dómstjóra frá 1. júní 2018. Jafnframt tekur dómstólasýsluan fram að reglur um birtingu dóma eru til ítarlegra endurskoðunar.“ Í fyrirliggjandi tölvupósti lögmanns frá 1. mars sl. kemur m.a. fram að lögmaðurinn telur mikilvægt að málið verið skoðað betur enda varði það traust og trúverðugleika dómstólanna.

Svohljóðandi bókun var samþykkt: ,,Stjórn dómstólasýslunnar áréttar fyrri bókun sína frá fundi 19. desember sl. og gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu formanns og framkvæmdastjóra.“


6. Landsréttur. Staða mála í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019. 

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. 

Málinu var frestað.


7. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um meðferð eml. og sml. 

Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi frumvarpi en dómstólasýslunni hefur borist frumvarpið til umsagnar. 
Dómstólasýslan gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en leggur þó til að bætt verði við ákvæði í niðurlagi 3. mgr. 39. gr. laga um dómstóla þess efnis að starfsmenn dómstóla geti ekki verið tilnefndir sem sérfróðir meðdómsmenn.  Tillagan tekur m.a. tillit til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið af hálfu GRECO (ríkjahópur Evrópuráðsins um aðgerðri gegn spillingu) varðandi tilnefningu sérfróðra meðdómsmanna. Að baki tillögu dómstólasýslunnar býr að sjálfstæði meðdómsmanns er ekki nægjanlega tryggt ef hann er starfsmaður dómstóla og stendur þannig í starfstengslum við skipaða dómara. Einnig er þessi aðstaða til þess falinn að auka traust og tiltrú á dómskerfinu. 

8. Frumvarp forætisráðherra um breytingu á upplýsingalögum. (útvíkkun gildissviðs ofl.) 780. mál.

Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi frumvarpi en dómstólasýslunni hefur borist frumvarpið til umsagnar. 

Með bréfi dómstólasýslunnar dags. 30. janúar sl. til forsætisráðuneytisins kom fram að dómstólasýslan gerði í megindráttum ekki athugasemdir við þær breytingar sem leiða af frumvarpinu en dómstólasýslan vildi hins vegar leggja áherslu á að gerðabækur dómstólanna verði undanþegnar upplýsingarétti. Tekið hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda í fyrirliggjandi frumvarpi og gerir dómstólasýslan því engar athugasemdir við frumvarpið eins og það liggur fyrir.  


9. SEND á Íslandi dagana 8.-11. maí 2019.

Framkvæmdastjóri sagði frá fyrirhugaðri ráðstefnu um sönnunarmat sem haldið verður á vegum dómstólasýslunnar og stýrinefndar SEND á hótel Rangá dagana 8. -11. maí nk.  Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og fulltrúi í stýrinefnd SEND hefur borið hitann og þungan að undirbúningi ráðstefnunnar af Íslands hálfu. Þátttakendur eru um 60 talsins frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

10. Önnur mál.
-Lagt fram til kynningar bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 12. apríl 2019 varðandi bréf réttindavaktar félagsmálaráðuneytisins um meint brot dómstóla á persónuverndarlögum gagnvart fötluðu fólki. 
-Með bréfi dómstólasýslunnar dags. 9. apríl sl. var dómurum við héraðsdómstólana boðið að skipta um starfsvettvang með vísan til 4.mgr. 30.gr. laga um dómstóla í ljósi þess að Gunnar Aðalsteinsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, hefur fengið lausn frá embætti frá og með 13. nóvember 2019. Tveir héraðsdómarar óskuðu eftir flutningi en það voru þau Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari, faranddómari við Héraðsdóm Reykjaness og Bergþóra Ingólfsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 9. janúar 2018 var Bergþóra Ingólfsdóttir skipuð í embætti héraðsdómara með starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sem sinnir störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar og fullnægir því ekki skilyrðum 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla um að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól. 
Samþykkt beiðni Boga Hjálmtýssonar um að skipta um starfsvettvang þannig að hann gegni embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness frá og með 13. nóvember nk. er Gunnar Aðalsteinsson lætur af embætti. Samþykkt að óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að embætti dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en að dómari sinni störfum við alla héraðsdómstóla verði auglýst laust til skipunar frá og með sama tíma. 
Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 22. maí 2019 kl. 15:00. 
Fundi slitið kl. 16:55.




Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir

 Barbara Björnsdóttir

Bergþóra Benediktsdóttir

 Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
7. fundur, 22.maí 2019

 

Árið 2019, miðvikudaginn 22. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Halldór Björnsson sem tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:05. 


                                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 6. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Námsleyfi dómara – umsóknir fyrir vor- og haustmissiri 2020. Skýrslur vegna námsleyfa 2018. 

Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi umsóknum sem bárust frá þremur héraðsdómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur og einum hæstaréttardómara. 
Námsleyfisumsóknirnar voru samþykktar.
Lagðar voru fram skýrslur dómara er luku námsleyfi á liðnu ári., sbr. 7. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 16/2018. 


3. Drög að starfsreglum stjórnar dómstólasýslunnar.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. 

Afgreiðslu starfsreglnanna var frestað til næsta fundar. 


4. Stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en með bréfi ríkisendurskoðanda, dags. 26. febrúar 2019 var formanni tilkynnt um að ríkisendurskoðun hygðist hefja úttekt á stjórnsýslu dómstóla á grundvelli tillögu Alþingis þar um. Formaður og framkvæmdastjóri hafa fundað með ríkisendurskoðanda í kjölfarið og unnið er að svörun spurninga ríkisendurskoðanda af því tilefni. 

5. Starfsánægjukönnun SFR 2019.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunarinnar sem birt er á vef SFR. Að þessu sinni tóku Héraðsdómur Reykjavíkur, Héraðsdómur Reykjaness og Héraðsdómur Suðurlands þátt. 


6. Önnur mál. 
-Kjör aðalmanns í stjórn dómstólasýslunnar. Kynnt var niðurstaða kosningar héraðsdómara á  Halldóri Björnssyni, starfandi dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands eystra, sem aðalmanni í stjórn dómstólasýslunnar til næstu fimm ára. 
-Formaður sagði frá því að vænta megi niðurstöðu seinni hluta júnímánaðar hvort að beiðni íslenska stjórnvalda um að dómur Mannaréttindadómstóll Evrópu er varðar skipun í embætti dómara við Landsrétt verði tekin fyrir hjá yfirdeild dómstólsins. Hervör Þorvaldsdóttir sagði frá því að hún mun hlutast til um það að sett verði í embætti dómara við Landsrétti samhliða námsleyfi dómara við réttinn.



Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn mánudaginn 24. júní 2019 kl. 15:00. 
Fundi slitið kl. 16:15.





Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

8. fundur, 24. júní 2019

Árið 2019, miðvikudaginn 24. júní, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Halldór Björnsson sem tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:05. 



                                                                                Fundarefni:

Hervör Þorvaldsdóttir gerði grein fyrir því að hún þyrfti að víkja af fundi eigi síðar en kl. 15:40 þar sem hún þyrfti að vera mætt á fund með dómsmálaráðherra kl. 16:00. 

1. Afrit bréfs dómsmálaráðuneytisins til forseta Landsréttar, dags. 6. júní 2019, varðandi vísan dóms MDE í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar til yfirdeildar dómstólsins.

Formaður gerði grein fyrir því að fyrir liggur að ákvörðun um hvort fallist verði á að vísa málinu til yfirdeildarinnar verður ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi 9. september n.k. Eftir að stjórnarmenn höfðu fjallað um málið var eftirfarandi bókun samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu:

Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars 2019 í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu var komist að þeirri niðurstöðu að skipun tiltekins dómara við Landsrétt hefði farið í bága við lög og falið í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sama á við um skipun þriggja annarra dómara við réttinn. Frá því dómurinn gekk hafa dómararnir fjórir ekki gegnt dómstörfum og verður að óbreyttu gert ráð fyrir að svo verði áfram. 

Þar sem fjórir af fimmtán dómurum hafa ekki verið að störfum hefur rétturinn ekki haft undan að afgreiða innkomin mál og því hafa þau safnast upp. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti má gera ráð fyrir að um næstu áramót bíði dóms hjá réttinum um 500 áfrýjuð einkamál og sakamál, en það er meira en rétturinn annar á heilu ári. Af þessu leiðir að verulegur dráttur mun verða á málsmeðferð og verða þá einkum áfrýjuð einkamál látin sitja á hakanum. Þarf ekki að fjölyrða um hversu bagalegt það er, ekki bara fyrir þá aðila sem þar eiga hlut að máli heldur fyrir réttarkerfið allt.

Af hálfu íslenska ríkisins hefur þess varið farið á leit að fyrrgreindum dómi Mannréttindadómstólsins verði vísað til yfirdeildar hans, sbr. 1. mgr. 43. gr. mannréttindasáttmálans. Fyrir liggur að ákvörðun um hvort fallist verði á að vísa málinu til yfirdeildarinnar verður ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi 9. september n.k.

Verði fallist á að heimila vísun málsins til yfirdeildar dómsins má ekki vænta dóms hennar fyrr en undir lok ársins 2020. Komi til þess verður að áliti dómstólasýslunnar að grípa til viðeigandi úrræða til að manna Landsrétt. Í þeim efnum kemur til álita að setja dómara til lengri tíma eða skipa nýja dómara við réttinn. Í báðum tilvikum þarf að afla lagaheimildar til þeirrar ráðstöfunar. Verði á hinn bóginn ekki fallist á að vísa málinu til yfirdeildarinnar þarf nokkuð svigrúm til að bregðast við þeim lyktum. Í þeim efnum má nefna að Hæstiréttur hefur frestað nokkrum málum þar sem krafist er ómerkingar á dómum Landsréttar af þeirri ástæðu að fyrrgreindir dómarar hafa setið í dómi. Má gera ráð fyrir að þau mál yrðu flutt og dæmd í kjölfar ákvörðunar um að synja beiðninni um að málinu verði vísað til yfirdeildarinnar. Reikna má með að dómur Hæstaréttar þar að lútandi gangi undir lok líðandi árs, en með honum yrði væntanlega tekin afstaða til afleiðinga dóms Mannréttindadómsins að landsrétti. 

Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið telur dómstólasýslan rétt að bregðast við þeim bráðavanda sem hefur skapast með því að settir verði dómarar við Landsrétt frá lokum sumarleyfa til ársloka. Þannig yrði tryggt að Landsréttur gæti starfað á fullum afköstum til þess tíma sem fyrst má reikna með að niðurstaða liggi fyrir um hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur fyrir íslenska dómstólaskipan. Með slíkri tímabundinni setningu dómara við réttinn væri ekki komið í veg fyrir að síðar yrðu teknar aðrar ákvarðanir til lengri tíma ef nauðsyn ber til heldur þvert á móti gefur svigrúm til að undirbúa slíkar ráðstafanir sem kalla á lagabreytingar, eins og áður var vikið að. Í samræmi við þetta felur dómstólasýslan formanni og framkvæmdastjóra að kanna hvort umræddir fjórir dómarar eru reiðubúnir til að fara í launað leyfi til áramóta, en það skal áréttað að slíkt leyfi verður ekki veitt nema samkvæmt ósk þeirra. 
Hervör Þorvaldsdóttir vék af fundi kl. 15:40.


2. Fundargerð 7. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

3. Drög að reglum stjórnar um meðferð mála og verkaskiptingu milli stjórnar og framkvæmdastjóra.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.

Drögin voru samþykkt sem reglur dómstólasýslunnar nr. 1/2019 en jafnframt samþykkt að reglurnar komi til endurskoðunar einu sinni á ári. 

4. Bréf dómstólasýslunnar til dómsmálaráðuneytisins, dags. 8. júní 2019, um tilnefningu Eggerts Óskarssonar til þess að taka ad hoc sæti í endurupptökunefnd.

Bréfið er lagt fram til staðfestingar en málið var afgreitt rafrænt af hálfu stjórnar á milli funda enda var erindið brýnt og þarfnaðist skjótrar afgreiðslu.



5. Önnur mál. 
-Kjör varamanns í stjórn dómstólasýslunnar. 
Kynnt var niðurstaða kosningar héraðsdómara á  Arnaldi Hjartarsyni, héraðsdómara, sem varamanni í stjórn dómstólasýslunnar til næstu fimm ára.

-Með tölvupósti dómsmálaráðuneytisins 9. júní sl. var óskað tilnefningar af hálfu dómstólasýslunnar í samráðshóp ráðuneytisins um mansal. Þar sem tilnefningar var óskað fyrir 20. júní sl. var erindið afgreitt milli funda. Dómstólasýslan tilnefndi Sigríði Elsu Kjartansdóttur héraðsdómar og Símon Sigvaldason dómstjóra.

-Fyrir liggur að Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti ber að leita jafnlaunavottunar með hliðsjón af starfsmannafjölda á grundvelli ákvæða um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum. Liður í verkefninu er að vinna að starfaflokkun allra starfa sem felur í sér að vinna þarf starfs- og hæfnilýsingar fyrir öll störf. Vinna við jafnlaunavottunina kemur til með að nýtast við undirbúning að gerð launastefnu og sameiginlegra stofnanasamninga dómstólasýslunnar. 

-Lögð fram drög að reglum um störf skiptastjóra.
Formaður gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum.
Samþykkt að vinna þau áfram og fá LMFÍ að því verkefni og leggja drögin að því búnu að nýju fyrir stjórn.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 28. ágúst 2019 kl. 15:00. 
Fundi slitið kl. 16:20

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

9. fundur, 16. júlí 2019

 

Árið 2019, þriðjudaginn 16. júlí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason,  Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Barböru Björnsdóttur og Bergþóru Benediktsdóttur sem tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Ólöf Finnsdóttir ritaði fundargerð.  
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 16:00.

                                                                                Fundarefni:


1. Fundargerð 8. fundar 2019.


Fundargerðin var samþykkt.

2. Umsókn um leyfi Landsréttardómara.
Í kjölfar samþykktar fundar stjórnar dómstólasýslunnar frá 24. júní 2019 boðaði formaður og framkvæmdastjóri til fundar með þeim fjórum dómurum Landsréttar sem ekki hafa verið við störf frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar var kveðinn upp 12. mars sl.  Tilgangur fundarins var m.a. að kanna hvort umræddir fjórir dómarar væru reiðbúnir til að fara í launað leyfi til áramóta. Með bréfi dags. 7. júlí sl. óskaði Jón Finnbjörnssonar, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum við Landsrétt allt til 31. desember 2019. Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, lýsti því yfir að hún muni óska setningar í embættið eins fljótt og auðið er á meðan leyfi dómarans stendur.  
Umsókn um leyfi er samþykkt með vísan til 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla. 


3. Fjárveitingar vegna setningar dómara.

Samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 9. júlí sl. til forseta Landsréttar hefur dómsmálaráðuneytið ákveðið að setja dómara við Landsrétt í námsleyfi dómara á tímabilinu frá og með 1. september 2019 til og með 29. febrúar 2020. Þá mun forseti Landsréttar óska eftir setningu í embætti dómara eins fljótt og auðið er á meðan leyfistíma dómarans stendur. 
Fyrir liggur að hvorki eru fjárheimildir í fjárlögum þessa árs til þess að standa straum af kostnaði við setningar í embætti dómara, né er gert ráð fyrir setningum í fjármálaáætlun komandi árs. Því leggur stjórn dómstólasýslunnar áherslu á mikilvægi þess að dómsmálaráðuneytið tryggi Landsrétti auknar fjárveitingar vegna kostnaðar samhliða setningum í embætti framangreindra dómara
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að upplýsa ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um framangreint. 

4. Rafræn málsmeðferð.
Haustið 2017 hleypti fyrirrennari dómstólasýslunnar, dómstólaráð, af stað tilraunaverkefninu „rafrænn dómari“ í samvinnu við héraðssaksóknara. Verkefnið fól í sér að héraðssaksóknari afhenti mál á pdf. formi til Héraðsdóms Reykjavíkur á minnislyklum ásamt frumriti málsgagna. Á árinu 2018 hófst verkefni á vegum dómsmálaráðuneytisins þar sem unnið er að því að stafrænt væða réttarvörslukerfið í heild sinni. Hefur nú verið komið á tímabundinni lausn um það hvernig skila megi gögnum rafrænt til dómstóla. Lausnin sem nú er unnið er með er einungis fyrsta skrefið í því að gera samskipti við dómstóla stafræn. 

5. Önnur mál. 
Framkvæmdastjóri sagði frá því að ráðning í stöðu lögfræðings og fræðslu- og kynningarstjóra dómstólasýslunnar stendur yfir í kjölfar auglýsinga um stöðurnar.




Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 28. ágúst 2019 kl. 15. 
Fundi slitið kl. 16:40.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

2024

Dómstólasýslan.
1. fundur, 25. janúar 2024.

Árið 2024, fimmtudaginn 25. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.15.

Fundarefni:

1. Tillögur dómstólasýslunnar vegna fjármálaáætlunar 2025-2029 fyrir Hæstarétt, Landsrétt, héraðsdómstólana og dómstólasýslunnar. Mat á þörf á hækkun frá gildandi áætlun vegna nýrra útgjaldaþarfa.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir innsendum tillögum Hæstaréttar, Landsréttar, Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness um útgjaldaþörf 2025-2029 og kynnti drög að tillögum dómstólasýslunnar til dómsmálaráðuneytis fyrir öll dómstig og dómstólasýsluna.

Rætt var um ýmis efnisatriði fjármálaáætlunarinnar og fram komnar tillögur dómstólanna um útgjöld. Samþykkt var að framkvæmdastjóri sendi dómsmálaráðuneytinu drögin með örfáum lagfæringum í samræmi við umræðu fundar.


2. Málatölur 2023

Gerð var grein fyrir málatölum ársins 2023 fyrir Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdómstóla. Kom fram að heilt yfir hafi málsmeðferðatími hjá héraðsdómstólum styst í munnlega fluttum einkamálum og ákærumálum. Málafjöldi hafi aukist vegna fjölgunar mála í nokkrum málategundum s.s útivistarmálum og gjaldþrotamálum. Hjá Landsrétti hafi málsmeðferðatími aukist aðeins í áfrýjuðum einkamálum en styst í öðrum málaflokkum. Málafjöldi hafi aukist vegna fjölgunar í kærðum sakamálum. Hjá Hæstarétti hafi málsmeðferðatími lengst aðeins í áfrýjuðum og kærðum einkamálum en styst í kærðum og áfrýjuðum sakamálum. Málafjöldi þar hafi haldist nokkuð svipaður milli ára.
Umræður um málatölurnar fóru fram og upplýst að helstu málatölur verði birtar á vefsíðu dómstólanna.

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir og Edda Laufey Laxdal komu inn á fundinn kl. 16.37.

3. Staða á vinnu við eftirfarandi reglur:

a. Reglur um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólunum
Snædís Ósk gerði grein fyrir drögum að reglum um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum og þeim athugasemdum sem bárust eftir að þær voru sendar í samráð. Umræða fór fram. Ákveðið var að uppfæra drögin í samræmi við umræðu á fundi og rýna nánar framkomnar athugasemdir áður en drögin verða lögð fyrir stjórn að nýju.

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 17.18.

b. Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstólanna

Edda Laufey gerði grein fyrir stöðu verkefnisins og mikilvægi þess að ná fram samræmi hjá héraðsdómstólunum við útgáfu dagskrár. Ákveðið var að leggja málið fyrir á næsta dómstjórafundi og kjölfar þess leggja uppfærð drög fyrir stjórn.

Edda Laufey Laxdal vék af fundi kl. 17.35.

4. Mannaflalíkan 2024

Kynnt var mannaflalíkan fyrir árið 2024 þar sem lagt er mat á vinnuálag hjá héraðsdómstólunum á komandi ári út frá ýmsum forsendum s.s vegnum málatölum síðastliðinna þriggja ára og áætluðum ársverkum dómara og aðstoðarmanna.
Umræður fóru fram um niðurstöður mannaflalíkansins og þær aðferðir sem koma til greina við jöfnun álags milli héraðsdómstóla. Formaður og framkvæmdastjóri munu skoða það nánar og kynna líkanið á næsta dómstjórafundi.

5. Önnur mál.

Fram kom að kjörtímabili fulltrúa héraðsdómara í stjórn dómstólasýslunnar lýkur í lok júlí 2024 og mun dómstólasýslan hlutast um að undirbúa kosningu aðalmanns og varamanns fyrir þann tíma.

Fleiri mál voru ekki rædd. Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 22. febrúar nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 18.05.


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson







Dómstólasýslan.

2. fundur, 21. mars 2024.

Árið 2024, fimmtudaginn 21. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

1. Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla


Edda Laufey Laxdal kom inn á fundinn kl. 15.02.

Edda Laufey gerði grein fyrir drögum að reglum um útgáfu dagskrár hjá héraðsdómstólum og þeim athugasemdum sem bárust frá dómstjórum og Blaðamannafélagi Íslands. Umræður fóru fram. Reglurnar voru samþykktar með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

2. Meðferð persónuupplýsinga hjá dómstólum og dómstólasýslunni

Fræðsluskylda hvílir á dómstólum og dómstólasýslunni að veita upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga og gerði Edda Laufey grein fyrir samantekt sem unnin var um meðferð persónuupplýsinga hjá dómstólum og dómstólasýslunni. Upplýst var að skjalið yrði birt á vefsíðu dómstóla.

Edda Laufey vék af fundi kl. 15.36 og Snædís Ósk Sigurjónsdóttir kom inn á fundinn á sama tíma.

3. Reglur um aðgang almennings að gögnum og upplýsingum um einstök mál hjá Landsrétti og héraðsdómstólum eftir að þeim er endanlega lokið

Snædís Ósk gerði grein fyrir drögum að reglum um aðgang almennings að gögnum. Umræður fóru fram. Reglurnar voru samþykktar með þeim breytingum sem voru kynntar.

Snædís Ósk vék af fundi kl. 15.48.

4. Staða verkefnis um nýjan ytri vef dómstóla

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir aðdraganda verkefnisins og núverandi stöðu þess hjá Stafrænu Íslandi. Um væri að ræða umfangsmikið verkefni bæði tæknilega og efnislega með aðkomu tveggja starfshópa frá dómstólunum. Áfram verði unnið að verkefninu á árinu en vonast sé til þess að notendaprófanir geti hafist í sumar eða næsta haust.

5. Viðbrögð við mannaflalíkani – dreifing álags

Mannaflalíkan vegna ársins 2024 var kynnt á síðasta stjórnarfundi og á dómstjórafundi í kjölfarið. Líkanið sýndi að nokkuð gott jafnvægi væri á vinnuálagi milli stærri héraðsdómstóla en vinnuálag við Héraðsdóm Norðurlands eystra væri þó tölvuvert fyrir ofan meðaltal. Formaður upplýsti að unnið yrði að tvíþættri lausn, annars vegar með nýtingu fardómara og hins vegar með því að úthluta málum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra til dómstjóranna við Héraðsdóm Austurlands, Héraðsdóm Norðurlands vestra og Héraðsdóm Vestfjarða og að um þessa lausn hefði verið fjallað á fundi með dómstjórum í febrúar sl. Þessi lausn er háð því að fram komi rökstudd beiðni frá dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra um úthlutun mála til dómara utan þess dómstóls.

6. Drög að ársskýrslu 2023

Hrafnhildur Stefánsdóttir kom inn á fundinn kl. 16.10.

Hrafnhildur og framkvæmdastjóri kynntu drög að ársskýrslu 2023 og aðferðafræðina að baki uppsetningu hennar. Ákveðið var að lokadrög yrðu send stjórn milli funda.

Hrafnhildur vék af fundi kl. 16.20.

7. Fjármálaáætlun og fjárfestingaáætlun dómstólasýslunnar

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu fjármálaáætlunar og kynnti fimm ára áætlun um fjárfestingaheimildir.

8. Erindi LMFÍ- reglur nr. 2/2024 um ákvörðun málskostnaðar við áritun á stefnu í útivistarmálum

Formaður gerði grein fyrir erindi Lögmannafélags Íslands dags. 20. febrúar 2024. Umræður fóru fram. Ákveðið var að skoða nánar framkvæmd héraðsdómstóla á reglum nr. 2/2024. Sömuleiðis var ákveðið að skoða nánar viðmiðunarreglur sem settar hafa verið um innheimtuþóknun.

9. Önnur mál

  • Framkvæmdastjóri upplýsti að nýlega hafi farið fram starfsdagur hjá dómstólasýslunni þar sem farið var yfir áherslur og skipulag verkefna fram á sumar. Gagnlegt væri að hafa starfsdag stjórnar næsta haust þar sem farið væri yfir helstu áherslur og verkefni árið 2025.
  • Verkefnastjóri upplýsti að dómstóladagurinn muni fara fram 18. október nk. og að undirbúningshópur með einstaklingum frá öllum dómstigum hafi þegar tekið til starfa við undirbúning dagsins.
  • Upplýst var um skipulagsbreytingar í Héraðsdómi Reykjavíkur og kvörtun sem barst vegna þeirra. Upplýst var að því máli væri lokið.
  • Rætt var um leigusamning húsnæðis Héraðsdóms Vestfjarða.

Umræða fór fram um skipan dómara við Landsrétt og mikilvægi þess að skipunarferli gengi hratt fyrir sig svo dómstóllinn yrði ekki undirmannaður.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur var ákveðinn miðvikudaginn 24. apríl 2024.

Fundið slitið 17.01.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

Dómstólasýslan.

3. fundur, 24. apríl 2024.

Árið 2024, miðvikudaginn 24. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

1. Traustmæling Gallup

Matthías Þorvaldsson frá Gallup kom inn á fundinn kl. 15.05.

Matthías kynnti helstu niðurstöður traustmælingar Gallup 2024. Niðurstöður sýna að traust til dómstóla hefur haldist svipað milli ára en sé heilt yfir frekar á uppleið. Umræða fór fram.

Matthías vék af fundi kl. 15.38.

2. Fjármálaáætlun

Framkvæmdastjóri kynnti tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2025–2029. Hún upplýsti að gert sé ráð fyrir skerðingu fjárveitinga til dómstóla sem muni hefjast árið 2026. Formaður og framkvæmdastjóri hafa fundað með dómsmálaráðuneytinu og munu leiða málið áfram. Umræða fór fram um þingsályktunartillöguna og fjármögnun héraðsdómstóla.

3. Umsóknir um námsleyfi

Framkvæmdastjóri kynnti þær umsóknir sem hafa borist frá dómurum um námsleyfi og upplýsti að umsóknarfrestur muni renna út 1. maí nk. Ákveðið var að taka málið fyrir til ákvörðunar á næsta stjórnarfundi.

4. Bakvaktir héraðsdómara – möguleg dreifing álags

Formaður gerði grein fyrir málinu. Hann upplýsti að rannsóknarmálum hefði fjölgað gífurlega milli ára.Fram fór umræða um mögulegar leiðir til þess á létta á álagi vegna bakvakta dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Formaður og framkvæmdastjóri munu leiða málið áfram.

5. Erindi LMFÍ um ákvörðun málskostnaðar við áritun á stefnu í útivistarmálum – staða.

Málið var kynnt á síðasta stjórnarfundi 21. mars sl. Í kjölfarið óskaði framkvæmdastjóri eftir skýringum frá dómstjórum HDR og HDRN um hvernig þessum reglum dómstólasýslunnar um ákvörðun málskostnaðar væri beitt. Ákveðið var að málið verði rætt á næsta fundi dómstólasýslunnar með dómstjórum héraðsdómstólanna.

6. Önnur mál

  • Ráðgert að halda starfsdag stjórnar 11. október nk.
  • Kjör aðalmanns og varamanns úr röðum héraðsdómara í stjórn dómstólasýslunnar. Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu kosninga meðal héraðsdómara um sæti í stjórn. Gert sé ráð fyrir að kosningu ljúki 16. maí nk.
  • Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir erindi frá Lögmannafélagi Íslands sem barst 19. apríl sl. vegna reglna dómstólasýslunnar nr. 6/2024 og þeim athugasemdum sem þar komu fram. Dómstólasýslan mun svara erindinu.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 23. maí 2024 kl. 15.

Fundið slitið 16.39.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

Dómstólasýslan.

4. fundur, 23. maí 2024.

Árið 2024, fimmtudaginn 23. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

1. Staðfesting ákvörðunar milli funda

Óskað var eftir tilnefningu lagadeilda háskólanna í nefnd um dómarastörf þar sem skipunartími þeirra Sindra M. Stephensen, sem sagði sig úr nefndinni vegna setningar hans sem héraðsdómari, og Júlíar Óskar Antonsdóttur rann út 14. maí sl. Á grundvelli tilnefningar lagadeilda háskólanna og með vísan til 1. mgr. 9. gr. laga um dómstóla var samþykkt á milli funda að skipa Andra Fannar Bergþórsson dósent við Háskólann í Reykjavik aðalmann og Hauk Loga Karlsson dósent við Háskólann á Bifröst sem varamann. Þessi samþykkt var staðfest á fundinum.

2. Umsóknir um námsleyfi

Gert var grein fyrir umsóknum um námsleyfi og umræður fóru fram. Eftirfarandi námsleyfi fyrir 2025-2026 voru samþykkt:

Hæstiréttur:

Ólafur Börkur Þorvaldsson frá 1.1. 2025 til 31. maí 2025

Karl Axelsson frá 1.9.2025 til 31.12.2025

Landsréttur:

Símon Sigvaldason frá 1.1.2025 til 30.6.2025

Ragnheiður Harðardóttir frá 1.9.2025 til 28.2.2026

Héraðsdómstólar:

Halldór Halldórsson HDNV frá 1.9.2025 til 28.2.2026

Bergþóra Ingólfsdóttir HDR frá 9.9.2025 til 15.2.2026

Sigríður Hjaltested HDR sótti um frá 15.2.2025 til 31.5.2025. Umsóknin var samþykkt með þeim fyrirvara að námsleyfi hennar hefjist 1. mars 2025 og ljúki 15. júní, í samræmi við 1. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 4/2024

Halldór Björnsson HDVF frá 1.1.2025 til 30.6.2025

3. Innleiðing laga samþykkt 17. maí sl. um meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. (miðlun og form gagna, fjarþinghöld, birting ákæra o.fl.) og annar undirbúningur við stafræna þróun

Framkvæmdastjóri upplýsti að 17. maí sl. samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um ýmsar breytingar á lögum um meðferð sakamála, lögum um meðferð einkamála og lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. Lögin miða að því að gera samskipti í réttarvörslukerfinu tæknilega hlutlaus og skapa forsendur til að nýta tæknilausnir í ríkari mæli.

Framkvæmdastjóri gerði frekari grein fyrir málinu og þeim aðgerðum sem dómstólasýslan hefur unnið að í samvinnu við starfsfólk dómstólanna, dómsmálaráðuneytið, Kolibri, Þjóðskjalasafnið og fleiri hagaðila en þær breytingar sem fram koma í frumvarpinu verða innleiddar í skrefum á næstu mánuðum. Framkvæmdastjóri upplýsti að til standi að uppfæra tæknibúnað dómstólanna eftir þörfum, setja reglur um fjarþinghöld, form og afhendingarmáta dómsskjala og rafræna staðfestingu dómskjala í samræmi við nýju lögin. Að auki sé unnið að áframhaldandi þróun réttarvörslugáttarinnar í samvinnu við dómsmálaráðuneytið sem með frekari þróun mun stuðla að stafrænni málsmeðferð.

4. Samskipti við fjárlaganefnd vegna fjármálaáætlunar 2025-2029

Formaður gerði grein fyrir samskiptum dómstólasýslunnar við fjárlaganefnd Alþingis vegna fjármálaáætlunar 2025-2029. Dómstólasýslan sendi bréf og síðar minnisblað til fjárlaganefndar vegna fjárheimilda dómstóla í fjármálaáætluninni. Óskað var eftir fundi með nefndinni til að gera nánari grein fyrir málinu og þeirri stöðu sem dómstólar verði í komi til þessara aðgerða sem lagt sé til í fjármálaáætlun. Framkvæmdastjóri og formaður upplýstu að fjárlaganefnd hafi ekki talið þörf á fundi með dómstólasýslunni og að engin svör hafi borist vegna ítrekunar á beiðni um fund. Umræður fóru fram.

5. Frásögn af fundum

  • Fundur dómstólasýslunnar með dómstjórum fór fram 16. maí sl.
  • Samráðsfundur dómstólasýslunnar með Lögmannafélagi Íslands fór fram 22. maí sl.

    Greint var frá efni fundanna og umræður fóru fram.

6. Önnur mál

Arnaldur vakti máls á hugleiðingum sínum um hámarkslengd stefnu og greinargerða. Stjórnarmenn megi vænta tillagna frá honum í þeim efnum á næstunni. Til samanburðar nefndi hann nýlegar leiðbeiningar norsku dómstólasýslunnar í þessum efnum.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 27. júní 2024.

Fundið slitið 16.40.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

Dómstólasýslan.

5. fundur, 27. júní 2024

Árið 2024, fimmtudaginn 27. júní, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.04.

Fundarefni:

Halldór Björnsson vék af fundi kl. 15.07.

1. Ákvarðanir á milli funda

Ákvörðun var tekin milli funda um að samþykkja flutning Hlyns Jónssonar héraðsdómara frá Héraðsdómi Norðurlands eystra til Héraðsdóms Reykjavíkur frá og með 1. september nk.

2. Beiðni um flutning til HDNE

Dómstólasýslan sendi hinn 20. júní sl. boð á alla héraðsdómara um flutning í embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra frá og með 1. september nk. Halldór Björnsson dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða óskaði einn eftir flutningi.
Flutningur Halldórs frá Héraðsdómi Vestfjarða til Héraðsdóms Norðurlands eystra var samþykktur. Dómstólasýslan mun auglýsa boð um flutning til Héraðsdóms Vestfjarða.

Halldór kemur inn á fundinn kl. 15.12.

3. Reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla nr. 7/2024 - Breytingar á 3. gr. reglnanna

Framkvæmdastjóri reifaði minnisblað um breytingu á reglum nr. 7/2024, sem sent var fyrir fundinn. Lagt var til að breyta gildistökuákvæði reglnanna þar sem ekki hefur verið mögulegt að framkvæma kjarnauppfærslu á málaskrárkerfi héraðsdómstóla eins og ráðgert var að gera í vor. Af þeim sökum verði ekki strax unnt að birta upplýsingar um undirtegund máls í dagskrá á vef eins og gert sé ráð fyrir í 3. gr. reglnanna.
Samþykkt var að breyta gildistökuákvæði reglnanna með þeim hætti að ákvæði 2. og 3. mgr. 3. gr. um birtingu upplýsinga um tegund máls öðlist gildi 1. janúar 2025 en reglur nr. 7/2024 taki annars gildi 1. júlí nk. Dómstólasýslan mun senda reglurnar til birtingar í Stjórnartíðindum.

4. Reglur um form og afhendingarmáta dómskjala nr. 8/2024

Formaður gerði grein fyrir aðdraganda reglnanna en nauðsynlegt sé að setja reglur um form og afhendingarmáta skjala fyrir 1. júlí nk. þegar lög nr. 53/2024 taki gildi. Farið var yfir og tekin afstaða til þeirra athugasemda sem bárust eftir að drög reglnanna voru send í samráð til stjórnar, stjórnenda allra dómstóla, Lögmannafélags Íslands, Ríkissaksóknara, rýnihóps dómstóla og rýnihóps lögmanna.
Reglur nr. 8/2024 um form, afhendingarmáta og staðfestingu skjala í dómsmálum voru samþykktar og munu öðlast gildi 1. júlí nk. Dómstólasýslan mun senda reglurnar til birtingar í Stjórnartíðindum.

5. Drög að reglum um fjarþinghöld

Framkvæmdastjóri kynnti drög að reglum um fjarþinghöld. Umræða fór fram og ákveðið að dómstólasýslan muni senda drögin í samráð til allra dómara og stjórnenda dómstóla sem fyrst.

6. Erindi dómstjóra HDR um tímabundna setningu dómara

Dómstólasýslunni barst erindi frá dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 24. júní sl. með beiðni um sex mánaða setningu dómara við dómstólinn frá og með 1. september nk. Umræða fór fram.
Samþykkt var að hafa samband við dómsmálaráðuneytið og óska eftir sex mánaða samfelldri setningu dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september nk. vegna veikinda- og námsleyfa dómara. Dómstólasýslan mun senda dómsmálaráðuneytinu bréf þess efnis.

7. Upplýsingar um stöðu fjármála dómstóla og dómstólasýslu

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu fjármála og rekstrar hjá öllum dómstigum og dómstólasýslunni. Umræður fóru fram.

8. Húsnæðis- og öryggismál hjá dómstólum

Framkvæmdastjóri vísaði til yfirlitsskýrslu ríkislögreglustjóra dags. 13. júní sl. um öryggisúttektir í dómhúsum sem sent var fyrir fund. Þar sé lögð rík áhersla á mikilvægi þess að ráðast sem fyrst í úrbætur á þeim öryggisráðstöfunum sem ríkislögreglustjóri hefur bent á. Farið var yfir samantekt á þeim öryggiskröfum sem þurfi að bæta úr hjá hverjum dómstól fyrir sig og stöðu vinnu að úrbótum.

Umræða fór fram um húsnæðismál dómstóla, stöðu þeirra og samskipti við dómsmálaráðuneyti. Þá voru húsnæðismál HDNE sérstaklega rædd. Fram kom að framkvæmdastjóri fundaði fyrr í mánuðinum með Framkvæmdasýslunni ríkiseignum og fulltrúa frá dómsmálaráðuneytinu þar sem fjallað var um markaðskönnun vegna húsnæðis fyrir HDNE og vinnu að gerð sértækrar húslýsingar fyrir dómstóla.

9. Önnur mál

  • Framkvæmdastjóri kynnti upplýsingatæknistefnu dómstólasýslunnar. Umræða fór fram um stefnuna og mikilvægi upplýsingatækniöryggis.
  • Samþykkt var breyting á námsleyfi Sigríðar Hjaltested héraðsdómara með þeim hætti að námsleyfi hennar verði nú frá 01.09.2025 til 29.12.2025.

Fleira var ekki rætt.

Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 22. ágúst 2024.

Fundið slitið kl. 16.45.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

2023

Dómstólasýslan.
1. fundur, 19. janúar 2023

Árið 2023, fimmtudaginn 19. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 14.00.

Fundarefni:

1. Fundargerð 12. stjórnarfundar

Fundargerðin var samþykkt.

2. Málatölur 2022 hjá dómstólunum

Íris Guðmann kynnti málatölur ársins 2022 fyrir Hæstarétt, Landsrétt og héraðsdómstólana. Kom þar fram að heilt yfir hafi málafjöldi nokkurn veginn staðið í stað milli ára hjá héraðsdómstólunum. Málsmeðferðartími í munnlega fluttum einkamálum hafi lengst aðeins en styst í sakamálum. Hjá Landsrétti sé málafjöldi svipaður í áfrýjuðum einka- og sakamálum en hafi aukist í kærðum einka- og sakamálum. Málsmeðferðatími hafi styst bæði í einka- og sakamálum. Í Hæstarétti hafi málafjöldi eilítið aukist. Málsmeðferðatími í einkamálum hafi styst en lengst aðeins í sakamálum. Umræður um málatölur fóru fram.

3. Stefnur í vinnslu

Stefna dómskerfisins 2023-2027
Drög að stefnu dómskerfisins 2023-2027 voru send stjórn stuttu fyrir fund. Framkvæmdastjóri kynnti að drögin væru byggð m.a á vinnustofum með stjórn, stjórnendum dómstólanna og rafrænni könnun sem send var öllum starfsmönnum dómstólanna. Ákveðið var að senda stjórn drögin aftur til efnislegrar rýni og stefnt að því að leggja lokadrög stefnunnar fram til samþykktar á næsta fundi.

Stafrænt dómskerfi
Framkvæmdastjóri upplýsti að dómstólasýslan sé að vinna að drögum að stefnu um stafrænt dómskerfi. Þau verða að óbreyttu send stjórninni til kynningar fyrir næsta fund.

Öryggi í dómhúsum
Framkvæmdastjóri reifaði málið en drög að stefnu dómstólasýslunnar um öryggi í dómhúsum sem unnin var í samvinnu við Ríkislögreglustjóra hefur verið send dómsmálaráðuneytinu og framkvæmdasýslu ríkiseigna til skoðunar. Svars sé að vænta frá þeim um miðjan febrúar. Umræða fór fram um málið og rætt um mikilvægi þess að hefja úrbótavinnu í samræmi við stefnuna eins fljótt og hægt er.


4. Stofnanasamningur

Framkvæmdastjóri reifaði málið en drög að stofnanasamningi fyrir alla háskólamenntaða starfsmenn í dómskerfinu sem eru í BHM liggja fyrir. Drögin voru unnin af samstarfsnefnd sem í sátu fulltrúar frá héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstarétti og fulltrúi frá viðkomandi stéttarfélögum. Fram kom að með stofnanasamningnum sé stefnt að því að tryggja betur að laun innan dómskerfisins grundvallist á málefnalegum og gagnsæjum forsendum.

Framkvæmdastjóri upplýsti að skýrt hafi verið innan samninganefndar að stofnanasamningnum fylgi ekki viðbótarfjármagn annar en hluti afgangs þessa árs.

Umræður fóru fram og óskaði stjórnin eftir að fá upplýsingar um meðaltöl launa starfsmanna.
Formaður lagði til að gögn yrðu send stjórn eftir fund og afgreiðsla á málinu færi fram á milli funda. Þetta var samþykkt.


5. Reglur um skiptatryggingar

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom á fundinn kl. 15.27. Snædís reifaði málið en fyrir liggur að dómstólasýslan hefur hafið undirbúning á gerð reglna um fjárhæð skiptatrygginga. Þá barst dómstólasýslunni bréf frá Lögmannafélagi Íslands fyrir síðustu áramót þar sem félagið kallaði eftir endurskoðun reglna skipun skiptastjóra og þar með auknu gagnsæi við val á skiptastjórum og aukinni eftirfylgd með störfum skiptastjóra. Auk þess hafi lög nr. 133/2022 um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti o.fl. þegar tekið gildi þar sem kveðið sé á um að dómstólasýslan setji reglur um þóknun til skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann. Umræða fór fram um málið og m.a rætt um hvort ofangreint yrði sett í einar reglur eða ekki. Ákveðið var að Snædís sendi stjórn viðbótargögn milli funda og taki saman minnisblað með þeim valkostum sem eru í boði.

Snædís vék af fundi kl. 15.44.

6. Önnur mál

- Formaður og framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar funduðu með Blaðamannafélagi Íslands hinn 13. janúar sl. Á fundinum var m.a rætt um aðgengi fjölmiðla að upplýsingum frá dómskerfinu t.d að dagskrá dómstólanna og hvort hægt væri að auka upplýsingar sem þar koma fram. Umræða fór fram um málið og ljóst að greina þurfi betur þörfina og þá mögulegar útfærslur.

Framkvæmdastjóri vék af fundi kl. 16:00

- Formaður upplýsti þóknun dómara við Endurupptökudóm hafi ekki verið hækkuð síðustu áramót í samræmi við launavísitölu eins og gert var um síðustu áramót. Ákveðið að setja þetta mál á dagskrá næsta stjórnarfundar.
- Upplýst var að bréf og minnisblað um lagabreytingar vegna rafrænna gagnasendinga í dómsmálum verði sent dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum

Fleiri mál voru ekki rædd.

Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 16. febrúar nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 16.10.


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Lúðvík Örn Steinarsson
Hervör Þorvaldsdóttir



Dómstólasýslan.
10. fundur, 21. desember 2023.

Árið 2023, fimmtudaginn 21. desember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 14.00.  

 
Fundarefni:

1. Endurskoðun reglna um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólum nr. 9/2018
 
Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir drögum að uppfærðum reglum, helstu breytingum og þeim athugasemdum sem bárust milli funda. Umræður fóru fram. 
Ákveðið var að senda stjórn lokadrög reglnanna milli funda og leggja fram til samþykktar á næsta stjórnarfundi. 
 
2. Endurskoðun reglna um námsleyfi dómara nr. 4/2019
 
Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir drögum að uppfærðum reglum. Umræður fóru fram. 
Ákveðið var að senda Dómarafélagi Íslands drögin til umsagnar. Í kjölfarið verða þau send stjórn á ný til samþykktar milli funda.  
 
Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom á fundinn kl. 14.35. 
 
3. Endurskoðun reglna um skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum nr. 2/2019
 
Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir drögum að uppfærðum reglum, helstu breytingartillögum og þeim athugasemdum sem bárust milli funda. Umræður fóru fram. 
Reglurnar voru samþykktar og munu taka gildi frá og með 1. janúar nk. Dómstólasýslan mun birta reglurnar á heimasíðu dómstólanna.
 
Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur vék af fundi kl. 14.44. Edda Laufey Laxdal lögfræðingur kom inn á fundinn á sama tíma. 
 
4. Nýjar reglur um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla
 
Formaður gerði grein fyrir drögum að nýjum reglum um útgáfu dagskrár héraðsdómstóla. Umræður fóru fram og ýmis sjónarmið reifuð. 
Ákveðið var að uppfæra drögin í samræmi við niðurstöðu fundar og senda dómstjórum héraðsdómstólanna til umsagnar. Málið verður lagt fyrir stjórn á ný á næsta fundi.  
 
5. Breyting á fjárhæðum í ýmsum reglum dómstólasýslunnar 
Breytingar á fjárhæðum í reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2023, 1/2021, 3/2020 og 2/2022. voru ræddar og ýmis sjónarmið reifuð. 
 
a. Reglur um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 1/2023
 
Ákveðið var að hækka málsvarnarlaun og þóknun til verjenda og réttargæslumanna um  um það bil 7% eða í 26 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund og að aðrar tölur í reglunum hækki hlutfallslega með sama hætti 
Lúðvík Örn Steinarsson sat hjá. 
 
b. Reglur um ákvörðun málskostnaðar við áritun stefnu í útivistarmáli skv. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála nr. 1/2021
 
Ekki hafa orðið breytingar á fjárhæðum í reglunum síðastliðin þrjú ár. Ákveðin var hækkun allra fjárhæða um 23%.  
 
c. Reglur um þóknun til umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum við fjárhagslega endurskipulagningu nr. 3/2020
 
Ákveðið var að líta til reglna nr. 1/2023 og hækka til samræmis þóknun umsjónarmanna með nauðasamningsumleitunum í 26 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund. 
 
d. Reglur um sérfróða meðdómsmenn nr. 2/2022
 
Ákveðið var að hækka þóknun sérfróðra meðdómsmanna í 17 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund. Fjárhæð þóknunar tekur mið af því að um launagreiðslu er að ræða
 
6. Starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2024
 
Starfsáætlun stjórnar 2024 var samþykkt. 
 
7. Önnur mál
  • Rætt var um að fimm ár séu nú liðin frá stofnun Landsréttar, breyttri starfsemi Hæstaréttar og stofnun dómstólasýslunnar og því tilefni til að taka saman í byrjun næsta árs ýmsa tölfræði og samantekt á þeim breytingum sem hafa orðið og árangri að þeim.
  • Rætt var um húsnæðismál dómstólanna. Dómstólasýslan sendi 7. desember sl. minnisblað um húsnæðismál til dómsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og framkvæmdasýslunnar og bíður viðbragða við því. Rætt var um mikilvægi þess að forgangsraða öryggismálum í húsnæði dómstóla.
  • Upplýst var um samráðsfund dómstólasýslunnar með Lögmannafélag Íslands 28. nóvember sl. þar sem ýmis mál voru rædd 
 
Edda Laufey Laxdal kom inn á fundinn kl. 16.12. Lilja Björk Sigurjónsdóttir vék af fundi á sama tíma.
 
  • Málsmeðferð vegna erindis er varðar skipulagsbreytingar á skrifstofu héraðsdómstóls var rædd.
  • Edda Laufey Laxdal vék af fundi kl. 16.23. Lilja Björk Sigurjónsdóttir kom aftur inn á fundinn á sama tíma.
  • Innleiðing réttarvörslugáttar í Landsrétti var rædd. 
Fleiri mál voru ekki rædd. Næsti fundur var ákveðinn fimmtudaginn 25. janúar nk. kl. 15.00.
 
Fundi var slitið kl. 16.25.
 
Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson     

Dómstólasýslan.
2. fundur, 16. febrúar 2023.

Árið 2023, fimmtudaginn 16. febrúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Þyrí Halla Steingrímsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

1. Kynning á stöðumati Intellecta á upplýsingatæknimálum

Guðni B. Guðnason upplýsingatækniráðgjafi frá Intellecta mætti á fundinn kl. 15.01 og kynnti stöðumat sem fyrirtækið framkvæmdi á upplýsingatæknimálum hjá dómstólasýslunni og dómstólunum. Kom þar m.a fram hvaða úrbótaverkefni lagt er til að fara í og hefur dómstólasýslan þegar hafist handa við að vinna úr matinu.
Guðni B. Guðnason vék af fundi kl. 15.30.

2. Staðfesting á ákvörðunum milli funda

Eftirfarandi ákvarðanir stjórnar milli funda voru staðfestar:

  • Ákvörðun um leyfi Oddnýjar Mjallar Arnardóttur Landsréttardómara frá og með 1. mars 2023 til 1. mars 2029 vegna kjörs hennar til setu sem dómara hjá Mannréttindadómstóli Evrópu.
  • Ákvörðun um leyfi Ástráðar Haraldssonar héraðsdómara frá og með 14. febrúar til 1. mars 2023 vegna setningu hans sem ríkissáttasemjara.
  • Stofnanasamningur fyrir alla háskólamenntaða starfsmenn í dómskerfinu sem eru í BHM var samþykkur.

3. Fjármálaáætlun 2024-2028

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir drögum að fjármálaáætlun ásamt greinargerð. Rætt var um ýmis efnisatriði fjármálaáætlunarinnar. Engar athugasemdir komu fram.

Hervör Þorvaldsdóttir vék af fundi kl. 16.00.

4. Þóknun dómara við Endurupptökudóm

Formaður gerði grein fyrir málinu. Þóknun dómara við Endurupptökudóm var ákveðin 17.200 kr. frá 1. janúar 2022. Ákveðið var að hækka þóknunina í 18.000 kr. Framkvæmdastjóra var falið að tilkynna Fjársýslunni um þetta.

5. Reglur um skipan skiptastjóra og fjárhæð skiptatrygginga og þóknana skiptastjóra

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 16.32. Hún fór yfir minnisblað sem stjórnarmeðlimum var sent fyrir fundinn og óskaði eftir afstöðu stjórnar um ýmis atriði er varða reglur um þóknun skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann, reglur um fjárhæð skiptatrygginga og endurskoðun reglna um skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum.

Umræða fór fram um málið.
Formaður lagði til að þeir stjórnarmeðlimir sem hafi sérstakar athugasemdir varðandi reglurnar taki saman þá punkta milli funda. Snædísi var falið að setja saman drög að viðmiðunarreglum um þóknun skiptastjóra og leggja fyrir stjórn til samþykktar á næsta fundi. Í kjölfar þess verði farið í gerð leiðbeinandi reglna um fjárhæð skiptatrygginga og skipun skiptastjóra

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 17.02.

6. Starfsáætlun stjórnar

Íris Guðmann kynnti starfsáætlun stjórnar fyrir 2023 og var hún samþykkt.

7. Önnur mál

  •  Upplýst var að Lárentsínus Kristjánsson dómstjóri við Héraðsdóm Vesturlands hafi dregið tilbaka námsleyfi sitt sem hann hafði fengið samþykkt á tímabilinu 01.09.2023-31.12.2023.
  • Rætt var um starfsmannamál.
  • Upplýst var að dómstólasýslan sé farin að huga að næsta dómstóladegi og hyggist setja saman hóp starfsmanna hjá dómstólunum til þess að vinna að undirbúningi hans.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 16. mars nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 17.35.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Þyrí Halla Steingrímsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir



Dómstólasýslan.
3. fundur, 23. mars 2023.


Árið 2023, fimmtudaginn 23. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

1. Traustmæling Gallup 2023

Matthías Þorvaldsson frá Gallup mætti og kynnti niðurstöður traustmælingar Gallup fyrir árið 2023. Helstu niðurstöður voru þær að traust til allra dómstiga hefur aukist milli ára og þekking á dómstólunum sömuleiðis. Þá sýndu niðurstöður að eftir því sem þekking er meiri á dómstólunum því meira traust er borið til þeirra. Könnunin mældi líka traust til dómskerfisins sem hefur örlitið minnkað milli ára. Þetta misræmi kann að gefa til kynna að ekki sé nægilega skýrt við hvað sé átt með orðinu dómskerfi. Umræða fór fram um hvort ástæða sé til þess að breyta því í næstu könnun.
Niðurstöður könnunarinnar verða sendar á alla starfsmenn dómstólanna. 

Matthías Þorvaldsson vék af fundi kl. 15.25.

2. Staðfesting á ákvörðunum milli funda

  • Framlenging á leyfi Ástráðar Haraldssonar héraðsdómara til 8. mars 2023 var samþykkt á milli funda. 
  • Frestun á upphafi námsleyfis Ástráðar Haraldssonar héraðsdómara til 20. mars 2023 var samþykkt milli funda. 

3. Stefna dómstólanna og dómstólasýslunnar 2023-2027

Umræða fór fram um lokadrög stefnu. Stefna dómstólanna og dómstólasýslunnar 2023-2027 var samþykkt. 

4. Stefna um öryggi í dómhúsum
Umræða fór fram um lokadrög stefnunnar og þær athugasemdir sem hafa komið fram. Stefna um öryggi í dómhúsum var samþykkt að því undanskildu að heiti stefnunnar var breytt í Stefna um öryggi í húsnæði dómstóla og texta stefnunnar breytt í samræmi við það. 


5. Önnur mál

  • Fjallað var um innsendar athugasemdir um 2. mgr. 12. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 3/2022 sem lutu að því hvort krafa um að afmá skuli heimilisföng úr öllum dómsúrlausnum sé of afdráttarlaus. Ákveðið var að skoða hvort ástæða sé til að  uppfæra verklagsleiðbeiningar sem fylgdu reglunum.   
  • Árið 2020 gaf ríkisendurskoðandi út skýrslu um stjórnsýslu dómstólanna. Í skýrslunni komu fram fjórar ábendingar og með bréfi dagsettu 21. febrúar sl. óskaði ríkisendurskoðandi eftir upplýsingum um hvort og þá með hvaða hætti 
    dómstólasýslan hafi brugðist við þessum ábendingum. Framkvæmdastjóri kynnti drög að svarbréfi dómstólasýslunnar til ríkisendurskoðanda
  • Formaður upplýsti að fulltrúar frá dómstólasýslunni muni í lok apríl fara í heimsókn til Danmerkur til þess að fræðast um stafræna þróun og stafrænar lausnir hjá dönsku dómstólunum og dómstólasýslunni. 
  • Formaður upplýsti að unnið sé að uppfærslu á mannaflalíkani sem taki mið af málatölum 2022 og vegnum ársverkum 2022. Líkanið verði svo nýtt þegar mannafli og skipting fjárveitinga fyrir árið er metið.  

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 16.25.
 
6. Reglur um ákvörðun þóknunar skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann nr. 2/2023

Umræða fór fram um lokadrög að reglunum og þær athugasemdir sem komið hafa fram frá stjórnarmeðlimum og Lögmannafélagi Íslands. Ákveðið var að þóknun samkvæmt reglunum skuli miðast við sama tímagjald og fram kemur á hverjum tíma í reglum dómstólasýslunnar um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna. Reglur nr. 2/2023 um ákvörðun þóknunar skiptastjóra vegna kröfu um atvinnurekstrarbann voru samþykktar. Dómstólasýslunni var falið að birta reglurnar á vef dómstólanna og í stjórnartíðindum.

7. Drög að uppfærðum siðareglum fyrir starfsmenn dómstóla nr. 2/2018

Framkvæmdastjóri upplýsti að gert sé ráð fyrir að siðareglur fyrir starfsmenn dómstóla séu endurskoðaðar með reglubundnum hætti. Snædís Ósk gerði grein fyrir drögum að uppfærðum siðareglum. 

Umræða fór fram um málið. Lagt var til drögin taki nú til starfsmanna allra dómstiga og að allir starfsmenn dómstóla skuli upplýsa dómstjóra eða forseta um aukastörf sín og um eignarhlut sinn í félögum og atvinnufyrirtækjum sbr. b-lið 2. mgr. reglnanna.  

Samþykkt var að senda tillögu að uppfærðum siðareglum til allra starfsmanna dómstólanna til umsagnar.  

Snædís Ósk vék af fundi kl. 16.58.

Fleiri mál voru ekki rædd. 

Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 27. apríl nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl. 16.58.  


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson                                           

Dómstólasýslan.
4. fundur, 
27. apríl 2023.

Árið 2023, fimmtudaginn 27. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Þyrí Halla Steingrímsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

1. Endurskoðun siðareglna nr. 2/2018 fyrir starfsmenn dómstóla 

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn. Drög að endurskoðuðum siðareglum voru send til umsagnar í byrjun apríl til forstöðumanna dómstólanna og þess óskað að drögin yrðu kynnt öllu starfsfólki. 
Umræða fór fram um málið og þær athugasemdir sem komu fram. Ákveðið var að skoða málið frekar og taka það fyrir að nýju á næsta fundi.

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 15.25.

2. Fagráð dómstólasýslunnar og dómstóla vegna eineltis, áreitni eða ofbeldis. 

Umræða fór fram um skipun og skipunarbréf fagráðsins. Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að útbúa skipunarbréf með skipunartíma í tvö ár en þó þannig að skipun þeirra ljúki á mismunandi tíma.
 
Umræða fór fram um beiðni fagráðsins um hækkun þóknunar í samræmi við aðrar nefndir/ráð. Ákveðið var að hækka þóknunina í 20.000 kr. m.v. að um sé að ræða verktakagreiðslur. Framkvæmdastjóra var  falið að ganga frá málinu. 

3. Drög að ársreikningi dómstólasýslunnar

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir drögum að ársreikningi dómstólasýslunnar 2022. Engar athugasemdir komu fram og ársreikningurinn var samþykkur. 

4. Staða verkefnis um stafræna málsmeðferð

Framkvæmdastjóri og formaður gerðu grein fyrir málinu. Upplýst var um stöðu verkefnis um stafrænt dómskerfi og um gagnlega fræðsluferð dómstólasýslunnar til Danmerkur þar sem farið var í heimsókn í dönsku dómstólasýsluna, Eystri Landsrétt og héraðsdómstólinn í Fredriksberg. Umræða fór fram um næstu skref. 

5. Notkun mannaflalíkans vegna jöfnunar á vinnuálagi

Formaður gerði grein fyrir mannaflalíkani sem dómstólasýslan hefur þróað á síðustu tveimur árum.  Líkanið er nú hægt að nýta til þess að meta og jafna álag hjá héraðsdómstólunum miðað við tilteknar forsendur, málatölur og raunverulegan fjölda dómara og aðstoðarmanna hverju sinni. Hann upplýsti að dómstólasýslan sé núna með til skoðunar leiðir til jöfnunar vinnuálags m.a útfrá niðurstöðum líkansins fyrir 2023. 

6. Önnur mál

  •  Samþykkt var að veita Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara framlengingu á leyfi frá störfum frá 1. maí nk. til 1. júní nk. 
  • Frestur dómara til að sækja um námsleyfi rennur út 1. maí nk. Upplýsingar um umsóknir verða sendar stjórn milli funda og verða teknar til umfjöllunar á næsta fundi.  

Fleiri mál voru ekki rædd. 

Ákveðið var að næsti fundur fari fram þriðjudaginn 23. maí nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 17.00. 

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Þyrí Halla Steingrímsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir                                           


Dómstólasýslan.
5. fundur, 22. maí 2023.


Árið 2023, mánudaginn 22. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.


Fundarefni:

  1.  Staðfesting á ákvörðunum milli funda
    Ákvörðun um sex ára leyfi Ásgerðar Ragnarsdóttur frá störfum sem héraðsdómari vegna setningar við Landsrétt var staðfest.

  2. Umsóknir um námsleyfi 
    Teknar voru fyrir umsóknir dómara um námsleyfi fyrir árið 2024.

    Fjórar umsóknir bárust frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Umsóknir uppfylla öll skilyrði og samþykkt var að veita fjórum umsækjendum frá Héraðsdómi Reykjavíkur námsleyfi:

    - Ragnheiði Snorradóttur frá 15.2 2024 til 30.6 2024.
    - Pétri Dam Leifssyni frá 15.2 2024 til 30.6 2024.
    - Ingibjörgu Þorsteinsdóttur frá 1.9.2024 til 1.3 2025.
    - Sigríði Elsu Kjartansdóttur frá 1.9.2024 til 31.12.2024.

    Fjórar umsóknir um námsleyfi bárust frá Landsrétti. Umsóknir uppfylla öll skilyrði og samþykkt var að veita tveimur umsækjendum námsleyfi:

    - Jóhannesi Sigurðssyni frá 1.9 2024 til 5.1 2025.
    - Ásmundi Helgasyni frá 1.1 2024 til 30.6 2024.

    Aðalsteinn E. Jónasson og Eiríkur Jónsson landsréttardómarar voru þriðji og fjórði í starfsaldursröð umsækjenda og var því ekki unnt að samþykkja umsóknir þeirra.

    Umræða fór fram um ákvæði reglna um námsleyfi dómara nr. 4/2019 um rétt til greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar og þörf  á að skýra nánar skilyrði endurgreiðslu, m.a. með hliðsjón af nauðsyn útgjalda vegna náms. Lagt var til að hefja vinnu að endurskoðun þeirra næsta haust og miða við að nýjar reglur taki gildi um næstu áramót.

  3. Úthlutun mála á grundvelli 6. mgr. 30. gr. laga um dómstóla vegna álags við HDNE

    Framkvæmdastjóri og formaður greindu frá málinu. Mannaflalíkan sem dómstólasýslan setti saman var kynnt á síðasta stjórnarfundi. Það gefur til kynna að álag við Héraðsdóm Norðurlands eystra sé talsvert meira en hjá öðrum dómstólum.

    Fram kom að þrír faranddómarar hafi aðsetur hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og Héraðsdómi Reykjaness en miðað við líkanið og aðrar forsendur sé ekki tækt að bæta við málum á þá að sinni. Framkvæmdastjóri upplýsti að gert sé ráð fyrir að dreifa 10-11 málum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra á aðra dómstóla þar sem álagið mældist minna.

  4. Leiðbeiningar/viðmið um samræmda framkvæmd við ákvörðun þóknunar/málskostnaðar/gjafsóknarkostnaðar á grundvelli 6. tl. 8. gr. laga um dómstóla

    Formaður upplýsti að dómstólasýslunni hafi borist ábendingar um tilvik þar sem ósamræmi hafi gætt við ákvörðun um þóknanir sbr. leiðbeinandi reglur dómstólasýslunnar nr. 1./2023. Mögulega væri verið að nota eldri útgáfur af reglunum.  Ákveðið var að fela framkvæmdastjóra að senda forstöðumönnum dómstólanna bréf með ábendingu um þetta.

  5. Endurskoðun siðareglna nr. 2/2018

    Drög að siðareglum fyrir starfsmenn nr. 3/2023 voru send stjórnarmeðlimum fyrir fundinn. Helsta efnisbreytingin frá gildandi reglum nr. 2/2018 var sú að þær ná nú líka til starfsmanna Landsréttar og Hæstaréttar.

    Siðareglur nr. 2/2023 voru samþykktar og framkvæmdastjóra falið að upplýsa starfsmenn dómstóla og birta þær á vef dómstólanna.

  6. Önnur mál
  •  Framkvæmdastjóri kynnti dóm héraðsdóms í máli E-3847/2022, Ástríður Grímsdóttir gegn íslenska ríkinu.
  • Upplýst var að dómstólasýslan hefði óskað eftir fundi með fjárlaganefnd vegna fjármálaáætlunar 2024-2028 til að fara yfir mat dómstólasýslunnar um fjárþörf á málefnasviði dómstóla sem ekki kom fram í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun.
 
Fleiri mál voru ekki rædd. 
 
Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 15. júní nk. kl. 15.00.
 
Fundi var slitið kl. 16.26. 
 
Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Hervör Þorvaldsdóttir   


Dómstólasýslan.
6. fundur, 15. júní 2023.
 


 Árið 2023, fimmtudaginn 15. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Edda Laufey Laxdal lögfræðingur sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

  1. Staðfesting á ákvörðunum milli funda 
    Ákvörðun um að veita Ástráði Haraldssyni tímabundið leyfi frá dómarastörfum frá og með 1. júní nk. vegna setningar í embætti ríkissáttasemjara og frestun námsleyfis á meðan á setningunni varir.

  2. Erindi nefndar um dómarastörf varðandi þóknun til nefndarmanna 
    Formaður kynnti erindið. Samþykkt að taka málið til skoðunar.

  3. Erindi forseta Endurupptökudóms
    Formaður kynnti erindið. Samþykkt að taka málið til skoðunar.

  4. Stefna dómstólasýslunnar hönnuð og uppsett á vef 
    Formaður lagði fram stefnu dómstólasýslunnar sem mun vera aðgengileg á vefsíðu stofnunarinnar. Stjórnin þakkaði skrifstofu dómstólasýslunnar fyrir fagleg vinnubrögð við vinnslu stefnunnar.

  5. Drög að ársskýrslu (fyrir prófarkalestur og uppsetningu)
    Formaður lagði fram drög að árskýrslu dómstólasýslunnar fyrir árið 2022 til kynningar.

  6. Önnur mál
    • Formaður gerði kunnugt að Landsréttur hefur kosið stjórnarmann og varamann hans í stjórn dómstólasýslunnar. Kosningu hlutu Jón Höskuldsson landsréttardómari sem aðalmaður og Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari sem varamaður.
    • Formaður lagði fram bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 13. júní sl. þar sem fram kom að 8. júní 2023 hafi ráðuneytinu borist erindi frá Hæstarétti Íslands um að allir dómarar við dómstólinn hafi lýst sig vanhæfa til að fjalla um beiðni til að áfrýja beint til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur er varðar launakjör embættisdómara. Hinn 8. júní sl. óskaði ráðuneytið eftir því að dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara gerði tillögu til ráðherra um setningu þriggja varadómara í Hæstarétt til meðferðar umrædds máls. Ráðuneytið hefur verið upplýst um að aðalmaður og varamaður hans í dómnefndinni, bæði skipuð samkvæmt tilnefningu dómstólasýslunnar, hafi bæði lýst sig vanhæf til meðferðar málsins. Er þess óskað af hálfu dómsmálaráðuneytisins að dómstólasýslan tilnefni aðila til að taka sæti sem nefndarmaður ad hoc í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við meðferðar umrædds máls. Ákveðið var að tilnefna Þóru Hallgrímsdóttur háskólakennara við Háskólann í Reykjavík til að taka sæti ad hoc í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Fundi var slitið kl. 16.00.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Hervör Þorvaldsdóttir

Dómstólasýslan.
7. fundur, 24. ágúst 2023.
 


Árið 2023, fimmtudaginn 24. ágúst, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Þyrí Halla Steingrímsdóttir, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

  1. Ákvörðun um hvar eigi að auglýsa tvö embætti héraðsdómara
    Samþykkt var að óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að auglýst verði embætti tveggja héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.

  2. Tímabundin setning dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur
    Dómstólasýslunni barst bréf frá Héraðsdómi Reykjavíkur dags. 14. júlí sl. þar sem óskað var eftir tímabundinni setningu við dómstólinn þar sem gerð er grein fyrir fjölda leyfa dómara á árinu og töpuðum ársverkum. Óskaði dómstóllinn eftir 6 mánaða setningu til þess að vega upp á móti töpuðum ársverkum og fyrirsjáanlegum frátöfum.
    Formaður lagði til að sett verði í embætti Hólmfríðar Grímsdóttur héraðsdómara í námsleyfi hennar. Ákveðið var að leita eftir því við dómsmálaráðuneytið að auglýst verði 6 mánaða tímabundin setning við Héraðsdóm Reykjavíkur.

    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.15.

  3. Forgangsröðun reglna
    Kynnt var tillaga dómstólasýslunnar að forgangsröðun þeirra reglna sem áætlað er að þurfi að vinna að á næstunni. Framkvæmdastjóri rakti málið og umræða fór fram. Ekki voru gerðar athugasemdir við forgangsröðina en áhersla lögð á að reglur um fjarþinghöld verði settar sem fyrst.

    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur vék af fundi kl. 15.31.

  4. Erindi nefndar um dómarastörf varðandi þóknun til nefndarmanna
    Dómstólasýslunni barst erindi frá nefnd um dómarastörf dags. 17. ágúst sl. þar sem ítrekuð var fyrri beiðni frá því í mars 2023 um hækkun á þóknun nefndarmanna og gerð ítarlegri grein fyrir verkefnum nefndarinnar og störfum nefndarmanna. Formaður stjórnar gerði grein fyrir málinu og umræða fór fram.
    Ákveðið var að hækka þóknunareiningar formanns nefndarinnar úr 75 í 80 einingar og halda fjölda eininga annarra nefndarmanna í 40. Framkvæmdastjóra var falið að upplýsa formann nefndarinnar.

  5. Ársreikningur 2022
    Framkvæmdastjóri kynnti ársreikning héraðsdómstólanna 2022.

  6. Sex mánaða málatölur
    Kynntar voru sex mánaða málatölur Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna.

  7. Helstu verkefni fram að áramótum út frá stefnu 2023-2027
    Framkvæmdastjóri kynnti helstu verkefni dómstólasýslunnar fram að áramótum í tengslum við áherslur og markmið í stefnu dómstólanna 2023-2027.

  8. Önnur mál
  • Umræða fór fram um dómstóladaginn 2023 sem er á dagskrá föstudaginn 8. september nk.

 

 Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 21. september nk. kl. 15.00. Fleiri mál voru ekki rædd.


Fundi var slitið kl. 16.46.


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Þyrí Halla Steingrímsdóttir
Jón Höskuldsson

Dómstólasýslan.
8. fundur, 19. október 2023.
 


Árið 2023, fimmtudaginn 19. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Arnfríður Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Edda Laufey Laxdal lögfræðingur sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

  1.  Staðfesting á ákvörðunum milli funda
     
    Ákvörðun um að fallast á beiðni Kjartans Bjarna Björgvinssonar um frestun á námsleyfi, frá og með 9. október 2023, í ljósi setningar hans sem dómari við Landsrétt var staðfest. Hann mun halda eftirstandandi réttindum til námsleyfis en ekki er unnt að taka tillit til ótekinna orlofsréttinda þar sem orlofsréttindi hafa ekki áhrif á lengd námsleyfis.
     
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.15.

  2. Umfjöllun um breytingar á reglum
     
    Snædís Ósk kynnti stöðu verkefnis og umræða fór fram. 
    Fram kom að verið er að endurskoða reglur um skipun skiptastjóra og umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum og reglur um aðgang að upplýsingum og gögnum hjá héraðsdómstólunum. Stefnt er að því að klára reglurnar fyrir árslok.
     
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur vék af fundi kl. 15.35.
     
    Arnaldur Hjartarson héraðsdómari kom inn á fundinn 15:40.

  3. Verkefni um málshraða í einkamálum 
     
    Arnaldur Hjartarson fór yfir málsmeðferðartímann í munnlega fluttum einkamálum í héraði og umræða fór fram um hvernig hægt er að stytta hann.
     
    Arnaldur Hjartarson héraðsdómari vék af fundi kl. 15.20.

  4. Húsnæðismál og öryggismál dómstóla
     
    Framkvæmdastjóri kynnti stöðu húsnæðis- og öryggismála hjá dómstólunum.

  5. Útkomuspár 2023 og rekstraráætlanir 2024 dómstólasýslunnar, Landsréttar og Hæstaréttar
     
    Framkvæmdastjóri kynnti útkomuspár 2023 og rekstraráætlanir dómstólasýslunnar, Landsréttar og Hæstaréttar fyrir árið 2024.


Fleiri mál voru ekki rædd

Fundi var slitið kl. 17:00.

Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Arnfríður Einarsdóttir  

Dómstólasýslan.
9. fundur, 23. nóvember 2023.
 


Árið 2023, fimmtudaginn 23. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Jón Höskuldsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

Fundarefni:

  1. Tilnefning dómarafélagsins í nefnd um dómarastörf

    Dómarafélags Íslands samþykkti á fundi sínum 6. nóvember sl. að tilnefna Sigrúnu Guðmundsdóttur fyrrv. héraðsdómara í nefnd um dómarastörf.
    Ákveðið var að skipa Sigrúnu Guðmundsdóttur í nefnd um dómarastörf frá og með 1. desember nk.

    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.08.

  2. Endurskoðun og setning reglna - Kynning á stöðu verkefnis

    Formaður kynnti frumdrög að reglum um fjárhæð skiptatrygginga og skipun skiptastjóra. Umræður fóru fram. Ákveðið var að starfshópur myndi koma saman og rýna drögin nánar.
    Snædís Ósk kynnti drög að endurskoðuðum reglum um aðgang að gögnum og helstu breytingar á þeim. Umræður fóru fram. Ákveðið var að drögin yrðu send dómstjórum til umsagnar og Lögmannafélagi Íslands í kjölfarið.

    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir vék af fundi kl. 15.56.

    Framkvæmdastjóri kynnti drög að endurskoðuðum reglum um námsleyfi dómara. Umræður fóru fram. Framkvæmdastjóri mun uppfæra drögin í samræmi við umræður og senda stjórn á ný til skoðunar.

  3. Fjármál – Rekstraráætlanir dómstóla og dómstólasýslu afgreidd af dómsmálaráðuneyti.

    Framkvæmdastjóri upplýsti að rekstraráætlanir dómstóla og dómstólasýslu hefðu verið samþykktar af dómsmálaráðuneytinu. Umræður fóru fram.

  4. Húsnæðismál dómstóla

    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu en hún og formaður áttu fund með dómsmálaráðuneytinu vegna húsnæðismála dómstóla fyrr í nóvember. Mikilvægt sé að dómsmálaráðuneytið, dómstólasýslan og Framkvæmdasýsla ríkisins leiði verkefnið og að framkvæmd verði ítarleg kostnaðar og valkostagreining.
    Setja verði í forgang að að tryggja öryggismál í dómhúsum.
    Ákveðið var að formaður og framkvæmdastjóri muni setja saman minnisblað með sýn dómstólasýslunnar og leggja það fyrir stjórn áður en það verður sent til dómsmálaráðuneytisins.

  5. Skýrsla Ríkisendurskoðunar

    Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu um stjórnsýslu dómstólanna árið 2020. Fyrr í nóvember var dómstólasýslunni send skýrsla um eftirfylgni Ríkisendurskoðunar á henni. Framkvæmdastjóri reifaði helstu niðurstöður.

  6. Staða stafrænnar þróunar

    Framkvæmdastjóri upplýsti um stöðu nokkurra stafrænna verkefna sem dómstólasýslan hefur unnið að en fljótlega munu héraðsdómstólarnir taka í notkun nýja vefgátt sem tengd er við málaskrárkerfið þeirra. Sömuleiðis gerði hún grein fyrir því að réttarvörslugátt hafi verið innleidd í Landsrétt í rannsóknarmálum.
    Að lokum kynnti framkvæmdastjóri að í samráðsgátt liggi nú fyrir lagafrumvarp um breytingar á réttarfarslöggjöf sem snúi meðal annars að tæknilegu hlutleysi og reglum um stafræna birtingu. Formaður upplýsti að Hæstiréttur hafi innleitt nýja þjónustugátt fyrir áfrýjunarleyfisbeiðnir.

  7.  Önnur mál

    - Á næsta fundi verða lagðar fram árlegar breytingartillögur á þóknun í þeim reglum dómstólasýslunnar sem það á við.
    - Rætt var stuttlega um stöðu frumvarps um sameiningu héraðsdómstóla.



Fleiri mál voru ekki rædd. Næsti fundur var ákveðinn 21. desember nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 17:10.


Sigurður Tómas Magnússon
Lilja Björk Sigurjónsdóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Jón Höskuldsson

2022


DÓMSTÓLASÝSLAN
1. fundur, 20. janúar 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 20. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson (í gegnum fjarfundabúnað), Bergþóra Kr. Benediktsdóttir (í gegnum fjarfundabúnað), Davíð Þór Björgvinsson, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00. 

                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 16. fundar, 9. desember 2021

Fundargerðin var samþykkt.

2. Undirbúningur stefnumótunar 2023-2027

Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að aðferðafræði og tímalínu við stefnumótun dómstólasýslunnar. Tillagan var samþykkt og gert er ráð fyrir vinnufundi stjórnar í febrúar þar sem farið verður yfir gildi, meginmarkmið, stefnukort og helstu áherslur í stefnu dómstólasýslunnar 2023-2027.

3. Stafrænt dómskerfi

Kl.  15.15 kom Margrét Helga Stefánsdóttir á fundinn og kynnti aðkomu sína að verkefninu um stafræna málsmeðferð.

Umræður um stafræna málsmeðferð fóru fram.  

4. Mannaflalíkan

Formaður gerði grein fyrir málinu og kynnti uppfært mannaflalíkan ásamt fylgiskjali með forsendum og skýringum. Mannaflalíkanið er hjálpartæki við greiningu á álagi og mannaflaþörf hjá héraðsdómstólunum.

5. Málatölur 2021

Kl. 15.50 kom Elín Sigurðardóttir á fundinn og kynnti málatölur árið 2021 fyrir héraðsdómstóla, Landsrétt og Hæstarétt.

Umræða um málatölur fóru fram en heilt yfir hefur málum í héraði fækkað nokkuð en örlítil fjölgun í Landsrétti og Hæstarétti. Málsmeðferðartími í munnlega fluttum einkamálum í héraði hefur styst en lengst aðeins í sakamálum. Málatölur verða kynntar fyrir dómstjórum héraðsdómstólanna á næsta dómstjórafundi.

6. Drög að reglum um útgáfu dóma

Kl. 16.15 kom Edda Laufey Laxdal á fundinn og kynnti drög að reglum dómstólasýslunnar um útgáfu dóma.

Umræður fóru fram um drögin rætt. Upplýst var að drögin verði kynnt fyrir dómstjórum á næsta dómstjórafundi 28. janúar nk. Ákveðið var að kynna reglurnar á vef dómstólasýslunnar og á fundum með helstu hagaðilum.

7. Leyfi dómara

Dómnefnd sem starfar samkvæmt III. kafla laga nr. 50/2016 um dómstóla hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Kristinn Halldórsson dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness verði settur í embætti dómara við Landsrétt frá 1. apríl til 30. júní 2022. Hinn 20. desember sl. barst dómstólasýslunni ósk Kristins um leyfi frá starfi dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness á ofangreindu tímabili til þess að gegna starfi landsréttardómara.

Samþykkt var að veita Kristni Halldórssyni leyfi frá starfi dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness frá 1. apríl til 30. júní 2022 á meðan hann gegnir starfi dómara við Landsrétt.

Þann 11. janúar sl. óskaði Hildur Briem héraðsdómari eftir því að námsleyfi hennar verði frestað um óákveðinn tíma þar sem hún slasaðist á skíðum 2. janúar sl. Hildur var búin að fá samþykkt sex mánaða námsleyfi á tímabilinu 1. september 2021 til 1. mars 2022.

Samþykkt var að fresta tveimur mánuðum af námsleyfi Hildar um óákveðinn tíma. Ef námsleyfið verður ekki tekið árið 2022 þarf formleg umsókn að berast dómstólasýslunni samkvæmt reglum dómstólasýslunnar nr. 4/2019  um námsleyfi dómara.

8. Rekstraráætlanir

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu. Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu er gert ráð fyrir að tilfærslur fari í gegnum fjárauka í febrúar.

Framkvæmdastjóri hyggst skrifa dómsmálaráðuneytinu bréf með samantekt á stöðu mála gagnvart öllum dómstólunum og dómstólasýslunni.

9. Önnur mál

Framkvæmdastjóri upplýsti að formleg beiðni hafi borist dómstólasýslunni um að endurskoða stofnanasamning lögfræðinga við héraðsdómstóla. Það mál verður tekið áfram og skoðað hvort útvíkka megi til allra dómstiga.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Samkvæmt starfsáætlun verður næsti fundur fimmtudaginn 10. febrúar nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl.. 17.00.

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
10. fundur, 13. október 2022

 

Árið 2022, fimmtudaginn 13. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Davíð Þór Björgvinsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:

 

  1. Fundargerð 9. stjórnarfundar
    Ákveðið var að fresta þessum dagskrárlið. 

  2. Reglur um afhendingu á og færslu hljóð- og myndskráa frá héraðsdómstólunum
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir kynnti ný drög að reglum um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar sem stjórnarmenn höfðu fengið send fyrir fundinn. Hún fór stuttlega yfir aðdragandann að endurskoðun reglnanna og þá vinnu sem hafði farið fram við endurskoðun reglnanna, þar á meðal fundum með forsvarsmönnum Lögmannafélags Íslands annars vegar og dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur hins vegar. Þá gerði hún grein fyrir þeim breytingum frá núgildandi reglum um málefnið sem lagðar eru til í hinum nýjum drögum. 
    Rætt var um þær sektarheimildir sem finna má í lögum um meðferð einkamála og lögum um meðferð sakamála og ákveðið að bæta í drögin tilvísun til þessara sektarákvæða. Var Snædísi falið að gera tillögu að slíku ákvæði og senda stjórnarmönnum á milli funda. Þá var ákveðið að fela dómstólasýslunni að senda reglurnar út til umsagna, bæði til dómstjóra héraðsdómstólanna og Lögmannafélags Íslands.

  3. Frumvarp til fjárlaga
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi sem hún átti í dómsmálaráðuneytinu vegna undirbúnings rekstraráætlunar fyrir árið 2023. Á þeim fundi var farið yfir grunninn í fjárlagafrumvarpinu sem er alveg í samræmi við fjármálaáætlunina. Framkvæmdastjóri kynnti excel-skjal þar sem meðal annars komu fram þær launa- gengis- og verðlagsbreytingar sem frumvarpið byggir á. 
    Rætt var um það hvort gera ætti athugasemdir við fjárlagafrumvarpið. Ákveðið var að ítreka þörf á fjölgun dómara við Landsréttar sem var komið á framfæri við dómsmálaráðuneytið og Alþingi við meðferð fjármálaáætlunar. Til viðbótar þeim rökum sem þar komu fram hefur komið í ljós að umfang sönnunarfærslu við réttinn er mun meira en reiknað hefði verið með þegar fjöldi dómara var ákveðinn með lögum nr. 50/2016. Framkvæmdastjóra var falið að skrifa bréf til ráðuneytisins og koma sjónarmiðum stjórnar á framfæri.

  4. Staða verkefnis um sameiningu héraðsdómstóla
    Formaður gerði grein fyrir vinnu starfshópsins og stöðu verkefnisins um sameiningu héraðsdómstólanna. Hann upplýsti um að til stæði að leggja tillögur starfshópsins fyrir samráðshóp verkefnisins síðar í október. Stefnt væri að því að ljúka við skýrslu starfshópsins í nóvember næstkomandi. Samhliða skýrsluskrifum væri einnig unnið að lagalegum útfærslum á tillögum starfshópsins en frumvarpsvinna væri enn á frumstigum.

  5. Vinna við nýjan stofnanasamning
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi vinnu að nýjum stofnanasamning fyrir aðstoðarmenn dómara og aðra háskólamenntaða starfsmenn dómstólanna, aðra en dómara. Verkefnið væri komið langt á leið og verið væri að máta samninginn við starfsmenn í kerfinu. Innleiðing samningsins gæti haft í för með sér aukinn kostnað á einhverjum dómstólum. Stjórnin var sammála um með samningnum ætti að stefna að samræmi innan kerfisins og hvata til þróunar í starfi.

  6. Fundur með dómsmálaráðuneyti vegna breytinga á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga
    Formaður greindi frá því að hann, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar og Edda Laufey Laxdal, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi dómstólanna, hafi fundað með fulltrúum dómsmálaráðuneytisins vegna vinnu að breytingum á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Formaður greindi frá mismunandi sjónarmiðum sem fram komu á fundinum varðandi það hvort lögin ættu að gilda um útgáfu dóma og hvort og þá hversu mikið eftirlitshlutverk dómstólasýslan ætti að hafa með útgáfunni. Umræða fór fram um málið þar sem m.a. kom fram að íhuga þyrfti vel áhrif mögulegra breytinga á hlutverk og eðli starfsemi dómstólasýslunnar.

  7. Heimildir dómstólasýslunnar til að úthluta málum í ljósi úrskurðar Landsréttar í máli nr. 563/2022
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir meðferð málsins hjá dómstólasýslunni sem laut að því að dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur var falið að taka sæti sem setudómari í máli sem rekið var fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í kjölfar beiðni dómstjóra þar um. Umræða fór fram um það hver áhrifin væru af framangreindum úrskurði Landsréttar. Gæta þyrfti vel að undirbúningi og formi ákvarðana af þessum toga.

  8. Önnur mál
    • Framkvæmdastjóri upplýsti um fram komna beiðni dómstjóra Héraðsdóms Austurlands um að tilteknum málum yrði úthlutað til fardómara vegna anna við dómstólinn og að búið væri að óska eftir frekari rökstuðningi frá honum.
    • Framkvæmdastjóri upplýsti um að hún hefði fundað með fulltrúum ríkislögreglustjóra um öryggi í dómhúsum. Dómstólasýslan væri, í samvinnu við ríkislögreglustjóra, að móta samræmd viðmið um öryggiskröfur í dómhúsum. Fulltrúar ríkislögreglustjóra munu síðan taka út öll dómhús með tillit til þessara viðmiða.
    • Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir bréfi dómstólasýslunnar til dómsmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna vegna húsnæðismála dómstóla. Í bréfinu var lögð áherslu á að dómstólunum verði fundið vandað húsnæði sem hæfir starfsemi þeirra og uppfyllir kröfur um öryggi í dómhúsum. Þá var óskað eftir því að dómstólarnir og dómstólasýslan fengi upplýsingar um stöðu mála og aðkomu að frekari vinnu að húsnæðismálum dómstólanna, þar með talið skoðun á valkostum. Framkvæmdastjóri lagði fram svarbréf frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 12. október 2022, þar sem upplýst var um ábendingar um húsnæði fyrir dómstólana sem fram hafi komið og tekið undir sjónarmið dómstólasýslunnar um húsnæði dómstólanna og orðið við beiðni um aðkomu að frekari vinnu.
    • Rætt var um fyrirkomulag varðandi ritun fundargerða á stjórnarfundum. Stjórnarmenn voru sammála um að fundargerðir skyldu áfram vera lýsandi fyrir umræður á fundum og ákvarðanir. Minnt var á rétt stjórnamanna til að láta bóka eftir sér afstöðu sína til einstakra mála, sbr. einnig grein 9.3 í reglum dómstólasýslunnar nr. 1/2019. Stjórnarformaður minnti fundarmenn vinsamlegast á að beina óskum um bókanir til fundarstjóra með skýrum hætti.   
     
     
    Fleiri mál voru ekki rædd. 
     
    Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 10. nóvember nk. kl. 15.00.  
     
    Fundi var slitið kl. 16:50. 
     
     
    Sigurður Tómas Magnússon
    Lilja Björk Sigurjónsdóttir
    Arnaldur Hjartarson
    Lúðvík Örn Steinarsson                                                   
    Davíð Þór Björgvinsson
     

DÓMSTÓLASÝSLAN
11. fundur, 10. nóvember 2022

 

Árið 2022, fimmtudaginn 10. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Davíð Þór Björgvinsson, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.04.  

Fundarefni:

 

  1.  Fundargerðir 9. og 10. stjórnarfunda
     Fundargerðirnar voru samþykktar.

  2. Staðfesting ákvarðana sem teknar voru á milli funda
    Þann 14. september sl. barst dómstólasýslunni beiðni dómstjóra Héraðsdóms Austurlands um aðstoð fardómara vegna þriggja dómsmála sem komin voru á tíma við réttinn. Milli funda sendi dómstólasýslan stjórninni minnisblað með greiningu á málastöðu, málafjölda og samanburði við aðra héraðsdómstóla og lagt til að tveimur af þremur málum yrði úthlutað til fardómara. Tillagan var samþykkt og var sú ákvörðun staðfest á fundinum. 
    Formaður lagði til að slíkar ákvarðanir þyrftu framvegis ekki að leggja fyrir stjórn heldur væru afgreiddar af skrifstofu dómstólasýslunnar með sambærilegu verklagi og gert var í þessu máli og niðurstaðan í kjölfarið kynnt á fundi stjórnar. Stjórnin samþykkti tillöguna. 

  3. Reglur um afhendingu og aðgang að hljóð- og myndupptökum héraðsdómstóla og Landsréttar
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.11. Hún upplýsti að drög að reglunum voru send til samráðs til forstöðumanna dómstólanna, ákærendafélagsins og Lögmannafélags Íslands. Engar athugasemdir bárust frá þeim.  Snædís gerði grein fyrir nokkrum athugasemdum sem höfðu borist frá stjórnarmeðlimum og umræða fór fram um reglurnar. 
    Reglurnar voru samþykktar og ákveðið að gildistaka þeirra verði 1. janúar 2023.

  4. Drög að útkomuspá og rekstraráætlunum
    Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rekstraráætlunum héraðsdómsdómstólanna, Landsréttar og dómstólasýslunnar og kynnti drög að niðurstöðum.

  5. Bréf til DMR vegna fjölda dómara við Landsrétt
    Að beiðni dómstólasýslunnar sendi Landsréttur minnisblað með ítarlegum rökstuðningi fyrir fjölgun dómara og hugsanlega annarra starfsmanna við dómstólinn. Umræða fór fram um málið. 
    Formaður lagði til að dómstólasýslan sendi dómsmálaráðuneytinu bréf með tillögu um breytingu á dómstólalögunum þess efnis að dómurum við Landsrétt verði fjölgað og minnisblað Landsréttar verði sent sem fylgdargagn með bréfinu.  
    Stjórnin var sammála um að framkvæmdastjóri hefji, í samráði við Landsrétt, undirbúning að bréfi til dómsmálaráðuneytisins.

  6. Samráðsfundur með LMFÍ
    Árlegur samráðsfundur dómstólasýslunnar með Lögmannafélagi Íslands fór fram 20. október sl. Á fundinum voru ýmis málefni rædd, þar á meðal erindi félagsins um 
    hækkun á viðmiðunarreglum um lágmarks skiptatryggingu og beiðni um að dómstólasýslan setji samræmdar reglur þar um. Ákveðið var að fela skrifstofu dómstólasýslunnar að búa til drög að leiðbeinandi verklagsreglum um skiptatryggingu lögmanna. 
    Á samráðsfundinum var auk þess rætt um endurskoðun á leiðbeinandi reglum um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. nr. 1/2022. Ákveðið var að fyrir næsta stjórnarfund muni skrifstofa dómstólasýslunnar senda stjórn tillögu um breytingar á reglunum byggt á vísitöluþróun.

  7. Persónuuppbót dómara
    Stjórn dómstólasýslunnar ákvarðar persónuuppbót dómara sem greidd er í desember á hverju ári. Um persónuuppbót dómara er fjallað í 3. gr. reglna nr. 3/2021 um almenn starfskjör dómara. 
    Umræða fór fram um málið. Ákveðið var að í reglum nr. 3/2021 skuli koma fram að persónuuppbót dómara í desember 2022 sé 229.500 kr.

  8. Önnur mál
    • Dómstólasýslan tók á árinu þátt í vinnu dómsmálaráðuneytisins við gerð skýrslu um málshraða í sakamálum í réttarvörslukerfinu. Í skýrslunni var leitast við að greina hvar væru mögulegir flöskuhálsar í kerfinu. Í kjölfar skýrslunnar hefur ráðneytið óskað eftir tilnefningum í vinnu við frekari greiningu á niðurstöðunum og við gerð úrbótatillagna. Á árinu 2021 setti dómstólasýslan saman hóp til þess að greina málsmeðferðatíma hjá héraðsdómstólunum. Tilgangurinn var að rýna hvernig hægt væri að gera betur og hvaða úrræði væru tæk til að stytta málsmeðferðatíma. Formaður lagði til að fela Arnaldi Hjartarsyni héraðsdómara  að kalla þann starfshóp aftur saman og halda bæði þeirri vinnu áfram og taka þátt í ofangreindri vinnu dómsmálaráðuneytisins. Að tillögu framkvæmdastjóra myndu Írisi Elma Guðmann og Snædís Ósk Sigurjónsdóttir hjá dómstólasýslunni einnig starfa með hópnum og taka þátt í vinnu dómsmálaráðuneytisins.
     
    Fleiri mál voru ekki rædd. Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 8. desember nk. kl. 15.00. Fundi var slitið kl. 17.01. 
     
    Sigurður Tómas Magnússon
    Lilja Björk Sigurjónsdóttir
    Arnaldur Hjartarson
    Lúðvík Örn Steinarsson                                                   
    Davíð Þór Björgvinsson

DÓMSTÓLASÝSLAN

12. fundur, fimmtudaginn 8. desember 2022


Árið 2022, fimmtudaginn 8. desember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar.

Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Lilja Björk Sigurjónsdóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 14.30.


Fundarefni:

  1. Fundargerð 11. stjórnarfundar
    Fundargerðin var samþykkt.

  2. Samræmd tölfræði á öllum dómstigum
    Formaður kynnti hugmyndir um samræmda tölfræði í dómskerfinu og vísaði í drög að minnisblaði sem sent var stjórn fyrir fund. Hann upplýsti að dómstólasýslan hafi unnið að samræmdum viðmiðum og greiningum á hvaða almenna tölfræði lýsi starfsemi dómstólanna best og birta eigi almenningi með reglubundnum hætti.

    Formaður upplýsti sömuleiðis að unnið væri að því að útbúa stafrænt vöruhús með lýsigögnum úr málaskrárkerfi þar sem m.a verði hægt að sækja slíka tölfræði.

    Ákveðið var að vinna þetta mál áfram og kynna nánari drög þannig að hægt verði í janúar nk. að taka saman samræmda tölfræði hjá öllum dómstigum.

  3. Reglur um málsvarnarlaun og þóknun til verjenda og réttargæslumanna – hækkun í samræmi við vísitölubreytingar
    Formaður reifaði málið og vísaði í tillögur að breytingum sem sendar voru fyrir fund. Lagt var til að málsvarnarlaun og þóknun til verjenda og réttargæslumanna hækki í samræmi við vísitölubreytingar um 8% upp í 24.300 kr. og aðrar tölur í reglunum hækki hlutfallslega með sama hætti. Umræður fóru fram um málið.

    Reglur nr. 1/2023 voru samþykktar og ákveðið að þær taki gildi 1. janúar 2023. Framkvæmdastjóri var falið að ganga frá reglunum og birta þær á vef.

  4. Rekstraráætlanir 2023
    Framkvæmdastjóri fór yfir drög að rekstraráætlunum 2023 fyrir héraðsdómstólana, Landsrétt, Hæstarétt og dómstólasýsluna. Umræður fóru fram og m.a rætt um áhrif mögulegs stofnanasamnings á rekstraráætlanir.
    Samþykkt var að senda rekstraráætlanirnar til dómsmálaráðuneytisins.

  5. Húsnæðismál dómstólanna

    Á dögunum fundaði dómstólasýslan með fulltrúum frá dómsmálaráðuneytinu vegna húsnæðismála dómstólanna. Þar upplýsti ráðuneytið að engar ákvarðanir og formlegar hugmyndir lægju fyrir og fór yfir hvaða möguleikar hefðu komið til tals. Ákveðið var að dómstólasýslan kannaði í samráði við dómstólana hvaða valkostir kæmu helst til greina.

    Formaður upplýsti að dómstólasýslan væri að undirbúa í samvinnu við Ríkislögreglustjóra úttekt á öryggismálum hjá hverjum dómstól fyrir sig. Í kjölfarið verði skoðað hvaða úrbætur þurfi að ráðast í.

  6. Úrskurður í máli nr. E-3847/2022
    Hinn 5. desember sl. kvað dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur upp úrskurð í máli nr. E-3847/2022 um að allir dómarar við dómstólinn voru vanæfir til þess að fara með málið. Ágreiningsefni málsins lýtur að launakjörum dómara og ljóst að úrlausn málsins muni hafa bein áhrif á launakjör allra dómara landsins. Með vísan til þessa var framkvæmdastjóra falið að senda dómsmálaráðherra bréf í samræmi við 34. gr. laga um dómstóla.

  7. Beiðni um tímabundið leyfi frá dómarastörfum
    Með erindi sem barst dómstólasýslunni 5. desember sl. óskaði Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari eftir leyfi frá störfum við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 15. janúar 2023 til 30. apríl 2023 og vísaði til 2. mgr. 2 gr. laga nr. 45/2022. Samþykkt var að veita Kjartani Bjarna Björgvinssyni héraðsdómara leyfi á fyrrgreindum tíma.

  8. Starfsmannamál - Trúnaðarmál

  9. Önnur mál
    Margrét Helga Stefánsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.57. Hún kynnti drög að minnisblaði um varanlega heimild í lögum til að móttaka gögn með rafrænum hætti. Í minnisblaðinu er lagt til að jafngildisákvæði verði lögfest sem feli í sér að þar sem kveðið sé á um að gögn skuli vera skrifleg verði jafngilt að taka við þeim á rafrænu formi. Jafnframt verði dómstólasýslunni falið í samráði við dómstóla á hverju dómstigi að setja reglur um í hvaða tilvikum sé fullnægjandi að afhenda gögn rafrænt. Tillögurnar ganga út frá því að breytingar verði teknar í skrefum. Umræður fóru fram um málið og ákveðið að senda minnisblaðið til stjórnarmanna. Margrét vék af fundi kl. 16.12.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 12. janúar nk. kl. 15.00.

Fundi var slitið kl. 16.12.

Sigurður Tómas Magnússon

Lilja Björk Sigurjónsdóttir

Arnaldur Hjartarson

Lúðvík Örn Steinarsson

Hervör Þorvaldsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
2. fundur, 17. febrúar 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 17. febrúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson (í gegnum fjarfundabúnað), Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir (í gegnum fjarfundabúnað), Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri (í gegnum fjarfundabúnað) og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  

Fundarefni:


1. Fundargerð 1. fundar, 20. janúar 2022
Fundargerðin var samþykkt. 

2. Drög fjármálaáætlunar 2023-2027
Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu og kynnti drög að greinargerð með fjármálaáætlun og fylgigögnum. Fram kom að formaður og framkvæmdastjóri muni funda með Hæstarétti og Landsrétti og að drögin verði í kjölfarið send dómsmálaráðuneytinu.

3. Drög að reglum um útgáfu dóma – staða verkefnis
Edda Laufey Laxdal kynnti stöðu verkefnisins. Frá því að drögin voru kynnt á síðasta stjórnarfundi voru þau lögð fyrir fund dómstólasýslunnar með dómstjórum og í kjölfarið formlega send þeim til umsagnar. Einhverjar athugasemdir bárust og gerði Edda grein fyrir þeim. Ákveðið var að senda uppfærð drög til Hæstaréttar og Landsréttar til umsagnar og í kjölfarið birta þær á vef dómstólasýslunnar þar sem öðrum hagaðilum er gefinn kostur á að kynna sér þær og senda inn athugasemdir. 

4. Samantekt frá fundi dómstólasýslunnar með dómstjórum 28. janúar 2022
Formaður greindi stuttlega frá efni síðasta fundar dómstólasýslunnar með dómstjórum. 

5. 30 ára afmæli héraðsdómstólanna – mögulegir viðburðir
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir hugmynd um að halda málþing um stafræna þróun og fá dómara og mögulega starfsmenn dómstólasýslu á Norðurlöndunum til Íslands og vera með erindi. Hentugt gæti verið að halda málþingið í maí á þessu ári þar sem þá munu norrænar dómstólasýslur funda hér á landi. Framkvæmdastjóra var veitt umboð til þess að vinna þessa hugmynd áfram og hefja skipulagningu málþingsins. 
Sömuleiðis var rætt um möguleikann á að héraðsdómstólarnir verði með opið hús einn dag sem lögð verður áhersla á að kynna vel. 

6. Önnur mál
Ákveðið var að dómstóladagurinn verði að óbreyttu haldinn föstudaginn 30. september nk. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Lagt var til að næsti fundur stjórnar verður vinnufundur vegna stefnumótunar fimmtudaginn 24. febrúar nk. kl. 15.

Fundi var slitið kl. 16.24.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
3. fundur, 17. mars 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 14.00. 


Fundarefni:


1. Fundargerð 2. fundar, 17. febrúar 2022

Fundargerðin var samþykkt. 

2. Traustmæling Gallup 2022

Matthías Þorvaldsson frá Gallup mætti á fundinn og kynnti niðurstöður úr traustmælingu Gallup 2022. Mælingarnar í ár gáfu til kynna nokkuð minna traust til Hæstaréttar og héraðsdómstólanna en árið 2021 en svipað til Landsréttar. Traustmælingin sýndi sömuleiðis að almennt er traust til dómstólanna mest í hópi þeirra sem þekkja dómskerfið vel.

Dómstólasýslan lét framkvæma þjónustukönnun meðal lögmanna og ákærenda árið 2019. Framkvæmdastjóra var falið að kanna möguleikana á að framkvæma slíka könnun á ný nú á vormánuðum.  

Matthías vék af fundi kl. 14.42.

3. Tilnefning í starfshóp dómsmálaráðuneytisins um sameiningu héraðsdómstólanna

Tilnefning Sigurðar Tómasar Magnússonar var staðfest. 

4. Formaður og varaformaður nefndar um dómarastörf 

Tímabil Hjördísar Hákonardóttur formanns nefndar um dómarastörf og varamanns hennar Guðmundar Sigurðssonar rennur út 14. maí nk. Dómstólasýslan skipar alla nefndina og þar af einn án tilnefningar sem skal vera formaður. 
Ákveðið var að stjórnin kanni málið milli funda þannig að hægt verði að skipa í nefndina á næsta stjórnarfundi.  
Framkvæmdastjóri mun kanna hjá varamanni Hjördísar hvort hann óski eftir að halda setu í nefndinni áfram sem varamaður formanns. 


5. Önnur mál

 - Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu fjármálaáætlunar. 
Norrænt þing dómstólasýslunnar fer fram 21-24 maí nk. en á það koma fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og    Noregi. 
 - Gert er ráð fyrir að í tilefni af 30 ára afmæli héraðsdómstólanna verði í byrjun sumars haldin ráðstefna um stafræna      málsmeðferð. Undirbúningsnefnd fyrir ráðstefnuna hefur tekið til starfa. Í tilefni af afmælinu hefur sömuleiðis komið      fram hugmynd um að héraðsdómstólarnir verði með opið hús á 30 ára afmælisdegi þeirra, 1. júlí nk. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Strax í kjölfar þessa fundar fór fram vinnufundur stjórnar vegna stefnumótunar 2023-2027. 

Fundi var slitið kl. 15.10.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
4. fundur, 17. mars 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 17. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson (í gegnum fjarfundabúnað), Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00. 

 

Fundarefni:


Vinnufundur vegna stefnumótunar 2023-2027

 - Árný Elíasdóttir frá Attentus kom á fundinn og fjallaði um aðferðarfræði og nálgun við gerð stefnu dómstólasýslunnar       2018-2022. 
 - Umræður fóru fram um endurskoðun stefnu, efni og form hennar. Rætt var um gildi, meginmarkmið og megináherslur næstu 5 árin. 
 - Í samræmi við áður kynnta aðgerðaráætlun mun dómstólasýslan senda út könnun í apríl til allra starfsmanna    dómskerfisins og fá mikilvægt innlegg þeirra í stefnumótunina. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur fer fram fimmtudaginn 28. apríl nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl. 16.31. 

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
5. fundur, 28. apríl 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 28. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  


Fundarefni:


1. Fundargerð 3. og 4. fundar frá 17. mars sl. 
Fundargerðirnar voru samþykktar. 

2. Þörf á endurskoðun reglna nr. 15/2018 um afhendingu og færslu hljóð- og myndskráa frá héraðsdómstólunum
Snædís Ósk Sigurjónsdóttir mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu. Umræður fóru fram og ákveðið að dómstólasýslan skrifi drög að breyttum reglum, sem munu taka til bæði héraðsdómstólanna og Landsréttar. Snædís Ósk vék af fundi kl. 15.23.

3. Skipun formanns nefndar um dómarastörf  

Tillaga um að skipa Ragnheiði Thorlacius fyrrum héraðsdómara sem formann í nefnd um dómarastörf frá og með 15. maí nk. var samþykkt.
Samþykkt var að skipa Guðmund Sigurðsson prófessor sem varamann hennar frá og með sama tíma. 

4. Staða fjármálaáætlunar
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir málinu en fjármálaáætlun er komin fyrir Alþingi og ljóst að útgjaldarammi málefnasviðins mun haldast óbreyttur. Dómsmálaráðuneytið hefur sent fjárlaganefnd bréf þar sem vakin var athygli á því að ekki hafi verið farið eftir tillögum dómstólasýslunnar sem hefur óskað eftir því að koma á fund fjárlaganefndar og gera grein fyrir rökstuðningi fyrir tillögum sínum um aukin útgjöld. 

5. Reglur um útgáfu dóma
Umræður fóru fram um ný drög að reglum um útgáfu dóma sem endurspegla að Persónuvernd fari ekki með eftirlit með dómstólunum í samræmi við dóm Evrópudómstólsins í máli nr. C-245/20. 
Lokadrög nýrra reglna verða send Hæstarétti, Landsrétti og héraðsdómstólunum auk þess sem þau verða kynnt öðrum hagaðilum áður en þau verða lögð fram til samþykktar.  

6. Erindi LMFÍ um endurskoðun fjárhæðar skiptatryggingar
Dómstólasýslunni barst erindi dags. 28. mars sl. frá Lögmannfélagi Íslands þar sem óskað var eftir endurskoðun á fjárhæð skiptatryggingar. Umræður fóru fram um málið og kom fram að í erindinu eru ekki nákvæmar upplýsingar um fjárhæðir skiptatrygginga. 

Ákveðið að formaður og framkvæmdastjóri muni taka málið áfram og skrifa drög að bréfi þar sem óskað er frekari upplýsinga og nánari skýringa.

7. Önnur mál
 - Formaður gerði grein fyrir stöðu verkefnis starfshóps um sameiningu héraðsdómstólanna. 
 - Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnis um nýtingu talgreinis.
 - Framkvæmdastjóri upplýsti að fundur með félagi löggiltra dómtúlka og skjalaþýðanda hafi farið fram fyrr í apríl þar  sem félagið lýsti yfir óánægju sinni með aðstöðu túlka í dómhúsum. Ákveðið var að dómstólasýslan muni kanna        mögulegar tæknilausnir í samvinnu við félagið.
 - Verkefnastjóri gerði stuttlega grein fyrir fundi dómstólasýslunnar með Íslandsdeild Amnesty International sem      stendur fyrir rannsókn sem beinist að beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi. 
 - Framkvæmdastjóri gerði stuttlega grein fyrir fundi dómstólasýslunnar með fulltrúum GREVIO á Íslandi,        eftirlitsnefndar Evrópuráðsins með Istanbúl-samningnum um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og        heimilisofbeldi.  
 - Framkvæmdastjóri upplýsti að ráðstefna um stafrænt dómskerfi, í tilefni af 30 ára afmæli héraðsdómstólanna, verði    haldin föstudaginn 10. júní nk. 
 - Minnt var á að dómstóladagurinn mun fara fram 30. september nk. 
 - Framkvæmdastjóri upplýsti að Evrópuráðið Cepej hafa í hyggju að halda ráðstefnu 8. desember nk. á Íslandi um        stafrænt dómskerfi útfrá Evrópuviðmiðum um réttaröryggi og hafa óskað eftir samstarfi við dómstólasýsluna.
 - Umræða fór fram um umgjörð á afgreiðslu lögræðismála og möguleika á að endurúthluta málum í þeim tilvikum þar  sem dómari út á landi þarf að taka mál fyrir á höfuðborgarsvæðinu. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur fer fram fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl. 17.03.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
6. fundur, 17. maí 2022

 

Árið 2022, þriðjudaginn 17. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í gegnum fjarfundabúnað. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson, Erna Björt Árnadóttir, Margrét Einarsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir boðaði forföll, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  


Fundarefni:


1. Erindi frá dómsmálaráðuneyti dags. 12. maí 2022.

Stjórn dómstólasýslunnar barst erindi frá dómsmálaráðherra dags. 12. maí 2022 þar sem óskað var eftir afstöðu stjórnar til þess að færa meðferð tiltekinna málaflokka til héraðsdómstóla á landsbyggðinni, fækka héraðsdómurum tímabundið og fjölga dómurum við Landsrétt tímabundið. Auk þess var óskað eftir því að dómstólasýslan sendi upplýsingar um málshraða og málafjölda hjá héraðsdómstólum og Landsrétti. 
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og minnisblaði sem lá fyrir fundinum. Umræður fóru fram. Niðurstaða fundar var að stjórn dómstólasýslunnar teldi þær hugmyndir sem fram komu í erindi dómsmálaráðuneytisins ekki fýsilegar. 

Framkvæmdastjóra var falið að rita bréf til ráðuneytisins þess efnis og bera undir stjórn.

Fleiri mál voru ekki rædd. 

Næsti fundur reglulegi fundur var ákveðinn fimmtudaginn 9. júní nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl.

Sigurður Tómas Magnússon
Halldór Björnsson
Erna Björt Árnadóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
7. fundur, 9. júní 2022

 

Árið 2022, fimmtudaginn 9. júní, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Erna Björt Árnadóttir, Margrét Einarsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  


Fundarefni:


1. Fundargerðir 5. og 6. stjórnarfundar
Fundargerðirnar voru samþykktar. 

2. Kynning á þjónustukönnun Gallup 2022

Matthías Þorvaldsson mætti á fundinn kl. 15.00 og gerði grein fyrir niðurstöðu þjónustu og ímyndarkönnunar sem dómstólasýslan fékk Gallup til að framkvæma meðal lögmanna og sækjenda um mánaðarmótin apríl/maí 2022.  
Helstu niðurstöður verða sendar stjórnendum og starfsmönnum. 

3. Reglur um útgáfu dóma
Drög að reglunum hafa verið sendar öllum dómstigum til rýnis og umsagnar. Sömuleiðis hefur verið haft samráð við aðra hagaðila svo sem Blaðamannafélag Íslands og Lögmannafélag Íslands. Fram komu hugmyndir frá þeim um að veita hagaðilum aðgang að dómum í gegnum sérstaka gátt. 
Umræður um reglurnar og framkomnar athugasemdir fóru fram og þær samþykktar. Reglurnar taka gildi 1. október nk. Fram að þeim tíma verða reglurnar innleiddar, þær  kynntar og gengið frá verklagsreglum. 
Erna Björt vék af fundi kl. 15.57.  

4. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang, sbr. 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla

Samþykkt var að dómstólasýslan auglýsti meðal dómara boð um að skipta um starfsvettvang þegar dómsmálaráðherra hefur gengið frá skipun í embætti Landsréttardómara og fyrir liggur hvaða embætti héraðsdómara losna. 

Erna Björt kom aftur inn á fundinn kl. 16.18. 

5. Námsleyfi dómara
Teknar voru fyrir umsóknir dómara um námsleyfi fyrir árið 2023. Arnaldur Hjartarson vék af fundi kl. 16.24. 

Samþykkt var að veita fjórum umsækjendum frá Héraðsdómi Reykjavíkur námsleyfi:
Hólmfríður Grímsdóttir frá 01.09.2023 til 01.03.2024, Kjartan Bjarni Björgvinsson frá 01.07.2023 til 01.01.2024 og Arnaldur Hjartarson frá 20.03.2023 til 30.06.2023. Ástráður Haraldsson sem er fjórði í starfsaldursröðinni. Hann sótti um leyfi á sama tíma og tveir sem hafa verið lengur í starfi. Í umsókn hans kom fram að hann væri tilbúinn að taka leyfi á öðrum tíma og því var samþykkt að bjóða honum að taka námsleyfi fyrri hluta árs 2023. 

Ein umsókn barst frá Héraðsdómi Reykjaness. Samþykkt var að veita Boga Hjálmtýssyni námsleyfi frá 09.01.2023 til 05.06.2023.

Lárentsínus Kristjánsson dómari við Héraðsdómi Vesturlands sótti um námsleyfi frá 01.09.2023-31.12.2023. Umsóknin var samþykkt.

Arnaldur Hjartarson kom aftur inn á fundinn kl. 16.30 og Davíð Þór Björgvinsson vék af fundi á sama tíma. 

Þrjár umsóknir um námsleyfi bárust frá Landsrétti. Samþykkt var að veita Hervöru Þorvaldsdóttir leyfi frá 01.09.2023 til 28.02.2024 og Ásmundi Helgasyni frá 01.01.2023 til 30.06.2023. Davíð Þór Björgvinsson var þriðji í starfsaldursröð umsækjenda og var því ekki unnt að samþykkja umsókn hans

Davíð Þór Björgvinsson kom aftur inn á  fundinn kl. 16.33 og Sigurður Tómas Magnússon vék á sama tíma af fundi.

Ein umsókn um námsleyfi barst frá Hæstarétti. Samþykkt var að veita Sigurði Tómasi Magnússon námsleyfi 01.09.2023-31.12.2023.

Sigurður Tómas Magnússon kom aftur inn á fundinn kl. 16.34. 

6. Staða fjármálaáætlunar
Á stjórnarfundi 28. apríl sl. kom fram að fjármálaáætlun væri komin fyrir Alþingi og ljóst að útgjaldarammi málefnasviðins ætti að haldast óbreyttur. Kynnt var að dómstólasýslan hefði sent dómsmálaráðuneytinu bréf í kjölfarið og vakið athygli á að ekki var farið eftir tillögum hennar og því bæri að fylgja fyrirmælum 3. mgr. 21. gr. laga um opinber fjármál og  1. mgr. 7. gr. laga um dómstóla. Einnig var kynnt að framkvæmdastjóri hefði í framhaldinu farið á fund fjárlaganefndar Alþingis og gert grein fyrir rökstuðningi fyrir tillögum dómstólasýslunnar um aukin útgjöld. Beðið væri afgreiðslu þingsins. 

7. Drög að ársskýrslu
Framkvæmdastjóri kynnti vinnu að gerð ársskýrslu ársins 2021. Fram kom að skýrslan verði send stjórn yfirlestrar þegar hún væri lengra komin. Einnig kom fram að gert væri ráð fyrir að skýrslan yrði aðeins gefin út rafrænt á heimsíðu dómstólanna. 

8. Önnur mál

- Minnt var á að ráðstefna um stafræna framtíð dómstólanna sem halda ætti í tilefni af 30 ára afmæli héraðsdómstólanna færi fram föstudaginn 10. júní. 
- Kynnt var að dómstólasýslan hefði verið gestgjafi fundar norrænna dómstólasýslna í maí sl. Fulltrúar frá öllum systurstofnunum á Norðurlöndunum sóttu fundinn. Mikil ánægja var með fundinn og augljóst hversu mikilvægt samstarfið er. Meðal umfjöllunarefna á fundinum voru stafræn þróun hjá dómstólunum, árangursmælikvarðar, stefnumótun, fræðslumál og fleira. 
- Kynnt var hugmynd um að koma á fót upplýsingatækniráði dómstólanna. Hlutverk ráðsins væri að ræða mál er varða tækni og þróun hjá dómstólunum og koma á skilvirku upplýsingaflæði milli dómstólanna og dómstólasýslunnar. 
- Gerð var grein fyrir yfirstandandi undirbúningi fyrir dómstóladaginn sem haldinn verður 30. september nk. 
- Rætt var um erindi sem dómstólasýslunni barst frá varadómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur vegna álitamála um lengd kjörtímabils varadómstjóra. Stjórnarformaður lagði minnisblað fyrir fundinn. Umræða fór fram um málið og framkvæmdastjóra falið að taka saman álit stjórnarinnar á grundvelli minnisblaðsins og senda varadómstjóra.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur verður fimmtudaginn 11. ágúst nk. kl. 15.00.  

Fundi var slitið kl. 17.00

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Erna Björt Árnadóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
8. fundur, 11. ágúst 2022

Árið 2022, fimmtudaginn 11. ágúst, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Halldór Björnsson, Erna Björt Árnadóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.

1. Fundargerð 7. stjórnarfundar
Fundargerðin var samþykkt. 
 
2. Staðfesting á ákvörðunum stjórnar milli funda
- Ákvörðun um veitingu námsleyfis Davíð Þórs Björgvinssonar landsréttardómara var staðfest. 
- Ákvörðun stjórnar um að samþykkja beiðni Jónasar Jóhannessonar héraðsdómara um flutning úr stöðu faranddómara í embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness var staðfest. 
- Ákvörðun stjórnar um að auglýstar yrðu tvær stöður faranddómara, önnur með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur en hin við Héraðsdóm Reykjaness með skipunartíma frá og með 1. október nk., var staðfest
 
3. Ársskýrsla 2021
Framkvæmdastjóri kynnti drög að ársskýrslu sem voru send fyrir fundinn til kynningar. Upplýst var að ársskýrslan yrði eingöngu gefin út rafrænt.
 
Umræða fór fram um að mikilvægt sé að huga að betri samræmingu á framsetningu tölfræði hjá öllum dómstigum. Ekki voru gerðar aðrar athugasemdir um efni skýrslunnar.
 
4. Ársreikningur dómstólasýslunnar 2021
Framkvæmdastjóri kynnti ársreikninginn.  
 
5. Ársreikningur héraðsdómstólanna 2021
Framkvæmastjóri kynnti ársreikninginn.  
 
6. Rekstur dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna 
Framkvæmdastjóri kynnti 6 mánaða rekstraryfirlit dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna. 
 
Þá gerði framkvæmdastjóri grein fyrir lista yfir helstu verkefni á málefnasviði dómstóla sem verður í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga.
 
Kristín Haraldsdóttir vék af fundi 16.35. 
 
7. Tilnefning í stjórn Starfsmenntunarsjóðs dómara
Upplýst var að samkvæmt 8. mgr. 44 gr. dómstólalaga greiðir ríkissjóður 0.92% af heildarlaunum dómara í Starfsmenntunarsjóð dómara. Í sjóðnum sé þriggja manna stjórn, þar af sé einn stjórnarmeðlimur tilnefndur af stjórn dómstólasýslunnar. Ólöf Finnsdóttir, sem tilnefnd var af hálfu stjórnar dómstólasýslunnar, hefur óskað lausnar. Formaður lagði til að Kristín Haraldsdóttir yrði tilnefnd í hennar stað. 
Tillagan var samþykkt og Kristín Haraldsdóttir var tilnefnd í stjórn Starfsmenntunarsjóðs dómara. 
 
8. Önnur mál
 
- Umræða fór fram um bréfasamskipti stjórnar dómstólasýslunnar við Fjársýslu ríkisins og Hagstofuna vegna ákvörðunar um breytingu á launum þeirra sem taka laun skv. sérákvæðum í lögum nr. 79/2019.  
 
- Kynnt var að dómstólasýslan muni hafa milligöngu um kosningu aðalmanns í stjórn dómstólasýslunnar í stað Bergþóru Kristínar Benediktsdóttur sem hefur látið af störfum hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og sagt sig úr stjórn. Upplýst var að gert væri ráð fyrir að málið yrði afgreitt í september.
 
- Tekið var fyrir erindi Fjársýslu ríkisins dags. 20. júlí 2022, um launabreytingu þeirra sem taka laun skv. lögum nr. 79/2019, þar sem óskað var eftir afstöðu stjórnar um launabreytingar þeirra sem tekið hafa laun samkvæmt ákvörðunum stjórnar dómstólasýslunnar. Umræða fór fram og ákveðið var að fylgt yrði fyrri ákvörðunum stjórnar á þann hátt að laun þessara starfsmanna fylgi hér eftir sem hingað til þeim viðmiðum sem áður hafa verið ákveðin. Með þessari ákvörðun var ekki tekin afstaða til réttmætis þeirrar ákvörðunar stjórnvalda sem tók gildi 1. júlí 2022 um að breyta viðmiðum við breytingar á launum dómara á grundvelli 4. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla og endurkrafna á launum. Lögfræðingi dómstólasýslunnar var falið að útbúa drög að svarbréfi til Fjársýslu ríkisins. 
 
Fleiri mál voru ekki rædd. 
 
Ákveðið var að næsti fundur færi fram fimmtudaginn 8. september nk. kl. 15.00.  
 
Fundi var slitið kl. 17.00

Sigurður Tómas Magnússon
Erna Björt Árnadóttir
Halldór Björnsson
Lúðvík Örn Steinarsson
Davíð Þór Björgvinsson

DÓMSTÓLASÝSLAN
9. fundur, 15. september 2022

 

Árið 2022, fimmtudaginn 15. september, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, stjórnarformaður, Arnaldur Hjartarson, Erna Björt Árnadóttir, Lúðvík Örn Steinarsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.30.

Fundarefni:

 

  1. Fundargerð 8. stjórnarfundar
    Fundargerðin var samþykkt.

  2. Skipun dómstjóra við HDRN og HDNE
    Ákvörðun stjórnar milli funda um skipun Arnbjargar Sigurðardóttur héraðsdómara í embætti dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra var staðfest.

    Kosning um embætti dómstjóra fór nýverið fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem Jónas Jóhannsson héraðsdómari hlaut kosningu. Skipun hans í embætti dómstjóra frá og með 22. september var staðfest.

  3. Verkefni vegna stafrænnar þróunar
    Margrét Helga Stefánsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 15.40. Framkvæmdastjóri og Margrét Helga kynntu minnisblað sem sent var fyrir fundinn um stöðu á stafrænni réttarvörslugátt og vinnu dómstólasýslunnar við verkefnið. Þar kom meðal annars fram að á fundi stýrihóps í mars sl., var ákveðið að næsta stóra verkefni réttarvörslugáttar yrði rafræn meðferð ákærumála. Í ljósi þess sé dómstólasýslan byrjuð að greina hvernig ferli sakamáls í héraði gæti komið til með að vera eftir stafræna umbreytingu, hvernig auka megi skilvirkni og bæta meðferð sakamála fyrir dómi. Upplýst var að í þeirri vinnu hafi meðal annars verið horft til þess sem kom fram á fundum rýnihóps dómstólanna, vinnustofum um réttarvörslugátt og til framkvæmdar í nágrannalöndum, einkum í Danmörku og Noregi.

    Kynnt var áætlun um að boða til tveggja vinnustofa með fulltrúum frá öllum dómstigum til að ræða og þróa áfram sameiginlega afstöðu dómstóla til þess hvernig ferli sakamáls eigi að vera í stafrænu kerfi, hvernig skuli staðið að birtingu og önnur framkvæmdaratriði.

    Íris Guðmann kynnti stöðu verkefnis um notkun Gopro vefgáttar í héraði við móttöku og sendingu gagna. Um sé að ræða sömu gátt og Landsréttur hafi notað um skeið en við innleiðingu í héraði verði gerðar umbætur á virkni og viðmóti hennar.

    Margrét Helga vék af fundi 16.00.

  4. Málatölur 6 mánaða yfirlit
    Íris Guðmann kynnti 6 mánaða málatölur Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Fram kom að áfram sé einhver fækkun á málum en að fjöldi afgreiddra mála sé meiri en fjöldi innkominna mála á öllum dómstigum.

    Ákveðið var að hópur sem áður hafði verið settur saman til þess framkvæma greiningu á þróun málsmeðferðartíma fyrir héraðsdómstólum og skoða helstu áhrifavalda verði kallaður aftur saman.

  5. Drög að reglum um afhendingu á og færslu hljóð- og myndskráa frá héraðsdómstólunum
    Snædís Ósk Sigurjónsdóttir lögfræðingur kom inn á fundinn kl. 16.25.
    Síðastliðið vor kynnti Snædís á stjórnarfundi athugasemdir frá lögmönnum og dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur við reglur um afhendingu hljóð- og myndskráa Þá var ákveðið að dómstólasýslan myndi skoða reglurnar og leggja fyrir stjórn drög að breyttum reglum. Snædís upplýsti að hún hafi bæði fundað með forsvarsmönnum Lögmannafélags Íslands og dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. Á fundi með Lögmannafélaginu kom fram að félagið legði mikla áherslu á jafnræði milli aðila og aðstöðumun milli verjanda og sækjanda. Þá kom fram að þeir telji sig eiga rétt á upptökur bæði í hljóði og mynd og lögðu til að tæknin yrði nýtt til að útbúa miðlægt svæði sem hægt væri að horfa og hlusta á upptökurnar.
    Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur lagði áherslu á að myndupptökur færi ekki úr húsi og fór yfir ferli afhendinga hjá dómstólnum og ýmsar praktískar upplýsingar. Snædís upplýsti jafnframt að hún væri að vinna að drögum að breyttum reglum og að þau yrðu send fljótlega til rýnis.

    Umræða fór fram um málið og hvort þörf væri á að lagabreytingum um afhendingu á upptökum.

  6. Húsnæðismál dómstólasýslunnar og dómstólanna
    Framkvæmdastjóri rakti efni minnisblaðs sem sent var stjórn fyrir fundinn um húsnæðismál dómstólanna þar sem fjallað var almennt um stöðu húsnæðismála út frá öryggi, aðbúnaði og ástandi húsnæðis, greint frá þeirri vinnu sem hefur átt sér stað og settar fram tillögur að næstu skrefum.

    Umræða fór fram um málið þar sem fram komu áhyggjur af óvissu um húsnæðismál hjá dómstólunum, öryggismálum og ástandi húsnæðis. Arnaldur Hjartarson óskaði eftir að bókað yrði:

    „Arnaldur Hjartarson tók til máls í tilefni af umfjöllun um húsnæðismál dómstólanna. Hann lagði einkum áherslu á tvennt, þ.e. að huga þyrfti annars vegar að úrbótum öryggismála í dómhúsum og hins vegar mikilvægi heilnæms starfsumhverfis, en slíkt kalli ávallt á gott viðhald húsnæðisins.“

    Um þetta voru allir sammála.

    Framkvæmdastjóra var falið að fylgja málinu eftir í samræmi við tillögur í minnisblaði.

  7. Bréf frá Lögmannafélagi Íslands um fjárhæð skiptatrygginga
    Formaður vísaði til erindis Lögmannafélags Íslands frá því í mars sl. þar sem óskað var eftir hækkun á viðmiðunarreglum um lágmarks skiptatryggingu og að dómstólasýslan myndi setja samræmdar reglur þar um. Fram kom að dómstólasýslan hefði óskað eftir frekari upplýsingum frá Lögmannafélaginu en í svari þeirra voru ekki þær upplýsingar sem óskað hafði verið eftir.
    Ákveðið var að taka málið upp á samráðsfundi með Lögmannafélaginu í seinnihluta október.

  8. Önnur mál
    - Kosning um sæti aðalmanns í stjórn dómstólasýslunnar fór fram fyrr í september þar sem Lilja Björk Sigurjónsdóttir starfsmaður í Héraðsdómi Reykjavíkur hlaut kosningu.
    - Starfsmannamál voru rædd.
    - Upplýst var að í kjölfar verðkönnunar væri verið að ganga frá samningi um rafrænar undirskriftir. Fyrst um sinn muni stjórn dómstólasýslunnar, nefnd um dómarastörf og Endurupptökudómur nýta sér það.

    Fleiri mál voru ekki rædd.

    Ákveðið var að næsti fundur fari fram fimmtudaginn 13. október nk. kl. 15.00.

    Fundi var slitið kl. 17.28.

    Sigurður Tómas Magnússon
    Erna Björt Árnadóttir
    Arnaldur Hjartarson
    Lúðvík Örn Steinarsson
    Hervör Þorvaldsdóttir

2021

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
1. fundur, 21. janúar 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 21. janúar var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:

1. Fundargerð 14. fundar.
Fundargerðin var samþykkt.

2. Fjárlög 2021 – rekstraráætlanir dómstólanna. Fjárfestingarliður og skipting á héraðsdómstóla. Fjárauki Landsréttur.
Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu. Framkvæmdastjóri sagði frá helstu áherslum í ríkisrekstri á árinu 2021 m.a. um betri og skilvirkari opinbera þjónustu með áherslum á stafræna þjónustu og mannauðsmál sem kynntar verða stjórnendum dómstólanna. Áætlanir dómstólanna og dómstólasýslunnar hafa verið samþykktar af dómsmálaráðuneytinu og fjáraukaheimild til Landsréttar hefur verið staðfest. Tillaga að skiptingu fjárfestingarheimildar héraðsdómstólanna var rædd og samþykkt.

3. Málatölur dómstólanna 2020.
Elín Sigurðardóttir skjalastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjölda innkominna mála og afgreiðslu þeirra hjá héraðsdómstólunum, Landsrétti og Hæstaréttar á liðnu ári.
Elín vék af fundi.

4. Reglur um almenn starfskjör dómara.
Drög að reglum um almenn starfskjör dómara voru lagðar fram að nýju. Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.
Fyrirliggjandi drög að reglum um almenn starfskjör dómarar voru samþykkt og tóku gildi samdægurs sem reglur dómstólasýslunnar nr. 3/2021.

5. Endurupptökudómur – tímagjald.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en skv. 8. mgr. 54. gr. laga um dómstóla, sbr. l. nr. 47/2020 er stjórn dómstólasýslunnar falið að ákveða tímagjald dómenda í Endurupptökudómi.
Málið var rætt og samþykkt tímagjald dómenda 16.000 kr.

6. Skipun í nefnd um dómarastörf.
Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.
Samþykkt að fresta afgreiðslu þess til næsta fundar stjórnar.

7. Setning héraðsdómara við Landsrétt. Leyfi frá störfum.
Fyrir liggur að Hildur Briem héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur verið sett í embætti landsréttardómara frá 11. janúar sl. til og með 30. júní nk. Leyfi frá störfum á grundvelli 4. mgr. 7. gr. dómstólalaga var samþykkt milli funda stjórnar og er nú staðfest.
Skúli Magnússon héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur verið settur í embætti Landsréttardómara frá 1. janúar sl. til og með 31. mars nk. Leyfi frá störfum á grundvelli 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 var samþykkt milli funda stjórnar og er nú staðfest.

8. Önnur mál.
-Framkvæmdastjóri sagði frá samráðsfundi sem haldinn var með stjórnendum dómstólanna 14. janúar sl. um persónuvernd og viðkvæmar persónuupplýsingar þar sem Björg Thorarensen hæstaréttardómari og Benedikt Bogason forseti Hæstaréttar höfðu framsögu um málið.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 11. febrúar 2021 kl.15:00.
Fundi slitið kl.17:15.


Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir



DÓMSTÓLASÝSLAN
10. fundur, 4. ágúst 2021

 

Árið 2021, miðvikudaginn 4. ágúst var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Guðni Bergsson, Kristín Haraldsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:


1. Umsókn Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara um leyfi frá störfum


Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Fyrir liggur umsókn Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, dags. 25. júlí sl., um tímabundið launalaust leyfi frá störfum frá og með 17. ágúst til og með 26. september nk. vegna framboðs hans til Alþingis. Einnig liggur fyrir bréf dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. í dag 4. ágúst, þar sem m.a. er gerð grein fyrir verkefnastöðu hjá leyfisbeiðanda og hjá dómstólnum. Þá liggur fyrir bréf nefndar um dómarastörf til Arnars Þórs Jónssonar, dags. 26. júlí sl. og svarbréf hans, dags. 2. ágúst sl.

Beiðnin var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. 

Að beiðni AH var eftirfarandi fært til bókar:
AH rökstuddi atkvæði sitt með vísan til þess að þrátt fyrir ótvírætt kjörgengi héraðsdómara samkvæmt stjórnarskrá, sbr. 34. gr. stjórnarskrárinnar og ummæli í lögskýringargögnum að baki því ákvæði í núverandi mynd, þá væri hreinlegra að dómari sinnti ekki dómstörfum samhliða framboðsbaráttu, rétt eins og beiðni AÞJ virtist ganga út frá. Þetta mælti með því að beiðnin yrði samþykkt. Við þetta bættist að beiðnin um leyfið væri til skamms tíma auk þess sem um launalaust leyfi væri að ræða. Þrátt fyrir að veiting leyfis myndi tímabundið auka álag hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, sem væri miður í ljósi áskorana í starfsemi dómstólsins, þá þætti AH rétt að hér að gengju framar heildarhagsmunir dómskerfisins af því að varðveita trúverðugleika og trausta ásýnd þess.


2. Önnur mál

Rætt var um stöðu Covid-faraldursins og möguleg áhrif hennar á þing norrænna dómstólasýslna 25.-27. ágúst nk. og á dómstóladaginn 3. september nk. Ákveðið var að meta stöðuna að viku liðinni og að fresta dómstóladeginum hafi hún ekki breyst til batnaðar. Þá var talið rétt að leita álits norrænu sendinefndanna um hvort rétt sé að halda norrænna þingið.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar er ákveðinn 19. ágúst nk. kl. 15.   
Fundi slitið kl. 17:00.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
11. fundur, 19. ágúst 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 19. ágúst var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Guðni Bergsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:


1. Fundargerð 9. og 10. fundar.

Fundargerðirnar voru samþykktar.

2. Flutningur og skipan Lárentsínusar Kristjánssonar í embætti dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands frá og með 1. september nk.

Stjórnarformaður upplýsti um að búið væri að rita undir skipunarbréf fyrir Lárentsínus Kristjánsson.

3. Starfsmannamál

4. 6 mánaða yfirlit yfir fjölda mála hjá dómstólunum og afgreiðslu þeirra.

Elín Sigurðardóttir kom inn á fundinn og gerði grein fyrir samantekt um málatölur tímabilið 01.01.2021 til 30. júní 2021 og samanburði við sama tímabil árið 2020. Umræður fóru fram um þróunina.

5. Rekstur héraðsdómstólanna og dómstólasýslunnar, 6 mánaða yfirlit

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir helstu frávikum frá rekstraráætlun og líklegri þróun seinni hluta ársins. Umræður fóru fram.

6. Önnur mál

Formaður gerði grein fyrir stöðu vinnu við gerð mannaflalíkans sem verður kynnt á næsta fundi dómstólasýslunnar með dómstjórum 21. september.
Formaður gerði grein fyrir starfi vinnuhóps um málshraða 
Formaður og framkvæmdastjóri kynntu þá vinnu sem framundan er við mótun stefnu og verkáætlunar um stafvæðingu dómskerfisins.  
Framkvæmdastjóri kynnti skipan starfshóps um húsnæði HDR og HDRN og ráðgerðar framkvæmdir vegna HDNE. 
Ákveðið var að hafa starfsdag dómstólasýslunnar og stjórnar vegna undirbúnings á þriggja ára stefnumiðaðri áætlun dómstólasýslunnar í byrjun október


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Fundi slitið kl. 16:30

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

 
 

DÓMSTÓLASÝSLAN
12. fundur, 15. september 2021

 

Árið 2021, miðvikudaginn 15. september, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Guðni Bergsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:


1. Fundargerð 11. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Stefna um stafrænt dómskerfi 

Umræða fór fram um drög að heildrænni sýn til næstu fimm ára á stafrænt dómskerfi.
Ákveðið að vinna verkefnið áfram og ræða ítarlega á starfsdegi stjórnar þann 8. október nk.  

3. Greinargerð með frumvarpi til fjárlaga 2022. Afmörkun verkefna á árinu 

Framkvæmdastjóri kynnti skjal sem fylgir fjárlagafrumvarpi með helstu verkefnum dómstólasýslunnar árið 2022. Verkefnin eru samþykkt og framkvæmdastjóra falið að senda  dómsmálaráðuneytinu. 

4. Drög að ársreikningi dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna fyrir árið 2020 

Framkvæmdastjóri kynnti ársreikninga dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna. Umræða fór fram. 

5. Setning dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða

Setning Margrétar Helgu Kr. Stefánsdóttur í embætti dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða var samþykkt. 

6. Fyrirspurn frá formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar dags. 6. september sl. 

Umræða fór fram um erindið. Fram kom að unnið er að endurskoðun reglna nr. 3/2019 og á verklagsreglum um hreinsun dóma. Samhliða eru verklagsreglur um viðbrögð við öryggisbresti í skoðun. 

7. Starfsmannamál 

Umræða fór fram. 

8. Önnur mál

- Dómstóladeginum sem átti að vera 3. september sl. var frestað vegna Covid-19. Samþykkt var að halda hann föstudaginn 28. janúar nk. með sambærilegu sniði. 
- Beiðni dómstjóra við Héraðsdóm Vesturlands um aðstoð við þjóðlendumál liggur fyrir. Dómstjórinn vinnur að samantekt um umfang málanna og hversu mikla aðstoð hann telur þörf er á. Samþykkt að í kjölfar þess að ofangreindar upplýsingar berist verði málið borið aftur undir stjórn. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur verður starfsdagur stjórnar föstudaginn 8. október nk. frá 12-16. 
Næsti reglulegi fundur er ráðgerður 14. október nk. kl. 15.00.
Fundi slitið kl. 17.24. 

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

DÓMSTÓLASÝSLAN
13. fundur, 8. október 2021

 

Árið 2021, föstudaginn 8. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 12.00.  

Fundarefni:


1. Starfsdagur stjórnar

Umræður fóru fram um eftirfarandi atriði

- Stefna um stafrænt dómskerfi 

- Upplýsingastefna - Aðferðafræði og efni 

- Mannauðsgreining dómstólanna

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur er þriðjudaginn 19. október nk. kl. 15.00.
Fundi slitið kl. 16.00.  

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
14. fundur, 19. október 2021

Árið 2021, þriðjudaginn 19. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00. 

Fundarefni:

1. Fundargerðir 12. og 13. stjórnarfundar

Fundargerðirnar voru samþykktar.

2. Námsleyfi dómara

Umsókn dómara við Landsrétt um námsleyfi í 6 mánuði frá og með 1. janúar nk. liggur fyrir og er samþykkt.

3. Rekstrar- og fjárfestingaráætlun dómstólasýslunnar og héraðsdómstólanna 2022

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.Formanni og framkvæmdastjóra er falið að klára gerð rekstraráætlana í samræmi við umræður um málið og skila í drögum til dómsmálaráðuneytisins.

4. Græn skref – stefna

Verkefnið Græn skref í ríkisrekstri í rekstri ríkisstofnana var kynnt og farið yfir áform um samþykkt loftslagsstefnu fyrir dómstólasýsluna. Umræður fóru fram. Fram kom að rétt væri að dómstólasýslan aðstoðaði dómstólana eftir þörfum.

5. Tilnefning dómstólasýslunnar í dómnefnd um hæfni umsækjenda í embætti dómara

Skipunartími Ragnheiðar Harðardóttur og varamanns hennar, Halldórs Halldórssonar í dómnefndina rann út um miðjan október. Fyrir liggur að dómstólasýslan á að tilnefna tvo aðalmenn og tvo varamenn og leggi tilnefningar sínar fyrir ráðherra. Umræða fór fram um mögulegar tilnefningar. Framkvæmdastjóra er falið að hafa samband við mögulega aðila og senda stjórn til samþykktar milli funda.  

Hervör Þorvaldsdóttir víkur af fundi 15.49.

6. Önnur mál

  • Beiðni HDV um úthlutun þjóðlendumála. Framkvæmdastjóri fór yfir beiðni dómstjóra HDV úthlutun þriggja þjóðlendumála.
  • Gerð var grein fyrir fyrirhuguðum samráðsfundi með LMFÍ miðvikudaginn 27. október nk. kl. 15 í húsnæði dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri og formaður munu sitja fundinn og þeir stjórnarmenn sem þess óska.
  • Gerð var grein fyrir fundi formanns stjórnar og framkvæmdastjóra með Umboðsmanni Alþingis sem fram fór þann 7. október sl. að hans ósk.
  • Laun sérfróðra meðdómsmanna voru rædd en fyrir liggur beiðni um hækkun þeirra. Samþykkt var að endurskoða launin frá og með áramótum 2022 og taka mið af launum dómara við Endurupptökudóm.
  • Samantekt frá starfsdegi stjórnar 8. október sl. var afhent til rýnis af hálfu stjórnar.
  • Gerð var grein fyrir fundi með fulltrúum Dómsmálaráðuneytisins vegna réttarvörslugáttar sem fór fram 19. október sl. þar sem framgangur verkefnis um réttarvörslugátt var ræddur og hlutverkaskipting í verkefninu. Fram kom að ákveðið hefði verið að formbinda betur ákvarðanir einstök skref og innleiðingu þeirra og að dómstólasýslan myndi leiða stefnumörkun og aðgerðir vegna stafræns réttarfars á sviði einkamála.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur er fimmtudaginn 11. nóvember nk. kl. 15.00.

Fundi slitið kl. 16.48.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
15. fundur, 11. nóvember 2021

Árið 2021, fimmtudaginn 11. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00. 

                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 14. stjórnarfundar 19. október sl.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Bréf dómstólasýslunnar til DMR vegna fjármála dómstólanna

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.

Dómsmálaráðuneytinu var sent bréf dags. 7. nóvember sl. þar sem minnt var á sérákvæði í lögum um framkvæmd laga um opinber fjármál sem kveður á um að frumkvæði að tillögugerð að fjármálum dómstólanna liggi hjá dómstólasýslunni. Í bréfinu er ráðuneytinu þakkað fyrir gott og lipurt samstarf og ítrekað að þörf sé á meiri formfestu í samskiptum vegna þessa ákvæðis í lögunum. Fyrir liggur að biðja ráðuneytið um fund í framhaldi af sendingu þessa bréfs.

Samhliða var ráðuneytinu sent  bréf um stöðu fjárheimilda dómstóla og tillögur að tilfærslum.

3. Útgáfa og hreinsun dóma

Edda Laufey Laxdal lögfræðingur hjá dómstólasýslunni kom inn á fundinn kl. 15.19 Umræða fór fram um með hvaða hætti hægt sé að bæta reglur og verklag við birtingu dóma og óskað eftir umboði stjórnar fyrir áframhaldandi vinnu vegna þess. Framkvæmdastjóra er falið að taka málið áfram. Drög verða borin undir stjórn þegar lengra er komið.

4. Drög að loftslagsstefnu dómstólasýslunnar og staða aðgerðaáætlunar vegna grænna skrefa

Umræða fór fram. Ákveðið var að vinna stefnuna eingöngu fyrir dómstólasýsluna en aðstoð við aðra dómstóla boðin fram. Sömuleiðis var dómstólasýslan skráð í Græn skref til þess að reyna að ná fram markmiðum stefnunnar. Drög að stefnunni voru kynnt stjórn og verður samþykkt af framkvæmdastjóra.

5. Frásögn af samráðsfundi með LMFÍ

Samráðsfundur dómstólasýslunnar með LMFÍ var haldinn 27. október sl. Á fundinum fóru fram umræður um ýmis mál s.s mögulegar viðmiðunarreglur um lengd stefnu og greinargerðar og atriði er lúta að dagskrá Landsréttar. Á fundinum var einnig rætt um aðstöðu lögmanna hjá héraðsdómstólunum, húsnæði séu sumstaðar afar óhentug. Þetta verður haft í huga þar sem breytingar eru yfirvofandi á húsnæði. Þá fór fram umræða um þóknun lögmanna. Formaður leggur til að það mál verði tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.

6. Önnur mál

  • Dómstóladagur er á dagskrá 28. janúar nk. og ekki breytt um stefnu strax en fylgst verður vel með stöðu mála vegna Covid-19.
  • Skoða þarf hvort gefa þurfi út samræmdar reglur til dómstólanna vegna Covid-19 ef reglur í samfélaginu verða hertar enn meira. Haft verður líka í huga hvort sækja þurfi um undanþágu fyrir dómstólana
  • Upplýst var um vinnu að frumvörpum til lagabreytinga er varða dómstólana, þ.á m. tillögur um að frestir til greinargerða í Landsrétti og Hæstarétti renni ekki út yfir orlofstíma o.fl; framlengingu gildistíma bráðabirgðaákvæðis um rafræn þinghöld og gagnaframlagningu og framlengingu heimildar fyrir því að Landsréttur geti verið í Kópavogi.

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur er fimmtudaginn 9. desember nk. kl. 15.00.

Fundi slitið kl. 16.52.

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

DÓMSTÓLASÝSLAN
16. fundur, 9. desember 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 9. desember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Halldór Björnsson (í gegnum fjarfundabúnað), Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann verkefnastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15.00.  


Fundarefni:


1. Fundargerð 15. fundar, 11. nóvember 2021

Fundargerðin var samþykkt. 

2. Breyting á reglum nr. 2/2021 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl.

Umræða fór fram um beiðni Lögmannafélags Íslands um hækkun málsvarnarlauna eða þóknana skv. reglum nr. 2/2021. Ákveðið var að hækka tímagjaldið í 22.500 kr. úr 19.000 kr. frá og með 1. janúar 2022. Aðrar fjárhæðir í reglunum hækka hlutfallslega jafn mikið. Við ákvörðun fjárhæðarinnar var litið til þróunar á bæði neysluverðsvísitölu og launaverðsvísitölu á liðnum árum. 
Framkvæmdastjóra var falið að uppfæra reglurnar í samræmi við þetta og formanni að skrifa undir fyrir hönd stjórnar. 

3. Breyting á reglum nr. 14/2018 um sérfróða meðdómsmenn

Umræða fór fram um breytingar á reglum nr. 14/2018 um sérfróða meðdómsmenn. Ákveðið var að hækka þóknun sérfróðra meðdómsmanna samkvæmt reglunum frá og með 1. janúar 2022 úr 14.000 kr. í 16.000 kr. en þóknunin hefur haldist óbreytt allt frá 2018. 
Framkvæmdastjóra var falið að uppfæra reglurnar í samræmi við þetta og formanni var falið að skrifa undir fyrir hönd stjórnar. 

4. Hækkun þóknunar dómara við Endurupptökudóm 

Umræða fór fram um hækkun á þóknun dómara við Endurupptökudóm. Ákveðið var að hækka þóknunina frá 1. janúar 2022 í 17.200 í samræmi við breytingar á launaverðsvísitölu frá október 2020 til október 2021. 
Framkvæmdastjóra var falið að tilkynna Fjársýslunni um þetta. 

5. Framlenging á flutningi héraðsdómara frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Norðurlands eystra

Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir málinu. Lagt er til að flutningur dómarans verði framlengdur til og með 31. ágúst 2022 vegna áframhaldandi álags við Héraðsdóm Norðurlands eystra.  Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur verið upplýst um málið og leggst ekki gegn framlengingunni.
Ofangreind tilhögun var samþykkt. 

6. Starfsáætlun stjórnar

Starfsáætlun fyrir árið 2022 var kynnt og samþykkt af stjórn. 

7. Önnur mál

- Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir tillögum dómsmálaráðuneytisins um skerðingu á rekstrargrunni dómstólasýslunnar, Landsréttar og Hæstaréttar og skerðingu á varasjóði héraðsdómstólana. Athugasemdir hafa verið gerðar við þessar tillögur og framkvæmdastjóri mun fylgja málinu frekar eftir. 
- Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir heimsóknum dómstólasýslunnar til nokkurra héraðsdómstóla. Fram kom að heimsóknirnar hefðu verið afar gagnlegar og almenn ánægja með þær. Stefnt er að því að ljúka hringferð um landið fyrri hluta ársins 2022 eftir því sem aðstæður leyfa. 
- Formaður gerði grein fyrir stöðu verkefnis um mannaflalíkan og upplýsti að verið væri að leggja lokahönd á líkanið.
- Umræða fór fram um starfsmannamál Landsréttar. 
- Formaður kynnti ýmsar tillögur um breytingar á réttarfarslögum sem unnið er að hjá réttarfarsnefnd. 
- Fram kom að greiningarvinna á málshraða í munnlega fluttum einkamálum fari aftur af stað eftir áramót. Vinna starfshóps á vegum Dómsmálaráðuneytisins um málshraða í refsivörslukerfinu er yfirstandandi þar sem markmiðið er að teikna upp glögga stöðumynd í því skyni að geta í framhaldinu sett af stað vinnu við úrbætur.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Samkvæmt starfsáætlun verður næsti fundur fimmtudaginn 13. janúar nk. kl. 15.00.
Fundi var slitið kl. 16.37.  

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Margrét Einarsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
2. fundur, 11. febrúar 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 11. febrúar var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:

1. Fundargerð 1. fundar.
Fundargerðin var samþykkt.

2. Nefnd um dómarastörf – skipun.
Málinu var frestað á síðasta fundi stjórnar og nú tekið fyrir að nýju. Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu en samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 skal dómstólasýslan skipa þrjá menn í nefnd um dómarastörf svo og jafnmarga til vara. Einn nefndarmaður skal skipaður samkvæmt tilnefningu Dómarafélags Íslands, einn samkvæmt tilnefningu lagadeilda við íslenska háskóla og einn skipar dómstólasýslan án tilnefningar. Ása Ólafsdóttir var skipuð sem aðalmaður í nefnd um dómarastörf á fundi stjórnar dómstólasýslunnar 22. maí 2018 og Júlí Ósk Antonsdóttir sem varamaður hennar samkvæmt tilnefningu lagadeilda háskólanna. Í kjölfar þess að Ása Ólafsdóttir var skipuð sem hæstaréttardómari óskaði hún lausnar frá störfum í nefndinni og kallaði dómstólasýslan í kjölfarið eftir tilnefningu lagadeilda háskólanna.
Skipunartími Friðgeirs Björnssonar fyrrverandi dómstjóra, sem var tilnefndur af Dómarafélagi Íslands og varamanns hans Sigríðar Ingvarsdóttur, fyrrverandi héraðsdómara, rann út 15. desember sl. Dómstólasýslan óskaði tilnefningar Dómarafélags Íslands í sæti aðalmanns og varamanns.
Fyrir liggur liggur lausnarbeiðni Eiríks Elís Þorláksson lektors við Háskóla Íslands, varmanns formanns nefndar um dómarastörf í kjölfar skipunar hans sem varadómara við Endurupptökudóm frá og með 28. janúar sl.

Samþykkt að skipa Guðmund Sigurðsson prófessor við Háskólann í Reykjavík sem varamann formanns nefndar um dómarastörf til og með 15. maí 2022. Samþykkt að skipa Sindra M. Stephensen lektor við Háskólann í Reykjavík frá og með deginum í dag til og með 14. maí 2024. Samþykkt að skipa Helga Ingólf Jónsson fyrrverandi hæstaréttardómara í sæti aðalmanns og Sigríði Ingvarsdóttur sem varamann hans frá og með deginum í dag til og með 21. janúar 2027.

3. Bréf Lögmannafélags Íslands dags. 15. janúar 2021 vegna viðmiðunarfjárhæðar í reglum dómstólasýslu.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en í bréfi Lögmannafélags Íslands er lýst yfir verulegum vonbrigðum með ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar, bæði hvað varðar ákvörðun um fjárhæð tímagjalds fyrir störf verjenda- og réttargæslumanna og að ekki hafi verið tekið tillit til kröfu Lögmannafélags Íslands um að tekin yrðu á ný inn í reglurnar sérstök ákvæði um þóknun fyrir útköll, á grundvelli sjónarmiða sem rædd voru á fundi með fulltrúum dómstólasýslunnar 2. október sl. Þá fer stjórn Lögmannafélags Íslands fram á að stjórn dómstólasýslunnar taki nýútgefnar reglur til endurskoðunar og ítrekar enn á ný beiðni um að dómstólasýslan geri grein fyrir útreikningum er liggja að baki ákvörðun sinni.

Stjórn dómstólasýslunnar áréttaði að leiðbeinandi reglur dómstólasýslunnar um málsvarnarlaun eða þóknun verjenda og þóknun réttargæslumanna ofl. hafa reglubundið verið uppreiknaðar miðað við þróun vísitölu neysluverðs. Þá hefur stjórnin samþykkt að reglurnar verða framvegis uppreiknaðar í ársbyrjun ár hvert og áður en að því verður liggi fyrir reifun Lögmannafélags Íslands á þeim sjónarmiðum og viðmiðum sem það telur að leggja eigi til grundvallar við útreiking á viðmiðunarfjárhæðunum. Þá taldi stjórnin ekki að forsendur eða rök stæðu til þess að taka upp að nýju sérstakt ákvæði um þóknun fyrir útköll.

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að svara bréfi stjórnar Lögmannafélags Íslands með vísan til framangreinds.


4. Bréf dómsmálaráðuneytis dags. 4. febrúar 2021 um hlutlausa skráningu kyns.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en málaskrárkerfi dómstólanna er tengt við Þjóðskrá Íslands þannig að um leið og Þjóðskrá hefur breytt skráningu yfirfærist sú breyting til málaskrárkerfa dómstólanna.

Samþykkt að vekja athygli dómstjóra og forseta Landsréttar og Hæstaréttar á bréfi dómsmálaráðuneytisins.



5. Önnur mál.
- Framkvæmdastjóri sagði frá sameiginlegum fundi formanns og framkvæmdastjóra með dómstjórum héraðsdómstólanna 28. janúar sl. Á fundinum var m.a. gerð grein fyrir fjárfestingarframlagi ársins á grundvelli fjárlaga og málatölur og málsmeðferðartími ársins 2020 rýndur. Þá var sagt frá vinnu við rafræn búsforræðisvottorð, samvinnu við Starfsmennt um þjálfun starfsmanna og verklag um feril við öryggisbrest kynnt og vakin athygli á eyðublaði fyrir nafnhreinsun dóma.

- Framkvæmdastjóri sagði frá erindi sýslumannaráðs um stuðning dómstólasýslunnar varðandi verkefni um sáttaumleitan sýslumanna á grundvelli 107. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.

Stjórn dómstólasýslunna tók jákvætt í erindið og mun styðja verkefnið og innleiðingu þess verði af því.



Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 11. mars 2021 kl.15.
Fundi slitið kl. 16:25.

Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
3. fundur, 4. mars 2021



Árið 2021, fimmtudaginn 4. mars var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Guðni Bergsson og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:15. 


Fundarefni:



1. Erindi starfsmanns dómstólanna.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 11. mars 2021 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:10.

 

Sigurður Tómas Magnússon
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson
Halldór Björnsson



D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
4. fundur, 11. mars 2021



Árið 2021, fimmtudaginn 11. mars var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 



Fundarefni:

 


1. Fundargerð 2. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traust til dómskerfisins -Þjóðarpúls Gallup 2021.

Matthías Þorvaldsson sérfræðingur frá Gallup mætti á fundinn kl.15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna sem fram fór á tímabilinu frá 14. janúar 2021 til 15. febrúar 2021. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 46 % (var 37% 2020). Traust til Hæstaréttar mældist 57% (50% 2020) og traust til Landsréttar mældist 44% (var 40% 2020) og traust til héraðsdómstólanna mældist 47% (var 40% 2020). Traust til dómskerfisins og dómstólanna hefur þau aukist um nokkuð milli ára. 

Matthías Þorvaldsson vék af fundi kl. 15:40.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016, Héraðsdómur Reykjavíkur
.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Í kjölfar þess að Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, var skipaður dómari við Landsrétt 1. mars sl. var héraðsdómurum boðið að skipta um starfsvettvang sbr. 30. gr. laga um dómstóla. Samkvæmt ákvæðinu á héraðsdómari rétt á að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða má eftir að hafa starfað í þrjú ár samfleytt við sama dómstól eða án fasts sætis við tiltekinn dómstóla. Með bréfi dags. 1. mars sl. óskaði Bergþóra Ingólfsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða og faranddómari eftir því að skipta um starfsvettvang. Í ljósi þess að Bergþóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti héraðsdómara 9. janúar 2018 og dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða frá þeim degi var umsóknin samþykkt milli funda og er nú staðfest. Í kjölfarið var dómurum að nýju boðið að skipta um starfsvettvang til Héraðsdóms Vestfjarða og frestur til umsóknar veittur til 15. mars 2021. 

Halldór Björnsson vék af fundi.

Formaður gerði grein fyrir umsókn Halldórs Björnssonar dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra um að skipta um starfsvettvang og flytja til Héraðsdóms Vestfjarða frá og með 1. apríl nk. Formaður lagði til í ljósi m.a. reynslunnar að embætti dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða yrði fast sæti að nýju.

Samþykkt að embætti dómstjóra við Héraðsdóms Vestfjarða verði fast sæti að nýju og að næsta embætti sem losnar við Héraðsdóm Reykjavíkur verði auglýst sem embætti dómara án fasts sætis sbr. 1. mgr. 30. gr. laga.

Halldór Björnsson tók sæti á fundinum að nýju.

4. Málefni dómarar við Landsrétt.
Formaður gerði grein fyrir því að í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu hafa þrír af fjórum dómurum Landsréttar er málið varðaði fengið endurnýjaða skipun en einn þeirra ekki. Sá dómari er ekki í formlegu leyfi og hefur verið talið að hann geti ekki horfið að nýju til fyrri starfa í ljósi niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Formaður telur að dómstólasýslan beri að hafa frumkvæði að lausn málsins í ljósi þess að rétturinn er ekki fullskipaður eins og lög gera ráð fyrir. 

Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að rita Landsrétti bréf og óska afstöðu réttarins til þess hvort rétturinn hafi einhverjar tillögur að lausn málsins.

Hervör Þorvaldsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. 

5. Önnur mál.
Formaður gerði nánari grein fyrir umræðu milli dómstólasýslunnar, Dómarafélags Íslands, Lögmannafélags Íslands og Lögfræðingafélags Íslands um rafrænt réttarfar og samþykkt er að halda fund 18. mars nk. með framangreindum aðilum um málið. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 15. apríl 2021 kl.15.
Fundi slitið kl. 17:00.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
5. fundur, 15. apríl 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 15. apríl var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson boðaði forföll. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:


1. Fundargerð 4. fundar.

Fundargerðin var samþykkt

2. Skipun í embætti dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur.

Með tölvubréfi dag. 23. mars sl. tilkynnti Barbara Björnsdóttir varadómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur um kjör Skúla Magnússonar nýs dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur með 13 atkvæðum gegn 7. Stjórn dómstólasýslunnar staðfesti fyrri ákvörðun milli funda um skipun Skúla Magnússonar í embætti dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. apríl 2021 til næstu fimm ára.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016. Héraðsdómur Vestfjarða. 

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Í kjölfar þess að stjórn dómstólasýslunnar samþykkti umsókn Bergþóru Ingólfsdóttur, dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða, um að skipta um starfsvettvang til Héraðsdóms Reykjavíkur frá 1. apríl 2021, var héraðsdómurum að nýju boðið að skipta um starfsvettvang á grundvelli 30. gr. laga um dómstóla. Umsókn Halldórs Björnssonar, dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra, um flutning til Héraðsdóms Vestfjaraða frá og með 1. apríl 2021, var samþykkt á milli funda og er nú staðfest. 

4. Embætti héraðsdómara við Norðurland eystra auglýst laust til umsóknar.

Formaður gerðin nánari grein fyrir málinu. Í kjölfar þess að umsókn Halldórs Björnssonar um flutning til Héraðsdóm Vestfjarða var samþykkt var héraðsdómurum að nýju boðið að skipta um starfsvettvang og nú til Héraðsdóms Norðurlands eystra. Engin umsókn barst og var því þess farið á leit við dómsmálaráðuneytið að auglýst yrði hið fyrsta laust til umsóknar embætti héraðsdómara með fyrstu starfsstöð við Héraðsdóm Norðurlands eystra, sbr. 2. mgr. 30. gr. laga um dómstóla. Umsóknarfrestur um embættið rann út 12. apríl sl. 
 
5. Tímabundinn flutningur á embætti dómara frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Norðurlands eystra.

Formaður gerði nánari grein fyrir því að dómstólasýslan leitaði til Sigrúnar Guðmundsdóttur, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um tímabundinn flutning á embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til Héraðsdóms Norðurlands eystra. Við dómstólinn er nú starfandi einn héraðsdómari og einn aðstoðarmaður þar til skipað hefur verið í embætti héraðsdómara við dóminn að nýju. Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur var upplýstur um málið og lagðist ekki gegn ákvörðuninni. Stjórn staðfesti fyrri ákvörðun milli funda um tímabundinn flutning á embætti héraðsdómara frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Norðurlands eystra frá 15. apríl 2021 til og með 31. desember nk. 

Sigrún Guðmundsdóttir er skipuð dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra frá og með deginum dag 15. apríl 2021 til samræmis við ákvörðun dómara við dómstólinn, sbr. 1. mgr. 31. gr. laga um dómstóla. 

6. Bréf Lögmannafélags Íslands, dags. 30. mars 2021, varðandi endurskoðun viðmiðunarreglna um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda o.fl. 

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Í bréfi Lögmannafélagi Íslands dags. 15. janúar sl. var lýst yfir verulegum vonbrigðum með ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar um endurskoðun á fjárhæð tímagjalds í leiðbeinandi reglum nr. 2/2021 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.fl. sem tóku gildi 10. desember 2020. Í bréfi dómstólasýslunnar til LMFÍ dags. 16. febrúar sl. var gerð grein fyrir því að fyrir liggi ákvörðun stjórnar um að tímagjaldið verið uppfært í ársbyrjun ár hvert með hliðsjón af verðlagsþróun milli ára og því ekki tilefni til þess að reglunar verði teknar til endurskoðunar fyrr en við lok þessa árs. Þá fór dómstólasýslan jafnframt fram á það við Lögmannafélagið að áður en að þeirri endurskoðun kæmi lægi fyrir reifun félagsins á þeim sjónarmiðum og viðmiðum sem það telur að leggja eigi til grundvallar við útreikning á viðmiðunarfjárhæðum um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna. Þá óskaði dómstólasýslan eftir því að ef félagið teldi að leggja bæri annan mælikvarða en verðlagsþróun til grundvallar breytingum á viðmiðunarfjárhæðunum væri það rökstutt sérstaklega. Með bréfi Lögmannafélags Íslands, dags. 30. mars sl. eru sjónarmið félagsmanna og stjórnar Lögmannafélagsins reifuð og þess krafist að stjórn dómstólasýslunnar uppfæri viðmiðunarfjárhæðir í reglum 2/2021 og eftir atvikum í öðrum viðmiðunarreglum þar sem notast er við sömu mælikvarða við ákvörðun fjárhæða þóknunar fyrir störf lögmanna. Þá er þess jafnframt krafist að skýrlega verði kveðið á um að umræddar viðmiðunarreglur verði framvegis uppfærðar ár hvert í samræmi við þróun vísitölu málsvarnarlauna.

Stjórn dómstólasýslunnar þakkar Lögmannafélagi Íslands fyrir reifunina og samþykkir að við endurskoðun viðmiðunarfjárhæða í árslok verði skoðaður möguleiki á annarri samsetningu á vísitölu.

7. Þróun málsmeðferðartíma fyrir héraðsdómstólunum.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Íris Elma Guðmann sagði frá verkefni sem felur í sér athugun á þróun málsmeðferðartíma munnlega fluttra mála hjá héraðsdómstólunum á liðnum árum. 

Samþykkt að skipa starfshóp til þess að hefja greiningu á þróun málsmeðferðartíma hjá héraðsdómstólunum. 

8. Mannaflalíkan fyrir héraðsdómstólana.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.

Samþykkt að kynna líkanið og ræða á næsta sameiginlega fundi með dómstjórum héraðsdómstólanna 20. maí nk. 

9. Ársskýrsla 2020 – drög til kynningar.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu.
Ársskýrslan verður lögð fram á næsta fundi stjórnar til endanlegar samþykktar. 

10. Önnur mál.

- Formaður stjórnar lagði fram minnisblað dags. 15. apríl 2021 um útgáfu dóma á netinu.
Samþykkt að óska eftir fundi með forstjóra Persónuverndar til þess að ræða málið.

- Formaður sagði frá skipun framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar í embætti skrifstofustjóra Hæstaréttar.
Samþykkt að auglýsa embætti framkvæmdastóra dómstólasýslunnar laust til umsóknar hið fyrsta og að leitað verði aðstoðar ráðningarskrifstofu.

- Formaður sagði frá erindi sérfróðs meðdómsmanns varðandi endurskoðun á viðmiðunarreglum um þóknun þeirra en reglurnar hafa ekki sætt endurskoðun frá samþykkt þeirra árið 2018. 
Samþykkt að ákvæði 5. gr. um þóknun í reglum dómstólasýslunnar nr. 14/2018 um sérfróða meðdómsmenn veðri endurskoðað á ársbyrjun ár hvert til samræmis við aðrar reglur dómstólasýslunnar þar sem kveðið er á um þóknun eða málsvarnarlaun.

- Rætt um starfsmannamál.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar er ákveðinn 20. maí nk. kl. 12.   
Fundi slitið kl. 17.25.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
6. fundur, 29. apríl 2021



Árið 2021, fimmtudaginn 29. apríl var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Guðni Bergsson og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:



1. Starfsmannamál

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. maí 2021 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:10.

 

Sigurður Tómas Magnússon
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson
Halldór Björnsson

DÓMSTÓLASÝSLAN
7. fundur, 20. maí 2021


Árið 2021, fimmtudaginn 20. maí var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Guðni Bergsson, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:00. 


Fundarefni:



1. Fundargerð 5. fundar.

Fundargerðin var samþykkt

2. Leyfi stjórnarmanna frá störfum.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Halldór Björnsson hefur óskað tímabundins leyfis frá stjórnarsetu til 1. september nk. og tekur varamaður hans Arnaldur Hjartarson sæti hans á tímabilinu. Kristín Haraldsdóttir hefur óskað tímabundins leyfis frá stjórnarsetu og tekur varamaður hennar Guðni Bergsson sæti hennar á meðan leyfi stendur.

3. Umsókn Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara um leyfi frá störfum.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggur umsókn Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur um tímabundið launalaust leyfi frá störfum vegna fyrirhugaðs prófkjörs til 14. júní nk. Þá liggur einnig fyrir bréf dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 17. maí sl. þar sem gerð er grein fyrir afstöðu dómstjóra til leyfisbeiðninnar m.a. með hliðsjón af verkefnastöðu.

Samþykkt.

4. Skipun dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur.

Með bréfi dags. 12. maí sl. tilkynnti formaður kjörstjórnar Héraðsdóms Reykjavíkur um kjör Ingibjargar Þorsteinsdóttur sem dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur í stað Skúla Magnússonar í kjölfar skipunar hans í embætti Umboðsmanns Alþingis 1. maí sl. Stjórn dómstólasýslunnar staðfesti fyrri ákvörðun milli funda um skipun Ingibjargar Þorsteinsdóttur í embætti dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 14. maí 2021 til næstu fimm ára.

5. Ársskýrsla 2020.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu en ársskýrsla dómstólasýslunnar og dómstólanna fyrir árið 2020 er tilbúin og verður gefin út og birt á vef dómstólasýslunnar.

6. Rekstrarafkoma dómstóla og dómstólasýslu 2020

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu og vakti athygli á því að heimilt er að halda eftir rekstrarafgangi sem nemur allt að 4% af fjárheimildum ársins. 

Samþykkt að huga að nýtingu rekstrarafgangs héraðsdómstólanna í samráði við dómstjóra þeirra.

7. Umsóknir um námsleyfi dómara fyrir árið 2021 og skýrslur dómara að loknu námsleyfi.

Framkvæmdastjóri vék af fundi. Fræðslustjóri mætti á fundinn og gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi umsóknum um námsleyfi. Umsóknir eftirtalinna dómara voru samþykktar: Daði Kristjánsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í tólf vikur frá september til desember 2022. Helgi Sigurðsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í tólf vikur frá september til desember 2022.

Lagðar voru fram skýrslur dómara sem luku námsleyfi á liðnu ári, sbr. 7. gr. reglna dómstólasýslunnar um námsleyfi dómara nr. 4/2019. 
Framkvæmdastjóri tók sæti á fundinum að nýju. 

8. Bréf nefndar um dómarastörf dags. 16. apríl 2021 um ákvörðun þóknunar, sbr. 4. mgr. 9. gr. dómstólalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir beiðni formanns nefndar um dómarastörf um endurskoðun þóknunar til nefndarmanna. 

Samþykkt að taka málið til skoðunar.

9. Bréf Lögmannafélags Íslands dags. 28. apríl 2021 um endurskoðun viðmiðunarreglna dómstólasýslunnar um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun réttargæslumanna ofl. 

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en í bréfi stjórnar Lögmannafélagsins þakkar stjórn félagsins jákvæð viðbrögð við erindi félagsins en telur óheppilegt að endurskoðun viðmiðunarreglnanna muni fyrst eiga sér stað um næstu áramót og telur stjórnin rétt að fjárhæðir umræddra reglna verði leiðréttar við fyrsta tækifæri og við þá breytingu verði miðað breytingu á vísitölu málsvarnarlauna frá 1994 eins og henni er lýst í áðursendu erindi og fylgigögnum.

10. Boð um flutning héraðsdómara. Auglýst embætti faranddómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september 2021.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu. Í kjölfar þess að Skúli Magnússon dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur var skipaður í embætti Umboðsmanns Alþingis 1. maí sl. var dómurum boðið að skipta um starfsvettvang og flytja starfsstöð sína til Héraðsdóms Reykjavíkur sbr. 30. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla. Þar sem engin umsókn barst var samþykkt að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að embætti dómara sem ekki á fast sæti en með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur verði auglýst laust til umsóknar sbr. fyrri ákvörðun þar um. Framangreint var samþykkt milli funda en er nú staðfest.


11. Önnur mál.

- Rætt um hækkun húsaleigu ríkiseigna á embættisbústaðs við Urðarveg á Ísafirði sem varð í kjölfar þess að nýr dómstjóri tók embættisbústaðinn á leigu. 

- Formaður sagði frá því að umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar væri liðinn og unnið væri úr þeim umsóknum og stefnt að því að ljúka því máli á næsta fundi stjórnar 25. maí nk. kl. 16.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar er ákveðinn 25. maí nk. kl. 16.   
Fundi slitið kl. 13:45.

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
8. fundur, 25. maí 2021

 

Árið 2021, þriðjudaginn 25. maí var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Guðni Bergsson og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 16:00.

Fundarefni:



1. Skipun framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar


Formaður gerði grein fyrir málinu en frestur til umsóknar um embættið rann út 11. maí sl. Fimm gildar umsóknir bárust um embættið frá eftirtöldum :

Birgir Hrafn Búason yfirlögfræðingur hjá EFTA-dómstólnum
Bryndís Guðmundsdóttir lögmaður
Hilda Valdemarsdóttir aðstoðarmaður hæstaréttardómara
Kristín Haraldsdóttir lektor við lagadeild HR og stjórnarmaður í stjórn dómstólasýslunnar
Kristín Ólafsdóttir lögmaður

Kristínar Haraldsdóttir fékk tímabundið leyfi frá störfum í stjórn dómstólasýslunnar meðan á umsóknarferlinu stóð.

Umsækjendur komu til viðtals við fulltrúa stjórnar dómstólasýslunnar þriðjudaginn 18. maí sl. og var Sigríður Þorgeirsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Attentus og ráðgjafi stjórnarinnar viðstödd viðtölin. Sigríður tók saman og afhenti stjórninni ítarlegt minnisblað um hvernig umsækjendur uppfylltu lögbundnar hæfniskröfur og þær kröfur og viðmið  um hæfni sem fram komu í auglýsingu um starfið. 

Stjórn dómstólasýslunnar hefur skoðað og metið umsóknir um starfið og fylgigögn með þeim. Þá hefur stjórnin borið saman hvernig umsækjendur uppfylla þær kröfur og viðmið um hæfni sem fram komu í auglýsingu um starfið. Auk þess hafa þrír stjórnarmenn tekið þátt í viðtölum við umsækjendur og niðurstöður þeirra viðtala hafa verið kynntar fyrir öðrum stjórnarmönnum. 

Stjórn dómstólasýslunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kristín Haraldsdóttir uppfylli best þær hæfniskröfur og viðmið sem fram komu í auglýsingu um embættið og tekur stjórnin undir niðurstöðu mats Sigríðar Þorgeirsdóttur á hæfi umsækjenda og rökstuðning hennar. Stjórn dómstólasýslunnar hefur í samræmi við það ákveðið að skipa Kristínu Haraldsdóttur í embætti framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar. 

Formanni stjórnarinnar er falið að ganga frá ráðningarsamningi sem taki mið af þeim launakjörum sem fráfarandi framkvæmdastjóri hefur notið. 


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar er 10. júní nk. kl. 15.00.   
Fundi slitið kl. 16.29.

Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
9. fundur, 10. júní 2021

 

Árið 2021, fimmtudaginn 10. júní var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Guðni Bergsson, Kristín Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri, og Edda Laufey Laxdal sem ritaði fundargerð. Hervör Þorvaldsdóttir boðaði forföll. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:04.

Fundarefni:

1. Fundargerð 7. og 8. fundar.

Kristín Haraldsdóttir vék af fundi.

Fundargerðirnar voru samþykktar.

2. Starfsmannamál

Kristín Haraldsdóttir tók sæti á fundinum að nýju.

3. Setning dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða

Formaður gerðin nánari grein fyrir málinu en þann 3. júní 2021 barst dómstólasýslunni setningarbréf Hákons Þorsteinssonar í embætti dómara við Héraðsdóm Vestfjarða en hann er settur héraðsdómari frá og með 7. júní 2021 til og með 6. ágúst 2021.
Staðfest var í samræmi við 1. mgr. 31. gr. dómstólalaga að Hákon Þorsteinsson verði settur dómstóri við Héraðsdóm Vestfjarða frá og með 7. júní 2021 til og með 6. ágúst 2021.

4. Beiðni nefndar um dómarastörf um endurskoðun ákvörðunar um þóknun nefndarmanna

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en skv. 4. mgr. 9. gr. laga um dómstóla er stjórn dómstólasýslunnar falið að ákveða þóknun fyrir setu í nefndinni.
Málið var rætt og samþykkt að hækka þóknun formanns úr 57 einingum í 75 einingar og þóknun annarra nefndarmanna úr 25 einingum í 40 einingar en hver eining nemur 2.587 krónum. Framkvæmdastjóra var falið að upplýsa nefndarmenn og Fjársýslu ríkisins um niðurstöðuna.

5. Beiðni Héraðsdóms Reykjavíkur að dómstólasýslan hefji vinnu við endurskoðun stofnanasamnings við félagsmenn í BHM

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Málið var rætt og samþykkt að fresta afgreiðslu þess og taka málið fyrir á dómstjórafundi í haust.

6. Önnur mál

Formaður sagði frá starfshópi sem mun vinna að því að finna ástæðu á lengingu á málsmeðferðatíma í héraðsdómstólunum.
Formaður sagði frá mannaflalíkani sem var tekið fyrir á síðasta dómstjórafundi 20. maí 2021.
Formaður sagði frá fundi dómstólasýslunnar og Persónuverndar 25. maí 2021 þar sem rætt var um persónuverndarsjónarmið við birtingu dóma. 
Formaður sagði frá því að skipunartími stjórnarmanns almennra starfsmanna í stjórn dómstólasýslunnar rennur út 31. júlí nk. og mun starfsmaður dómstólasýslunnar sjá um kjör nýs stjórnarmanns. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar er ákveðinn 20. maí nk. kl. 12.   
Fundi slitið kl. 15.48.

Sigurður Tómas Magnússon
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Guðni Bergsson

2020

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

1. fundur, 14. janúar 2020

 

Árið 2020, þriðjudaginn 14. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

                                                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 16. fundar.
Fundargerðin var samþykkt. 


2. Málatölur héraðsdómstólanna og Landsréttar 2019.
Verkefnastjóri gerði grein fyrir málatölum héraðsdómstólanna árið 2019 skipt niður á dómstóla eftir málategundum. Gert var grein fyrir þróun munnlegra fluttra einkamála 2014-2019 og afköstum héraðsdómstólanna fyrir árið 2019. Þá var einnig sagt frá málatölum liðins árs við Landsrétt en málatölur liggja enn ekki fyrir hjá Hæstarétti. 
 
3. Rekstraráætlanir 2020 og ársreikningar 2018. Fjármálaáætlun 2021-2025. 
Hafinn er undirbúningur vinnu við gerð fjármálaáætlunar 2021-2025 sem samkvæmt lögum um opinber fjármál skjal leggja fram sem þingsályktunartillögu eigi síðar en 1. apríl nk. Áætlunin mun byggja á fyrirliggjandi ríkisfjármálastefnu sem gildandi fjármálaáætlun 2020-2024 tekur mið af. Í gildandi fjármálaáætlun er að stærstum hluta búið að ráðstafa fyrirliggjandi útgjaldasvigrúmi niður á málaflokka en hafi forsendur sem snúa að ytra umhverfi starfseminnar breyst eða fyrirséð að svo verði er mikilvægt að koma slíkum athugasemdum á framfæri með greinargóðum skýringum sem fyrst.

Ársreikningar fyrir 2018 eru lagðir fram til kynningar fyrir stjórn. 

4. Framlenging á leyfi landsréttardómara til 1. september 2020. Leyfi Hjartar O. Aðalsteinssonar.
Lagt fram til staðfestingar. Var áður samþykkt milli funda.

5. Reglur um sektir og ökuréttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna nr. 2/2020. (uppfærðar)
Málinu er frestað til nánari skoðunar. 

6. Reglur um vararefsingu fésektar nr. 1/2020.
Reglurnar voru samþykktar og verða gefnar út sem reglur nr. 1/2020. 

7. Önnur mál. 
Dómarar Félagsdóms mættu á fund stjórnar í nóvember sl. til þess fylgja eftir bréfi til stjórnar dómstólasýslunnar vegna breytingar á ákvæðum laga sem fela í sér að stjórn dómstólasýslunnar ákveður þóknun til dómara Félagsdóms. Málinu er frestaði til næsta fundar. 

-Að frumkvæði dómstólasýslunnar var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðið að kynna sér starfsemina og er heimsókn nefndarinnar fyrirhuguð fimmtudaginn16. janúar nk.  

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 21. janúar 2020 kl. 12.30.
Fundi slitið kl. 16.45

 

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
10. fundur, 20. ágúst 2020

 



Árið 2020, fimmtudaginn 20. ágúst var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Fráfarandi formaður stjórnar Benedikt Bogason sat einnig fundinn. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 

Fundarefni:



1. Nýr formaður stjórnar dómstólasýslunnar.

Nýr formaður stjórnar dómstólasýslunnar Sigurður Tómas Magnússon tók til starfa 1. ágúst sl. samhliða því að Benedikt Bogason lét af störfum. Fráfarandi formanni voru þökkuð vel unnin störf á liðnum árum og nýr formaður boðinn velkominn til starfa.

2. Fundargerð 9. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

3. Málatölur dómstólanna fyrstu sex mánuði ársins 2020.


Íris Elma Guðmann verkefnastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir málatölum dómstólanna fyrstu sex mánuði ársins, bæði að því er varðar fjölda innkominna mála og afgreiddra mála. Málatölur Hæstaréttar eru með svipuðum hætti milli ára. Samanburður við liðin ár sýnir fækkun á þingfestingu skriflegra og munnlega fluttra einkamála við héraðsdómstólana. Heilt yfir fer málum fækkandi í héraði þrátt fyrir einhverja fjölgun á ákærumálum og gjaldþrotamálum hjá einstaka héraðsdómstól. Samanburður milli ára hjá Landsrétti sýnir fækkun á áfrýjuðum einkamálum og áfrýjuðum sakamálum en fjöldi kærðra einkamála og kærðra sakamála er svipaður.  Leiða má líkur að því að hertar sóttvarnarreglur vegna Covid-19 hafi haft áhrif á málafjölda og afgreiðslu þeirra við bæði dómstigin. 



4. Þjónustukönnun fjármálaráðuneytisins meðal notenda þjónustu opinberra stofnana 2020 .


Fjármálaráðuneytið vann þjónustukönnun meðal notenda opinberrar þjónustu þar sem m.a. var spurt um ánægju um þjónustu ýmissa stofna, þar á meðal dómstólanna á sl. 12 mánuðum. Úrtakið var 12014 manns af öllu landinu 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr viðhorfahópi Gallup og fór könnunin fram í júní sl. Fjöldi svarenda varðandi dómstólana voru 188 en stefnt var að lágmarki 100 svörum fyrir hverja stofnun. Meðaltal dómstólanna er lægra á öllum þáttum könnunarinnar en meðaltal mældra stofnana. Hæstu einkunn fær áreiðanleiki upplýsinga dómstólanna þar sem meðaltal dómstólanna er 4,0 en meðaltal mældra stofnana 4,1.

5. Önnur mál.

- Dómstóladeginum sem átti að halda 4. september nk. hefur verið frestað og hefur fyrirlesurum og starfsmönnum verið send tilkynning þar um. 
- Ákveðið að stefna að því að halda dómstóladaginn 20. nóvember nk.

- Fundinum með framkvæmdastjórum og starfsmönnum norrænu dómstólanna sem halda átti dagana 30. september til 2. október nk. hefur verið frestað. Ákveðið að halda fjarfund um aðkallandi málefni en halda fundinn í vor á Íslandi ef aðstæður leyfa.

- Framkvæmdastjóri sagði frá því að ársskýrsla dómstólasýslunnar og dómstólanna 2019 hefur verið gefin út og verður birt á vef dómstólasýslunnar eins og áður.

- Formaður sagði frá því að Halldóra Þorsteinsdóttir hefur verið skipuð í embætti dómara og hóf störf við Héraðsdóm Reykjaness 1. ágúst sl. Ingi Tryggvason hefur verið skipaður í embætti dómara og hefur störf við Héraðsdóm Reykjaness 1. september nk. 

- Framkvæmdastjóri sagði frá samráðsfundi heilbrigðisráðherra í samvinnu við forsætis- og dómsmálaráðuneytið sem haldinn var 20. ágúst 2020 um áframhaldandi aðgerðir vegna Covid -19 til lengri tíma litið. Formaður sagði frá fyrirhuguðum fundi með stjórnendum dómstólanna 31. ágúst nk. til þess að ræða starfsemi dómstólanna í því samhengi. 

- Formaður þakkaði Arnaldi Hjartarsyni fyrir vel unnin störf sem varamaður Halldórs Björnssonar í fjarveru hans en Halldór tekur sæti að nýju í stjórn að loknu leyfi 1. september nk.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 10. september 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl. 16:15.




Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

 Arnaldur Hjartarson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN

11. fundur, 10. september 2020

 

 

Árið 2020, fimmtudaginn 10. september var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóra, og Íris Elma Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:



1. Fundargerð 10. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Drög að reglum um málsmeðferð við val á embættisdómurum sem tilnefndir eru til setu í Endurupptökudómi.

Formaður gerði grein fyrirliggjandi drögum að reglum dómstólasýslunnar nr. 4/2020.

Reglur nr. 4/2020 samþykktar. 

3. Lausn héraðsdómara frá embætti.

Arngrími Ísberg hefur verið veitt lausn frá embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að eigin ósk frá 1. janúar 2021. Erlingi Sigtryggsyni hefur verið veitt lausn frá embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra að eigin ósk frá 1. október 2020. 

Ákveðið að bjóða dómurum sem fullnægja skilyrðum um að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sætis við tiltekinn dómstól að skipta um starfsvettvang áður en embættin verða auglýst laus til umsóknar, sbr. 4. mgr. 30. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla. 

Ákveðið að leita leiða með aðstoð við Héraðsdóm Norðurlands eystra þar til skipað hefur verið í embætti dómara við dómstólinn m.a. með aðkomu faranddómara og tímabundinni ráðningu aðstoðarmanns dómara við dómstólinn.


4. Önnur mál.

- Fundur dómstólasýslunnar með stjórnendum dómstólanna vegna Covid-19 fór fram 31. ágúst sl. Fulltrúi landlæknis mætti á fjarfundinn og rætt var um ráðstafanir dómstólanna vegna veirunnar. Sótt var um undanþágu heilbrigðisráðuneytisins frá tveggja metra sóttvarnarreglu fyrir dómstólana sem var samþykkt.
- Lagt fram bréf Jónasar Jóhannssonar, dags. 9. september 2020, um fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness. Beiðninni var hafnað þar sem ekki voru forsendur fyrir samþykkt hennar með vísan til 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla sem kveður á um að dómari á rétt á að skipta um starfsvettvang eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sætis við tiltekinn dómstól 
- Tilkynning til Persónuverndar um öryggisbrest vegna dóma sem birtir eru á vef úr eldra málaskrárkerfi. Farið var yfir tilkynninguna og viðbrögð dómstólasýslunnar við málinu.
- Reglubundinn fundur formanns og framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar með dómstjórum héraðsdómstólanna verður haldinn 17. september nk. þar sem fulltrúar Þjóðskjalasafns mæta á fundinn, farið verður yfir rekstraráætlunargerð fyrir komandi ár, kjörfundundur vegna tilnefningar dómstjóra í Endurupptökudóm ákveðinn o.fl. 
- Stjórnendaþjálfun fyrir dómstjóra héraðsdómstólanna er ráðgerð 25. september nk.en sambærileg þjálfun stendur stjórnendum Hæstaréttar og Landsréttar til boða. 
- Ákveðið að halda gæðasamráðsfund með ríkissaksóknara og LMFÍ 2. október nk.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 8. október 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl. 16:45.




Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir


DÓMSTÓLASÝSLAN

12. fundur,  22. september 2020

Árið 2020, þriðjudaginn 22. september var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 16:00. 

 

Fundarefni:



1. Bréf dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða, dags 17. september 2020, um breytingar á starfsvettvangi og starfsstöð.
Lagt var fram bréf Bergþóru Ingólfsdóttur dómstóra við Héraðsdóm Vestfjarða, dags. 17. september 2020, um breytingar á starfsvettvangi og starfsstöð. Beiðninni var hafnað þar sem ekki voru forsendur fyrir samþykkt hennar með vísan til 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla sem kveður á um að dómari á rétt á að skipta um starfsvettvang eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sætis við tiltekinn dómstól.

2. Fjögur embætti héraðsdómara auglýst laus til umsóknar 25. september nk.
Samþykkt að óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að eftirfarandi embætti yrðu auglýst laus til umsóknar:
Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur til skipunar svo fljótt sem verða má. Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. janúar 2021. Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness frá 25. september nk. Embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Norðurlands eystra frá 1. október nk. 


3. Kjör dómstjóra við Héraðsdóm Reykjaness.
Jón Höskuldsson dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness hefur tilkynnt um kjör nýs dómstjóra, Kristins Halldórssonar með sjö atkvæðum gegn tveimur. Framkvæmdastjóra var falið að senda nýkjörnum dómstjóra skipunarbréf. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 8. október 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl. 17:30.



Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir

 Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
13. fundur, 8. október 2020

Árið 2020, fimmtudaginn 8. október var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir sem tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar og síma og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri. Íris Elma Guðmann sat fundinn með aðstoð fjarfundarbúnaðar og ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:


1. Fundargerð 11. og 12. fundar.


Samþykktar.

2. Fjárlagfrumvarp 2021 – fjárútlát vegna setningar dómara við Landsrétt.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi fjárlagfrumvarpi fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun 2021-2025. Fjárheimildir dómstólanna og dómstólasýslunnar eru óskertar milli ára þó með innbyggðri hagræðingarkröfu í fjárlagafrumvarpi að því er lítur að verðbótum á rekstrarliði. Framlagningu fjármálaáætlunar var frestað á vorþingi og því lögð fram á fyrsta degi haustþings. Helstu áherslur fjármálaáætlunar lúta að aukinni rafvæðingu við málsmeðferð og aukinni nýtingu rafrænna lausna við vistun málsgagna sem til lengri tíma litið munu auka á skilvirkni og öryggi við vistun og skil dómsmálagagna.

Formaður sagði frá því að dómstólasýslan hefur áréttað við dómsmálaráðuneytið fyrri tillögur Landsréttar og dómstólasýslunnar um viðbótarfjárveitingu með fjáraukalögum til Landsréttar vegna fyrirsjáanlegs halla á rekstri réttarins sem nemur um 40 m.kr. á þessu ári vegna setningar dómara í stað þeirra sem ekki hafa getað sinnt störfum sínum síðan í mars 2019 þegar dómur féll hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Dómsmálaráðuneytið mun gera tillögu um 20 m.kr. viðbótarfjárveitingu í fjáraukalagafrumvarpi 2020 til fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Eftir standa um 20 m.kr. sem ætlunin er að sækja í varasjóð dómstólanna.

3. Umsókn um tímabundið leyfi héraðsdómara.

Fyrir liggur bréf Kjartans Bjarna Björgvinssonar, dags. 6. október 2020, þar sem hann gerir m.a. grein fyrir því að forsætisnefnd Alþingis hafi óskað eftir því við hann að hann taki setningu í embætti Umboðsmanns Alþingis í sex mánuði frá og með 1. nóvember 2020. Með vísan til 4. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 35. gr. laga nr. 50/2016 er þess farið á leit við dómstólasýsluna að honum verði veitt tímabundið launalaust leyti frá störfum sem héraðsdómari til þess að taka tímabundna setningu í embætti umboðsmanns barna. Dómstólasýslan kallaði eftir umsögn dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur vegna málsins.

Samþykkt leyfi frá 1. nóvember 2020 til og með 1. maí 2021.

4. Bréf dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands, dags. 5. október 2020, með beiðni um setudómara vegna fjölda þjóðlendumála við réttinn.

Með bréfi dags. 7. september 2019 upplýsti dómstjóri Héraðsdóms Vesturlands um að dómstóllinn hefði fengið til úrlausnar fjölmörg ágreiningsmál vegna úrskurða óbyggðanefndar er lúta að þjóðlendumálum í umdæmi dómstólsins. Með hliðsjón af því aukaálagi sem óhjákvæmilega hlýst af meðferð umræddra mála fer dómstjórinn fram á það að nýju að dómarar utan dómstólsins verði fengnir til að fara með einhver þessara mála.

Málinu frestað til næsta fundar og samþykkt að formaður afli frekari upplýsinga hjá dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands.

5. Covid 19 – starfsemi dómstóla. Reglugerð nr. 957/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar.


Formaður sagði frá fundi með stjórnendum dómstólanna sem haldinn var 7. október sl. til þess að ræða stöðu mála hjá dómstólunum í ljósi Covid 19. Niðurstaða fundarins var að dómstólasýslan mun ekkert aðhafast varðandi málið og vísar til gildandi reglugerðar nr. 957/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar en leggur áherslu á mikilvægi sótthreinsiaðgerða og viðbragðsáætlana á hverjum dómstól fyrir sig ásamt því að hvatt var til þess dómstólarnir skipulegðu neyðaráætlun ef upp kæmu smit hjá dómstólunum.


6. Húsnæðismál Héraðsdóms Vestfjarða.


Samkvæmt upplýsingum frá Héraðsdómi Vestfjarða eru viðgerðir hafnar á húsnæði dómstólsins til þess að vinna á skaðlegri myglu sem fannst í húsnæðinu. Dómsmálaráðuneytið hefur verið upplýst um framangreinda stöðu húsnæðismála dómstólsins.

Samþykkt að ræða við settan dómstjóra við Héraðsdóm Vestfjarða um eftirfylgd með úrbótum á húsnæði dómstólsins.

7. Tilnefning dómstjóra héraðsdómstólanna í Endurupptökudóm.


Íris Elma Guðmann kynnti niðurstöður kjörs dómstjóra þar sem tilnefndir voru tveir héraðsdómarar til setu í Endurupptökudómi.

8. Önnur mál.

Gerð var grein fyrir því að Jónas Jóhannsson, héraðsdómari, hefur verið settur dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða í veikindaforföllum dómstjóra til 24. nóvember nk.
Sagt var frá fjarfundi dómstólasýslunnar með norrænum systurstofnunum sem fram fór 1. október sl. Á dagskrá fundarins var ,,Staða dómstólanna á tímum Covid 19 og birting og útgáfa dóma.“ Ákveðið var að halda fund á Íslandi í júní 2021 eða í lok ágúst 2021.
Samráðsfundur með LMFÍ og ríkissaksóknara fór fram 2. október sl. þar sem fjallað var m.a. um rafrænar lausnir við rekstur dómsmála og málskostnaðarákvarðanir dómstóla og gildandi reglur dómstólasýslunnar þar um.
Samþykkt var að fresta dómstóladeginum til föstudagsins 3. september 2021.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 12. nóvember 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl. 16:35




Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir 




D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
14. fundur, 12. nóvember 2020

 

Árið 2020, fimmtudaginn 12. nóvember var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson sem tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar og Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóri. Íris Elma Guðmann sat fundinn með aðstoð fjarfundarbúnaðar og ritaði fundargerð. Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:

 


1. Fundargerð 13. fundar.


Samþykkt.

2. Fjárlagfrumvarp 2021 – rekstraráætlun dómstólanna og dómstólasýslunnar. Þriggja ára fjármálaáætlun.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu. Rekstraáætlun dómstólasýslunnar liggur fyrir ásamt greinargerð þar sem fram kemur að rekstrarafkoma ársins 2020 er jákvæð sem skýrist fyrst og fremst af því að launakostnaður sérfróðra meðdómsmanna er lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir en málatölur gefa til kynna að færri mál hafa verið rekin fyrir héraðsdómstólunum og Landsrétti á árinu m.a. sökum COVID 19.
Hæstiréttur og Landsréttur hafa lokið áætlunargerð og héraðsdómstólarnir sömuleiðis. Rekstrarafkoma Hæstaréttar og héraðsdómstólanna er jákvæð. Rekstrarafkoma Landsréttar er hins neikvæð vegna launakostnaðar settra dómara við réttinn eins og rætt var á síðasta fundi stjórnar og viðbrögð dómsmálaráðuneytisins við því. Eftir er að ákvarða með skiptingu fjárheimilda milli héraðadómstólanna.

Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að funda með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness til þess að ræða nánar um rekstrarstöðu héraðsdómstólanna og áætlun fyrir komandi ár.

Samkvæmt 31. gr. laga um opinber fjármál skulu ríkisaðilar á hverju ári móta stefnu fyrir starfsemi sína fyrir a.m.k.næstu þrjú ár. Í stefnunni skal m.a. greina frá markmiðum og almennum áherslum ásamt áætlun um hvernig unnið verði að þeim með tilliti til áætlaðra fjárveitinga. Framkvæmdastjóri kynnti fyrirliggjandi drög sem byggja í grunninn á samþykktri stefnu og aðgerðaráætlun dómstólasýslunnar. Frestað til næsta fundar stjórnar.

3. Málatölur fyrstu tíu mánuði ársins 2020.

Elín Sigurðardóttir skjalastjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir fjölda innkominna og afgreiddra mála hjá héraðsdómstólunum Landsrétti fyrstu 10 mánuði ársins samanborið við fyrstu 10 mánuði liðins árs. Sá samanburður leiðir m.a. í ljós að fjöldi innkominna einkamála heldur áfram að fækka sem og fjölda lokinna einkamála. Einhver fækkun er á fjölda innkominna ákærumála en ekki eins mikil og fækkun einkamála Af fyrirliggjandi upplýsingum má ráða að málsmeðferðartími er að lengjast en þó hefur dómstólunum tekist að halda nokkuð vel í horfinu afgreiðslu mála þrátt fyrir gildandi sóttvarnarreglur.
Elín Sigurðardóttir vék af fundi.

4. Bréf dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands,dags. 5. október 2020, með beiðni um setudómara vegna fjölda þjóðlendumála við réttinn.

Málinu var frestað á síðasta fundi stjórnar. Formaður sagði frá því að hann hefði rætt við dómstjóra Héraðsdóms Vesturlands til frekari upplýsingar og lagði fram minnisblað vegna erindisins. Formaður lagði til að á næsta ári verði athugað með að fá dómara frá af höfuðborgarsvæðinu sem hafa reynslu af þjóðlendumálum til þess að fara með þrjú slík mál til þess að létta á dómstólnum.

Samþykkt að skoða í upphafi næsta árs hvort mögulegt er að fá þrjá dómara til þess að dæma tvö til þrjú mál næsta vor.

5. Rafrænt réttarfar – fyrstu skref.

Formaður lagði fram til kynningar minnisblað um m.a. breytingar á réttarfari og starfsemi héraðsdómstóla vegna upptöku rafræns réttarfars en markmið verkefnisins er að laga dómskerfið að þörfum rafræns nútímasamfélags, bæta þjónustu við borgarana og minnka tilkostnað jafnt borgaranna og dómskerfisins.
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra og formanni að vinna að framgöngu málsins og leita í því sambandi m.a. til Dómarafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands til samræmis við umræðu stjórnar og fyrirliggjandi tillögur.

6. Húsnæðismál dómstólanna.

Formaður vakti athygli á því að húsaleigusamningur Héraðsdóms Reykjaness rennur út 1. janúar 2026. Því er orðið mikilvægt að huga að framtíðarhúsnæðismálum dómstólsins ekki síst í ljósi þess að dómurum við dómstólinn hefur fjölgað og verulega farið að þrengja að starfsemi hans.

Samþykkt að fela formanni og framkvæmdastjóra að ræða málið m.a. við dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness.

7. Erindi Áslaugar Björgvinsdóttur til dómstólasýslunnar m.a. varðandi birtingu dóma.

Framkvæmdastjóri sagði frá því að dómstólasýslunni hefðu borist tölvuskeyti frá Áslaugu Björgvinsdóttur sem vörðuðu m.a. meinta ólögmæta birtingu dóma á vef dómstólanna. Stjórnarmenn ræddu um hæfi sitt vegna málsins og töldu þeir sig alla hæfa til umfjöllunar um það. Edda Laufey Laxdal lögfræðingur dómstólasýslunnar mætti á fund stjórnar og gerði nánari grein fyrir málinu.

Eftir umræðu um málið samþykkti stjórn dómstólasýslunnar að taka til skoðunar hvort tilefni kunni að vera til endurskoðunar á gildandi reglum dómstólasýslunnar nr. 3/2019 um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna sem öðluðust gildi 14. október 2019. Sérstaklega var rætt um 4. gr. reglnanna og um þær upplýsingar sem nema skal brott úr dómum og úrskurðum og möguleikann á því árétta sérstaklega í reglunum og jafnvel skýra frekar í verklagsreglum mikilvægi þess að takmarka birtingu á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef dómstólanna. Þá var samþykkt að dómstólasýslan leitaði eftir því við Persónuvernd að fá fræðslu fyrir dómara um framangreint.

8. Umsögn um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (framlenging bráðabirgðaheimilda).

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu en frumvarpið fékk jákvæða umfjöllun á fundi allsherjarnefndar þannig að vonir standa til að frumvarpið verði samþykkt.

9. Önnur mál.

Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu mála vegna viðgerða á Héraðsdómi Vestfjarða vegna rakaskemmda.
Fyrir liggur beiðni Söndru Baldvinsdóttur, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness, um frestun á töku áður samþykkts námsleyfis sem hefjast átti 15. janúar nk. sökum Covid faraldursins. Sandra hyggst stunda nám erlendis og óskar eftir frestun fram til 1. ágúst 2021 en dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness gerir ekki athugasemd við það. Samþykkt.
Fyrir liggur beiðni Sigríðar Hjaltested, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, um framlengingu námsleyfisins um einn mánuð eða til 1. apríl 2021 í stað 1. mars 2021 en hún hyggst fara erlendis og kynna sér starfsemi dómstóla í Kaupmannahöfn. Afgreiðslu erindisins er frestað til næsta fundar til þess að afla frekari upplýsinga.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 10. desember 2020 kl.15:00.

Fundi slitið kl. 17.15.

Sigurður Tómas Magnússon

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir






D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
15. fundur, 10. desember 2020



Árið 2020, fimmtudaginn 10. desember var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Sigurður Tómas Magnússon, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur. Halldór Björnsson tók þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Íris Elma Guðmann sat fundinn með aðstoð fjarfundarbúnaðar og ritaði fundargerð.

Sigurður Tómas Magnússon stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


Fundarefni:


1. Fundargerð 14. fundar.

Samþykkt.

2. Dómur yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember 2020. 
Formaður gerði nánar grein fyrir málinu og var fjallað um niðurstöðu yfirdeildarinnar.

3. Fjárlagfrumvarp 2021 – rekstraráætlanir og þriggja ára fjármálaáætlun. 
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir því að lagt hefur verið fram frumvarp til fjáraukalaga samtals 20 m.kr. vegna launakostnaðar Landsréttar á árinu vegna setningar í embætti dómara við réttinn. Enn er ekki mögulegt að skipta fjárheimildum milli héraðsdómstólanna þar sem villur eru í áætlunarkerfi Fjársýslu ríkisins varðandi kjarasamningsbundnar hækkanir á komandi ári en unnið er að lagfæringu á því. Rekstraráætlanir héraðsdómstólanna verða teknar fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.

Þriggja ára stefnumiðuð fjármálaáætlun er lögð fram að nýju en drögin hafa verið yfirfarin af formanni og framkvæmdastjóra frá síðasta fundi. 

Áætlunin er samþykkt með áorðnum breytingum. 

4. Almenn starfskjör dómara – drög að reglum.

Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi drögum sem lögð eru fram til kynningar en samkvæmt 6. mgr. 44. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla með síðari breytingum er dómstólasýslunni gert að setja reglur um almenn starfskjör dómara og ákvarða laun fyrir gæsluvaktir sbr. 5. mgr. 44. gr. laga um dómstóla.
Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar. 

5. Reglur dómstólasýlunnar nr. 2/2021 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna. 
Formaður gerði nánari grein fyrir aðdraganda að setningu nýrra reglna en fundur var haldinn í október sl. þar sem forsvarsmenn Lögmannafélags Íslands lögðu m.a. áherslu á mikilvægi þess að reglurnar verði uppfærðar reglulega með hliðsjón af verðlagsþróun. 

Samþykkt og ákveðið að reglurnar verði uppfærðar í ársbyrjun ár hvert. 

Fyrirliggjandi drög að reglum um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna samþykkt og taka gildi 1. janúar nk. sem reglur nr. 2/2021. 

6. Reglur dómstólasýslunnar nr. 2/2021 um málskostnað við áritun stefnu í útivistarmáli skv. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en gildandi reglur hafa ekki verið endurskoðaðar frá árinu 2018. Fyrirliggjandi drög hafa verið uppfærð með hliðsjón af verðlagsþróun frá gildistöku þeirra 2018. 

Fyrirliggjandi drög að reglum um málskostnað við áritun stefnu í útivistarmáli skv. 113. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála samþykkt og taka gildi 1. janúar nk. sem reglur nr. 1/2021.

7. Umsókn Sigríðar Hjaltested um framlengingu námsleyfis lögð fram að nýju.
Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi stjórnar til öflunar frekari upplýsinga. Umsóknin var samþykkt milli funda og lögð fram til staðfestingar.
Samþykkt.


8. Önnur mál. 
-Formaður sagði frá fundi sem haldinn var með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 4. desember sl. en tilefnið var m.a. fyrirspurn formanns nefndarinnar til dómsmálaráðherra um birtinga viðkvæmra persónugreinanlegra upplýsinga í dómum og úrskurðum á vef dómstólanna. 

-Formaður sagði frá fundi með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness þar sem húsnæðismál dómstólanna voru m.a. til umræðu. Samþykkt að vekja athygli dómsmálaráðuneytisins á mikilvægi þess að kalla saman að nýju starfshóp ráðuneytisins sem ætlað var að vinna að húsnæðismálum dómstólanna. 

-Formaður sagði frá fundi sem haldinn var um samræmt útlit dóma á öllum dómstigum. Hæstiréttur Íslands hefur undanfarið unnið að endurskoðun á formi og leturgerð dóma réttarins og var sú vinna kynnt fyrir dómstólasýslunni, Landsrétti og dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur. 




Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 21. janúar 2021

Fundi slitið kl. 17.15. 


Sigurður Tómas Magnússon
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

2. fundur, 21. janúar 2020

 

Árið 2020, þriðjudaginn 21. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:30.


Fundarefni:



1. Fundargerð 1. fundar.
Fundargerðin var samþykkt. 

2. Fjármálaáætlun 2021-2025 – tillaga um auknar fjárheimildir vegna kerfisstjóra.
Lagt fram til samþykktar.
Framkvæmdastjóri gerir nánari grein fyrir málinu og sagði frá því að ítrekað hefði verið vakin athygli á því m.a. í fjármálaáætlun að mikilvægt væri að auka tækniþekkingu innan dómstólanna. Samþykkt að leita eftir því að rekstrarframlög til dómstólasýslunnar verði hækkuð til þess að standa straum af launakostnaði kerfisstjóra.


3. Ákvörðun þóknunar til dómara Félagsdóms, skv. síðari málslið 1. mgr. 66. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeildur, sbr. lög nr. 79/2019. 
Lagt fram til samþykktar. 
Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi tillögu um ákvörðun þóknunar til dómara Félagsdóms.
Tillagan var samþykkt. 

4. Bréf dómsmálaráðuneytisins, dags. 9. janúar sl. um ad hoc skipun í endurupptökunefnd. 
Lagt fram til samþykktar.
Forseti Landsréttar, Hervör Þorvaldsdóttir, vék sæti við afgreiðslu málsins. 
Samþykkt með vísan til 3. mgr. 54. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 að tilnefna Valgerði Sólnes ad hoc í endurupptökunefnd. 
Hervör Þorvaldsdóttir tók sæti á fundinum að nýju.


5. Starfsáætlun stjórnar dómstólasýslunnar.
Stjórn dómstólasýslunnar vann starfsáætlun fyrir árið 2020.


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn  13. febrúar 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:00.

 

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

 


 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

3. fundur, 13. febrúar 2020

 

Árið 2020, fimmtudaginn 13. febrúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Hervör Þorvaldsdóttir boðaði forföll. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

 

Fundarefni:


1. Fundargerð 2. fundar.
Fundargerðin var samþykkt. 

2. Lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 30. janúar 2020 þar óskað er ad hoc tilnefningar í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara vegna vanhæfis. 
Lagt fram til staðfestingar bréf dómstólasýslunnar dags. 31. janúar 2020 um tilnefningu Eyvindar G. Gunnarssonar ad hoc í dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.

Samþykkt.

3. Til umsagnar frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar til laga um dómstóla o.fl., 470. mál.
Lögð fram til kynningar umsögn dómstólasýslunnar dags. 4. febrúar 2020.

Samþykkt.


4. Reglur dómstólasýslunnar nr. 2/2020 um sektir og ökuréttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og lagði fram tillögu um að reglurnar verði felldar úr gildi.

Samþykkt.


5. Fjármálaáætlun 2021-2025 ofl.
Framkvæmdastjóri sagði frá því að fjármálaáætlun er enn í vinnslu en ætlun dómsmálaráðuneytisins er að ljúka þeirri vinnu fyrir lok febrúarmánaðar. Vegna setningar héraðsdómara við Landsrétt á árinu er að myndast rekstrarafgangur hjá héraðsdómstólunum. Í ljósi mikilvægis þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fái svigrúm til þess að ráða til starfa skjalastjóra sem meðal annars mun hafa yfirumsjón með skráningu mála og vörslu málsgagna er lagt til að samþykkt verði millifærsla fjárheimilda sem einskiptis greiðsla til Héraðsdóms Reykjavíkur til þess að standa straum af þeim kostnaði. 

Samþykkt að samþykkja millifærslu fjárheimilda sem einskiptisráðstöfun.

6. Önnur mál.
-
Formaður sagði frá fundi sem haldinn var með dómstjórum héraðsdómstólanna 11. febrúar sl. 

- Íris Elma Guðmann verkefnastjóri mætti á fundinn kl.15:40 og gerði grein fyrir þeim leiðum sem fyrirhugaðar eru við innleiðingu á 365 leyfum hjá Fjármálaráðuneytinu.

Samþykkt tillaga um að tölvudeild Alþingis verði tengiliður dómstólanna vegna innleiðingu verkefnisins.

- Verkefnastjóri sagði frá helstu niðurstöðum öryggisúttektar Syndis og fyrirhugaðri aðgerðaráætlun í kjölfarið. 



Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 12. mars 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:00.

 

Benedikt Bogason

Halldór Björnsson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

Davíð Þór Björgvinsson



D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

4. fundur, 12. mars 2020

Árið 2020, fimmtudaginn 12. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:


1. Fundargerð 3. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traust til stofnana – Þjóðarpúls Gallup 2020.

Matthías Þorvaldsson, sérfræðingur hjá Gallup, mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðun könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 37%. Traust til Hæstaréttar mældist 50% og traust til Landsréttar og héraðsdómstólanna 40%. Traust til dómskerfisins og dómstólanna hefur því dregist saman milli ára.

Matthías Þorvaldsson vék af fundinum kl. 15:30.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30.gr. dómstólalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggur að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun láta af embætti sökum aldurs eigi síðar en 28. ágúst nk. Með samþykkt stjórnar á fundi 19. febrúar sl. var ákveðið að færa dómara tímabundið til í starfi frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Reykjaness en þó þannig að honum yrði gefinn kostur á að flytja starfsstöð sína að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur þegar færi gæfist. Arnaldur Hjartarson dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur óskað flutnings að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur samhliða því að embætti losnar við dómstólinn til samræmis við framangreint og hefur sú beiðni verið samþykkt. Í kjölfar þess var héraðsdómurum boðið að skipta um starfsvettvang og flytja starfsstöð til Héraðdsóms Reykjaness. Ein umsókn barst frá Bergþóru Ingólfsdóttur dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða. Í 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 er kveðið á um að héraðsdómari eigi rétt á að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða má eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sæis við tiltekinn dómstól. Í ljósi þess að Bergóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti héraðsdómara 9. janúar 2018 og dómstjóri við sama embætti frá þeim degi er umsókninni hafnað. Um leið og lausnarbeiðni dómara við Hérðasdóm Reykjavíkur liggur fyrir verður eftir því óskað við dómsmálaráðuneytið að embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness verði auglýst laust til umsóknar.


4. Fræðslustefna dómstólasýslunnar og drög að aðgerðaráætlun.

Sif Sigfúsdóttir fræðslustjóri dómstólasýslunnar mætti á fundinn kl. 15:40 og gerði grein fyrir fyrirliggjandi fræðslustefnu og drögum að aðgerðaráætlun og kostnaðarmati við að framfylgja henni. Fræðslustefnan verður birt á vef dómstólasýslunnar.

5. Leyfi héraðsdómara frá störfum vegna setningar í Landsrétt.

Fyrir liggur umsókn Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjaness um leyfi frá störfum frá og með 2. mars sl. til og með 30. júní nk. vegna setningar í embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis Ásmundar Helgasonar landsréttaradómara.
Samþykkt.

6. Uppfærðar og endurskoðaðar reglur dómstólasýslunnar nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.f.l.

Formaður sagði frá því að Lögmannafélag Íslands hefur leitað til dómstólasýslunnar um endurskoðun reglna nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna ofl. í ljósi þess að viðmiðunarfjárhæðir hafi síðast sætt endurskoðun á árinu 2017. Drög að endurskoðuðum reglum hafa verið sendar stjórn LMFÍ en ekki liggur fyrir afstaða stjórnarinnar til þeirra.
Málinu er frestað.

7. Önnur mál.

Erlingur Sigtryggsson dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra gegnir embætti dómstjóra á meðan leyfi dómstjóra stendur.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. mars 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:25.



Benedikt Bogason

Kristín Haraldsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir

Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

4. fundur, 12. mars 2020

Árið 2020, fimmtudaginn 12. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:


1. Fundargerð 3. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traust til stofnana – Þjóðarpúls Gallup 2020.

Matthías Þorvaldsson, sérfræðingur hjá Gallup, mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðun könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 37%. Traust til Hæstaréttar mældist 50% og traust til Landsréttar og héraðsdómstólanna 40%. Traust til dómskerfisins og dómstólanna hefur því dregist saman milli ára.

Matthías Þorvaldsson vék af fundinum kl. 15:30.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30.gr. dómstólalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggur að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun láta af embætti sökum aldurs eigi síðar en 28. ágúst nk. Með samþykkt stjórnar á fundi 19. febrúar sl. var ákveðið að færa dómara tímabundið til í starfi frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Reykjaness en þó þannig að honum yrði gefinn kostur á að flytja starfsstöð sína að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur þegar færi gæfist. Arnaldur Hjartarson dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur óskað flutnings að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur samhliða því að embætti losnar við dómstólinn til samræmis við framangreint og hefur sú beiðni verið samþykkt. Í kjölfar þess var héraðsdómurum boðið að skipta um starfsvettvang og flytja starfsstöð til Héraðdsóms Reykjaness. Ein umsókn barst frá Bergþóru Ingólfsdóttur dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða. Í 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 er kveðið á um að héraðsdómari eigi rétt á að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða má eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sæis við tiltekinn dómstól. Í ljósi þess að Bergóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti héraðsdómara 9. janúar 2018 og dómstjóri við sama embætti frá þeim degi er umsókninni hafnað. Um leið og lausnarbeiðni dómara við Hérðasdóm Reykjavíkur liggur fyrir verður eftir því óskað við dómsmálaráðuneytið að embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness verði auglýst laust til umsóknar.


4. Fræðslustefna dómstólasýslunnar og drög að aðgerðaráætlun.

Sif Sigfúsdóttir fræðslustjóri dómstólasýslunnar mætti á fundinn kl. 15:40 og gerði grein fyrir fyrirliggjandi fræðslustefnu og drögum að aðgerðaráætlun og kostnaðarmati við að framfylgja henni. Fræðslustefnan verður birt á vef dómstólasýslunnar.

5. Leyfi héraðsdómara frá störfum vegna setningar í Landsrétt.

Fyrir liggur umsókn Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjaness um leyfi frá störfum frá og með 2. mars sl. til og með 30. júní nk. vegna setningar í embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis Ásmundar Helgasonar landsréttaradómara.
Samþykkt.

6. Uppfærðar og endurskoðaðar reglur dómstólasýslunnar nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.f.l.

Formaður sagði frá því að Lögmannafélag Íslands hefur leitað til dómstólasýslunnar um endurskoðun reglna nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna ofl. í ljósi þess að viðmiðunarfjárhæðir hafi síðast sætt endurskoðun á árinu 2017. Drög að endurskoðuðum reglum hafa verið sendar stjórn LMFÍ en ekki liggur fyrir afstaða stjórnarinnar til þeirra.
Málinu er frestað.

7. Önnur mál.

Erlingur Sigtryggsson dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra gegnir embætti dómstjóra á meðan leyfi dómstjóra stendur.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. mars 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:25.



Benedikt Bogason

Kristín Haraldsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir

Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

4. fundur, 12. mars 2020

Árið 2020, fimmtudaginn 12. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

Fundarefni:


1. Fundargerð 3. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traust til stofnana – Þjóðarpúls Gallup 2020.

Matthías Þorvaldsson, sérfræðingur hjá Gallup, mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðun könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 37%. Traust til Hæstaréttar mældist 50% og traust til Landsréttar og héraðsdómstólanna 40%. Traust til dómskerfisins og dómstólanna hefur því dregist saman milli ára.

Matthías Þorvaldsson vék af fundinum kl. 15:30.

3. Boð til dómara um að skipta um starfsvettvang sbr. 30.gr. dómstólalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggur að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur mun láta af embætti sökum aldurs eigi síðar en 28. ágúst nk. Með samþykkt stjórnar á fundi 19. febrúar sl. var ákveðið að færa dómara tímabundið til í starfi frá Héraðsdómi Reykjavíkur til Héraðsdóms Reykjaness en þó þannig að honum yrði gefinn kostur á að flytja starfsstöð sína að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur þegar færi gæfist. Arnaldur Hjartarson dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefur óskað flutnings að nýju til Héraðsdóms Reykjavíkur samhliða því að embætti losnar við dómstólinn til samræmis við framangreint og hefur sú beiðni verið samþykkt. Í kjölfar þess var héraðsdómurum boðið að skipta um starfsvettvang og flytja starfsstöð til Héraðdsóms Reykjaness. Ein umsókn barst frá Bergþóru Ingólfsdóttur dómstjóra Héraðsdóms Vestfjarða. Í 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 er kveðið á um að héraðsdómari eigi rétt á að skipta um starfsvettvang svo fljótt sem verða má eftir að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól eða án fasts sæis við tiltekinn dómstól. Í ljósi þess að Bergóra Ingólfsdóttir var skipuð í embætti héraðsdómara 9. janúar 2018 og dómstjóri við sama embætti frá þeim degi er umsókninni hafnað. Um leið og lausnarbeiðni dómara við Hérðasdóm Reykjavíkur liggur fyrir verður eftir því óskað við dómsmálaráðuneytið að embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness verði auglýst laust til umsóknar.


4. Fræðslustefna dómstólasýslunnar og drög að aðgerðaráætlun.

Sif Sigfúsdóttir fræðslustjóri dómstólasýslunnar mætti á fundinn kl. 15:40 og gerði grein fyrir fyrirliggjandi fræðslustefnu og drögum að aðgerðaráætlun og kostnaðarmati við að framfylgja henni. Fræðslustefnan verður birt á vef dómstólasýslunnar.

5. Leyfi héraðsdómara frá störfum vegna setningar í Landsrétt.

Fyrir liggur umsókn Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjaness um leyfi frá störfum frá og með 2. mars sl. til og með 30. júní nk. vegna setningar í embætti dómara við Landsrétt vegna leyfis Ásmundar Helgasonar landsréttaradómara.
Samþykkt.

6. Uppfærðar og endurskoðaðar reglur dómstólasýslunnar nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna o.f.l.

Formaður sagði frá því að Lögmannafélag Íslands hefur leitað til dómstólasýslunnar um endurskoðun reglna nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun til verjenda og þóknun til réttargæslumanna ofl. í ljósi þess að viðmiðunarfjárhæðir hafi síðast sætt endurskoðun á árinu 2017. Drög að endurskoðuðum reglum hafa verið sendar stjórn LMFÍ en ekki liggur fyrir afstaða stjórnarinnar til þeirra.
Málinu er frestað.

7. Önnur mál.

Erlingur Sigtryggsson dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra gegnir embætti dómstjóra á meðan leyfi dómstjóra stendur.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. mars 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:25.



Benedikt Bogason

Kristín Haraldsdóttir
Hervör Þorvaldsdóttir

Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

5. fundur, 20. mars 2020

 

Árið 2020, föstudaginn 20. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Bergþóra Kr. Benediktsdóttir tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

                                                                           

Fundarefni:

1. Fundargerð 4. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Starfsemi dómstóla – COVID 19.

Formaður stjórnar sagði frá því að í kjölfar tilkynningar stjórnvalda um takmarkanir á samkomuhaldi frá og með mánudeginum 16. mars sl. hafi verið boðað til fundar með stjórnendum dómstólanna hjá dómstólasýslunni 13. mars sl. Tilefnið var að samræma aðgerðir til þess að tryggja nauðsynlega starfsemi dómstólanna í ljósi takmarkana á samkomuhaldi. Fundinum stýrði formaður stjórnar en auk hans sátu fundinn framkvæmdastjóri dómstólsasýslunnar, forseti og skrifstofustjóri Hæstaréttar, forseti og skrifstofustjóri Landsréttar og dómstjórar Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness. Ákveðið var að gefa út sameiginlega tilkynningu um takmarkaða starfsemi dómstólanna í því skyni að tryggja nauðsynlega starfsemi eftir því sem fært þykir hjá hverjum dómstól. Athugasemdir bárust dómstólasýslunni um að tilkynningin væri ekki nægjanlega skýr einkum að því er varðaði takmarkanir á starfsemi héraðsdómstólanna. Þá bárust og ábendingar um að málum hefði verið frestað af hálfu dómara þar sem hætta var á réttarspjöllum. Því var ákveðið að funda að nýju með dómstjórum Héraðdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness þann 17. mars sl. og voru viðbætur við fyrri tilkynningar birtar á vef á vef dómstólasýslunnar. Þá var ákveðið að halda fund að nýju með stjórnendum dómstólanna með fulltrúa Landlæknis til þess að fá frekari leiðbeiningar varðandi starfsemina þannig að fyllstu varúðar væri gætt.

3. Stjórnsýsla dómstólanna- drög að skýrslu ríkisendurskoðunar.

Samþykkt að óska eftir framlengingu á fresti til þess að skila umsögn um skýrsludrögin til 3. apríl nk.


Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 16. apríl 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:15.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir




D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

6. fundur, 16. apríl 2020


Árið 2020, fimmtudaginn 16. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.



Fundarefni:



1. Fundargerð 5. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

3. Vinnustaðagreining – sálfélagslegt áhættumat. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980, sbr. reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum.   

Helga Lára Haarde sérfræðingur frá Attentus sagði frá helstu niðurstöðum ítarlegrar viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir alla starfsmenn dómstólanna á tímabilinu frá desember 2019 til janúar 2020. Kynningin fór fram með aðstoð fjarfundarbúnaðar sem hófst kl. 15:30. Hjá dómstólunum starfa 156 manns og var svörun um 70%.  Niðurstöðurnar gáfu til kynna að almennt eru þeir þættir sem spurt var um í ágætis horfi hjá dómstólunum og því ekki talin þörf á sérstökum viðbrögðum. Þó eru tækifæri til úrbóta á nokkrum sviðum sem er mikilvægt að vera meðvitaður um og rétt að hafa í huga að bregðast við þeim. 

Framkvæmdastjóri sagði frá því að mikilvægt væri að fylgja niðurstöðum viðhorfskönnunarinnar eftir með aðgerðaráætlun sem tekur á þeim þáttum þar sem viðbragða er þörf í samráði við stjórnendur á hverjum dómstól fyrir sig. 
Samþykkt að framkvæmdastjóri kynni helstu niðurstöður vinnustaðagreiningarnar fyrir stjórnendum dómstólanna ásamt því að ræða tillögur til úrbóta á þeim þáttum í starfseminni sem kalla á úrbætur. 
Kynningu og yfirferð Helgu Láru lauk kl. 16:10.

4. Uppfærðar og endurskoðaðar reglur dómstólasýslunnar  nr. 11/2018 um málsvarnarlaun eða þóknun verjenda og þóknun réttargæslumanna.

Málinu var frestað á fundi 12. mars sl. þar sem ekki lágu fyrir athugasemdir Lögmannafélags Íslands. Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og fyrirliggjandi athugasemdum stjórnar Lögmannafélags Íslands sem bárust með bréfi dags. 2. apríl sl.

Reglurnar eru samþykktar með áorðnum breytingum sem reglur nr. 2/2020. Samhliða falla úr gildi reglur nr. 11/2018. 

5. Starfsemi dómstóla – COVID 19. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna kórónaveiru.

Formaður sagði frá því að boðað hafi verið til fundar með stjórnendum dómstólanna 22. apríl nk. til þess m.a. að fara yfir hvernig rekstur dómstólanna hafi gengið í kjölfar takmarkana á samkomuhaldi og það sem framundan er.  

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram drög að frumvarpi til tímabundinnar breytingar á ýmsum á ýmsum lögum sem heyra undir málefnasvið dómsmálaráðuneytisins vegna þeirrar óvissu sem ríkir í samfélaginu vegna kórónuveirunnar. Fyrirséð er að fyrirmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis um samkomubann og fjarlægðartakmarkanir muni hafa áhrif á framkvæmd og málsmeðferð stofnana sem heyra undir ráðuneytið og því talið nauðsynlegt að lágmarka áhrifin meðan á ástandinu stendur.  Í frumvarpinu er að finna tillögur sem miða að því að heimila í auknum mæli að beita rafrænum lausnum við meðferð mála og fjarfundarbúnaði í samskiptum við málsaðila. 

Dómstólasýslan gerir ekki athugasemdir við frumvarpið og tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð um tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar.

6. Önnur mál.

-Fyrir liggur ósk Margrétar Maríu Sigurðardóttur um að láta af störfum sem formaður fagráðs dómstólasýslunnar í kjölfar þess að hún hefur verið skipuð í embætti lögreglustjóra á Austurlandi.  Um leið og henni eru þökkuð vel unnin störf fyrir dómstólasýsluna og dómstóla er samþykkt að skipa Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur, skrifstofustjóra Barnaverndar Reykjavíkur sem formann fagráðs dómstólasýlunnar.

-Fyrir liggur umsókn Kolbrúnar Sævarsdóttur um framlengingu námsleyfis hennar fram í miðjan júlí nk. sem gerir henni kleift að sækja námskeið erlendis sem frestað hefur verið vegna Covid 19 veirunnar.

Samþykkt að framlengja námsleyfi Kolbrúnar Sævarsdóttur til samræmis við fyrirliggjandi beiðni þar um. 

-Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum (réttarstaða þriðja aðila) lagt fram til upplýsingar.

Dómstólasýslan sér ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við frumvarpið.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 14. maí 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:55. 

Benedikt Bogason

Davíð Þór Björgvinsson

Arnaldur Hjartarson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

 

DÓMSTÓLASÝSLAN
7. fundur, 14. maí 2020


Árið 2020, fimmtudaginn 14. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson,  Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Kristín Haraldsdóttir tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:

1. Fundargerð 6. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.


2. Drög að ársskýrslu dómstólasýslunnar og dómstólanna 2019

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum að ársskýrslu dómstólasýslunnar og dómstólanna fyrir árið 2019. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir starfsemi dómstólasýslunnar og dómstólanna á liðnu ári ásamt ítarlegri samantekt á tölfræðiupplýsingum um fjölda mála og afgreiðslu þeirra. Ársskýrslan verður gefin út og birt á vef dómstólasýslunnar. 

3. Ársfjórðungs staða dómstólanna og dómstólasýslunnar

Til samræmis við ákvæði laga um opinber fjármál nr. 123/2015 er tekin saman skýrsla um rekstrarstöðu dómstólanna og dómstólasýslunnar með hliðsjón af fyrirliggjandi rekstraáætlun. 
Fyrir liggur að rekstur málaflokkanna er innan heimilda.


4. Lausn dómara frá embætti við Héraðsdóm Suðurlands.


Ragnheiði Thorlacius dómara við Héraðsdóm Suðurlands hefur verið veitt lausn frá embætti að eigin ósk frá 1. ágúst 2020.  Fyrir liggja upplýsingar um fjölda mála við héraðsdómstólana á liðnu ári og fyrstu fjóra mánuði ársins 2020. 
Samþykkt með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum að starfsvettvangur embættis héraðsdómara verði við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. ágúst 2020 sbr. 2. mgr. 30. gr. laga um dómstóla og bjóða dómurum að skipta um starfsvettvang áður en embættið verður auglýst laust til umsóknar.  


5. Umsóknir dómara um námsleyfi fyrir árið 2021. Skýrslur dómara að námsleyfi loknu.

Fræðslustjóri mætti á fundinn og gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi umsóknum um námsleyfi.
Umsóknir eftirtalinna dómara voru samþykktar: Erlingur Sigtryggsson dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra námsleyfi frá 1. janúar 2021 til 1. júlí 2021. Hildur Briem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur námsleyfi frá 1. september 2021 til 1. mars 2022. Þorgeir Ingi Njálsson landsréttardómari námsleyfi frá 1. janúar 2021 til 1. júlí 2021 þó með þeim fyrirvara að mögulegt verði að seinka upphafi leyfisins með hliðsjón af aðstæðum við Landsrétt þegar þar að kemur. Afgreiðslu umsóknar Söndru Baldvinsdóttur dómara við Héraðsdóm Reykjaness var frestað til öflunar frekari gagna. Lagðar voru fram skýrslur dómara sem luku námsleyfi á liðnu ári, sbr. 7. gr. reglna dómstólasýslunnar um námsleyfi dómara nr. 4/2019.

Formaður vakti athygli á því að ákvæði 7. mgr. 44. gr. laga um dómstóla er ekki skýrt þegar að því kemur að ákvarða hvort dómari eigi rétt á námsleyfi skömmu fyrir starfslok. Hins vegar sé ljóst að námsleyfi á þeim tímapunkti þjóni ekki tilgangi laganna þ.e. að dómarar haldi við þekkingu sinni í lögum sbr. 3. mgr. 43. gr. laga um dómstóla. 

Samþykkt að leggja til við dómsmálaráðuneytið að ákvæði 7. mgr. 44. gr. laga um dómstóla um námsleyfi dómara verði við tækifæri bundið fyrirvara um dómari eigi rétt til námsleyfis enda sé fyrirsjáanlegt að hann ljúki ekki starfi innan tveggja ára frá lokum leyfisins.

6. Starfsemi dómstóla – COVID 19.

Formaður sagði frá því að haldinn hafi verið fundur með stjórnendum dómstólanna 22. apríl 2020 þar sem fjallað var um starfsemi dómstólanna frá 4. maí 2020 með hliðsjón af auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 360 dags. 21. apríl 2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar á tímabilinu frá 4. maí 2020 til 1. júní 2020. Fjöldasamkomur voru óheimilar á gildistímanum þannig að fleiri en 50 einstaklingum var óheimilt að koma saman. Þá skyldi tryggja að á öllum vinnustöðum og allri starfsemi að ekki væru á sama tíma fleiri en 50 einstaklingar inni í sama rými.  Þá skyldi tryggja að hægt væri að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga og áfram huga sérstaklega að hreinlæti og sótthreinsun.  Dómstólasýslan leitaði upplýsinga hjá verkefnastjóra hjá Landlækni varðandi tillögur um hvernig starfsemi dómstólanna gæti færst í eðlilegra horf frá og með 4. maí 2020. Í tilkynningu sem birt var á vef dómstólasýslunnar kemur m.a. fram að starfsemi dómstólanna færist í eðlilegt horft eins og mögulegt er að teknu tilliti til tilmæla sóttvarnarlæknis og framangreindrar auglýsingar og að lögð verði áhersla á að nýta tæknilausnir í starfseminni svo sem við fyrirtökur mála og sendingu gagna til þess að takmarka enn frekar samneyti fólks. 

7. Önnur mál.

-Framkvæmdastjóri sagði frá því að skýrsla ríkisendurskoðunar hefur verið send stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis og að því loknu verður hún birt opinberlega. 

-Fræðslustjóri kynnti drög að dagskrá dómstóladagsins 4. september nk.

-Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum 76/2003 (skipt búseta barns) lagt fram til upplýsingar en dómstólasýslan sér ekki ástæðu til þess að gera athugasemdir við frumvarpið.

-Formaður vakti athygli á því að leyfi dómara við Landsrétt frá störfum rennur út í júlí og ágúst nk. en leyfi verður ekki veitt til lengri tíma en tólf mánuði samfleytt sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um dómstóla. Samþykkt að árétta við dómsmálaráðuneytið mikilvægi þess að veitt verði með bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla heimild til framlengingar leyfanna.

Formaður sagði frá fyrirhugðum fundi með dómstjórum héraðsdómstólanna 25. maí nk.


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 11. júní 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.16:35. 

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


 D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

8. fundur, 11. júní 2020

 



Árið 2020, fimmtudaginn 11. júní var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

 



Fundarefni:



1. Fundargerð 7. fundar.


Fundargerðin var samþykkt.

2. Skipun formanns stjórnar dómstólasýslunnar og varamanns hans frá 1. ágúst 2020 til og með 31. júlí 2025.

Formaður hefur verið kjörinn varaforseti Hæstaréttar og hefur óskað lausnar frá stöðu sinni sem  formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hæstiréttur efndi til kosninga til samræmis við 6. gr. laga um dómstóla og var Sigurður Tómas Magnússon hæstaréttardómari kjörinn formaður stjórnar dómstólasýslunnar og skipaður frá og með 1. ágúst 2020 til og með 31. júlí 2025. Varamaður Sigurðar Tómasar Magnússonar til jafn langs tíma var kjörin og skipuð Ingveldur Einarsdóttir hæstaréttardómari.  

3. Bréf Persónuverndar dags. 15. maí 2020 varðandi m.a. birtingu dóma á netinu er innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar.

Edda Laufey Laxdal lögfræðingur mætti á fundinn. Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og framkvæmdastjóri sagði frá fundi með Persónuvernd 3. júní sl.
Samþykkt fyrirliggjandi drög að svarbréfi til Persónuverndar með áorðnum breytingum.

4. Umsókn dómara um námsleyfi fyrir árið 2021. 

Lögð fram að nýju umsókn Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara um námsleyfi en málinu var frestað á síðasta fundi stjórnar til öflunar frekari gagna sem nú hafa borist.

Umsókn Söndru Baldvinsdóttur héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjaness um námsleyfi á tímabilinu frá 15. janúar 2021 til 15. júlí 2021 var samþykkt. 

5. Fræðsluáætlun 2020-2021 

Sif Sigfúsdóttir fræðslustjóri mætti á fundinn og sagði frá fyrirliggjandi drögum að fræðsluáætlun fyrir haustið 2020 og vorönn 2021. Sif vék af fundinum að kynningu lokinni.

6. Önnur mál.
-Formaður sagði frá fundi með dómstjórum 25. maí sl. þar sem rætt var m.a. um birtingu dóma á vef dómstólanna, farið var yfir rekstrarstöðu dómstólanna og fyrirliggjandi málatölur. Sagt var frá fyrirhugaðri innleiðingu á nýjum stjórnsýsluhluta málaskrárkerfis héraðsdómstólanna og væntanlegu nýju úrræði vegna rekstrarörðugleika fyrirtækja. 

-Formaður sagði frá samráðsfundi sem haldinn var með fjölmiðlum 2. júní sl. Fundinn sátu auk formanns og framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar, Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélags Íslands, Jón Höskuldsson dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness og Símon Sigvaldason dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Á fundinum voru helstu niðurstöður úr skýrsla ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu dómstólanna kynntar auk þess sem rætt var um starfsemi dómstólanna á tímum COVID 19. Þá gafst fjölmiðlamönnum tækifæri til spurninga.

-Formaður sagði frá fyrirhuguðum fundi hans og framkvæmdastjóra með dómsmálaráðherra 23. júní nk. 

-Formaður sagði frá því að samþykkt hefur verið frumvarp til laga um breytingar á ákvæðum laga um dómstóla sem felur í sér stofnun endurupptökudóms frá og með 1. desember 2020. Dómstóllinn mun hafa aðsetur hjá dómstólasýlunni auk þess sem stjórn dómstólasýslunnar er m.a. ætlað að setja reglur um málsmeðferð við val á embættisdómurum sem tilnefndir verða. 
Framkvæmdastjóri vék af fundi kl. 16:35. 
- Skipun meðdómanda í máli Héraðsdóms Reykjavíkur E-3223/2019. Samþykkt að fela Halldóri Halldórssyni dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands vestra að taka sæti sem meðdómsmaður í málinu. 
Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 8. júlí 2020 kl.10:00.
Fundi slitið kl.16:40. 




Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir

Arnaldur Hjartarson

Bergþóra Kristín Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
9. fundur, 8. júlí 2020

 

 



Árið 2020, miðvikudaginn 8. júlí var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Arnaldur Hjartarson, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Finnsdóttir framkvæmdastjóra auk Írisar Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. Davíð Þór Björgvinsson varamaður Hervarar Þorvaldsdóttur boðaði forföll.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 10:00. 



Fundarefni:

 


1. Fundargerð 8. fundar.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Drög að ytra skipuriti dómstólasýslunnar.
Runólfur Smári Steinþórsson prófessor mætti á fundinn kl. 10:05 og gerði ítarlega grein fyrir vinnunni við ytra skipurit dómstólasýslunnar og þau gögn sem hann hefur stuðst við í þeim efnum. Drögin hafa verið kynnt lagaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins .

Samþykkt að kynna drögin fyrir Landsrétti og Hæstarétti og verðandi formanni stjórnar dómstólasýslunnar Sigurði Tómasi Magnússyni. Að því loknu verður ytra skipuritið gefið út og birt m.a. á vef dómstólasýslunnar og í öðru kynningarefni á vegum stofnunarinnar. 


3. Ársreikningar 2019.
Fyrir liggja drög að ársreikningi héraðsdómstólanna 06210 fyrir árið 2019 og drög að ársreikningi dómstólasýslunnar 06220.

Rekstur héraðsdómstólanna árið 2018 skilaði um 27 m.kr. rekstrarafgangi sem skýrðist fyrst og fremst af ónýttum fjárheimildum vegna skjalaátaks héraðsdómstólanna. Hluti rekstrarafgangs fékkst fluttur milli ára samkvæmt ákvörðun fjármálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins. Rekstur héraðsdómstólanna á árinu 2019 er umfram heimildir innan ársins sem nemur um 27 m.kr. sem skýrist að mestu leyti af húsnæðis- og launalið héraðsdómstólanna. Stjórn dómstólasýslunnar skiptir á milli héraðsdómstólanna fé sem skal þeim veitt í einu lagi með fjárlögum sbr. 2. mgr. 7. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016. Dómstjóri hvers héraðsdómstóls fer á eigin ábyrgð með fé sem dómstólasýslan leggur dómstólnum í hendur sbr. 4. mgr. 31. gr. laga um dómstóla. Dómstjórar héraðsdómstólanna eru forstöðumenn sinnar stofnunar og bera ábyrgð á rekstri þeirra sbr. 3. mgr. 27.  gr. laga nr. 123/2015 um lög um opinber fjármál.  Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar er ekki forstöðumaður héraðsdómstólanna og getur því ekki áritað eða staðfest ársreikning héraðsdómstólanna og borið ábyrgð á að rekstur þeirra sé innan fjárheimilda  og að eignaskrá sé rétt haldin og hefur vakið athygli dómsmálaráðuneytis og Fjársýslu ríkisins þar á.

Við afgreiðslu fjárlaga 2019 var í samráði við fjármálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins ákveðið að færa rekstarafgang dómstólasýslunnar á árinu 2018 fjárhæð 20 m.kr. í varasjóð héraðsdómstólanna. Rekstur dómstólasýslunnar á árinu 2019 fór 8 m.kr. fram úr fjárheimildum ársins sem skýrist fyrst og fremst af því að kostnaður við innleiðingu tölvu- og málaskrárkerfis héraðsdómstólanna var meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Stjórn dómstólasýslunnar gerir alvarlegar athugasemdir við það að dómstjórar héraðsdómstólanna  fari fram úr þeim heimildum sem þeim eru veittar í fjárlögum. Ef  rekstur dómstóls stefnir í framúrkeyrslu þarf forstöðumaður að upplýsa stjórn dómstólasýslunnar  þar um og veita viðeigandi skýringar. 
Samþykkt að formaður og framkvæmdastjóri fundi með þeim dómstjórum sem hafa farið fram úr fjárheimildum og leiti frekari skýringa og leggi áherslu á framangreint. 

4. Bréf dómsmálaráðuneytisins vegna skýrslu Þjóðskjalasafns Íslands um skjalvörslu og skjalastjórn ríkisins 2020. 

Fyrir liggur bréf dómsmálaráðuneytisins þar sem vakin er athygli dómstólasýslunnar á því að ekki hafi borist svör frá fjórum héraðsdómstólum af átta við eftirlitskönnun Þjóðskjalasafns Íslands. Könnunin var send til allra forstöðumanna þeirra stofnana ríkisins sem er skylt að varðveita skjöl í starfsemi sinni og afhenda Þjóðskjalasafninu en forstöðumenn bera ábyrgð á skjalavörslu og skjalastjórn viðkomandi aðila skv. 2. mgr. 22. gr. laga um opinber skjalasöfn.

Stjórn dómstólasýslunnar vill árétta það sem áður hefur verið rætt m.a. á fundum með dómstjórum héraðsdómstólanna að þeir bera ábyrgð skjalasöfnum sinnar stofnunar og að farið sé að lögum við vistun og frágang þeirra gagna sem þar myndast. 

5. Reglur dómstólasýslunnar nr. 3/2020 um þóknun til umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum við fjárhagslega endurskipulagningu. 

Samkvæmt 19. gr. laga nr. 57/2020 um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar á umsjónarmaður með nauðasamningsumleitunum rétt á þóknun fyrir störf sín úr hendi skuldarans og skal hún ákveðin sem tímagjald eftir reglum sem dómstólasýslan setur.

Fyrirliggjandi drög að reglum nr. 3/2020 um þóknun til umsjónarmanns með nauðasamningsumleitunum samþykkt með áorðnum breytingum. 

6. Markmið kjarasamninga um bætta vinnustaðamenningu og betri nýtingu vinnutíma.

Dómsmálaráðuneytið leiðir vinnu við útfærslu kjarasamninga um bætta vinnustaðamenningu og betri nýtingu vinnutíma og hafa forstöðumenn stofnana ráðuneytisins, þar með talið forstöðumenn dómstólanna fengið sendar upplýsingar þar um. Áður en til styttingu vinnuviku kemur þarf að bera skipulagið undir atkvæði starfsmanna ásamt því að dómsmálaráðuneytið þarf að samþykkja útfærsluna til þess að tryggja að þjónusta og starfsemi raskist ekki og að breytingarnar séu í samræmi við vilja og stefnu ráðuneytisins. Samkvæmt leiðbeiningum ráðuneytisins liggur fyrir að á þeim vinnustöðum þar sem matar-og kaffitími er tekinn styttist vinnudagurinn um 13 mín. 

Samþykkt að framkvæmdastjóri sendi forstöðumönnum dómstólanna fyrirliggjandi leiðbeiningar ráðuneytisins og kalli eftir útfærslu dómstólanna varðandi mögulegt fyrirkomulag þannig að markmið kjarasamninga um bætta vinnustaðamenningu og betri nýtingu vinnutíma verði náð.

7. Önnur mál.
Formaður sagði frá úrskurði kærunefnd jafnréttismála þar sem fram kemur að dómstólasýslan var ekki brotleg við jafnréttislög við ráðningu starfsmanns. 
Formaður og framkvæmdastjóri fundaði með dómsmálaráðherra 23. júní sl. þar sem m.a. var rætt um leyfi dómara við Landsrétt, mögulega sameiningu dómstóla, persónuvernd og birtingu dóma og myndatökur í og við dómhús. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 20. ágúst 2020 kl.15:00.
Fundi slitið kl.12:15 


Benedikt Bogason
Arnaldur Hjartarson
Kristín Haraldsdóttir
Bergþóra Kristín Benediktsdóttir



 

2019

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

1. fundur, 16. janúar 2019

 

Árið 2019, miðvikudaginn 16. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu, Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisar Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:10.

 

Fundarefni:

 

  1. Fundargerð 19. fundar 2018.

     

    Fundargerðin var samþykkt.

     

  2. Málatölur 2018 og ársskýrsla.

     

    Fram voru lagðar málatölur héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar á árinu 2018. Formaður gerði nánari grein fyrir málatölum dómstólanna en fækkun þingfestra munnlegra fluttra einkamála við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári vakti einkum athygli ásamt því að við Héraðsdóm Reykjaness voru kveðnir upp fleiri gæsluvarðhaldsúrskurðir á árinu en við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þingfest munnleg flutt einkamál við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári voru samtals 585 samanborið við 712 á árinu 2017. Þá var einnig fækkun ákærumála við dómstólinn eða úr 679 á árinu 2017 í 602 á árinu 2018. Á sama tíma varð fjölgun ákærumála við Héraðsdóm Reykjaness, ákærumál voru 433 á árinu 2017 en 514 á árinu 2018. Rannsóknarúrskurðir við Héraðsdóm Reykjaness voru 653 á árinu 2018, þar af 227 gæsluvarðhaldsúrskurðir, en rannsóknarúrskurðir voru 648 við Héraðsdóm Reykjavíkur, þar af 213 gæsluvarðhaldsúrskurðir. Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru 25 dómarar en 8 dómarar við Héraðsdóm Reykjaness.

     

    Samþykkt var að fela formanni og framkvæmdastjóra að eiga fund með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness til þess að ræða málatölur liðins árs og fjölda stöðugilda við dómstólana, sbr. 3.mgr. 7.gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla.

    Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.

     

    Formaður sagði frá því að vinna væri hafin við ársskýrslu dómstólasýslunnar, héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar fyrir árið 2018 og stefnt sé að útgáfu hennar í marsmánuði.

     

  3. Námskeið fyrir dómkvadda matsmenn 15. og 16. janúar 2019.

    Framkvæmdastjóri sagði frá námskeiði dómstólasýslunnar og Lögmannafélags Íslands fyrir dómkvadda matsmenn sem haldið var daga 15. og 16. janúar 2019. Á námskeiðinu, sem um 30 manns sóttu, var farið m.a. yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu til skila á matsgerð og/eða mætingu fyrir dóm. Við lok námskeiðsins var farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari og aðstoðarmaður dómara upplýstu nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.

     

  4. Málþing um réttaröryggi fatlaðs fólks 17. janúar 2019.

    Framkvæmdastjóri sagði frá málþingi dómstólasýslunnar, réttindavaktar félagsmálaráðuneytisins og mennta- og þróunarseturs lögreglunnar en um eitthundrað manns voru skráðir til þátttöku. Framsögu á málþinginu munu hafa Elís Kjartansson rannsóknarlögreglumaður, Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Kristin Booth Glenn fyrrverandi dómari í New York, Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, Phil Moris, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Manchester og Svavar Kjarval laganemi.

     

  5. Heimsókn Hæstaréttar Íslands til dómstólasýslunnar.

    Formaður sagði frá fyrirhugaðri heimsókn Hæstaréttar Íslands til dómstólasýslunnar í byrjun febrúarmánaðar. Samþykkt að bjóða sömuleiðis Landsrétti til heimsóknar til dómstólasýslunnar.

     

  6. Önnur mál.

    Íris Elma Guðmann, sem kjörin var af starfsmönnum dómstóla í stjórn dómstólasýslunnar, hefur verið ráðin til starfa hjá dómstólasýslunni og fékk samhliða því lausn frá setu í stjórn dómstólasýslunnar. Varamaður hennar, Erna Björt Árnadóttir, dómritari við Héraðsdóm Reykjaness, tekur sæti hennar þar til kjör nýs aðalsmanns er yfirstaðið. Samþykkt að boða til rafrænnar kosningar um nýjan aðalmann í stjórn dómstólasýslunnar sem fyrst.

 

Formaður vakti athygli á því að frumvarp um birtingu dóma er ekki lengur að finna á frumvarpslista dómsmálaráðuneytisins. Því er mikilvægt að dómstólasýslan hugi að samræmingu reglna um birtingu dóma á öllum dómstigum. Samþykkt að dómstólasýslan vinni drög að reglum um samræmda birtingu dóma á öllum dómstigum og fái í kjölfarið fulltrúa frá öllum dómstigum að málinu.

 

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur stjórnar ákveðinn 29. janúar 2019 kl. 15:00.

Fundi slitið kl. 13:30.

 

 Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir             

Halldór Björnsson                  

Kristín Haraldsdóttir                                                    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

1. fundur, 16. janúar 2019

 

Árið 2019, miðvikudaginn 16. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu, Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisar Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:10.

 

Fundarefni:

 

  1. Fundargerð 19. fundar 2018.

     

    Fundargerðin var samþykkt.

     

  2. Málatölur 2018 og ársskýrsla.

     

    Fram voru lagðar málatölur héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar á árinu 2018. Formaður gerði nánari grein fyrir málatölum dómstólanna en fækkun þingfestra munnlegra fluttra einkamála við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári vakti einkum athygli ásamt því að við Héraðsdóm Reykjaness voru kveðnir upp fleiri gæsluvarðhaldsúrskurðir á árinu en við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þingfest munnleg flutt einkamál við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári voru samtals 585 samanborið við 712 á árinu 2017. Þá var einnig fækkun ákærumála við dómstólinn eða úr 679 á árinu 2017 í 602 á árinu 2018. Á sama tíma varð fjölgun ákærumála við Héraðsdóm Reykjaness, ákærumál voru 433 á árinu 2017 en 514 á árinu 2018. Rannsóknarúrskurðir við Héraðsdóm Reykjaness voru 653 á árinu 2018, þar af 227 gæsluvarðhaldsúrskurðir, en rannsóknarúrskurðir voru 648 við Héraðsdóm Reykjavíkur, þar af 213 gæsluvarðhaldsúrskurðir. Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru 25 dómarar en 8 dómarar við Héraðsdóm Reykjaness.

     

    Samþykkt var að fela formanni og framkvæmdastjóra að eiga fund með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness til þess að ræða málatölur liðins árs og fjölda stöðugilda við dómstólana, sbr. 3.mgr. 7.gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla.

    Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.

     

    Formaður sagði frá því að vinna væri hafin við ársskýrslu dómstólasýslunnar, héraðsdómstólanna, Landsréttar og Hæstaréttar fyrir árið 2018 og stefnt sé að útgáfu hennar í marsmánuði.

     

  3. Námskeið fyrir dómkvadda matsmenn 15. og 16. janúar 2019.

    Framkvæmdastjóri sagði frá námskeiði dómstólasýslunnar og Lögmannafélags Íslands fyrir dómkvadda matsmenn sem haldið var daga 15. og 16. janúar 2019. Á námskeiðinu, sem um 30 manns sóttu, var farið m.a. yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dómkvaðningu til skila á matsgerð og/eða mætingu fyrir dóm. Við lok námskeiðsins var farið í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem héraðsdómari og aðstoðarmaður dómara upplýstu nánar um samskipti dómkvaddra matsmanna við dómstólana.

     

  4. Málþing um réttaröryggi fatlaðs fólks 17. janúar 2019.

    Framkvæmdastjóri sagði frá málþingi dómstólasýslunnar, réttindavaktar félagsmálaráðuneytisins og mennta- og þróunarseturs lögreglunnar en um eitthundrað manns voru skráðir til þátttöku. Framsögu á málþinginu munu hafa Elís Kjartansson rannsóknarlögreglumaður, Jón Þorsteinn Sigurðsson réttindagæslumaður, Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari, Kristin Booth Glenn fyrrverandi dómari í New York, Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, Phil Moris, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður í Manchester og Svavar Kjarval laganemi.

     

  5. Heimsókn Hæstaréttar Íslands til dómstólasýslunnar.

    Formaður sagði frá fyrirhugaðri heimsókn Hæstaréttar Íslands til dómstólasýslunnar í byrjun febrúarmánaðar. Samþykkt að bjóða sömuleiðis Landsrétti til heimsóknar til dómstólasýslunnar.

     

  6. Önnur mál.

    Íris Elma Guðmann, sem kjörin var af starfsmönnum dómstóla í stjórn dómstólasýslunnar, hefur verið ráðin til starfa hjá dómstólasýslunni og fékk samhliða því lausn frá setu í stjórn dómstólasýslunnar. Varamaður hennar, Erna Björt Árnadóttir, dómritari við Héraðsdóm Reykjaness, tekur sæti hennar þar til kjör nýs aðalsmanns er yfirstaðið. Samþykkt að boða til rafrænnar kosningar um nýjan aðalmann í stjórn dómstólasýslunnar sem fyrst.

 

Formaður vakti athygli á því að frumvarp um birtingu dóma er ekki lengur að finna á frumvarpslista dómsmálaráðuneytisins. Því er mikilvægt að dómstólasýslan hugi að samræmingu reglna um birtingu dóma á öllum dómstigum. Samþykkt að dómstólasýslan vinni drög að reglum um samræmda birtingu dóma á öllum dómstigum og fái í kjölfarið fulltrúa frá öllum dómstigum að málinu.

 

Fleiri mál voru ekki rædd.

Næsti fundur stjórnar ákveðinn 29. janúar 2019 kl. 15:00.

Fundi slitið kl. 13:30.

 

 Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir             

Halldór Björnsson                  

Kristín Haraldsdóttir                                                    

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

10. fundur, 28. ágúst 2019

Árið 2019, miðvikudaginn 28. ágúst, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason,  Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Bergþóra Benediktsdóttir og Ólöf Finnsdóttir auk Halldórs Björnssonar sem tók þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Íris Elma Guðmann ritaði fundargerð.  
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.

 

 Fundarefni:



1. Fundargerð 9. fundar 2019.
Fundargerðin var samþykkt.

2. Þjónustukönnun Gallup 2019.
Matthías Þorvaldsson sérfræðingur hjá Gallup mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar dómstólasýslunnar sem tók til dómstiganna þriggja. Markmið könnunarinnar var m.a. að kanna ánægju með ýmsa þjónustuþætti í starfi dómstólanna og traust til dómstólanna að mati lögmanna og ákærenda. Könnunin fór fram dagana 25. júní til 10. júlí 2019 og var þátttökuhlutall 32,9%.  Í opnum svörum komu fram margþættar ábendingar um ýmislegt sem betur má fara hjá dómstólunum en einkum voru áberandi athugasemdir er varða vefsíður héraðsdómstólanna og Landsréttar. 

Helstu niðurstöður verða kynntar starfsmönnum á dómstólagdeginum 6. september nk. ásamt því að úrdráttur könnunarinnar verður birtur á vef dómstólasýslunnar. Þá var samþykkt að ráðast í frekari greiningu á þeim athugasemdum sem fram komu og í kjölfarið að leitað verði leiða til þess að koma til móts við þær eins og frekast er unnt. 
Matthías Þorvarvaldsson vék af fundi kl. 15:50.

3. Leyfi Landsréttardómara frá störfum.
Í kjölfar samþykktar fundar stjórnar dómstólasýslunnar 24. júní 2019 var boðað til fundar með þeim fjórum dómurum Landsréttar sem ekki hafa verið við störf frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu var kveðinn upp. Með bréfi dags. 7. júlí sl. óskaði Jón Finnbjörnsson, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum við Landsrétt allt til 31. desember 2019 og samþykkti stjórn umsóknina með vísan til 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla. Sigríður Ingvarsdóttir var sett í embætti Landsréttardómara vegna leyfis Jóns Finnbjörnssonar frá og með 15. ágúst 2019 til og með 31. desember 2019. Með bréfi dags.  23. júlí 2019 óskaði Ásmundur Helgason, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum allt til 31. desember 2019. Umsókn hans um leyfi var samþykkt milli fundar stjórnar með vísan til 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla. Umsóknin er lögð fram á fundi stjórnar nú til staðfestingar. Arngrímur Ísberg var settur í embætti Landsréttardómara vegna leyfis Ásmundar Helgasonar frá og með 20. ágúst 2019 til og með 31. desember 2019. Þá hefur Eggert Óskarsson verið settur sem dómari við Landsrétt frá og með 1. september 2019 til og með 29. febrúar 2020 vegna námleyfis Ingveldar Einarsdóttur. Rétturinn verður því skipaður 13 dómurum nú í haustbyrjun og fram til áramóta a.m.k. 

 
4. Málatölur fyrstu sex mánuði ársins 2019.
Íris Elma Guðmann gerði nánari grein fyrir málatölum dómstólanna fyrstu sex mánuði ársins, bæði að því er varðar fjölda innkominna mála og afgreiddra mála. Samanburður við liðin ár sýnir fækkun á þingfestingu munnlega fluttra einkamála við héraðsdómstólana.

5. Drög að reglum um birtingu dóma lögð fram til kynningar.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.
Málinu var frestað og ákveðið að bera drögin undir skrifstofustjóra Hæstaréttar og Landsréttar og dómstjóra héraðsdómstólanna til frekari skoðunar.

6. Drög að reglum um skipun skiptastjóra.
Formaður gerði grein fyrir því að drög að reglum um skipun skiptastjóra hafa verið kynntar dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur ásamt því að hafa verið ræddar á fundi með formanni og framkvæmdastjóra LMFÍ 26. ágúst 2019. 

Reglurnar eru samþykktar með áorðnum breytingar og verða birtar á vef dómstólasýslunnar sem reglur dómstólasýslunnar nr. 2/2019. 

7. Skipun dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands eystra.
Halldór Björnsson gerði grein fyrir því að hann og Erlingur Sigtryggsson hefðu komist að samkomulagi um að Erlingur léti af embætti dómstjóra frá og með 31. ágúst nk. og að Halldór Björnsson tæki við. 

Með vísan til 1. mgr. 31. gr. laga um dómstóla skipar dómstólasýslan Halldór Björnsson dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands eystra frá og með 1. september nk. til næstu fimm ára. 


8. Önnur mál.
-      Frestun á námsleyfi. Fyrir liggja upplýsingar frá dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur um mikilvægi þess að töku námsleyfis Barböru Björnsdóttur verði frestað þannig að það hefjist 1. október nk. en ekki 1. september eins og til stóð. Ástæðuna má rekja til þess að Barbara mun fá úthlutað sakamáli frá Arngrími Ísberg sem er í leyfi frá störfum sem héraðsdómari og hefur verið settur til starfa við Landsrétt. Samþykkt.
- Ráðningar í störf hjá dómstólasýslunni. Framkvæmdastjóri sagði frá því að Sif Sigfúsdóttir hefur verið ráðin í starf fræðslu- og upplýsingastjóra og Edda Laufey Laxdal í starf lögfræðings hjá dómstólasýslunni.
- Dagskrá dómstóladagsins 6. september nk. Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir fyrirhuguðum starfsdegi dómstólasýslunnar en starfshópur skipaður þeim: Ástráði Haraldssyni,  Bergþóru Kr. Benediktsdóttur,  Höllu Jónsdóttur, Birni L. Bergssyni, Eyrúnu Ingadóttur, Íris Elmu Guðmann, Lilju Björk Sigurjónsdóttur og Snædísi Ósk Sigurjónsdóttur á veg og vanda að undirbúning dagsins. Stjórn dómstólasýslunnar  þakkaði undirbúningshópnum fyrir vel unnin störf. 
- Lagt fram bréf dómstjóra Héraðsdóms Reykjavíkur dags. 26. ágúst 2019 þar sem gerð er grein fyrir veikindaleyfum dómara og fyrirhuguðum námsleyfum dómara.
Samþykkt að Pétur Dam Leifsson sinni eingöngu störfum við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. september 2019 til 30. júní 2020, þó þannig að hann sinni áfram tilfallandi verkefnum að beiðni dómstólasýslunnar. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn mánudaginn 9. september 2019 kl. 15:30.
Fundi slitið kl. 17:30.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

11. fundur, 9. september 2019

 

Árið 2019, mánudaginn 9. september, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Arnaldur Hjartarson,  Davíð Þór Björgvinsson, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Íris Elmu Guðmann verkefnastjóra sem ritaði fundargerð. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:45.

                                                                                            Fundarefni:


1. Fundargerð 10. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Mannréttindadómstóll Evrópu, niðurstaða yfirdeildar

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Í kjölfarið var neðangreind bókun samþykkt með fjórum atkvæðum en einn sat hjá.

Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars 2019 var komist að þeirri niðurstöðu að skipun tiltekins dómara við Landsrétt hafi falið í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Eftir að dómurinn féll hafa fjórir dómara ekki gegnt dómstörfum við réttinn. Af þeim sökum hefur óafgreiddum málum við réttinn fjölgað og málsmeðferðartími lengst, en um það vísast til upplýsinga frá Landsrétti. 

Á fundi dómstólasýslunnar 15. mars 2019 fór dómstólasýslan þess á leit við dómsmálaráðuneytið að það hlutaðist til um lagabreytingu þannig að heimilt yrði að fjölga dómurum við Landsrétt. Frumvarp þess efnis var ekki flutt á Alþingi nú í vor. 
Vegna fyrirsjáanlegs dráttar á málsmeðferð fól dómstólasýslan formanni stjórnar og framkvæmdastjóra með bókun 24. júní sl. að kanna hvort þeir fjórir dómarar við Landsrétt sem um ræðir væru reiðubúnir til þess að fara í launað leyfi til áramóta. Tveir þeirra féllust á það og hafa verið settir dómarar við réttinn í þeirra stað. 

Nú liggur fyrir sú ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu að málinu verði vísað til yfirdeildar dómsins. Fyrirsjáanlega mun sú málsmeðferð taka allt að tveimur árum. Mjög brýnt er að brugðist verði við svo Landsréttur geti með viðunandi hætti sinnt hlutverki sínu. Með tilliti til þessa áréttar dómstólasýslan mikilvægi þess að verði fjölgað dómurum við réttinn með sólarlagsákvæði í samræmi við fyrri tillögu dómstólasýslunnar. Felur stjórn dómstólasýslunnar formanni og framkvæmdastjóra að taka upp viðræður við ráðuneytið um þetta.

3. Bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 29. ágúst 2019 og 4. september 2019 tilnefning aðalmanns og varamanns í enduruppökunefnd.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. Fyrir liggur að fallist hefur verið á Ingibjargar Benediktsdóttur, um lausn frá skipun sem aðalmaður í endurupptökunefnd og beiðni Eiríks Jónssonar, um lausn um skipun sem varamaður í endurupptökunefnd, frá og með 17. maí 2019 til og með 25. maí 2025. 

Samþykkt að tilnefna þau Hrefnu Friðriksdóttur og Eggert Óskarsson sem aðalmann í endurupptökunefnd og þau Valgerði Sólnes og Guðmundur Sigurðsson sem varamenn. 

4. Önnur mál
- Dómstóladagurinn 6. september 2019.  Stjórn dómstólasýslunnar lýsti ánægju sinni með vel heppnaðan dag og vildi þakka framkvæmdastjóra og undirbúningsnefnd fyrir vinnu þeirra. Arnaldur Hjartarson fagnar því að á Dómstóladeginum hafi öryggismál dómstólanna verið til umræðu og vill koma því framfæri að vilji hans og vonir standi til þess að dómstólasýslan beri gæfu til að nýta sóknarfæri til umbóta á því sviði dómskerfisins. 

Samþykkt að næsti dómstóladagur verður haldinn 4. september 2020.


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn mánudaginn 23. september 2019 kl. 13:00. 
Fundi slitið kl. 16.40.

 


Benedikt Bogason
Davíð Þór Björgvinsson
Arnaldur Hjartarson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

12. fundur, 23. september 2019

Árið 2019, mánudaginn 23. september, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Kristín Haraldsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra, Eddu Laufeyju Laxdal lögfræðingi, Íris Elmu Guðmann verkefnastjóra, Sif Sigfúsdóttir fræðslu- og kynningarstjóra, og Elínu Sigurðardóttur upplýsingafræðings sem ritaði fundargerð. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 13:00.


                                                                                                    Fundarefni:

1. Fundur með dómstjórum héraðsdómstólanna:
Fundinn sátu: Bergþóra Ingólfsdóttir, Hjörtur O. Aðalsteinsson, Ingibjörg L. Stefánsdóttir, Jón Höskuldsson, Símon Sigvaldason, Halla Jónsdóttir, Halldór Björnsson auk Ásgeirs Magnússonar, Halldórs Halldórssonar og Ólafs Ólafssonar sem tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. 

Fundarefni:
a. Rekstrarstaða og rekstraráætlun héraðsdómstólanna 2020. Stefnumiðuð áætlun sbr. 31. gr. laga um opinber fjármál. 

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir útkomuspá ársins 2019 og fjárheimildum komandi árs. 

b. Greining á málatölum fyrir fyrri hluta árs 2019.

Íris Elma Guðmann fór yfir fjölda innkominna og afgreiddra mála hjá héraðsdómstólunum og kynnti vinnslu tölfræðiupplýsinga úr Gopro foris.
 
c. Kynning á niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup.

Framkvæmdastjóri sagði frá fyrirhugaðri vinnu við greiningu og í kjölfarið úrbótum vegna  athugasemda varðandi ýmsa þætti í þjónustu dómstólanna sem fram kom í þjónustukönnun Gallup meðal lögmanna og ákærenda. 

d. Ritun skýrslna í áfrýjuðum málum – verklag og forgangsröðun innan héraðsdómstólanna.
Símon Sigvaldason sagði frá breyttu verklagi við Héraðsdóm Reykjavíkur við ritun skýrslna. 

e. Kynning á verklagsreglum um rafrænt kæruferli milli héraðs og Landsréttar.
Íris Elma Guðmann sagði frá verklagi við rafræna sendingu kærumála frá héraði til Landsréttar.

f. Uppsetning á sjónvörpum/skjám í héraðsdómstólunum.
Íris Elma Guðmann gerði grein fyrir fyrirhugaðri uppsetningu á skjám og sjónvörpum hjá héraðsdómstólunum á næstunni. 

g. Auður – þjálfun framundan o.fl. 
Íris Elma Guðmann og Elín Sigurðardóttir munu á næstu vikum heimsækja héraðsdómstólana og aðstoða og leiðbeina með notkun málaskrárkerfisins. 

h. Þarfagreining fyrir símenntun dómara og annarra starfsmanna. Stjórnendastefna ríkisins. 
Sif Sigfúsdóttir, fræðslu- og kynningastjóri, sagði frá þarfagreiningu fyrir fyrir námskeið og þjálfun dómara og annarra starfsmanna og sagði frá vinnu við nýja stjórnendastefnu ríkisins. 

i. Drög að reglum um birtingu dóma.
Benedikt Bogason lagði fram til kynningar drög að reglum um birtingu dóma.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti sameiginlegi fundur með dómstjórum héraðsdómstólanna var ákveðinn 2. desember nk. kl. 13.00.
Fundi slitið kl. 15.00 og véku dómstjórar og starfsmenn dómstólanna af fundi.

2. Fundargerð 11. fundar 2019.
Fundargerðin var samþykkt.

3. Leyfi Landsréttardómara frá störfum.
Með bréfi dags. 12. september 2019 óskaði Ragnheiður Bragadóttir, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum til 31. desember 2019. Með bréfi dags. 18. september 2019 óskaði Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum til 31. desember 2019. 
Samþykkt að veita umbeðið leyfi frá störfum til 31.desember 2019, með vísan til 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016.

4. Skipun dómstjóra við Héraðsdóm Reykjaness.
Með bréfi Gunnars Aðalsteinssonar, dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, dags. 12. september 2019 var tilkynnt um kjör Jóns Höskuldssonar sem dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness frá 13. nóvember 2019 að telja.
Samþykkt að skipa Jón Höskuldsson sem dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness frá 13. nóvember 2019. 

5. Önnur mál. 
Framkvæmdastjóri sagði frá því að á liðnum mánuðum hefði verið unnið við að svara könnun CEPEJ (European Commission for the Efficiency of Justice)  um ýmis gæðamál dómstólanna og annarra stofnana réttarvörslukerfisins sem birt verður á komandi ári. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn mánudaginn 14. október 2019 kl. 14:00. 
Fundi slitið kl. 16.40.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

13. fundur, 14. október 2019

Árið 2019, mánudaginn 14. október, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþór Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson,  Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Eddu Laufeyjar Laxdal lögfræðings, sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 14:00.

                                                                                                    Fundarefni:


1. Fundargerð 12 fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Rekstraráætlun dómstólanna og dómstólasýslunnar 2020 og útkomuspá 2019.

 
Framkvæmdastjóri sagði frá því að fyrirliggjandi drög að rekstraráætlunum dómstólanna og dómstólasýslunnar eigi að rúmast innan heimilda fjárlagafrumvarps 2020. Ýmsir annmarkar hafa komið í ljós við yfirfærslu launaforsenda og fjárheimilda úr Orra yfir í AKRA áætlanakerfi Fjársýslu ríkisins sem hafi tafið vinnu við útkomuspár ársins og áætlun komandi árs. 
Málinu er frestað og verður það tekið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar. 

3. Drög að reglum um birtingu dóma.

Fyrirliggjandi drög að reglum um birtingu dóma voru samþykkt og öðlast þær þegar gildi sem reglur dómstólasýslunnar nr. 3/2019. Samhliða gildistöku þeirra falla úr gildi reglur um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum héraðsdómstólanna nr. 3/2018.

4. Skipun héraðsdómara – starfsvettvangur héraðsdómara 1. mgr. 30. gr. laga um dómstóla. 

Fyrir liggur skipunarbréf Jónasar Jóhannssonar í embætti héraðsdómara frá og með 13. nóvember 2019 að telja. Dómstólasýslan hefur ákveðið að Jónas Jóhannsson mun gegna stöðu faranddómara en með fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness sbr. 1. mgr. 30. gr. laga um dómstóla. 

5. Launaákvörðun.

Lagt fram til kynningar bréf og greinargerð forseta Félagsdóms um ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar á þóknun dómara við Félagsdóm sbr. 16. gr. laga nr. 79/2019 um breytingu á ákvæðum 1. mgr. 66. gr. laga nr. 80/1038 um stéttarfélög og vinnudeilur. Málinu ver frestað og þess óskað að forseti félagsdóms verði boðaður til fundar stjórnar til þess að gera stjórn nánari grein fyrir málinu. 

 Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar vék af fundi kl. 14:45

[Rætt um laun framkvæmdastjóra dómstólasýslunnar]


6. Önnur mál.

 
Skipun setudómara í máli Héraðsdóms Reykjavíkur E-3223/2019. Samþykkt að fela Kristni Halldórssyni dómara við Héraðsdóm Reykjaness að fara með málið skv. 6. mgr. 33. laga um dómstóla nr. 50/2016.


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 14:00 
Fundi slitið kl. 15:27.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

14. fundur, 1. nóvember 2019

 

Árið 2019, föstudaginn 1. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson,  Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 14:15.


                                                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 13. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Rekstraráætlun dómstólanna og dómstólasýslunnar 2020 og útkomuspá 2019.
Stefnumiðuð áætlun til þriggja ára sbr. 31. gr. laga um opinber fjármál.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir málinu en þriggja ára stefnumiðuð áætlun er lögð fram til kynningar.

Samþykktar tillögur um ráðstöfun rekstrarafgangs á 06210 fjárlagalið héraðsdómstólanna og tillaga um að dómstólar verði einn málalfokkur. Þá tekur stjórn dómstólasýslunnar mikilvægi þess að rekstrarframlög verðir sérstaklega skoðuð í ljósi launahækkana dómara á árinu  2019 og 2020. Samþykkt að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi stjórnar.  
 

3. Jafnlaunastefna.
Framkvæmdastjóri sagði frá því að Landsréttur og Héraðsdómur Reykjavíkur vinna að undirbúning jafnlaunavottunar til samræmis við ákvæði laga nr. 56/2017 um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna g karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun). Það þýðir að þessir dómstólarnir munu koma sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir ákveðna málsmeðferð sem ætlað er að fyrirbyggja mismunun við ákvörðun launa vegna kyns. Stjórn dómstólasýslunnar leggur áherslu á að konum og körlum séu tryggð jöfn laun og kjör fyrir sömu og jafnverðmæt störf og að við launaákvarðanir sé starfsfólki ekki mismunaði í launum vegna ómálaefnalegra ástæðna og samþykkir því framlögð drög að jafnlaunastefnu.

4. Önnur mál.

-
Leyfi landsréttardómara frá störfum. 
Formaður gerði grein fyrir því að leyfi þeirra fjögurra dómara Landsréttar sem ekki hafa verið við störf frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu var kveðinn upp renna út um áramótin. Dómstólasýslan leggur áherslu á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við þeirri stöðu þannig að mögulegt verði að manna réttinn þannig að hann geti starfað á sem eðlilegustum afköstum.


-Lagt fram til kynningar bréf dómsmálaráðuneytisins 14. október 2019 þar sem óskað var tilnefningar í starfshóp sem ætlað er að vinna að þarfagreiningu og frummatsskýrslu fyrir húsnæði fyrir Landsrétt, Héraðsdóm Reykjavíkur, Héraðsdóm Reykjaness og Hæstarétt Íslands. Helgi I. Jónsson hæstaréttardómari hefur verið skipaður í hópinn. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 18. nóvember 2019 kl. 15.30. 
Fundi slitið kl. 15.30.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

15. fundur, 18. nóvember 2019

Árið 2019, mánudaginn 18. nóvember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson tók þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Kristín Haraldsdóttir boðaði forföll.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:30.


                                                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 14.  fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Ákvörðun þóknunar til dómara Félagsdóms sbr. 2. málsl. 1. mgr. 66. laga nr. 80/1938 með síðari breytingum.

Arnfríður Einarsdóttir, forseti félagsdóms og Ásmundur Helgason og Guðni Haraldsson fastir dómarar við félagsdóm mættu á fundinn kl. 15:30. Þau gerðu nánari grein fyrir störfum dómsins og fjölda og umfangi mála á liðnum árum ásamt þeim sjónarmiðum sem þau telja að eigi að leggja til grundvallar við ákvörðun launa þeirra. 

Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum og gögnum varðandi fjölda mála og afgreiðslu þeirra.

Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason og Guðni Haraldsson véku af fundi kl. 16:05.

3. Rekstraráætlun dómstólanna og dómstólasýslunnar 2020 og útkomuspá 2019.
Stefnumiðuð áætlun til þriggja ára sbr. 31. gr. laga um opinber fjármál.


Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir útkomuspá ársins 2019 og m.a. rekstrarafgangi dómstólasýslunnar sem einkum má rekja til þess að launakostnaður vegna sérfróðra meðdómsmanna er lægri en áætlað hafði verið fyrir. Enn er ekki komin nægjanleg reynsla á breytt fyrirkomulag og kostnað því samhliða að einn sérfróður meðdómsmaður er kallaður til í héraði í stað tveggja áður. Á móti kemur hins vegar að heimilt er að kveða til sérfróða meðdómsmenn í Landsrétti. Þá eru færri munnlega flutt einkamál í héraði en verið hefur ásamt því að Landsréttur hefur ekki verið full mannaður. Fáist heimild til þess að færa rekstrarafgang ársins 2018 á fjárlagalið héraðsdómstólanna fyrir árið 2019 verður rekstrarniðurstaða ársins hjá héraðsdómstólunum í jafnvægi. Sama á við um rekstur Landsréttar og Hæstaréttar. 

4. Leyfi landsréttardómara.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en fyrir liggja umsóknir um áframhaldandi leyfi Arnfríðar Einarsdóttur, Ásmundar Helgasonar, Jóns Finnbjörnssonar og Ragnheiðar Bragadóttur. 

Samþykkt að veita dómurum áframhaldandi leyfi til samræmis við umsóknir þeirra þar að lútandi. 

5. Önnur mál.

Verkefnastjóri gerði grein fyrir yfirstandandi öryggisúttekt af hálfu Syndis en vænta má skýrslu frá fyrirtækinu fljótlega. 

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn 2. desember 2019 kl. 12.30. 
Fundi slitið kl. 16:50

 

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

16. fundur, 2. desember 2019.

 

Árið 2019, mánudaginn 2. desember, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Kr. Benediktsdóttir, Halldór Björnsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Ólafar Finnsdóttur framkvæmdastjóra, Írisi Elmu Guðmann og Elínu Sigurðardóttur sem ritaði fundargerð. 

Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 12:30.

Á fundinn mættu dómstjórar héraðsdómstólanna þau Ásgeir Magnússon, Hjörtur O. Aðalsteinsson og Ingibjörg L. Stefánsdóttir dómritari, Jón Höskuldsson, Símon Sigvaldason og Halla Jónsdóttir mannauðs- og rekstrarstjóri. Þau Bergþóra Ingólfsdóttir og Halldór Halldórsson tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Ólafur Ólafsson er í námsleyfi. 



Fundarefni:


1. Upplýsingatæknimál, staða innleiðingar, skráning mála ofl.

Verkefnastjóri gerði grein fyrir stöðu innleiðingar á nýju upplýsingakerfi héraðsdómstólanna og sagði frá því að framundan er að setja upp skjái í dómsölum ásamt því að unnið er að gerð sjálfvirkra tölfræðiskráa úr kerfinu. Lögð var sérstök áhersla á mikilvægi réttar skráningar í kerfið sem er grundvöllur fyrir réttum málatölum. Skjalastjóri sagði frá stjórnsýsluhluta kerfisins sem verið er að ljúka við að setja upp og að sá hluti kerfisins verði fyrst tekinn í notkun við Héraðsdómi Reykjavíkur. 

2. Birting dóma, samræmdar reglur. Persónuvernd. 

Formaður sagði frá aðdraganda að samþykkt nýrra samræmdra reglna um birtingu dóma og úrskurðar á öllum dómstigum. Persónuverndarfulltrúi greindi frá tilviki þar sem misbrestur varð við birtingu dóms á netinu, en þrátt fyrir að umræddur dómur var nafnhreinsaður þá birtist hann þegar leitað var að nafni málsaðila í ítarleitinni á vef dómstólanna. Vakin var athygli á mikilvægi þess að farið sé eftir reglum dómstólasýslunnar um birtingu dóma á netinu og að ákveðnu verklagi sé fylgt verði misbrestur þar á. Áhersla var lögð á mikilvægi þess að tilkynna persónuverndarfulltrúa um alla misbresti sem verða við birtingu dóma og í kjölfarið metur persónuverndarfulltrúinn hvort misbresturinn flokkist undir öryggisbrest sem tilkynna skuli til Persónuverndar. 

3. Fjármálaáætlun 2021-2025 undirbúningur fyrir áætlunargerð.

Framkvæmdastjóri sagði frá því að undirbúningur fyrir fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 væri hafinn sem samkvæmt lögum um opinber fjármál skal leggja fram sem þingsályktunartillögu eigi síðar en 1. apríl 2020. Áætlunin mun byggja á fyrirliggjandi ríkisfjármálastefnu sem gildandi fjármálaáætlun 2020-2024 tekur mið af. Dómstjórar unnu frumdrög að áætlun næstu ára sem verða tekin til frekari skoðunar og vinnslu. 
Dómstjórar og aðrir gestir viku af fundi kl. 15:20 og fundur stjórnar hófst í kjölfarið. 


4. Fundargerð 15. fundar.

Fundargerðin var samþykkt. 


5. Reglur um námsleyfi (uppfærðar)

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og benti á að til skýringar hefði verið skeytt við nýrri málsgrein við 6. gr. reglnanna sem kveður á um að umsókn um greiðslu ferða- og dvalarkostnaðar skuli senda dómstólasýslunni að loknu námsleyfi á þar til gerðu eyðublaði til samþykktar og afgreiðslu. 

Samþykktar sem reglur nr. 4/2019 og öðlast reglurnar þegar gildi. Jafnramt falla úr gildi reglur nr. 16/2018 um námsleyfi dómara. 



6. Reglur um sektir og ökuréttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. (uppfærðar).

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og sagði frá því að reglurnar hafi verið uppfærðar til samræmis við viðurlagafjárhæðir í reglugerð nr. 288/2018 um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðalögum og reglum samkvæmt þeim. 

Samþykktar sem reglur nr. 5/2019 og öðlast reglurnar þegar gildi. Jafnframt falla úr gildir reglur nr. 13/2018 um sektir og ökuréttarsviptingu vegna aksturs undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 

7. Önnur mál.

Formaður sagði frá heimsókn Hæstaréttar til dómstólasýslunnar 29. nóvember sl. þar sem hlutverk og starfsemi dómstólasýslunnar var kynnt. 


Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn  14. janúar 2020 kl. 15:00.
Fundi slitið kl. 15:50.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
2. fundur, 29. janúar 2019

Árið 2019, þriðjudaginn 29. janúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Kristín Haraldsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Erna Björt Árnadóttir. auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:05.

Fundarefni:



1. Fundargerð 1. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

 

2. Umsögn dómstólasýslunnar um frumvarp til laga um breytingu á ákvæðum upplýsingalaga.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.
Dómstólasýslan gerir í megindráttum ekki athugasemdir við þær breytingar sem leiða af frumvarpinu og fela meðal annars í sér að upplýsingalög taki til dómstóla og dómstólasýslunnar með þeim takmörkunum sem nánar er mælt fyrir um í frumvarpinu og leiðir af reglum laganna. Í þeim takmörkunum felst meðal annars að lögin gilda ekki um gögn í vörslum dómstóla um meðferð einstakra dómsmála og endurrit úr dómabók og þingbók. Til viðbótar við þetta vill dómstólasýslan leggja til að gerðarbækur dómstólanna verði undanþegnar upplýsingarétti, enda standa ekki frekari rök til að þau gögn verði undirorpin upplýsingarétti en annað það sem talið er í 6. gr. laganna. Umsögn dómstólasýslunnar í þessa veru verið komið á framfæri við forsætisráðuneytið.

 

 

3. Upplýsingaöryggisstefna dómstólasýslunnar.

Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir tilgangi og markmiðum upplýsingaöryggisstefnu sem er m.a. að tryggja öryggi þeirra upplýsinga sem verða til, berast eða eru varðveitt hjá dómstólunum. Lögð er áhersla á að stefnan er bindandi fyrir alla starfsmenn dómstólanna sem og alla þjónustuaðila sem meðhöndla gögn og kerfi dómstólanna.
Stefnan er samþykkt og verður kynnt starfsmönnum og birt á vef dómstólasýslunnar.

 

4. Málatölur héraðsdómstólanna 2018.

Á fundi stjórnar dómstólasýslunnar 16. janúar sl. voru málatölur héraðsdómstólanna til umræðu. Fækkun þingfestra munnlegra fluttra einkamála við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári vakti einkum athygli ásamt því að við Héraðsdóm Reykjaness voru kveðnir upp fleiri gæsluvarðhaldsúrskurðir á árinu en við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þingfest munnleg flutt einkamál við Héraðsdóm Reykjavíkur á liðnu ári voru samtals 585 samanborið við 712 á árinu 2017. Þá var einnig fækkun ákærumála við dómstólinn eða úr 679 á árinu 2017 í 602 á árinu 2018. Á sama tíma varð fjölgun ákærumála við Héraðsdóm Reykjaness, ákærumál voru 433 á árinu 2017 en 514 á árinu 2018. Rannsóknarúrskurðir við Héraðsdóm Reykjaness voru 653 á árinu 2018, þar af 227 gæsluvarðhaldsúrskurðir, en rannsóknarúrskurðir voru 648 við Héraðsdóm Reykjavíkur, þar af 213 gæsluvarðhaldsúrskurðir. Við Héraðsdóm Reykjavíkur eru 24 dómarar en 8 dómarar við Héraðsdóm Reykjaness. Stjórn dómstólasýslunnar samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóra að eiga fund með dómstjórum Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness til þess að ræða málatölur liðins árs og fjölda stöðugilda við dómstólana, sbr. 3. mgr. 7. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla og leggja málið fyrir að nýju á næsta fundi. Áður hafði verið ákveðið að fela faranddómurum að vinna að sakamálum við dómstólinn ásamt því að Hjörtur O. Aðalsteinsson hefur fallist á að vinna að sakamálum til þess að létta álagið á dómstólnum.
Samþykkt í ljósi fyrirliggjandi málatalna með hliðsjón af 5. mgr. 30. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla að fela framkvæmdastjóra að bjóða dómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur sem áhuga kunna hafa á því að skipta um starfsvettvang að flytja starfsstöð sína tímabundið til Héraðsdóms Reykjaness. Tímasetning á væntanlegum flutningi liggur enn ekki fyrir og verður ákveðin í samráði við aðila. Lögð er áhersla á að um tímabundna ráðstöfun er að ræða sem sætir endurskoðun svo fljótt sem verða má. Ákveðið að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi.

5. Afrit bréfs Gunnars Aðalsteinssonar dómstjóra Héraðsdóms Reykjaness, dags. 21. janúar sl. til dómsmálaráðuneytisins.

Gunnar Aðalsteinsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, hefur vakið athygli dómsmálaráðuneytisins á því að honum bera að veita lausn frá störfum til samræmis við ákvæði 5. mgr. 52. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 en hann verður sjötugur 13. nóvember nk.

6. Önnur mál.

Formaður sagði frá fundi hans og framkvæmdastjóra með ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra fjármála og lagaskrifstofu þar sem framtíðarsýn ráðuneytisins um dómhús á stjórnarráðsreit voru m.a. til umræðu. Þá var einnig rætt um frumvarp um breytingu á ákvæðum laga um dómstóla um birtingu dóma og myndatökur í dómhúsum sem ráðuneytið hefur tekið af lista yfir frumvörp ríkissjórnar sem gert er ráð fyrir að verði afgreidd á vorþingi. Formaður lagði áherslu á mikilvægi þess að dómstólasýslunni verði fengið umboð til þess að setja samræmdar reglur um birtingu dóma á öllum dómstigum.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn þriðjudaginn 19. febrúar 2019 kl. 15.
Fundi slitið kl. 16.00.



Benedikt Bogason

Davíð Þór Björgvinsson
Halldór Björnsson
Erna Björt Árnadóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
3. fundur, 19. febrúar 2019

Árið 2019, þriðjudaginn 19. febrúar, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Kristín Haraldsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir og Bergþóra Benediktsdóttir. auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:20. Bergþóra Benediktsdóttir, nýkjörinn fulltrúa í stjórn dómstólasýslunnar, var boðin velkomin til starfa.

Fundarefni:

1. Fundargerð 2. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Héraðsdómur Reykjaness og Héraðsdómur Reykjavíkur. Samkomulag um flutning dómara.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.
Í samræmi við ákvörðun á síðasta fundi dómstólasýslunnar var öllum dómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur gefinn kostur á að færa starfsvettvang sinn til Héraðsdóms Reykjaness. Þar sem enginn dómari óskaði eftir því kemur í hlut dómstólasýslunnar að ákveða hvaða dómari verði færður til í starfi. Arnaldur Hjartarson hlaut síðast skipun í embætti við dóminn og hefur honum af þeim sökum verið kynnt að til standi að hann verði fyrir valinu. Af því tilefni hefur honum verið gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við dómstólasýsluna. Arnaldur hefur fyrir sitt leyti fallist á þetta þótt hann hefði frekar kosið að starfa áfram við Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómstólasýslan áréttar að um tímabundna ráðstöfun er að ræða og því verður Arnaldi gefinn kostur á að koma aftur til starfa við Héraðsdóm Reykjavíkur um leið og embætti dómara verður laust við dóminn.

Samþykkt.

3. Beiðni um setningu dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra.

Stjórn dómstólasýslunnar hefur samþykkt ósk Erlings Sigtryggssonar dómstjóra Héraðsdóms Norðurlands eystra um veikindaleyfi frá 11.febrúar sl. til 1. september nk. Þá ákvað stjórn dómstólasýslunnar á grundvelli 2.mgr. 35.gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla að fara þess á leit við dómsmálaráðuneytið að dómari verði settur í embættið frá 1. mars 2019 til 1. september 2019. Með vísan til 2. mgr. 31. gr. laga nr. 50/2016 um dómstóla gegnir Halldór Björnsson héraðsdómari við Héraðsdóm Norðurland eystra embætti dómstjóra á meðan veikindaleyfi stendur.

4. Til umsagnar frumvarp allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um breytingu á eml. og sml. (táknmálstúlkar).

Stjórn dómstólasýslunnar telur að þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu vera til bóta og gerir engar athugasemdir við efni þess.

5. Námsleyfi dómstjóra Héraðsdóms Austurlands frá 1. desember 2019.

Formaður vakti máls á væntanlegu námsleyfi dómstjóra Héraðsdóms Austurlands sem hefst 1. desember nk. og mikilvægi þess að hugað verði tímanlega að mönnun embættisins á meðan námsleyfi hans stendur.

6. Vefgátt réttarvörslukerfisins – staða verkefnisins.

Brynhildur Þorgeirsdóttir, sérfræðingur á fjármálaskrifstofu dómsmálaráðuneytisins mætti á fundinn kl. 15:45. Brynhildur sagði frá stöðu verkefnis ráðuneytisins um réttarvörslugátt en eitt meginmarkmiða verkefnisins er að gögn réttarvörslukerfisins verði aðgengileg rafrænt, þvert á stofnanir, með öruggum hætti. Brynhildur lagði áherslu á að samstarf þvert á stofnanir réttarvörslukerfisins er lykilatriði fyrir framvindu verkefnisins og sömuleiðis að að stofnanir haldi að sér höndum við að fara eigin leiðir á meðan verkefninu stendur. Leiðarljósið er aukin skilvirkni, öryggi gagna, aðgengi og rekjanleiki þeirra. Fjármagn hefur verið veitt til verkefnisins til næstu þriggja ára og áætlun um að því verði lokið fyrir þann tíma.
Brynhildur Þorgeirsdóttir vék af fundi kl. 16:10.

7. Önnur mál.

Áður ákveðinn fundur stjórnar með dómstjórum héraðsdómstólanna sem átti að halda 8. mars nk. er frestað til 15.mars nk. kl. 15:00.



Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn föstudaginn 15. mars 2019 kl. 14:00.
Fundi slitið kl. 16:25.




Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
4. fundur, 15. mars 2019

 

Árið 2019, föstudaginn 15. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Halldór Björnsson, Kristín Haraldsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir og Bergþóra Benediktsdóttir. auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisi Elmu Guðmann verkefnastjóra, sem ritaði fundargerð.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 14:00.

 

Fundarefni:

 

1. Fundargerð 3. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.


2. Landsréttur, dómur Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019. Viðbrögð dómstólasýslunnar.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og var það rætt ítarlega. Eftirfarandi bókun var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Hervarar Þorvaldsdóttur.

Eftir að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu féll 12. þessa mánaðar í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi (mál nr. 26374/18) hefur dómstólasýslan haft til meðferðar viðbrögð við dóminum. Í þeim efnum hefur formaður stjórnar dómstólasýslunnar og framkvæmdastjóri átt ítarlegar viðræður við fulltrúa dómsmálaráðuneytisins og nokkra af dómurum við Landsrétt, auk þess sem haft hefur verið samráð við réttarfarsnefnd. Að öllu þessu virtu fer dómstólasýslan þess á leit við ráðuneytið að það hlutist til um lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt. Þetta tekur mið af því að fjórir dómarar við réttinn geta að óbreyttu ekki tekið þátt í dómstörfum. Án þess að gripið verði til þessa úrræðis mun álagið við réttinn aukast verulega með tilheyrandi drætti á meðferð mála. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin um af Íslands hálfu að óska eftir að málinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins leggur dómstólasýslan jafnframt ríka áherslu á að áhrif slíks málsskots verði könnuð. Í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga þá óvissu sem Landsréttur hefur mátt búa við allt frá því að hann tók til starfa 1. janúar 2018. Einnig telur dómstólasýslan mikilvægt að traustum stoðum verði skotið undir Landsrétt, svo fljótt sem verða má, í stað þess að lagalegur grundvöllur hans verði áfram dreginn í efa. Dómstólasýslan er reiðubúin til samráðs og að veita alla aðstoð í þessu sambandi.


3. Fjármálaáætlun 2020-2024

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum að fjármálaáætlun sem byggir á ákvæðum laga nr. 123/2015 um opinber fjármál en ráðherra skal leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun til næstu fimm ára eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Í greinargerð með fjármálaáætlun skal kynna stefnumótun ráðherra fyrir einstök málefnasvið, þar á meðal dómstóla. Í áætlun skal gera grein fyrir helstu áherslum og markmiðum, þ.m.t. gæða- og þjónustumarkmiðum, greina frá nýtingu fjármuna og helstu áherslum um innkaup.

Fjármálaáætlun var samþykkt með áorðnum breytingum varðandi mælikvarða um málsmeðferðartíma í héraði og um traustmælingar. Framkvæmdastjóra var falið að gera ráðuneytinu grein fyrir þeim breytingum.


4. Fundur með dómstjórum héraðsdómstólanna.

Kl. 15 hófst fundur stjórnar dómstólasýslunnar með dómstjórum og öðrum stjórnendum héraðsdómstólanna en á fundinn mættu: Barbara Björnsdóttir, Gunnar Aðalasteinsson, Bergþóra Ingólfsdóttir, Halla Jónsdóttir og Jenný Jónsdóttir. Með aðstoð fjarfundarbúnaðar tóku þátt, Ásgeir Magnússon, Halldór Halldórsson og Ólafur Ólafsson. Elín Sigurðardóttir ritaði fundargerð.

Á fundinum var m.a. kynnt og farið yfir:

a) Stöðu á innleiðingaráætlun fyrir nýtt upplýsingakerfi héraðsdómstólanna og skjalamál o.fl.
b) Verkefnastjóri sagði frá því að innleiðing hefst við Héraðsdóm Suðurlands mánudaginn 25. mars nk. Þar næst verði kerfið sett upp hjá Héraðsdómi Vesturlands og Héraðsdómi Vestfjarða 13. maí nk. Við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Héraðsdóm Norðurlands vestra 20. maí nk. Við Héraðsdóm Reykjaness 3. júní nk. og loks Héraðsdóm Reykjavíkur 11. júní nk. ef allt gengur að óskum. Mikilvægur þáttur í innleiðingu á hinu nýja kerfi er þjálfun starfsmanna á hverjum dómstól fyrir sig en tilnefndir hafa verið sérstakir ,,ofurnotendur“ sem gegna lykilhlutverki í ferlinu, hver á sínum dómstól. Skjalastjóri sagði frá mikilvægi þess að samhliða innleiðingu á nýju upplýsingakerfi verði lögð áhersla á samræmda skráningu mála á öllum héraðsdómstólum og samræmdan frágang og vistun gagna. Endurnýjun tölvubúnaðar héraðsdómstólanna er að mestu yfirstaðin og dómstólarnir því betur í stakk búnir til þess að nýta upplýsingakerfið til fullnustu.

c) Nýting talgreinis við vinnslu dómsmála. Dómstólasýslan hefur kynnt sér notkun talgreinis hjá Alþingi en þar eru þingræður ritaðar og birtar beint á vef þingsins án þess að mannshöndin komi þar nærri. Unnið er að kostnaðarmati á mögulegri innleiðingu fyrir dómstólana en vænta má að mikið hagræði fylgi af nýtingu slíks búnaðar hjá dómstólunum.

d) Dómstóladagurinn. Stefnt er að sameiginlegum fræðsludegi allra dómstólanna 6. september nk. þar sem umfjöllunarefnið verður m.a. upplýsingatækni og öryggismál.

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 27. mars 2019 kl. 15:00.
Fundi slitið kl. 16:40.




Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
5. fundur, 27. mars 2019

 

Árið 2019, miðvikudaginn 27. mars, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Benediktsdóttir, Davíð Þór Björgvinsson og Halldór Björnsson, sem tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. Hervör Þorvaldsdóttir og Kristín Haraldsdóttir boðuðu forföll. Guðni Bergsson varamaður Kristínar Haraldsdóttir gat ekki tekið sæti á fundinum vegna annarra starfa.
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00.


Fundarefni:

1. Fundargerð 4. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.


2. Bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 19. mars 2019. Tilnefning aðal- og varamanns í endurupptökunefnd.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu og rætt um tilnefningu í endurupptökunefnd.
Málinu frestað til næsta fundar.

3. Ársskýrsla 2018 – drög til kynningar.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum að ársskýrslu dómstólasýslunnar og dómstólanna fyrir árið 2018 en það er eitt lögbundinna hlutverka dómstólasýslunnar að safna saman og birta upplýsingar um fjölda og afgreiðslu mála við dómstóla ásamt því að gefa út ársskýrslu. Tölfræðiupplýsingar sem birtar verða í skýrslunni eru unnar með aðstoð Hæstaréttar og Landsréttar. Tölfræðiupplýsingar héraðsdómstólanna eru birtar til samræmis við það sem áður hefur verið gert enda byggja þær á upplýsingum úr núverandi málaskrárkerfi þeirra. Ársskýrslan verður gefin út og birt á vef dómstólasýslunnar.

4. Landsréttur - staða mála.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en enn liggja ekki fyrir upplýsingar um viðbrögð stjórnarvalda við þeirri stöðu sem uppi er varðandi réttinn. Á fundinum var m.a. rætt um að fljótlega færu áhrif þess að fjóra dómara vantar við réttinn að segja til sín og hætta væri á að mál færu að safnast upp og möguleg viðbrögð við því.


5. Önnur mál.
- Rætt var um nýlega dóma sem kveðnir hafa verið upp annars vegar í Hæstarétti og Landsrétti varðandi sérfróða meðdómsmenn þar sem dómar voru ómerktir og vísað heim í hérað að nýju á grundvelli skipan dóms með tveimur sérfróðum meðdómsmönnum.
Samþykkt að fela dómstólasýslunni að vekja athygli á framangreindum dómum.

- Rætt var um opnun Barnahúss á Akureyri 1. apríl nk. sem hefur í för með sér mikla breytingu varðandi aðstöðu til skýrslutökur yfir börnum. Halldór Björnsson, starfandi dómstjóri við Héraðsdóm Norðurlands eystra, og stjórnarmaður dómstólasýslunnar mun flytja ávarp við opnunina og flytja kveðjur stjórnar dómstólasýslunnar.
-

Fleiri mál voru ekki rædd.
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 24. apríl 2019 kl. 15:00.
Fundi slitið kl. 16:25.


Benedikt Bogason

Davíð Þór Björgvinsson

Halldór Björnsson

Bergþóra Benediktsdóttir


D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
6. fundur, 24. apríl 2019 

Árið 2019, miðvikudaginn 24. apríl, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir og Barbara Björnsdóttir, sem tók þátt í fundinum í gegnum síma, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra og Írisar Elmu Guðmann sem ritaði fundargerð. Halldór Björnsson hafði boðað forföll. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:00. 


                                                                                         Fundarefni:

1. Fundargerð 5. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Traustmæling Gallup og drög að þjónustukönnun til umræðu.
Matthías Þorvaldsson, sérfræðingur hjá Gallup, mætti á fundinn kl. 15:05 og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar Gallup um traust til dómskerfisins, traust til Hæstaréttar Íslands, Landsréttar og héraðsdómstólanna. Könnunin fór fram á tímabilinu frá 16. janúar til 1. mars 2019 og var þátttökulutfall 53,7%. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins mældist 47%. Traust til Hæstaréttar mældist 56%, traust til Landsréttar mældist 49% og traust til héraðsdómstólanna mældist 49%. Könnun Gallup var endurtekinn í kjölfar uppkvaðningar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipan dómara við Landsrétt. Hlutfall þeirra sem ber mikið traust til dómskerfisins hélst óbreytt eða 47% en hlutfall þeirra sem bera mikið traust til Hæstaréttar fór úr 56% í 51%, hlutfall þeirra sem bera mikið traust til Landsréttar fór úr 49% í 40% en hlutfall þeirra sem bera mikið traust til héraðsdómstólanna hélst óbreytt.
Framkvæmdastjóri gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi drögum að þjónustukönnun Gallup fyrir dómstólasýsluna. 
Samþykkt að fá dómstjóra héraðsdómstólanna og skrifstofustjóra Hæstaréttar og Landsréttar til þess að rýna drögin og að því loknu leita aðstoðar LMFÍ og ákærendafélagsins til þess að leggja hana fyrir. Niðurstöður þjónustukönnunar verða kynntar stjórn þegar þær liggja fyrir. 

3. Bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 19. mars 2019. Tilnefning aðal - og varamanns í endurupptökunefnd.

Málinu var frestað á síðasta fundi stjórnar til þess að leita eftir afstöðu aðila til tilnefningar í endurupptökunefnd og var málið afgreitt af stjórn milli funda. Með bréfi dómstólasýslunnar 8. apríl sl. til dómsmálaráðuneytisins var tilkynnt um svohljóðandi tilnefningu dómstólasýslunnar. Aðalmenn: Ingibjörg Benediktsdóttir og Eggert Óskarsson. Varamenn: Hrefna Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson. 

Þannig staðfest.

4. Bréf Lögmannafélags Íslands, dags. 8. apríl 2019. Skipun skiptastjóra – leiðbeinandi reglur. 

Formaður gerði grein fyrri fyrirliggjandi bréfi stjórnar LMFÍ þar sem óskað er upplýsinga frá dómstólasýslunni um það hvort til staðar séu leiðbeinandi reglur um úthlutun skiptamála hjá héraðsdómstólunum. Ef slíkar reglur eru ekki til staðar kallar stjórn LMFÍ eftir afstöðu dómstólasýslunnar til þess hvort ekki sé fullt tilefni til að setja slíkar reglur.

Samþykkt að taka til skoðunar hvort taka eigi saman slíkar leiðbeinandi reglur á grundvelli 6. tl. 8. gr. laga um dómstóla og legga málið fyrir á sameiginlegum fundi stjórnar og dómstjórum héraðsdómstólanna sem fyrirhugaður er 27. maí nk. 


5. Kæra til nefndar um dómarstörf. Beiðni lögmanns um að afgreiðsla málsins verði tekin til frekari skoðunar.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en það var m.a. til umræðu á fundi stjórnar 19. desember sl. Á þeim fundi var samþykkt svohljóðandi bókun: ,, Stjórn dómstólasýslunnar telur ekki ástæðu til að bregðast við í tilefni af þeim skýringum sem núverandi dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness hefur gefið á birtingu dóms í fyrrgreindu máli sem fór fram áður en hann tók við embætti sínu sem dómstjóri. Með þessari afstöðu er dómstólasýslan ekki að fallast á þau sjónarmið um birtingu dóma sem fram koma í bréfi dómstjóra frá 1. júní 2018. Jafnframt tekur dómstólasýsluan fram að reglur um birtingu dóma eru til ítarlegra endurskoðunar.“ Í fyrirliggjandi tölvupósti lögmanns frá 1. mars sl. kemur m.a. fram að lögmaðurinn telur mikilvægt að málið verið skoðað betur enda varði það traust og trúverðugleika dómstólanna.

Svohljóðandi bókun var samþykkt: ,,Stjórn dómstólasýslunnar áréttar fyrri bókun sína frá fundi 19. desember sl. og gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu formanns og framkvæmdastjóra.“


6. Landsréttur. Staða mála í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars 2019. 

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. 

Málinu var frestað.


7. Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögum um meðferð eml. og sml. 

Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi frumvarpi en dómstólasýslunni hefur borist frumvarpið til umsagnar. 
Dómstólasýslan gerir ekki athugasemdir við frumvarpið en leggur þó til að bætt verði við ákvæði í niðurlagi 3. mgr. 39. gr. laga um dómstóla þess efnis að starfsmenn dómstóla geti ekki verið tilnefndir sem sérfróðir meðdómsmenn.  Tillagan tekur m.a. tillit til þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið af hálfu GRECO (ríkjahópur Evrópuráðsins um aðgerðri gegn spillingu) varðandi tilnefningu sérfróðra meðdómsmanna. Að baki tillögu dómstólasýslunnar býr að sjálfstæði meðdómsmanns er ekki nægjanlega tryggt ef hann er starfsmaður dómstóla og stendur þannig í starfstengslum við skipaða dómara. Einnig er þessi aðstaða til þess falinn að auka traust og tiltrú á dómskerfinu. 

8. Frumvarp forætisráðherra um breytingu á upplýsingalögum. (útvíkkun gildissviðs ofl.) 780. mál.

Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi frumvarpi en dómstólasýslunni hefur borist frumvarpið til umsagnar. 

Með bréfi dómstólasýslunnar dags. 30. janúar sl. til forsætisráðuneytisins kom fram að dómstólasýslan gerði í megindráttum ekki athugasemdir við þær breytingar sem leiða af frumvarpinu en dómstólasýslan vildi hins vegar leggja áherslu á að gerðabækur dómstólanna verði undanþegnar upplýsingarétti. Tekið hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda í fyrirliggjandi frumvarpi og gerir dómstólasýslan því engar athugasemdir við frumvarpið eins og það liggur fyrir.  


9. SEND á Íslandi dagana 8.-11. maí 2019.

Framkvæmdastjóri sagði frá fyrirhugaðri ráðstefnu um sönnunarmat sem haldið verður á vegum dómstólasýslunnar og stýrinefndar SEND á hótel Rangá dagana 8. -11. maí nk.  Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og fulltrúi í stýrinefnd SEND hefur borið hitann og þungan að undirbúningi ráðstefnunnar af Íslands hálfu. Þátttakendur eru um 60 talsins frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð.

10. Önnur mál.
-Lagt fram til kynningar bréf dómsmálaráðuneytisins dags. 12. apríl 2019 varðandi bréf réttindavaktar félagsmálaráðuneytisins um meint brot dómstóla á persónuverndarlögum gagnvart fötluðu fólki. 
-Með bréfi dómstólasýslunnar dags. 9. apríl sl. var dómurum við héraðsdómstólana boðið að skipta um starfsvettvang með vísan til 4.mgr. 30.gr. laga um dómstóla í ljósi þess að Gunnar Aðalsteinsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness, hefur fengið lausn frá embætti frá og með 13. nóvember 2019. Tveir héraðsdómarar óskuðu eftir flutningi en það voru þau Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari, faranddómari við Héraðsdóm Reykjaness og Bergþóra Ingólfsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Vestfjarða. Með bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 9. janúar 2018 var Bergþóra Ingólfsdóttir skipuð í embætti héraðsdómara með starfsstöð við Héraðsdóm Vestfjarða en sem sinnir störfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar og fullnægir því ekki skilyrðum 4. mgr. 30. gr. laga um dómstóla um að hafa starfað í þrjú ár við sama dómstól. 
Samþykkt beiðni Boga Hjálmtýssonar um að skipta um starfsvettvang þannig að hann gegni embætti dómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjaness frá og með 13. nóvember nk. er Gunnar Aðalsteinsson lætur af embætti. Samþykkt að óska eftir því við dómsmálaráðuneytið að embætti dómara með starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en að dómari sinni störfum við alla héraðsdómstóla verði auglýst laust til skipunar frá og með sama tíma. 
Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 22. maí 2019 kl. 15:00. 
Fundi slitið kl. 16:55.




Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir

 Barbara Björnsdóttir

Bergþóra Benediktsdóttir

 Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N
7. fundur, 22.maí 2019

 

Árið 2019, miðvikudaginn 22. maí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Halldór Björnsson sem tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:05. 


                                                                                    Fundarefni:

1. Fundargerð 6. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

2. Námsleyfi dómara – umsóknir fyrir vor- og haustmissiri 2020. Skýrslur vegna námsleyfa 2018. 

Formaður gerði nánari grein fyrir fyrirliggjandi umsóknum sem bárust frá þremur héraðsdómurum við Héraðsdóm Reykjavíkur og einum hæstaréttardómara. 
Námsleyfisumsóknirnar voru samþykktar.
Lagðar voru fram skýrslur dómara er luku námsleyfi á liðnu ári., sbr. 7. gr. reglna dómstólasýslunnar nr. 16/2018. 


3. Drög að starfsreglum stjórnar dómstólasýslunnar.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu. 

Afgreiðslu starfsreglnanna var frestað til næsta fundar. 


4. Stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar.
Formaður gerði nánari grein fyrir málinu en með bréfi ríkisendurskoðanda, dags. 26. febrúar 2019 var formanni tilkynnt um að ríkisendurskoðun hygðist hefja úttekt á stjórnsýslu dómstóla á grundvelli tillögu Alþingis þar um. Formaður og framkvæmdastjóri hafa fundað með ríkisendurskoðanda í kjölfarið og unnið er að svörun spurninga ríkisendurskoðanda af því tilefni. 

5. Starfsánægjukönnun SFR 2019.

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir helstu niðurstöðum könnunarinnar sem birt er á vef SFR. Að þessu sinni tóku Héraðsdómur Reykjavíkur, Héraðsdómur Reykjaness og Héraðsdómur Suðurlands þátt. 


6. Önnur mál. 
-Kjör aðalmanns í stjórn dómstólasýslunnar. Kynnt var niðurstaða kosningar héraðsdómara á  Halldóri Björnssyni, starfandi dómstjóra við Héraðsdóm Norðurlands eystra, sem aðalmanni í stjórn dómstólasýslunnar til næstu fimm ára. 
-Formaður sagði frá því að vænta megi niðurstöðu seinni hluta júnímánaðar hvort að beiðni íslenska stjórnvalda um að dómur Mannaréttindadómstóll Evrópu er varðar skipun í embætti dómara við Landsrétt verði tekin fyrir hjá yfirdeild dómstólsins. Hervör Þorvaldsdóttir sagði frá því að hún mun hlutast til um það að sett verði í embætti dómara við Landsrétti samhliða námsleyfi dómara við réttinn.



Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn mánudaginn 24. júní 2019 kl. 15:00. 
Fundi slitið kl. 16:15.





Benedikt Bogason

Hervör Þorvaldsdóttir

Halldór Björnsson

Bergþóra Benediktsdóttir

Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

8. fundur, 24. júní 2019

Árið 2019, miðvikudaginn 24. júní, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason, Bergþóra Benediktsdóttir, Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir og Halldór Björnsson sem tók þátt í fundinum með aðstoð fjarfundarbúnaðar, auk Ólafar Finnsdóttur, framkvæmdastjóra sem ritaði fundargerð. 
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 15:05. 



                                                                                Fundarefni:

Hervör Þorvaldsdóttir gerði grein fyrir því að hún þyrfti að víkja af fundi eigi síðar en kl. 15:40 þar sem hún þyrfti að vera mætt á fund með dómsmálaráðherra kl. 16:00. 

1. Afrit bréfs dómsmálaráðuneytisins til forseta Landsréttar, dags. 6. júní 2019, varðandi vísan dóms MDE í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar til yfirdeildar dómstólsins.

Formaður gerði grein fyrir því að fyrir liggur að ákvörðun um hvort fallist verði á að vísa málinu til yfirdeildarinnar verður ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi 9. september n.k. Eftir að stjórnarmenn höfðu fjallað um málið var eftirfarandi bókun samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu:

Með dómi Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars 2019 í máli Guðmundar Ástráðssonar gegn íslenska ríkinu var komist að þeirri niðurstöðu að skipun tiltekins dómara við Landsrétt hefði farið í bága við lög og falið í sér brot gegn 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Sama á við um skipun þriggja annarra dómara við réttinn. Frá því dómurinn gekk hafa dómararnir fjórir ekki gegnt dómstörfum og verður að óbreyttu gert ráð fyrir að svo verði áfram. 

Þar sem fjórir af fimmtán dómurum hafa ekki verið að störfum hefur rétturinn ekki haft undan að afgreiða innkomin mál og því hafa þau safnast upp. Samkvæmt upplýsingum frá Landsrétti má gera ráð fyrir að um næstu áramót bíði dóms hjá réttinum um 500 áfrýjuð einkamál og sakamál, en það er meira en rétturinn annar á heilu ári. Af þessu leiðir að verulegur dráttur mun verða á málsmeðferð og verða þá einkum áfrýjuð einkamál látin sitja á hakanum. Þarf ekki að fjölyrða um hversu bagalegt það er, ekki bara fyrir þá aðila sem þar eiga hlut að máli heldur fyrir réttarkerfið allt.

Af hálfu íslenska ríkisins hefur þess varið farið á leit að fyrrgreindum dómi Mannréttindadómstólsins verði vísað til yfirdeildar hans, sbr. 1. mgr. 43. gr. mannréttindasáttmálans. Fyrir liggur að ákvörðun um hvort fallist verði á að vísa málinu til yfirdeildarinnar verður ekki tekin fyrr en í fyrsta lagi 9. september n.k.

Verði fallist á að heimila vísun málsins til yfirdeildar dómsins má ekki vænta dóms hennar fyrr en undir lok ársins 2020. Komi til þess verður að áliti dómstólasýslunnar að grípa til viðeigandi úrræða til að manna Landsrétt. Í þeim efnum kemur til álita að setja dómara til lengri tíma eða skipa nýja dómara við réttinn. Í báðum tilvikum þarf að afla lagaheimildar til þeirrar ráðstöfunar. Verði á hinn bóginn ekki fallist á að vísa málinu til yfirdeildarinnar þarf nokkuð svigrúm til að bregðast við þeim lyktum. Í þeim efnum má nefna að Hæstiréttur hefur frestað nokkrum málum þar sem krafist er ómerkingar á dómum Landsréttar af þeirri ástæðu að fyrrgreindir dómarar hafa setið í dómi. Má gera ráð fyrir að þau mál yrðu flutt og dæmd í kjölfar ákvörðunar um að synja beiðninni um að málinu verði vísað til yfirdeildarinnar. Reikna má með að dómur Hæstaréttar þar að lútandi gangi undir lok líðandi árs, en með honum yrði væntanlega tekin afstaða til afleiðinga dóms Mannréttindadómsins að landsrétti. 

Með hliðsjón af því sem hér hefur verið rakið telur dómstólasýslan rétt að bregðast við þeim bráðavanda sem hefur skapast með því að settir verði dómarar við Landsrétt frá lokum sumarleyfa til ársloka. Þannig yrði tryggt að Landsréttur gæti starfað á fullum afköstum til þess tíma sem fyrst má reikna með að niðurstaða liggi fyrir um hvaða áhrif dómur Mannréttindadómstólsins hefur fyrir íslenska dómstólaskipan. Með slíkri tímabundinni setningu dómara við réttinn væri ekki komið í veg fyrir að síðar yrðu teknar aðrar ákvarðanir til lengri tíma ef nauðsyn ber til heldur þvert á móti gefur svigrúm til að undirbúa slíkar ráðstafanir sem kalla á lagabreytingar, eins og áður var vikið að. Í samræmi við þetta felur dómstólasýslan formanni og framkvæmdastjóra að kanna hvort umræddir fjórir dómarar eru reiðubúnir til að fara í launað leyfi til áramóta, en það skal áréttað að slíkt leyfi verður ekki veitt nema samkvæmt ósk þeirra. 
Hervör Þorvaldsdóttir vék af fundi kl. 15:40.


2. Fundargerð 7. fundar 2019.

Fundargerðin var samþykkt.

3. Drög að reglum stjórnar um meðferð mála og verkaskiptingu milli stjórnar og framkvæmdastjóra.

Formaður gerði nánari grein fyrir málinu.

Drögin voru samþykkt sem reglur dómstólasýslunnar nr. 1/2019 en jafnframt samþykkt að reglurnar komi til endurskoðunar einu sinni á ári. 

4. Bréf dómstólasýslunnar til dómsmálaráðuneytisins, dags. 8. júní 2019, um tilnefningu Eggerts Óskarssonar til þess að taka ad hoc sæti í endurupptökunefnd.

Bréfið er lagt fram til staðfestingar en málið var afgreitt rafrænt af hálfu stjórnar á milli funda enda var erindið brýnt og þarfnaðist skjótrar afgreiðslu.



5. Önnur mál. 
-Kjör varamanns í stjórn dómstólasýslunnar. 
Kynnt var niðurstaða kosningar héraðsdómara á  Arnaldi Hjartarsyni, héraðsdómara, sem varamanni í stjórn dómstólasýslunnar til næstu fimm ára.

-Með tölvupósti dómsmálaráðuneytisins 9. júní sl. var óskað tilnefningar af hálfu dómstólasýslunnar í samráðshóp ráðuneytisins um mansal. Þar sem tilnefningar var óskað fyrir 20. júní sl. var erindið afgreitt milli funda. Dómstólasýslan tilnefndi Sigríði Elsu Kjartansdóttur héraðsdómar og Símon Sigvaldason dómstjóra.

-Fyrir liggur að Héraðsdómi Reykjavíkur og Landsrétti ber að leita jafnlaunavottunar með hliðsjón af starfsmannafjölda á grundvelli ákvæða um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum. Liður í verkefninu er að vinna að starfaflokkun allra starfa sem felur í sér að vinna þarf starfs- og hæfnilýsingar fyrir öll störf. Vinna við jafnlaunavottunina kemur til með að nýtast við undirbúning að gerð launastefnu og sameiginlegra stofnanasamninga dómstólasýslunnar. 

-Lögð fram drög að reglum um störf skiptastjóra.
Formaður gerði grein fyrir fyrirliggjandi drögum.
Samþykkt að vinna þau áfram og fá LMFÍ að því verkefni og leggja drögin að því búnu að nýju fyrir stjórn.

Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 28. ágúst 2019 kl. 15:00. 
Fundi slitið kl. 16:20

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir

 

D Ó M S T Ó L A S Ý S L A N

9. fundur, 16. júlí 2019

 

Árið 2019, þriðjudaginn 16. júlí, var haldinn fundur stjórnar dómstólasýslunnar í fundarherbergi dómstólasýslunnar að Suðurlandsbraut 14. Fundinn sátu Benedikt Bogason,  Hervör Þorvaldsdóttir, Kristín Haraldsdóttir auk Barböru Björnsdóttur og Bergþóru Benediktsdóttur sem tóku þátt með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Ólöf Finnsdóttir ritaði fundargerð.  
Benedikt Bogason stjórnaði fundi og setti hann kl. 16:00.

                                                                                Fundarefni:


1. Fundargerð 8. fundar 2019.


Fundargerðin var samþykkt.

2. Umsókn um leyfi Landsréttardómara.
Í kjölfar samþykktar fundar stjórnar dómstólasýslunnar frá 24. júní 2019 boðaði formaður og framkvæmdastjóri til fundar með þeim fjórum dómurum Landsréttar sem ekki hafa verið við störf frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar var kveðinn upp 12. mars sl.  Tilgangur fundarins var m.a. að kanna hvort umræddir fjórir dómarar væru reiðbúnir til að fara í launað leyfi til áramóta. Með bréfi dags. 7. júlí sl. óskaði Jón Finnbjörnssonar, dómari við Landsrétt, eftir leyfi frá störfum við Landsrétt allt til 31. desember 2019. Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, lýsti því yfir að hún muni óska setningar í embættið eins fljótt og auðið er á meðan leyfi dómarans stendur.  
Umsókn um leyfi er samþykkt með vísan til 4. mgr. 7. gr. laga um dómstóla. 


3. Fjárveitingar vegna setningar dómara.

Samkvæmt bréfi dómsmálaráðuneytisins dags. 9. júlí sl. til forseta Landsréttar hefur dómsmálaráðuneytið ákveðið að setja dómara við Landsrétt í námsleyfi dómara á tímabilinu frá og með 1. september 2019 til og með 29. febrúar 2020. Þá mun forseti Landsréttar óska eftir setningu í embætti dómara eins fljótt og auðið er á meðan leyfistíma dómarans stendur. 
Fyrir liggur að hvorki eru fjárheimildir í fjárlögum þessa árs til þess að standa straum af kostnaði við setningar í embætti dómara, né er gert ráð fyrir setningum í fjármálaáætlun komandi árs. Því leggur stjórn dómstólasýslunnar áherslu á mikilvægi þess að dómsmálaráðuneytið tryggi Landsrétti auknar fjárveitingar vegna kostnaðar samhliða setningum í embætti framangreindra dómara
Samþykkt að fela framkvæmdastjóra að upplýsa ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um framangreint. 

4. Rafræn málsmeðferð.
Haustið 2017 hleypti fyrirrennari dómstólasýslunnar, dómstólaráð, af stað tilraunaverkefninu „rafrænn dómari“ í samvinnu við héraðssaksóknara. Verkefnið fól í sér að héraðssaksóknari afhenti mál á pdf. formi til Héraðsdóms Reykjavíkur á minnislyklum ásamt frumriti málsgagna. Á árinu 2018 hófst verkefni á vegum dómsmálaráðuneytisins þar sem unnið er að því að stafrænt væða réttarvörslukerfið í heild sinni. Hefur nú verið komið á tímabundinni lausn um það hvernig skila megi gögnum rafrænt til dómstóla. Lausnin sem nú er unnið er með er einungis fyrsta skrefið í því að gera samskipti við dómstóla stafræn. 

5. Önnur mál. 
Framkvæmdastjóri sagði frá því að ráðning í stöðu lögfræðings og fræðslu- og kynningarstjóra dómstólasýslunnar stendur yfir í kjölfar auglýsinga um stöðurnar.




Fleiri mál voru ekki rædd. 
Næsti fundur stjórnar ákveðinn miðvikudaginn 28. ágúst 2019 kl. 15. 
Fundi slitið kl. 16:40.

Benedikt Bogason
Hervör Þorvaldsdóttir
Halldór Björnsson
Bergþóra Benediktsdóttir
Kristín Haraldsdóttir